hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá biturk » 25.maí 2013, 10:15

ég er að setja rafmagnsviftu fyrir framan vatnskassa hjá mér og mig langar rosalega að tengja hana þannig að þegar hún fer uppí leiðinlega mikin hita að hún kveiki á sér sjálfvirkt þar til hún fer niður í svona 87 gráður (opnunar hitastig á vatnslásnum)

hvað þyrfti ég í þetta til að tengja og hvernig tengi ég það?


head over to IKEA and assemble a sense of humor


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Stjáni » 25.maí 2013, 10:25

Yfirleitt er rofi/pungur með einu tengi (man ekki hvað hann heitir réttu nafni) skrúfaður einhversstaðar nálægt vatnsláshúsinu, þegar ég gerði þetta hjá mér setti ég stöðugann straum í gegnum 15 amp öryggi beinná viftumótorinn og jarðvírinn í þennann pung, bara spurning um að finna hann... Þessi pungur á að gefa jörð við áhveðinn hita sem setur þar af leiðandi viftuna í gang og hún á þá líka að ganga áfram eftir að drepið er á þar til vatnið hefur náð að kólna aðeins niður.

kv. Kristján


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Stjáni » 25.maí 2013, 10:30

hvernig bíll er þetta annars ?


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá biturk » 25.maí 2013, 10:31

það er bara vatnshitaskjynarinn, hann er tengdur við hitamælirinn, það er sílíkon vifta í þessum bíl sem ég er með svo ég er að bæta þessari við


þarf ég þá bara að kaupa mér hitaskynjara, koma fyrir á hentugum stað í kælikerfinu og tengja hann við jörðina á viftunni? engin relay eða neitt?

hvernig hitaskjynarji er það sem ég er að leitast eftir? helst enskt heiti svo ég geti fundið á ebay

þetta er feroza
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Stjáni » 25.maí 2013, 10:51

Gætir mögulega fengið einhvern universal temperature sensor sem er með úrtaki fyrir bæði mælirinn og viftuna hjá bílanaust ég myndi kanna það


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Stjáni » 25.maí 2013, 11:08

annars heitir þessi rofi oftast thermo sensor en þú þarft s.s. þennan sem gefur bara jörð þegar hann nær vissum hita og best er að hafa hann annaðhvort neðst á vatnskassanum eða á vatnsláshúsinu svo hann virki rétt


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Aparass » 25.maí 2013, 11:15

Þú þarft að relytengja þetta svo þú brennir ekki yfir hitarofann því hann getur ekki borið svona mikinn straum, viftan er að taka á milli 15 og 30 amper í fullri keyrslu og rofinn er gerður fyrir kanski 1-5 amper.
Færð þér venjulegt 4 eða 5 póla rely og tengir pólana svona.
Póll 30. Tengist í stöðugann straum. (getur verið beint á geymir eða hvar sem þú finnur straum sem rofnar ekki þegar þú svissar af, ekki gleima að setja burðarmikið öryggi á leiðsluna og hafa það sem næst geymi eða staðnum þar sem þú ert að sækja strauminn.)
Póll 87. Tengist í viftuna (þetta er semsagt straumurinn í viftuna og þú verður að skoða í hvorn pólinn á viftunni þetta á að fara, það fer auðvitað eftir því í hvaða átt þú vilt að viftan snúist, hvort hún eigi að blása eða soga í gegnum vatnskassann. Hinn póllinn á viftunni tengist þá í jarðsamband, undir skrúfu t.d. og þarft að ganga vel frá því.)
Póll 85. Tengist í straum líka. (þennann straum getum við notað í að stjórna hvort við viljum að viftan virki alltaf þegar vélin er of heit eða hvort við viljum að þetta virki bara á meðan það er svissað á bílinn, með því getum við t.d. útilokað að bíllinn klári rafmagnið á bílnum eftir að við svissum af. Sumir bílaframleiðendur lofa viftum að snúast eftir að það er búið að svissa af þeim, aðrir að viftan stoppi við það, ég mundi bara lofa henni að snúast áfram ef þú ert með góðann geymir, hún ætti að stoppa fljótlega viftan.
Póll 86. Tengist í hitarofann. ( Ef þú ert með eins póla hitarofa þá tengirðu bara beint á hann og þarft ekkert að spá í neitt meira en ef þú ert með tveggja póla hitarofa þá þarftu að jarðtengja seinni pólinn, það skiptir ekki máli hvor póllinn tengist í jörð eða á rely.
Vertu svo bara viss um að vera með góðann hitarofa og ég mundi halda að hann þyrfti að kveikja við t.d. 96-98 gráður og mætti síðan slökkva við 91-94 gráður, tölurnar á þessum rofum væru þá t.d. 96-91 eða 98-94.
Vona að þetta hjálpi þér.
Kv.


