Grand Cherokee Wj '99-'04

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Grand Cherokee Wj '99-'04

Postfrá StebbiHö » 21.jún 2013, 18:39

Daginn félagar. Er einhver sem hefur reynslu af að breyta svona bílum, ég men ekki eftir að hafa séð svona bíl breyttann en eldri útgáfan er mikið notuð. Þekkja menn hvernig er að breyta svona bíl og hvort millikassinn henti í breyttann bíl, Nv247. Ég er að spá í svona 35-37" breyttann, og nota bene, ég verð með hann í USA þannig að ég er ekki að fara með hann í þær ofurbreytingar sem maður fer í heima, nóg að eiga einn á 46" heima á Íslandi. Allavega, ég sé mikið af þessum bílum hérna og hef alltaf verið hrifin af þeim, þeir eru líka frekar ódýrir. Ég sé kost að 4,0l vélin er margreynd og viðurkend, en þekki minna v8 sem er líka í þeim. Hvernig er með drif og hásingar, duga þær í svona flest sem maður kæmi til með að bjóða honum. Jeppamenskann hérna, er í Californíu, snýst mest um að aka slóða, það kemur ekki til með að reyna nein ósköp á drifin líkt og gerir stundum heima, snjóakstur er líka allur annar. En hugmyndin er að fá sér óbreyttann bíl, kaupa í hann 2" liftkitt og skera svo úr fyrir dekkjum, þá myndi ég skera úr fyrir 37" þó ég færi ekki nema í 35 til að byrja með.
Endilega að hella úr viskubrunnum ykkar, auðveldar manni ákvarðanir ef þaður getur sótt í reynslubrunn annara. Ég hef líka verið að horfa í 4Runner, mikið af þeim hérna.

Kv Stefán Höskulds



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Grand Cherokee Wj '99-'04

Postfrá Stebbi » 21.jún 2013, 22:10

Taktu hiklaust 4.7 V8 frekar en 4.0 vélina þú sérð ekki eftir því. Svona bíll með 4.0 er alveg fatlaður hliðiná V8 bílnum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Grand Cherokee Wj '99-'04

Postfrá StebbiHö » 24.jún 2013, 02:31

Já mig grunaði að v8 væri sprækari, en línann hefur alltaf þótt ein áræðanlegasta vélin í flotanum, er alteins á eftir því eins og aflinu, læt nægja að eiga 450 hö jeppa á Íslandi, hér verður meira ekið án átaka og þá er þetta líka spurning um eyðslu, þó bensínið sé sirka 50% lægra en heima, þá þurfa þeir alltaf sitt. En er ekkert af þessum bílu sem hefur verið breytt, þó ekki væri nema á 33-35?

Kv Stebbi Hö


atlifr
Innlegg: 180
Skráður: 01.feb 2010, 09:13
Fullt nafn: Atli F Unnarsson

Re: Grand Cherokee Wj '99-'04

Postfrá atlifr » 24.jún 2013, 08:55

Sæll

Það er búið að breyta þónokkrum svona bílum. Bæði á 38" og 44" miðað við söluauglýsingarnar seinustu mánuði.

Hér er t.d. einn
http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php/175033-JEEP-Grand-Cherokee-v8-4-7-00-38-quot-Hrikalega-flottur-sko%C3%B0a-%C3%B6ll-tilbo%C3%B0-og-skipti

Hérna er annar, eigandinn er nú hérna á spjallinu og ætti að geta svarað spurningum:
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=16723&p=99600&hilit=cherokee#p99600


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Grand Cherokee Wj '99-'04

Postfrá silli525 » 24.jún 2013, 15:59

Ég á svona apparat 99 árgerð á 39, 5" 4.0 litra og ég er mjög ánægður með hann, væri samt til i meira afl og myndi helst vilja 5.3 vortec eða ls1heldur en 4.7. En samt hefur þessi 4.0 lítra rella komið mér skemmtilega á óvart, allavega erum við þrír hérna á Hellu á svona bílum: Einn er 4, 7 á 41" irok og svo annar á 4, 7 high output á 38" ground hawk og mér finnst minn ekkert gefa þeim eftir. Varðandi upphækkun þá man ég ekki alveg hvað það er búið að lyfta mínum mikið, en það er búið að styrkja framhásinguna töluvert og setja dana 44 að aftan svo er hann með 4:56 hlutföllum sem er kannski i hærra lagi fyrir þennan "ofurmótor"........


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur