6.0 í Japanskt

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

6.0 í Japanskt

Postfrá Hagalín » 13.maí 2013, 09:29

Hefur einhver sett 6.0 Powerstroke í Patrol eða Toyota?
Nú er hægt að fá þessa mótora á þokkalegu verði á partasölum.


Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá jongud » 13.maí 2013, 12:33

Ef ég mætti velja þá tæki ég 6.2 eða 6.5 framfyrir Powerstroke.
Og þá eingöngu vegna þyngdarinnar, þetta helvíti er jafnþungt og Cummins 5.9

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá íbbi » 13.maí 2013, 13:03

eftir að ég var á svona bílum þá hef ég alltaf hugsað til þess hvernig patrol væri með svona mótor.

hvað eru þeir að kosta í dag?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá ivar » 13.maí 2013, 13:57

Ég fór í mikla skoðun á þessu og einmitt vegna verðsins. Hægt að fá heila driflínu á um eða undir 500þ.
Þessum vélum er náttúrulega ekki líkjandi við 6.2 og 6.5 GM Ég sé að þessar GM vélar eru frá 130-215hp og 325-600Nm (óbreyttar) á meðan 6L fordinn er 600hp og 1200Nm með tölvukubb og þor en þó 325hp og 770Nm óbreytt.
Engin af þessum vélum er sérlega endingagóð svo það er óþarfi að spá í slíkt í þessum samanburði.

Ég held að þessi vél sé mikið fyrir peninginn en ég velti fyrir mér hversu gott er að setja hana stand-alone í annað apparat. (Uppá víra, tölvur og aðrar slíkar flækjur)

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá jongud » 13.maí 2013, 18:17

Skrambi gott að ná öllu draslinu á 500K, en því miður þarf restin af farartækinu að vera jafnsterk. Nú hef ég þegar frétt af og séð myndir af patrol þar sem framhásingin brotnaði undan cummins 5.9 vél sem er jafnþung og 6L Powerstroke. Síðan er ég hræddur um að hásingar undan Toyotu þoli illa togið í svona tröllkerlingu.
Annað sem verður líka að taka með í reikningin er grindin. Ég hef ekki fengið það staðfest en 6.2 díselvél var sögð hafa snúið smám saman upp á grindina á eldri gerð af LandCruiser.
( Ég heyrði frá fyrstu hendi að það gerðist á Willis með 455 Buick ).
Þannig að ef maður fer út ein einhverjar æfingar með svona tröllskessu þá þýðir að allavega K2500/F250 grind, og að minnsta kosti vel styrkta dana 60, þannig að þó að kramið sé bara á hálfa millu er restin af bílnum líka skrambi dýr.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá Hjörturinn » 13.maí 2013, 18:32

Þessi Patrol hásing fór eftir nokkuð myndarlega tilraun til að slá íslandsmetið í langstökki þannig það er kannski ekki alveg marktækt, svo var sú hásing ekki nógu vel styrkt.

Varðandi Cruiser þá koma þær hásingar með rúmlega 400kg mótor ofan á sér þannig það á nú alveg að vera hægt að styrkja þær til að þola svona vél.

Svo þyrfti sterkari öxla og þar fram eftir götunum og nema menn séu að fara í þessi 4-500Hö þá á Patrol eða Cruiser kram alveg að þola svona rellu, verst bara hvað þetta eru lélegir mótorar...
Dents are like tattoos but with better stories.


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá kolatogari » 13.maí 2013, 18:44

er ekki hægt að taka minna útúrþeim til að fá þær til að endast einhvað. hvað er það annars sem er að fara í þessum vélum?


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá lecter » 13.maí 2013, 19:03

sælir ég er alveg samála ykkur en ég trúi ekki að 6,2 geti skemt grind i gömlum landcruser þar sem 6,2 gerir ekkert meira en cruser vélin kanski svipað og 4,0 gamla turbo ,,ef hún nær þvi ,,, nema turbo 6,2 en það eru ekki vélar sem endast fyrir utan að vera ekki góðar i gang i miklu frosti uppi á föllum ég var með svona útgerð bæði 5,7 olds diesel og 6,2 þetta þurfti 2 geymasett á ári og fór helst ekki i gang eftir -15c og standard að vera með auka startara með
en grind i 40 ,55 0g 60 eru öruglega sterkari en grindin i patrol 92 og upp

