Síða 1 af 1
Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 06.jún 2013, 01:16
frá Stjáni Blái
Sælir.
Ég þarf að skipta út felguboltunum hjá mér og langaði því að forvitnast um það hvað menn eru með svera felgubolta í jeppunum hjá sér, Og það væri þá gaman ef menn myndu láta fylgja með dekkjastærð og felgubreidd ásamt þyngd jeppans..
Kv.
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 06.jún 2013, 03:45
frá gillih
Ég nota Bolta undan ford 250, felgu breidd 17 tommu,dekk 46 og bíllinn viktar 2,7 t (Patrol). Þarf aðeins að ríma út fyrir boltonum
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 08.jún 2013, 13:37
frá Stjáni Blái
Hvar fékkstu þessa bolta ?
Eru þeir 9/16" ?
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 08.jún 2013, 13:59
frá ivar
í nýrri ford pickupunum eru þetta 14mm boltar, flestir held ég með 2mm stigningu frekar en 1,5mm sem voru sumir.
Færð þetta örugglega í dýranaust eða sambærilegum stöðum en sjálfsagt best settur með að panta þetta frá ameríkunni ef þér liggur ekki á.
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 08.jún 2013, 18:22
frá jeepcj7
Fordinn super duty er með 14mm bolta og líklega helst að tala við Fjallabíla eða Jeppasmiðjuna hér á landi.
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 08.jún 2013, 21:30
frá lecter
hæ gott innlegg felguboltar og stærri felgur og dekk ,,, auðvitað þarf að svera þetta eins og allt hitt i jeppanum ,, en hafa menn verið að setja oliu á koninn á felguni með motoroliu ,, en ef felguró er að losna upp kemur smit rák út þá er laus felguró ,, og timi til að herða þetta er gamalt ráð frá trukka bilstjórum ,,,bara svona fróðleiks það vita ekki allir allt ,,,,,
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 08.jún 2013, 23:56
frá Freyr
"bara svona fróðleiks það vita ekki allir allt"
Nei því miður erum við ekki eins og þú Lecter......
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 09.jún 2013, 09:16
frá lecter
haha ja ég hefði kanski átt að orða þetta öðruvisi eða maður er alltaf að læra eitt hvað nýtt ég lika ,,
ég get alveg sagt að ég lærði ekki fyrir laungu muninn á störnuskrúfjarnum ,já ekki pælt i hvað hvað það stendur fyrir svo er maður búinn að skrúfa hálfa æfina búinn að læra vélvirkjun svo kemur smiður og kennir manni mun á posi og philips það er samt ca 15 ár siðan maður vissi svo sem að þetta var smá munur en ekki vissi ég að þessi hefðu nafn en svona er þetta það vita ekki allir allt ekki ég heldur en flott að nota svona jeppaspjall til að vita meira ,,, takk
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 09.jún 2013, 13:40
frá Freyr
Hehe, stóðst bara ekki mátið.....
Kv. Freyr
Re: Sverleiki á felguboltum ?
Posted: 09.jún 2013, 16:34
frá gillih
Fékk mína hjá Guttonum í moso