Síða 1 af 2
					
				om352
				Posted: 19.maí 2013, 23:14
				frá ellisnorra
				Nú vantar mig að grúska í reynslusögum af om352 bens í jeppum.
Mótorinn sem ég er að spá í er ekki með turbo og óvíst með árgerð miðað við fyrstu upplýsingar.
Ég á dodge powerwagon sem ég er að hugsa þetta í og ætla að fara að gera eitthvað með doddann núna í sumar, gera hann ferðafæran.
Ég var að spá í bensínmótor, á fjandi góðan 350tbi keyrður 18þúsund mílur með 2wd sjálfskiptingu aftaná og ætlaði að setja sm465 kassa þar aftaná með 208 millikassa en af ýmsum ástæðum þá er ég orðinn afhuga bensíninu og ætla að nota grútinn í doddann.
350 mótorinn er því til sölu með skiptingu og rafkerfi.
En hvað segja menn um 352, þá mun ég skrúfa á hann túrbínu en geri ráð fyrir að þurfa að koma fyrir olíukælingu undir stimpla og annað slíkt, eða hvað? Hvað má svo blása miklu en vera samt on the safe side. Að sjálfsögðu set ég síðan afgashitamæli og intercooler.
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 01:32
				frá Grímur Gísla
				Hvaða undirnúmer er vélin með.  352.xxx.xxx
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 07:32
				frá sukkaturbo
				Sæll Elli ég þekki mann sem var með svona vél hér í gamladaga í 250 ford Excab og var hann búinn að túrbóvæða hana og Cooler og eiga við eitthvað fleira. Hann heitir Viðar Finnsson. Þessi bíll var á 44" Superswamper og dana 60.Ég var þá á Jeep Hanco 360 með volgan mótor og á 44".En þessi om 352 6cyl benz ef ég man rétt át litlu 360 vélina mína í morgunmat þegar kom að brekkufræsi og togi hún vann alveg rosalega hjá Viðari. Þetta veit líka Lecter ef ég þekki hann rétt. Þetta rifjaðist upp þegar þú nefnir þessa bens vél og hvað eg var svektur yfir þessu. Ég á síman hjá Viðari ef þú vilt. kveðja guðni
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 10:31
				frá ellisnorra
				Grímur Gísla wrote:Hvaða undirnúmer er vélin með.  352.xxx.xxx
Ég þarf að komast að því. Það númer er víst efst á blokkinni, farþegamegin aftast samkvæmt honum gúggla vini mínum.
Já Guðni ég veit að það er hægt að ná helling út úr þeim, en það er spurning hversu mikið vesen það er (dýrt), hvort það séu þá keyptir einhverjir aftermarket partar í og hversu endingargóð vélin verður í kjölfarið.
 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 10:32
				frá kolatogari
				mætti ég spyrja hvar þér áskor'naist svona vél? eg búinn að leita að svona mótor um víðan völl en hef engann fundið.
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 10:36
				frá juddi
				Ég var með svona mótor turbo lausan í Jeep M 715 og hún vann nokuð vel svo var Hjálmtýr Guðmundson í mosó með svona mótor turbo intercooler í blazer á 44" sem vann heilan helling og var seinnabreytt í Ms langanes eða blazer + langa pickup skúffu
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 10:50
				frá jeepson
				Ég fór að velta því fyrir mér að setja svona mótor í pattann minn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég heyrði hjá einhverjum að þetta ynni og togaði eins og gamli 5,9 cummins. Ég ræddi þetta við gamlann renni smið sem er vinna hjá okkur og hann hló mikið þegar að ég sagði að benz vélin væri með svipaða vinnslu og cummins. Þessi vél var gjörsamlega andvana sagði hann. Gömlu kálfarnir með þessari vél fóru mjög hægt upp skarðið sagði hann.. Ég heyrt nokkra segja að þetta vinni alveg svakalega. Gamli rennismiðurinn sagði við mig að það væri engan vegin hægt að bera saman 352 og cummins. Cummins væri flottur torkari og ynni vel en benzinn væri því miður alveg máttlaus. En mér heyrist nú að menn séu nú að skrifa hér fyrir ofan að þessar vélar vinni vel.. Hvað er svona vél þung? Maður er altaf að pæla í öðru véla vali í pattan þó svo að 2,8 rellann dugi nú alveg til síns brúks. Það kostar ekkert að spá og spekúlera heldur þannig að það er bara um að gera að halda því áfram.