ég feingi mér alla vega vél sem hefur góða sögu ekki vera að eiða pening i vél og kosnað við að koma henni i ef þetta eru vandræða gripir

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá jeepcj7 » 13.maí 2013, 21:10

Er þetta ekki mest einhverjar draugasögur eins og með margt annað í þessum bransa eftir 350 þkm. að vera búinn að skipta um 2 spíssa og egr ventil í 6.0 vél hvað væru farin mörg hedd eða heilar vélar í nissan eða hvaða jappa sem er á sama akstri?
Er þetta ekki mest spurning um meðferð og einfalda hluti eins og regluleg olíuskipti og þessháttar,mér skilst að fullt af mótorum hafi verið stútað við tilraunir til afl aukninga sem ekki er rétt að staðið.
Heilagur Henry rúlar öllu.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá lecter » 13.maí 2013, 21:52

með 6,0 l ford ég veit ekki ,,maður fær bara að heyra allt sem bilar og er slæmt væri ekki ráð að heyra þá frá þeim sem þessi vél hefur reynst vel hjá ,,,,

td akstur i km og hvað hefur bilað/ekki bilað 300,000 plus og ekkert gert er ok

það er þá betra en japaninn sem bilar i 70,000 eða 100,000 og svo aftur i næstu 70,000 menn kalla það tímareimaskipti ,, en eru þá timareima vélar ekki bjánalegar vélar ..hvað finst ykkur um það

það er búið að framleiða vélar i 100 ár og þær endast ekki sumar 100,000 km

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá Hagalín » 13.maí 2013, 22:57

Já allt hefur þetta kosti og galla allar þessar vélar.
Það sem ég heyrði með 6.0powerstroke var að EGR ventla dæmið var ónýtt frá upphafi og mjög auðvelt að fjarlægja það kerfi.
Hedd boltarnir voru ekki alveg að gera sig á breyttu bílunum og þeim sem var smellt í 500hp plús en veit ég alveg um bíl með kubb á orginal boltunum og er það ekki verða til vandræða.
Annað var með spíssana þeir eru viðkvæmir fyrir drullu og svoleiðis í olíunni þannig að það er alveg nauðsynlegt að skipta reglulega um hráolíusýjur.
Svo er lika málið þannig að það má ekki fara hvaða smurolía,kælivökvi, sjálfskiptivökvi á þessar vélar. Það eru ákveðnar olíur sem mælt er með og er ekki flókið að fara eftir því eins er ekki ráðlegt að kaupa einhverja ódýra after market smursýju og setja í, það er bara blátt bann við því.

Er ekki bara með þessa vél eins og margt annað. Það þarf að hugsa um þetta dót og hugsa vel um það og fara eftir leiðbeiningum ekki vera endalaust að finna upp hjólið aftur og aftur.

En varðandi 6.0powerstroke þá er þetta einn skemmtilegasti mótor sem ég hef komist í og þegar maður fer og leitar sér upplýsinga frá ameríkunni þá er þetta alveg magnað apparat og hönnun túrbínunar er líka alveg mögnuð.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá Brjotur » 14.maí 2013, 01:19

Ja Kristjan mikið er eg buinn að spa i þetta svona i hljoði :) með sjalfum mer og eg er sannfærður um að þetta yrði bara gaman :) minn Eco er alveg að svinvirka a 46 og enginn tölvukubbur og mun minna tekið ut ur motornum a Econoline heldur en pickupunum þannig að ..... ;) jamm þessi motor fær mina athygli , og svo hef eg nu bara verið að spa i að setja dana 60 bæði fram og aft. þvi maður brosir þegar keyptir eru varahlutir i Ford en grætur ef keypt er i Pattann slikur er verðmunurinn

kveðja Helgi

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá Hjörturinn » 14.maí 2013, 07:59

Sjálfur myndi ég fara í 7.3 powerstroke, léttari vél og mun áreiðanlegri.
Þó svo að 6.0 sé skemmtilegri í vinnslu þá er hún þyngri, flóknari og ekki eins gott orð á sér varðandi áreiðanleika.