Gísli Þór
Innlegg: 93
Skráður: 18.aug 2011, 19:18
Fullt nafn: Gísli Þór Þorkelsson

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Gísli Þór » 25.maí 2013, 13:33

Ég hef framkvæmt þetta nokkrum sinnum ég fann rofa hjá stillingu fékk aðeins að blaða í bókinni hjá þeim og skoðaði bæði hitastig og stærð nemans og skráði hjá mér númerin þeir eiga ekki allar gerðirnar svo þú þarft að skrifa númerin niður og láta þá fletta þeim upp
Það er misjafnt hvar skynjararnir eru staðsettir ýmist í vatnskassa eða heddi þar sem kælivökvinn er heitastur á leið úr vélinni, þú velur hitastig eftir staðsetningu nemans
þú verður að tengja þetta gegnum rely eins og fyrr hefur komið fram en ég setti svo rofa inní bíl sem var einfaldlega tengdur inná jörðina sem fer í gegnum nemann bara fyrir nemann og gat svo gefið relyinu jörð gegnum hann og kveikt á viftunni ef eitthvað kom uppá eða færi var þungt. Mundu bara að ef þú hefur vituna fyrir framan kassann þá blæs hún afturábak og er ekki eins öflug þannig eða spaðarnir eru það ekki. Það eru sumir spaðar með festingum gegnum vatnskassa en það er bannað og getur kostað þig vélina í versta falli.
Gangi þér vel
kv Gísli


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá biturk » 25.maí 2013, 13:58

Gísli Þór wrote:Ég hef framkvæmt þetta nokkrum sinnum ég fann rofa hjá stillingu fékk aðeins að blaða í bókinni hjá þeim og skoðaði bæði hitastig og stærð nemans og skráði hjá mér númerin þeir eiga ekki allar gerðirnar svo þú þarft að skrifa númerin niður og láta þá fletta þeim upp
Það er misjafnt hvar skynjararnir eru staðsettir ýmist í vatnskassa eða heddi þar sem kælivökvinn er heitastur á leið úr vélinni, þú velur hitastig eftir staðsetningu nemans
þú verður að tengja þetta gegnum rely eins og fyrr hefur komið fram en ég setti svo rofa inní bíl sem var einfaldlega tengdur inná jörðina sem fer í gegnum nemann bara fyrir nemann og gat svo gefið relyinu jörð gegnum hann og kveikt á viftunni ef eitthvað kom uppá eða færi var þungt. Mundu bara að ef þú hefur vituna fyrir framan kassann þá blæs hún afturábak og er ekki eins öflug þannig eða spaðarnir eru það ekki. Það eru sumir spaðar með festingum gegnum vatnskassa en það er bannað og getur kostað þig vélina í versta falli.
Gangi þér vel
kv Gísli


þakka þér kærlega fyrir upplýsingar, hvernig rofa fékkstu þér sem gat leitt á milli til að kveikja á rely og þú gast kveikt á sjálfur....

hvað meinaru með spaðar með festingum gegnum vatnskassa??

það er original vifta framaná mótornum á sílíkon kúplingu en það virðist ekki vera nægilega mikil kæling eða eitthvað orðið lélegra en annað í mótornum svo ég ætla að setja spaða fyrir framan vatnskassa og láta hann blása í gegn, spaðinn kemur að ég held úr mözdu eða corollu eða einhverju öðru..., er hreinlega ekki klár en hann er það stór að ég tók 1 cm af hverjum spaða um sig til að þeir rækust ekki í neinstaðar. tók hann líka úr húsinu sínu til að snúa honum við og láta hann blása en ekki sog eins og hann er gerður fyrir

smíða svo hring úr blikki til að beina loftinu í gegn um kassan en ekki bara út í loftið!
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Navigatoramadeus » 25.maí 2013, 18:54

biturk wrote:það er bara vatnshitaskjynarinn, hann er tengdur við hitamælirinn, það er sílíkon vifta í þessum bíl sem ég er með svo ég er að bæta þessari við


þarf ég þá bara að kaupa mér hitaskynjara, koma fyrir á hentugum stað í kælikerfinu og tengja hann við jörðina á viftunni? engin relay eða neitt?

hvernig hitaskjynarji er það sem ég er að leitast eftir? helst enskt heiti svo ég geti fundið á ebay

þetta er feroza


hann ætti að heita thermo switch, það er ss rofi sem rýfur eða tengir við x-hitastig, (vifturofi)
þetta er til í N1 og getur valið milli ca 75 og 90°C og mismunandi gengjur, (afgreiðslumaðurinn þarf að fletta aðeins)

thermo sensor er ekki rofi heldur oftast NTC eða PTC hitanæm mótstaða fyrir mæli (viðnámið breytist eftir hita svo straumur gegnum thermo sensor breytist og þannig staðan á mælavísinum).