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 11:07
				frá Startarinn
				Þessar vélar voru til í nokkrum útfærslum110 hö og 125 hö túrbólaus (+ einhver lægri tala sem ég man ekki hver var) og svo 170 hö með túrbínu en án intercooler.
Ég hugsa að flestir gömlu húddbensarnir hafi verið með 125 hö útgáfunni, enda voru þeir flestir af týpunni 1513 ef ég man rétt (15 tonna heildar þungi og 130 hö vél)
Það var einn 44" Blazer á Blönduósi með svona vél, ég veit ekki hvort sá bíll er til ennþá en síðast þegar ég vissi var Jónas (eigandinn) á Cherokee og átti Blazerinn einhversstaðar í geymslu. Hjöruliðskrossar voru víst mikið vandamál í þeim bíl, alltaf að brotna
Þessi vél er örugglega þrælskemmtileg með túrbínu, en ég hef heyrt að túrbólausu vélarnar hafi ekki staðið sig alltof vel með bínu. en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 11:16
				frá BjarniThor
				Sæll
Lýst vel á þetta hjá þér, endilega ráðast í þetta ef þú hefur efni og aðstöðu til.
Hvernig kassa og millikassa myndir þú nota í þetta? Hvernig er þessi Dodge sem 
þú ert með, árgerð, útbúnaður og ástand almennt? Gaman væri ef þú myndir
senda hér myndir af þessu góssi öllusaman.
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 11:20
				frá ellisnorra
				Gísli það er tæplega hægt að líkja saman turbolausri 352 í 13-15 tonna vörubíl eða svo mótor sem er búið að eiga aðeins við i 3 tonna jeppa.
Svona mótor er samkvæmt gúggli 460kg þurrvigt.
Þessi mótor er núna í surburban með sm465 kassa og finnst mér líklegt að þar sé 208 kassi við.
Ég segi ekki meira frá doddanum í bili, nema að hann er 440cm á milli hjóla :)
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 11:28
				frá jongud
				Ég fletti upp á þyngdinni á OM352,
445 kg.
460 kg. með túrbínu
Ágætis stórskipaakkeri það
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 15:56
				frá kolatogari
				jongud wrote:Ég fletti upp á þyngdinni á OM352,
445 kg.
460 kg. með túrbínu
Ágætis stórskipaakkeri það
það er nú ábygglilega nokkur kílo sem má skrapa þarna af. líklegast full af bracketum og utanáliggjandi hlutum sem eru smíðaðir með iðnaðarvél í huga, sem mætti hæglega skipta út fyrir léttari hluti.
 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 19:39
				frá lecter
				sælir nú er komið að mér 
ok fordinn sem viðar átti var turbo laus motor ekin 1,5milljon km þegar hún fór ofan i fordinn sem steini sim smiðaði 
það var ekki stimpilkæling i honum  en það var rent sæti fyrir auka stimpilhring efst á stimplana  svo var hann með vatnskældan intercooler ég setti hann i með viðari  ,, og turbo ,, það var aðeins pundað 22 pund in á þennan motor við fundum sverari kúplingu sem var mixuð i og stærsta oliuverkið sem er fyrir turbo   þessi bill var um 3,6 tonn  hann var með bens kassann 5 gira 9:1  1 gir  2 millikassa  4:10 drif 44"  ,,,, eiddi 14-16 litrum 
finn ferða hraði á honum var 120-130  milli isafjarðar og reykjavikur 
ok þá skulum við bera saman cummins ram sem þórður smiðaði (var smiðaður á ljónstöðum)
hann var er 600kg lettari  sömu hásingar 60dana  eða um 3 tonn   hann var 165hp en fekk 215hp banks kitt og risa intercooler 
zF kassa 7;1   1gir  2 millikassa  4:10 drif 44"   inn á cumminsin var pundað um 30 pundum   .. 
við spintum þessum bilum saman ca 6 sinnum og þeir voru alltaf jafnir  við spintum td upp árunsbrekkuna og báðir jafnir á 150km hraða upp á brún   miðað við 600kg mun var bensin ekkert að tapa fyrir  tjunnuðum cummins og bensin er aðeins  lettari vel minnir mig  en við náðum ca 220hp út úr honum   en það má ekki renna sveifar ásinn þá brotnar hann 
 þetta eru finar vélar ,,  
þetta er cummins ramin sem ég er að tala um fáðu að prufa hann þa veistu hvað bens vélin gerir hún gerði nákvæmlega það sama i 600kg þingri bil  það er ekki séns að þú komir 350 chevy undir 20l    ég er svo með svona bens kram i kaisernum gula
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 19:46
				frá BjarniThor
				Vitið þið hvort þessi grái Ram á þessari mynd sé ennþá í notkun? Og í hvernig ástandi?
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 19:48
				frá jeepson
				Ég hef séð hann reglulega á ferðinni já. Vissulega flottur ram :)
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 19:51
				frá lecter
				það er til ferð þar sem þessi ram er með 360 ram með supercarger  sem bilabúð benna átti  og 10cyl ram sem gulli sonax átti  og var sprautað upp langjökul minnir mig   ég var ekki þar en frétti að hvorugur bensin bilana hefði tekið cummins raminn
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 19:53
				frá lecter
				ja hann er i topp standi  eigandinn vinnur hjá fiskmaraðinum i hafnarf  man bara ekki nafnið en hann vinnur við að laga körin sem brotna
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 20:04
				frá lecter
				afgas hita mælir er must en i snjó ca meter djúpum á veigi  og ekið ca 100km hraða  var gasið að fara upp i 5 gír en ef skipt var i 4 lækkaði það i normal  aftur svo þú verður að nota svona mælir annað skiptir eingu   og svona var þessi bill ekið nokkur hundruð þúsund km  22 pund  ekkert mál
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 20:05
				frá lecter
				hvernig er áð á ekki einhver mynd af fordinum þetta var stór merkilegur bill
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 20:22
				frá ellisnorra
				Ég fór í dag aðeins að skoða.
352 016 060 



352 010 00 78 þarna á intake manifold


Og svo ein í lokin til gamans, ég fór á rúntinn á þessum í dag. Báðir mótorar í topplagi, v6 loftkældur í húddinu og 3cyl loftkældur tunnumótor. Framdrifinn og í toppstandi. Pínu ljótur og talsvert ryðgað hús. Heimasteypa á næstu dögum :)

 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 20:27
				frá Brjotur
				Sælir sma innlegg fra mer , eg atti langan  Econoline husbil i stuttan tima arið 1997 minnir mig, bill með haum topp og var a 36 tommu dekkjum og hann var með turbo 352 Bens og % gira bens kassa með 1 gir lagan  og mikið djö..... sem þetta vann eg var svaka hrifinn af þessu comboi Atti samhliða þessum bil chevrolet pickup með 6,2  letingja :(  æææ  þa var nu Bensinn miklu skemmtilegri :)
kveðja Helgi
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 20:44
				frá Heiðar Brodda
				Heitir hann ekki Kristján sem vinnur við að laga körinn í fiskmarkaðinum kv Heiðar Brodda
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 21:24
				frá lecter
				jú kristján
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 21:54
				frá lecter
				svona i lokin það var prufað að setja nokkra intercooler i þennan ford sem ég er að vitna i  og ekkert gerðist aður en hann fekk þennan vatnskælda cooler en við það þá fór hann i spól læstur að aftan ef honum var gefið inn á ca 80-90 ef það var svona  vatnsblaut slidda eða blautt á götum   en hann var á  44"  og 4:10 drifi  mér fanst það alveg magnað að koma spólandi upp úr kópavogs læknum alla leið upp að kringlu og það á svona 4 tonna trukk 
en verst að þessi mótor var ekki dino mældur það hefði verið gaman  að sjá togið hp hefði ´kanski ekki skipt öllu 
en ég hef alltaf haldið að hann væri ca 220 hp togið ekki hugm
er bens kassinn við þennan motor þú notar hann
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 20.maí 2013, 23:24
				frá ellisnorra
				Það er 4 gíra kassi með 1 extra lágum, þá er það líklega sm465 og svo er 203 millikassi. Ég á 208 kassa sem kannski væri sniðugt að setja aftaná þennan 203.
