Stýrisendar sem Stífufestingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Braskar
Innlegg: 281
Skráður: 04.jan 2011, 23:56
Fullt nafn: Steingrímur Þór Sigmundsson

Stýrisendar sem Stífufestingar

Postfrá Braskar » 14.maí 2013, 18:14

Hefur einhver hér prufað þetta og þekkið þið hvort þetta yrði samþykkt í skoðun er svolítið hrifinn af hugmyndinni.
og hvernig er með þetta stífu rusl sem menn eru að hrækja undir bílana sína, eru til einhverjar reglur um hvernig þetta á eða má vera ?

http://www.pirate4x4.com/forum/chevy/97 ... dup-2.html

http://www.pirate4x4.com/forum/chevy/97 ... up-20.html



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Stýrisendar sem Stífufestingar

Postfrá Freyr » 15.maí 2013, 00:36

Það er ekki sett út á þetta í skoðun hjá mér a.m.k. Ég er með A stífu og tenginginn við drifkúluna er stýrisendi. Reyndar notaði ég enda úr "full size" vörubíl, þykir þetta ekki traustvekjandi á myndunum að vera með venjulega enda ættaða úr einhverjum amerískum jeppa/pikkup, myndi ekki nota slíka enda. Svo er leiðinlegt við svona búnað að um leið og örlítið slit myndast geltir ógurlega í þessu sem er hundleiðinlegt í ferðabíl en skiptir ekki máli í "rock crawling" jeppa eins og þeim á myndinni.


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Stýrisendar sem Stífufestingar

Postfrá JLS » 15.maí 2013, 01:59

Verður ekki að vera gúmmífóðring annars vegar uppá einhverskonar dempun fyrir driflínuna, hljóð og leiðni og annaðslíkt, í A stífum á vörubílum er stýrisendi á hásingu en gúmmí við grind og svo eru neðri stýfur oftast með gúmmíum,,, En þetta er sniðug pæling og mér hefur dottið þetta í hug fyrir þverstýfu að hafa stýrisenda í stað fóðringa.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Stýrisendar sem Stífufestingar

Postfrá grimur » 27.maí 2013, 23:43

Stýrisendar hafa verið notaðir bæði í A-Stífur og sem annar endinn í þverstífum að framan með góðum árangri.
Sem þverstífufóðring er þetta bráðsniðugt, hægt að hafa mjög stífa fóðringu með litlu gúmmíi í hinn endann. Ég myndi ætla að þverstífa með stýrisenda t.d. niðri við hásingu og LC80 gúmmí í hinn endann sé lækning við a.m.k. helmingi jeppaveikitilfella.
Varðandi styrk og slit...munið bara að togstöngin er með 2 svona enda og það er hún ásamt þverstífunni sem halda framhjólunum réttum. Togstöngin tekur upp mjög mikla krafta í jeppum á stórum hjólum, sérstaklega ef það er ekki hjálpartjakkur niðri á hásingu. Slit er ekki vandamál ef vatn og drulla kemst ekki inn plús smurt í reglulega, ekki frekar en á stýrisendum sem eru í stýrisgangi.

Næsta lagfæring á framhásingunni í mínu projecti verður allavega stýrisendi niðri við hásingu, vegna plássmála annars vegar(þarf að lengja þverstifuna) og fyrirbyggjandi varðandi jeppaveiki.

Þeir sem hafa prófað heimasmíðaðar nylon fóðringar þekkja það hvernig jeppaveikin hverfur eins og dögg fyrir sólu....í smá tíma... á meðan fóðringarnar eru þéttar. Þar er líka annað vandamál að þær snúast bara um einn ás, þ.e. leyfa ekki hliðarfærslu og snúning, sem veldur hrikalegu álagi á allt sem þær festa saman. Þverstífan í 4-link fer þannig í "S" í fjöðrun nema stífuvasarnir svigni. Með einföldum stífum(radius arms) snýst upp á þverstífuna ásamt "S" hreyfingu.
Það er líka trúlega hluti ástæðunnar fyrir því að þær endast stutt.

Semsagt: Endilega nota stýrisenda þar sem það hentar, taka frekar "stærri gerðina" en hitt til að vera með styrkinn á hreinu. Gúmmí til að einangra hljóð frá hásingu spillir ekki en það þarf mjög lítið af því til að gera alveg fullt.

kv
Grímur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur