Grand Cherokee Wj '99-'04
Posted: 21.jún 2013, 18:39
Daginn félagar. Er einhver sem hefur reynslu af að breyta svona bílum, ég men ekki eftir að hafa séð svona bíl breyttann en eldri útgáfan er mikið notuð. Þekkja menn hvernig er að breyta svona bíl og hvort millikassinn henti í breyttann bíl, Nv247. Ég er að spá í svona 35-37" breyttann, og nota bene, ég verð með hann í USA þannig að ég er ekki að fara með hann í þær ofurbreytingar sem maður fer í heima, nóg að eiga einn á 46" heima á Íslandi. Allavega, ég sé mikið af þessum bílum hérna og hef alltaf verið hrifin af þeim, þeir eru líka frekar ódýrir. Ég sé kost að 4,0l vélin er margreynd og viðurkend, en þekki minna v8 sem er líka í þeim. Hvernig er með drif og hásingar, duga þær í svona flest sem maður kæmi til með að bjóða honum. Jeppamenskann hérna, er í Californíu, snýst mest um að aka slóða, það kemur ekki til með að reyna nein ósköp á drifin líkt og gerir stundum heima, snjóakstur er líka allur annar. En hugmyndin er að fá sér óbreyttann bíl, kaupa í hann 2" liftkitt og skera svo úr fyrir dekkjum, þá myndi ég skera úr fyrir 37" þó ég færi ekki nema í 35 til að byrja með.
Endilega að hella úr viskubrunnum ykkar, auðveldar manni ákvarðanir ef þaður getur sótt í reynslubrunn annara. Ég hef líka verið að horfa í 4Runner, mikið af þeim hérna.
Kv Stefán Höskulds
Endilega að hella úr viskubrunnum ykkar, auðveldar manni ákvarðanir ef þaður getur sótt í reynslubrunn annara. Ég hef líka verið að horfa í 4Runner, mikið af þeim hérna.
Kv Stefán Höskulds