Hvaða túrbínu er sniðugt að möndla við svona?
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 03:09
				frá Stebbi
				elliofur wrote:Hvaða túrbínu er sniðugt að möndla við svona?
Þessi hérna. 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 07:50
				frá ellisnorra
				Stebbi wrote:elliofur wrote:Hvaða túrbínu er sniðugt að möndla við svona?
Þessi hérna. 
Án þess að vera mjög sleipur í túrbínufræðum þá grunar mig að þessi sé dálítið stór, þessi er fyrir 12.8 lítra vél sýnist mér eftir dálítið gúggl en 352 er 5.7 lítrar.
Gaman væri að fá álit hjá fleirum á þessu.
 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 08:29
				frá jongud
				elliofur wrote:Án þess að vera mjög sleipur í túrbínufræðum þá grunar mig að þessi sé dálítið stór, þessi er fyrir 12.8 lítra vél sýnist mér eftir dálítið gúggl en 352 er 5.7 lítrar.
Gaman væri að fá álit hjá fleirum á þessu.
5,7 lítrar? Þá er hún aðeins minni en cummins 5.9 og þá er um að gera að nota túrbínu af henni, þær eru allsstaðar til og ekki tiltakanlega dýrar.
Hvað er OM352 annars að snúast mikið í botni?
 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 08:56
				frá ellisnorra
				2800-3000rpm virðist vera alveg max miðað við gúggl.
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 10:26
				frá jongud
				elliofur wrote:2800-3000rpm virðist vera alveg max miðað við gúggl.
Það er spurning hvort að túrbína fyrir 4.2 vél (toyota eða nissan) væri þá nógu stór, ég hef að vísu lítið spáð í þessum túrbínufræðum.
Hinsvegar sé ég að pústgreinin er bílstjóramegin á vélinni.
Þeir sem hafa verið að setja Isuzu 3.9 sleggjuna í bíla hafa verið að kvarta yfir plássleysi þegar er verið að reyna að koma vélinni fyrir vegna þess að pústgreinin (og túrbínan) er bílstjóramegin.
En hverslags soggrein er eiginlega á þessari vél? 
Er hún innbyggð í ventlalokið?
 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 16:08
				frá Grímur Gísla
				Komu þessir Bensar ekki með túrbínu seinna. Það væri þægilegast að fá grein og túrbínu úr svoleiðis Bíl.
eins úr gömlum Volvó penta bátavélum. bara að googla stærðina á þessum vélum og velja úr svipaðri vél.
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 18:02
				frá ellisnorra
				Grímur Gísla wrote:Hvaða undirnúmer er vélin með.  352.xxx.xxx
Kanntu að lesa út úr þessum númerum sem ég póstaði hérna Grímur?
