Síða 1 af 1

Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 19.jún 2013, 15:15
frá thorjon
Sælir félagar, Er einhver sem getur sagt mér hvað er "eðlilegt" boost á 2.8 patrol ('98 módel) ? Túrbínukvikindið eitthvað hálfmáttlaust finnst mér í löngum brekkum, það er meira en ég myndi halda að 2.8 eigi að vera. Snillingar segja mér að líklegt sé að bínan sé að blása eitthvað framhjá þannig að kallinn smellti boostmæli á kvikindið en svo auðvitað hefur maður ekki græna um hversu mikið boostmælirinn eigi að sýna :)

Með von um að einhver geti frætt nýgræðinginn um málið ;)

kveðja: Þórjón

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 19.jún 2013, 21:11
frá biggigunn
Ef ég man rétt á mælirinn að sína 0.9bar, það er fullt boost.

Kv. Biggi

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 19.jún 2013, 22:16
frá jeepson
38" pattinn minn blæs um 12PSI Ég er ekki búinn að setja mælir á hinn pattann.

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 20.jún 2013, 01:22
frá GFOTH
Ég læt minn blása 20

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 20.jún 2013, 03:15
frá thorjon
12-20, það er nefnilega það :) hann er að dúttla frá 8 til 10 undir meðaláalgi hjá mér en fer svo uppundir 18. Annað mál sem ég hef verið að velta fyrir mér... Hvernig veit ég hvort hann er að skila þessum pundum inn á mótor þar sem að maður smellir jú mælinum á "litlu slönguna" nú er ég ekki með manualinn við hendina ( er að vinna í útlöndum) ef hann er að blása framhjá við einhverja slönguna eða eldgrein ?

annað mál, getiði bent mér á einhvern góðann sanngjarnann snillinginn sem er að gera við þessar elskur ? Er gjörsamlega búinn að gefast upp á bifvélavirkjanum mínum þar sem ég þarf liggur við að kalla út björgunarsveit til að fá manninn til að vinna :)

Takk fyrir skjót svör félagar

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 20.jún 2013, 03:16
frá thorjon
Átti að standa 9 til 10 undir meðalálagi en svo uppundir 18 undir miklu álagi.

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 20.jún 2013, 23:56
frá grimur
Þetta hljómar sannfærandi sem eðlilegur þrýstingur. Hæpið að mikið loft sé að tapast þar sem þessi þrýstingur næst upp, það eru rosa læti ef þetta fer að leka eitthvað að ráði.
Spurning með pústið, er þrenging í því?
Einhver sagði mér að það væri þrenging aftan við túrbínu í sumum þessara vagna.
Svo er bara að skoðanallar síur, fæðidæluna og þannig dót. Nær hann fullum snúning álagslaust? Ef ekki þá vantar líklega olíu að verkinu.
Kv
G

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 21.jún 2013, 11:37
frá Izan
Sælir

Mér finnst þetta óeðlileg hegðun á túrbínu. Mig minnir einhvernvegin að mín hafi verið að blása um 6-8 pund original og mér var ráðlagt að fara alls ekki upp fyrir 14-16 pund, túrbínan sjálf þolir ekki meira. Ég stillti hana sjálfur með allskyns ráðum þannig að hún blési 14-16 psi.

Það þurfti aldrei mjög mikið álag til að hún blési sín 14 pund þannig, allar brekkur, upptak o.s.frv. voru nóg. Ef þetta er mjög breytilegt hjá þér s.s. milli mikils álags og mjög mikils álags er spurning hvort framhjáhleypilokinn sé fastur. Þú athugar að ef hann hleypir ekki framhjá verður bíllinn máttlausari vegna þess að við ákveðinn snúning þegar skolloftið er meira en túrbínan ræður við þá kemur vélin loftinu ekki frá sér.

Þetta sem ég veit um þessa bíla er um 2,8 6cyl mótorinn.

Kv Jón Garðar

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 21.jún 2013, 11:51
frá thorjon
Ahh ! það gæti verið málið Jón Garðar, helvítis druslan er nefnilega grútmáttlaus í brekkum fullhlaðin :( fyrir utan að "syngja" líkt og "laus viftureim" í löngum brekkum ef sú lýsing gefur eitthvað hint :) ég er nefnilega alveg "blindur á báðum" þegar kemur að túrbínumálum,,
Ætli maður verði ekki að finna einhvern Patrol túrbúnispesíalista til að vinna/skoða málið ( svona þegar maður kemst heim á klakann, er erlendis í vinnu). hf nefnilega gefist upp á nú verandi bifvélavirkjanum mínum þótt snillingur í Patrol sé þar sem það er jafn erfitt að fá hann til vinnu og að kenna róna að hætta að drekka :)

EInhverjar uppástungur frá félögum mínum varðandi val á túrbínusnilling ?? einu kröfurnar eru að hann blóðmjólki ekki veskið og fáist til að vinna í bílnum innan þessa almanaksárs LOL

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Posted: 21.jún 2013, 22:15
frá stebbi1
Minn blæs 15-16 psi á fullu álagi, og finnst hann virka bara fínnt, ég tek mælinguna á "soggrein"