Síða 1 af 1
Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 09:12
frá randsley
Er með Trooper 99 árgerð sem er með vesen og er að gefa inn sjálfur.
Þetta er mjög kröftug inngjöf og rokkar upp og niður.
Kemur yfirleitt stuttu eftir að bíllinn er settur í gang,en svo hættir þetta og hann getur verið góður það sem eftir er.
Það er búið að skipta um spjaldlokann,og líka víralúmm sem var í innköllun.
Olían er ekkert að hækka neitt á bílnum,þannig að það er ekki komið eldsneyti þangað.
Hann kemur með villuboð á mapsensorinn sem ég skipti út en það lagaðist ekkert.
Megið endilega láta mig vita ef þið kannist við svona vesen.
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 09:20
frá Polarbear
skoðaðu hvort það sé mikið smurolíusmit í soggreininni við túrbínuna eftir að hann hefur staðið. ef hann er að soga í sig mótorolíu úr soggreininni þá getur þetta gerst... allavega hugmynd.
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 09:59
frá StefánDal
Er ekki rafmagnsolíugjöf í þessum bílum sem er fræg fyrir svona vesen?
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 12:31
frá BragiGG
StefánDal wrote:Er ekki rafmagnsolíugjöf í þessum bílum sem er fræg fyrir svona vesen?
common rail. inngjöfin stjórnast af spíssunum sem eru rafstýrðir...
líklegast er samt að hann sé að éta olíu í gegnum túrbínuna, hef séð svona mótor fara með hvelli þegar hann fékk góðan slurk af mótorolíu í gegnum túrbínuna og fór á yfirsnúning, þannig það er full astæða til að athuga þetta vel í bílnum hjá þér....
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 16:58
frá hobo
Það er ekki barki frá pedala, þetta er rafmagnsinngjöf. Viðnám í pedala og lítill rafmótor við soggrein.
Yndislegt system. (kaldhæðni)
BragiGG wrote:StefánDal wrote:Er ekki rafmagnsolíugjöf í þessum bílum sem er fræg fyrir svona vesen?
common rail. inngjöfin stjórnast af spíssunum sem eru rafstýrðir...
líklegast er samt að hann sé að éta olíu í gegnum túrbínuna, hef séð svona mótor fara með hvelli þegar hann fékk góðan slurk af mótorolíu í gegnum túrbínuna og fór á yfirsnúning, þannig það er full astæða til að athuga þetta vel í bílnum hjá þér....
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 17:24
frá BragiGG
hobo wrote:Það er ekki barki frá pedala, þetta er rafmagnsinngjöf. Viðnám í pedala og lítill rafmótor við soggrein.
Yndislegt system.
BragiGG wrote:StefánDal wrote:Er ekki rafmagnsolíugjöf í þessum bílum sem er fræg fyrir svona vesen?
common rail. inngjöfin stjórnast af spíssunum sem eru rafstýrðir...
líklegast er samt að hann sé að éta olíu í gegnum túrbínuna, hef séð svona mótor fara með hvelli þegar hann fékk góðan slurk af mótorolíu í gegnum túrbínuna og fór á yfirsnúning, þannig það er full astæða til að athuga þetta vel í bílnum hjá þér....
eru þeir semsagt með spjaldblað líka?
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 17:32
frá hobo
Já það minnir mig.
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 17:34
frá StefánDal
Gæti verið að rail control gaurinn framkalli þetta ef hann er orðinn klikkaður?
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 17:45
frá hobo
Kannski TPS(throttle position sensor), tölvan ætti að segja manni ef þetta væru skynjarar, en það eru dæmi um að skynjarar gefi vitlausar uppl. en virka samt samkvæmt tölvunni.. hmm
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 20:15
frá randsley
Polarbear wrote:skoðaðu hvort það sé mikið smurolíusmit í soggreininni við túrbínuna eftir að hann hefur staðið. ef hann er að soga í sig mótorolíu úr soggreininni þá getur þetta gerst... allavega hugmynd.
Það er ekki að koma nein olía í gegnum intercoolerinn,bara einhverjir örfáir dropar þar.
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 27.jún 2013, 20:25
frá randsley
StefánDal wrote:Er ekki rafmagnsolíugjöf í þessum bílum sem er fræg fyrir svona vesen?
Búinn að prófa inngjafarpedala úr öðrum bíl og bíllinn breyttist ekkert við það.
hobo wrote:Kannski TPS(throttle position sensor), tölvan ætti að segja manni ef þetta væru skynjarar, en það eru dæmi um að skynjarar gefi vitlausar uppl. en virka samt samkvæmt tölvunni.. hmm
Það var held ég skipt um hann þegar það var settur nýr spjaldloki í bílinn.(Ætla að kanna það betur)
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 03.júl 2013, 20:34
frá hobo
Eitthvað að frétta af þessum?
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 04.júl 2013, 19:23
frá randsley
Ég var að skipta um oil rail control valve,en það lagaði ekki neitt.
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 04.júl 2013, 19:31
frá randsley
hobo wrote:Kannski TPS(throttle position sensor), tölvan ætti að segja manni ef þetta væru skynjarar, en það eru dæmi um að skynjarar gefi vitlausar uppl. en virka samt samkvæmt tölvunni.. hmm
Er þessi ekki á throttle boddy-inu og kemur með því frá umboði.( kostaði eitthvað um 67 þúsund )
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 04.júl 2013, 20:06
frá hobo
randsley wrote:hobo wrote:Kannski TPS(throttle position sensor), tölvan ætti að segja manni ef þetta væru skynjarar, en það eru dæmi um að skynjarar gefi vitlausar uppl. en virka samt samkvæmt tölvunni.. hmm
Er þessi ekki á throttle boddy-inu og kemur með því frá umboði.( kostaði eitthvað um 67 þúsund )
Veit ekki, en er nokkuð viss um að þessi umtalaði skynjari sé á throttle-boddy-inu. Á móti mótornum, og spjaldlokinn á milli.
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 04.júl 2013, 20:17
frá randsley
Var að skoða gamla spjaldlokann og sensorinn er á honum þannig að það er nýr í bílnum.
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 18.des 2013, 19:10
frá randsley
Þetta mál er leyst og var þetta engine oil temperature sensorinn sem var bilaður
Re: Isuzu Trooper gefur inn sjálfur
Posted: 18.des 2013, 19:15
frá hobo
Glæsilegt!