 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 20:21
				frá Grímur Gísla
				Ég var eitt sinn búinn að finna síðu um þessi bens númer en asnaðist ekki á að bókmerkja síðuna og tíndi henni.
Ég var að googla þetta í gærkvöldi en fann ekkert út úr því.  Ég var nú aðalega að fá þessi númer til að ath, hvort eitthvað væri googlað um vélar með þessum númerum. En eins og ég sagði, fann ekkert.
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 20:23
				frá ellisnorra
				Sama hér, ég kann ekki á þessi númer þó ég sé nú oft þokkalega laginn við að gúggla.
Ég spurði snillingana í bens klúbbnum út í þetta líka, á eftir að fá svör þar.
http://www.mbclub.is/spjall/viewtopic.p ... 6430eae486 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 20:46
				frá lecter
				findu turbo fyrir cummins eða ur 352 turbo 
.það er sama 3000rpm á báðum sviðaðar velar 
ju ventlalokið er hluti af sogreinini   það þarf að lýma það vel niður með nýa pakningu fyrir 22pund  en það var ekki stimpla kæling i viðars vél  og var ekki vandamál  en það varð ellings kúplings vandamál sem var lagað með stærri kúplingu 
8943596 Viðar Finsson
en hvernig á þessi bill hjá þér að vera hvað ætlar þú með hann  ,, 46"  er hann með 60 hásingar
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 20:51
				frá ellisnorra
				Ég geri þráð um hann seinna, ég keypti þennan bíl 2009 og er ekki búinn að sækja hann í sveitaskemmuna sem hann er búinn að vera í síðan 1990 en til stendur að sækja hann í sumar og græja hann. Algjörlega óryðgað doublecab hús og steside pallur sem þarf að smíða up þó brettin séu algjörlega heil. 440cm milli hjóla og stendur á 44 tommu. Framhaldið er óvíst með þennan bíl, þe dekk svoleiðis en það kemur bara í ljós :)
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 21:05
				frá Grímur Gísla
				http://www.benzworld.org/forums/gtsearc ... 6j240434j4benzworld.org        Þarna er allur fjandinn inni af bens stöffi.
 
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 21:11
				frá Baldur Pálsson
				Hvar er ódýrast að fá varahluti í svona vél mér vantar slípsett.
kv
Baldur
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 22:15
				frá lecter
				slipisett  veit ekki  en það er ekki hægt að renna sveifarásinn i þessari vel það má gera allt annað 
allir sveifarásar sem ég veit um sem hafa verið rendir hafa brotnað ,,, ´það var reynt hjá öllum rútufyrirtækjum hér aður og brotnaði allt  ,,,, 
ok ég var bara af forvitnast um hvert þú ætlaðir með að tjúnna þessa vél  talaðu við viðar og smiðaðu eins vél það er alveg nog i þetta  ,,svona bill er að virka með annan aftani bilaðan á fjöllum mun betur en flestir breyttir jeppar  það hefur ekkert breyst 
svo var eitt sem við notuðum  við sveruðum allar lagnir i tankinn og einangruðum  með kælivélasvampinum svarta og vorum með bowman girkælir ur bát á vatnskassa hosuni fyrir diesel hitara eða skipingar kælirinn úr saab 99, 900  hann er lika á vatnskassa hosuni  svo þarf þessi vél gardinur fyrir vatnskassan með barka inn i bil húnn geingur frekar köld ,,, viðar var með gas miðstöð lika 
þar sem ég er lika með svona vél mun ég að sjálfsögú apa eftir þér þar sem þú ert mun meiri grúskari en ég ,,,,,
			 
			
					
				Re: om352
				Posted: 21.maí 2013, 23:34
				frá Startarinn
				elliofur wrote:Ég fór í dag aðeins að skoða.
352 016 060 
352 010 00 78 þarna á intake manifold
Mér sýnist allavega seinna númerið vera partnúmer, en Benz steypir þau iðulega í varahlutina