þessir rofar eru gerðir fyrir relay, þola ss ekki nema takmarkaðan straum sjálfir.

man að Benni og N1 (bílanaust) áttu svona kit til í bíla.


Gísli Þór
Innlegg: 93
Skráður: 18.aug 2011, 19:18
Fullt nafn: Gísli Þór Þorkelsson

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Gísli Þór » 25.maí 2013, 22:45

Þetta er svosem ekki flókið vifturofinn er ekki ntc eða ptc þar sem það eru stígandi eða fallandi viðnám sem eru notuð sem nemar fyrir tölvurnar þegar þær stýra heldur er þetta loki sem opnar lokar við ákveðið hitastið og þá fær rely jörð og rýfur við hitastig og þá sleppir relyið. ef þú setur lögnina inná rofann með slaufu sem þú getur sjálfur gefið jörð td með takka þá fer viftan í gang og er í gangi þar til þú smellir rofanum aftur og þá er vifturofinn aftur virkur.
kv Gísli


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá Izan » 26.maí 2013, 11:06

Sælir

Bíddu aðeins rólegur, er ekki bara spurning um að gera við sílíkonviftuna og sleppa öllu þessu veseni?

Ef þú setur trekt og viftu framan við kassann ertu að hefta loftfæðið í gegnum vatnskassann þegar viftan er ekki í gagni og ef vélaviftan er að afkasta meiru en möstuviftan er hún orðin til trafala.

98 Patrolinn kemur með einhverri svona aukaviftu svo að þetta er allt saman til þar en hún er uppbyggð þannir að hún hindri loftflæðið sem minnst.

Það var settur slurkur af sílikoni á vélaviftuna mína og hún hresstist heldur betur við það og öll hitavandamál (sem voru í hægri uppsiglingu) hurfu. Eftir stóð að maður gat tæplega farið framfyrir bílinn í gangi fyrir roki frá viftunni.

Ég myndi byrja á að laga þessa eða setja aðra, mér skilst að menn hafi notað viftur úr L200 vegna þess að það er hægt að opna kúplinguna til að bæta á.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá biturk » 26.maí 2013, 11:51

Hvar fékkstu sílíkon
head over to IKEA and assemble a sense of humor


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá cameldýr » 26.maí 2013, 13:37

biturk wrote:Hvar fékkstu sílíkon

Fékkst í Toyota og N1 eða hvað sem þeir heita akkúrat núna, átti það til einu sinni.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá DABBI SIG » 26.jan 2014, 21:48

Izan wrote:Sælir

Bíddu aðeins rólegur, er ekki bara spurning um að gera við sílíkonviftuna og sleppa öllu þessu veseni?

Ef þú setur trekt og viftu framan við kassann ertu að hefta loftfæðið í gegnum vatnskassann þegar viftan er ekki í gagni og ef vélaviftan er að afkasta meiru en möstuviftan er hún orðin til trafala.

98 Patrolinn kemur með einhverri svona aukaviftu svo að þetta er allt saman til þar en hún er uppbyggð þannir að hún hindri loftflæðið sem minnst.

Það var settur slurkur af sílikoni á vélaviftuna mína og hún hresstist heldur betur við það og öll hitavandamál (sem voru í hægri uppsiglingu) hurfu. Eftir stóð að maður gat tæplega farið framfyrir bílinn í gangi fyrir roki frá viftunni.

Ég myndi byrja á að laga þessa eða setja aðra, mér skilst að menn hafi notað viftur úr L200 vegna þess að það er hægt að opna kúplinguna til að bæta á.

Kv Jón Garðar



Veit að þetta er gamall þráður en langar að fá svar við einni spurningu. Jón Garðar, þekkirðu þetta með L200 viftur eitthvað meira? Á að vera hægt að bæta sílikoni á viftukúplingar? Er það flókið mál? Kaupa menn þá sílíkon sjálfir í N1 eða er þessu bætt á hjá þjónustuverkstæði N1?
-Defender 110 44"-


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: hvernig á að tengja viftu við hitaskynjara

Postfrá emmibe » 26.jan 2014, 22:06

Fékk sílikon hjá Toyota umboðinu á um 2000 kall og það var mjög þægilegt að fylla á kúplinguna í Suzuki allaveganna, ein smá spenna sem lokar gatinu.
Kv Elmar
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir