Síða 1 af 1
Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 11:44
frá kudungur
Keypti nýlega Amerísku útgáfuna af Feroza, sem þeir kalla Rocky þarna fyrir vestan, árgerð 1991. Það eru tengingjavandamál í rafkerfinu. Eftirfarandi virkar ekki: Hitamælir, voltmælir og klukka í mælabroði, flauta, lesljós í lofti fyrir ofan mælaborð og takki til þess að opna afturhlera rafrænt. Brimborg eyddi líklega hátt í tveimur klst. að reyna að bilanagreina, en komst ekki til botns í málinu, þeir voru þó svo vinsamlegir að rukka bara fyrir 1. klst. Ég bað þá að laga fyrst flautuna, því ekki kemst bíllin í gegnum endurskoðun án hennar. Þeir fundu eftirfarandi: Engin plús spenna fram í flautu. Öryggi heil, rofi í stýri í lagi. Þegar tengt var framhjá fjöður milli stýri og túbu var vandamálið enn til staðar.
Þeir virðast ekki hafa skoðað flautu relay, sem er undir mælaborðinu, ég ath. það þá.
Er einhver með hugmynd hvað gæti verið að? Gæti verið ein orsök að baka öllum þessum bilunum?
Re: Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 13:09
frá Gunnar00
Ef allt þrítur þá myndi eg leggja nyja vira. I og ur flautu. I relay og uti flautu.svona til ad na skodunni allaveganna. En minar vangaveltur eru ad höfuðvir se farinn I sundur fra geymi og I mælaborðið.
Re: Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 13:12
frá kudungur
Sæll Gunnar,
Þakka kærlega fyrir ábendinguna. Prófa þetta.
Kv. Kuðungur
Re: Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 13:15
frá Stjóni
Ef þú kemst yfir teikningu af þessu skalt þú reyna finna hvað sé sameiginlegt með þessu öllu. Ef við gefum okkur í byrjun að það sé um eina bilun að ræða sem veldur þessu öllu.
Re: Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 13:44
frá kudungur
Takk
Stjóni wrote:Ef þú kemst yfir teikningu af þessu skalt þú reyna finna hvað sé sameiginlegt með þessu öllu. Ef við gefum okkur í byrjun að það sé um eina bilun að ræða sem veldur þessu öllu.
Er kominn með teikningar. Daihatsu var svo almennilegt fyrirtæki að opna fyrir teikningar af Feroza/Rocky fyrir almenning, kannski vegna þess hvað þetta eru gamlir bílar. Á tölvumáli væri þetta kallað Open Source. Maður hefur heyrt nokkrar leiðinlegar sögur hvernig bílaframleiðendur láta ekki af hendi tækniupplýsingar nema fyrir stór fé. Ef einhverjum vantar þá eru þær á Feroza vefnum.
http://warfs.org/service-manuals.htmlKv. Kuðungur
Re: Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 15:26
frá biturk
Hringdu í mig í kvöld ég var í sama vandamali og þu, eg náði að leisa mitt, það er sama öryggi fyrir þetta allt og ef menn tengja utvarpið rangt þá fer allt i fokk
8484414
Re: Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 18:50
frá kudungur
biturk wrote:Hringdu í mig í kvöld ég var í sama vandamali og þu, eg náði að leisa mitt, það er sama öryggi fyrir þetta allt og ef menn tengja utvarpið rangt þá fer allt i fokk
8484414
Sæll, takk fyrir þetta. Var að reyna að ná í þig, en það svara ekki. Er númerið rétt.
Kv.
Re: Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 19:09
frá seg74
Var að senda þér póst með upplýsingum um þetta
Re: Hjálp: Rafkerfi í Feroza (Rocky)
Posted: 27.maí 2013, 19:52
frá biturk
kudungur wrote:biturk wrote:Hringdu í mig í kvöld ég var í sama vandamali og þu, eg náði að leisa mitt, það er sama öryggi fyrir þetta allt og ef menn tengja utvarpið rangt þá fer allt i fokk
8484414
Sæll, takk fyrir þetta. Var að reyna að ná í þig, en það svara ekki. Er númerið rétt.
Kv.
já ég er kominn í sabmand núna