Skipti um rafgeymi í bílnum hjá mér eftir langvarandi kyrrstöðu og rafmagnsleysi en bílinn er búinn að standa líklega í 6- 8 mánuði. Smellti nýjum geymi í og straumur kominn á mælaborðið og ljós kvikna og allt virtist eðlilegt. Bíllinn hinsvegar startar ekki. Snýr ekki mótor eða neitt bara klikk og ekkert gerist.
Mér datt fyrst í þjófavörnin en ég aftengdi hana ekki áður en ég skipti um geymir. Það hvarlaði að mér en ég taldi það heldur ekki nauðsynlegt þar sem gamli geymirinn var gjörsamlega dauður.
Einhver sem hefur reynslu eða vit á því hvað þarf að gera?
Patrol 2.8 - Rafgeymaskipti
Re: Patrol 2.8 - Rafgeymaskipti
Ef það heyrist klikk fram í húddi þegar þú reynir að starta þá er annaðhvort tenging á geymi eða startara lélegar eða startarinn búinn, getur prufað að banka í hann, en það er engin viðgerð.
-
- Innlegg: 63
- Skráður: 13.okt 2011, 21:07
- Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
- Bíltegund: Pajero
- Staðsetning: Reykhólar
Re: Patrol 2.8 - Rafgeymaskipti
lemdu bara aðeins í statraran með léttum hamri pungurinn getur staðið á sér
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur