Síða 1 af 1
Krafleysi í Pajero sport 2,5 dísil
Posted: 08.jún 2013, 03:54
frá gvarason
Er með pajero sport 2,5 dísil og er hann orðinn svo kraftlaus .frekar svartur reikur úr pústi ,hvað er til ráða
Re: Krafleysi í Pajero sport 2,5 dísil
Posted: 08.jún 2013, 08:46
frá Stebbi
Ef það er mikill svartur reykur þá er hann að fá of mikla olíu eða of lítið loft, taktu úr honum loftsíuna og prufaðu hann þannig. Ef það breytir engu þá skaltu skoða hvort það sé EGR í honum og hvort það sé nokkuð fastur EGR ventill.
Re: Krafleysi í Pajero sport 2,5 dísil
Posted: 08.jún 2013, 09:17
frá hobo
Skoða vel hosur frá túrbínu inn á vél.
Ef gat er á hosu eða bara eitthvað óþétt, þá lýsir það sér einmitt svona.
Re: Krafleysi í Pajero sport 2,5 dísil
Posted: 08.jún 2013, 09:20
frá Stebbi
hobo wrote:Skoða vel hosur frá túrbínu inn á vél.
Ef gat er á hosu eða bara eitthvað óþétt, þá lýsir það sér einmitt svona.
Hosurnar við intercooler eiga það til að losna þegar þetta er orðið gamalt en það kemur yfirleitt áberandi hávaði með því.
Re: Krafleysi í Pajero sport 2,5 dísil
Posted: 08.jún 2013, 10:15
frá birgiring
Athuga hvort allt sé í lagi með arminn og stöngina sem stýra wastgate ventlinum á túrbínunni.Gott er að losa stöngina frá arminum og athuga hvort hann hreyfist eðlilega.
Svarti reykurinn segir að hann fái ekki nóg loft á móti olíunni.
Re: Krafleysi í Pajero sport 2,5 dísil
Posted: 08.jún 2013, 19:26
frá gvarason
Takk fyrir þetta ég skoða þetta
Re: Krafleysi í Pajero sport 2,5 dísil
Posted: 08.jún 2013, 23:48
frá Freyr
Taktu á túrbínunni