Síða 1 af 1
Loftpúðar undir Grand Cherokee
Posted: 25.maí 2013, 17:14
frá sigfushar
Ég er með 1995 Grand Cherokee V8 með Pajero afturhásingu með heimasmíðuðu 4-link (80cm stífur) og D44 að framan (range rover framstífur) (skiptir svosem ekki máli í þessu tilfelli).
Ég er að nota Koni dempara og Range Rover gorma. Ég keypti gormana í BSA og þeir segja að Normal staða á gormunum sé ca 32 cm þegar hann er tómur. Þeir gormar sem ég er með standast það alveg en mér finnst hann skelfilega hastur. Ég er búinn að prófa allskonar gorma. Þess vegna er ég að spá í að fara út í loftpúða að aftan.
Hvaða loftpúða eru menn að nota í svona bíl?
Hvað eru þeir sverir (þvermál)?
Hvar er best að kaupa þá og hvað kosta þeir?
kv
Sigfús
Re: Loftpúðar undir Grand Cherokee
Posted: 25.maí 2013, 21:42
frá ivar
Fjaðrabúðin partur er búð sem ég mæli með.
800-1200kg púða? Ætti ekki að taka mikið meira pláss en gormar.
Hinsvegar vil ég benda á að þessu fylgir yfirleitt meira bras og þú ættir að hugsa þetta til enda t.d. í sambandi við stýringar, hæðarstillingar o.s.fv.
Gæti t.d. verið sennilegt að þú viljir geta verið með hann sjálfvirkan og hækkað/lækkað (stífað) að vild?
Re: Loftpúðar undir Grand Cherokee
Posted: 25.maí 2013, 22:30
frá Kiddi
Getur verið að gormarnir og dempararnir séu ekkert að vinna saman? Hvaða Rover gorma ertu með?
Re: Loftpúðar undir Grand Cherokee
Posted: 26.maí 2013, 09:53
frá sigfushar
Ég ætla að hafa stýringuna á púðunum einfalda, svona allavega til að byrja með. Ég hef alltaf gaman að smá brasi :)
Ég man ekki alveg litinn á gormunum, en þetta eru frekar stífir gormar. Kölluðust víst "poli-special" eitthvað, undan löggu roverum. Ég var alltaf að eltast við þessa cm tölu en kannski á ég bara að frekar fá mér mýkri gorma og setja upphækkunarklossa? Þá er spurning hvort að hann setjist ekki bara á rassgatið þegar ég set eitthvað dót í skottið+farþega?
Ég er búinn að prófa að stilla demparana fram og aftur.
Re: Loftpúðar undir Grand Cherokee
Posted: 26.maí 2013, 10:14
frá ivar
Ástæðan fyrir þessu með púðanna er að eftir 1-3 ár verður þetta farið að leka aðeins, smá smit hér og klístrast loft út úr púðanum þó allt sé þétt. Þá fer að verða leiðinlegt að bæta í þetta reglulega o.s.fv. Þannig að ég mæli með frá byrjun að vera með hæðarventla og krana sem geta yfirtekið hæðarventlana.
Re: Loftpúðar undir Grand Cherokee
Posted: 26.maí 2013, 11:14
frá kjartanbj
ég er bara með loftkistu og krana.. enga hæðaventla eða neitt vesen, er með eldgamla púða undir mínum , báðir púðarnir hægra megin eru farnir að leka, en það breytir engu máli í ferðum, tekur svona 2 daga að hann fari að halla eitthvað og tekur svona 20 sek að rétt hann af
finnst ekki vera neitt vandamál að vera með loftpúða, snilldar fjöðrun líka
Re: Loftpúðar undir Grand Cherokee
Posted: 27.maí 2013, 18:26
frá JeepKing
Hef míkið pælt í því að setja loftpúða undir minn ZJ og var þá að hugsa um 1200 kg púðana aðalega vegna þess að þeir kostra 25 þúsund meðan 800 kg kostar 50 þúsund stk
af því að þú varst að spá þvermál þá eru hér nokkur mál af Landvéla púðunum
800 kg
Min hæð 200 mm
æskileg notkunar hæð 330 mm
Hámarkshæð 380 mm
exstream 450mm
1200 kg
Min hæð 176mm
æskileg notkunar hæð 378 mm
Hámarkshæð 580 mm
exstream 586mm
Þvermál 185mm
Hér eru svo njósnamyndir undan gömlum grand :D





Þetta eru 800 kg loftpúðar
Re: Loftpúðar undir Grand Cherokee
Posted: 27.maí 2013, 23:49
frá grimur
Undir minn bíl færi aldrei neitt annað en púðar með þrykktum toppstykkjum og lokuðum botni, eins og 800kg púðarnir eru.
Þessir slöngupúðar eru bara alls ekkert spes.