Síða 1 af 1

Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 23.maí 2013, 00:04
frá Guðmundur Ingvar
Einsog fyrirsögnin segir er ég með econoline, '88 árgerðin með 4,9 6cylendra línu og bein innspýting.
Ég var að nota bílinn um daginn og allt gekk voða voða fínt. Svo þegar ég ætlaði að setja í gang í kvöld þá tók hann ekki púst.
Hann fær bensín, en það vantar alveg neistann. Og hér er það sem ég var búinn að komast að

3 vírar í háspennukeflið, straumur á þeim öllum þegar svissað er á bílinn
6 vírar í kveikjuna sjálfa, straumur á 5 af þeim ýmist rúm 11 volt eða 4,5 volt þegar svissað er á bílinn
En enginn neisti út á kertin, og ég prófaði að athuga neistann beint af háspennukeflinu og varð ekki var við neitt.

Hefur einhver lent í einhverju svipuðu eða veit hvað er líklegast farið hjá mér?

með von um skjót svör

Guðmundur Ingvar Ásgeirsson

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 23.maí 2013, 07:13
frá sukkaturbo
Sæll veðja á háspennukeflið kveðja guðni

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 23.maí 2013, 10:09
frá lettur
Lenti í nákvæmlega eins bilun um daginn (Gr. Cherokee 4L lína) ..... það var háspennukeflið sem steindó skyndilega.

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 05.jún 2013, 22:35
frá Guðmundur Ingvar
Ekki var það keflið sem var farið, fékk nýtt kefli í dag og henti í og allt er eins.
Veit einhver hvort það er einhver stjórntölva fyrir kveikinguna í þessum bílum? eða er þetta allt í kveikjunni sjálfri? það koma 6 vírar í kveikjuna sjálfa ef það hjálpar eitthvað.

kv
Guðmundur

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 05.jún 2013, 23:08
frá JLS
Ertu búinn að prufa að skifta um háspennuþráðinn úr keflinu í kveikjulokið? Og svo er resistor minnir mig að það heiti, apparat inní kveikjuni sem stjórnar háspennukeflinu, ættir að ath það, möguleiki að það klikki, ef það virkar ekki þá fær háspennukeflið engin boð um að vélin sé að snúast og sendir ekki frá sér neista/straum.

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 05.jún 2013, 23:23
frá Guðmundur Ingvar
háspennuþráðurinn er í lagi, samkvæmt mínum athugunum amk.
En það er einmitt þessi resustor sem mig grunar núna, afþví það virðist vera straumur þar sem á að vera straumur og allt í góðu með það, en mig grunar að það vanti einhver boð frá kveikju til háspennukeflis.
En ég bara var ekki viss hvort það væri einhver tölvustýring á þessu kveikjusystemi líka, þó mér þætti það ekki líklegt miðað við svo gamlan bíl.

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 06.jún 2013, 12:18
frá JLS

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 06.jún 2013, 12:37
frá Guðmundur Ingvar
nú væri kostur að vera góður í enskunni.
Planið þessa stundina er að reyna að fynna notaða kveikju einhverstaðar og prófa að skipta um hana.
veit einhver hvort það er eins kveikja í þessum 4,9 og einhverjum öðrum mótorum frá Ford?

kv
Guðmundur

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 06.jún 2013, 13:36
frá jongud
Guðmundur Ingvar wrote:nú væri kostur að vera góður í enskunni.
Planið þessa stundina er að reyna að fynna notaða kveikju einhverstaðar og prófa að skipta um hana.
veit einhver hvort það er eins kveikja í þessum 4,9 og einhverjum öðrum mótorum frá Ford?

kv
Guðmundur


Það eru eins rafeindakveikjur í 4.9 vélinni og V8 vélunum af sömu árgerðum.
Þessi síða...
http://easyautodiagnostics.com/ford_ign_fender/fender_mounted_module_4.php
...sýnir vel hvernig er hægt að prófa kveikjuna með fjölmæli og prufulampa.

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 07.jún 2013, 12:43
frá Guðmundur Ingvar
jæja, hafi einhver áhuga á að vita það, þá var það þessi resistor, í kveikjunni sem var farinn. fékk notaða kveikju og færði hann á milli og bíllin datt í gang.

Re: Econoline 4,9 neistar ekki

Posted: 08.jún 2013, 00:10
frá JLS
Gott að þú fannst útúr þessu loksins.