Varðandi þyngdina þá hef ég auðvitað ekki viktað þessar vélar en sýnist af netinu að 7.3 sé léttari, endilega leiðréttið það ef það er rangt.
http://www.internationalpowerstroke.com/compare.html

það er þá betra en japaninn sem bilar i 70,000 eða 100,000 og svo aftur i næstu 70,000 menn kalla það tímareimaskipti ,, en eru þá timareima vélar ekki bjánalegar vélar ..hvað finst ykkur um það

Þetta kallast viðhald ekki viðgerð.
Varla segir maður að bíll bili á 5-10þ km fresti því það þarf að skipa um olíusíu?
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá jongud » 14.maí 2013, 08:45

Hjörturinn wrote:Þessi Patrol hásing fór eftir nokkuð myndarlega tilraun til að slá íslandsmetið í langstökki þannig það er kannski ekki alveg marktækt, svo var sú hásing ekki nógu vel styrkt.

Varðandi Cruiser þá koma þær hásingar með rúmlega 400kg mótor ofan á sér þannig það á nú alveg að vera hægt að styrkja þær til að þola svona vél.

Svo þyrfti sterkari öxla og þar fram eftir götunum og nema menn séu að fara í þessi 4-500Hö þá á Patrol eða Cruiser kram alveg að þola svona rellu, verst bara hvað þetta eru lélegir mótorar...


Hérna er aðeins og mikið í lagt, 4.2 turbo dísel er 340kg

Og annað; það voru jú nokkrir barnasjúkdómar í 6.0 Powerstroke vélinni og einn af þeim var víst olíukælirinn. Þannig að ef maður nær í sæmilega heillega vél ætti að vera hægt að komast fyrir þá alla, en það kostar sitt.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá Hjörturinn » 14.maí 2013, 08:56

Hérna er aðeins og mikið í lagt, 4.2 turbo dísel er 340kg

4.0 mótorinn (12HT) er tæp 400kg, fer yfir með öllu utaná.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá jongud » 14.maí 2013, 11:01

Hjörturinn wrote:4.0 mótorinn (12HT) er tæp 400kg, fer yfir með öllu utaná.


Það útskýrir munin, ég fletti upp á 1HZ mótornum.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá ivar » 14.maí 2013, 11:16

Hjörturinn wrote:Sjálfur myndi ég fara í 7.3 powerstroke, léttari vél og mun áreiðanlegri.
Þó svo að 6.0 sé skemmtilegri í vinnslu þá er hún þyngri, flóknari og ekki eins gott orð á sér varðandi áreiðanleika.

Varðandi þyngdina þá hef ég auðvitað ekki viktað þessar vélar en sýnist af netinu að 7.3 sé léttari, endilega leiðréttið það ef það er rangt.
http://www.internationalpowerstroke.com/compare.html


Ég hef átt nokkra Econoline með 7.3L vél og finnst sú vél mjög fín en hún minnir mjög á vinnuvél. Hún gengur og gengur, togar meira en flest sem ég hef átt o.s.fv.
Núna er ég hinsvegar með F350 og 6L vélina og hún hefur alveg fengið mig til að skipta um skoðun.
Hún togar miklu meira en 7.3L vélin á öllu snúningssviðinu en skiptingin vill gjarnan halda henni á snúning samt. Snerpunni er ekki líkjandi saman og er 6L vélin að flestu leiti eins og bensínvél nema bara smá turbo lag. T.d. ef ég gef hraustlega í á ljósum á 46" dekkjunum þá spólar bíllinn af stað á þurru malbiki.
Þegar bíllinn var á 37" áttu sólgleraugun það til að skjótast úr topphólfinu þegar pinninn fór í gólfið.
Ég er með tölvukubb í 450hp og head ekki orðið vandamál ennþá en ég á tíma á verkstæði til að setja sterkari headbolta o.fl. Betra að gera það fyrr en seinna.

Varðandi viðhald á þessari vél þá er maður einhvernveginn alltaf hræddur um allt það versta vegna fjölda sögusagna en eh veginn gerist aldrei neitt. Lenti í smá ógangi og aftur vegna sögsagna rauk ég til og skipti um spíss. Svo kom á daginn að það var ekki málið heldur nudd í vír.
Þannig að eftir 35.000km akstur svo til allt á fjöllum er mín niðurstaða að hún sé margfalt skemmtilegri en 7.3, eyðir minna, skilar tvöföldum afköstum í hestöflum og meira togi og hefur bara ekkert reynst viðhaldsþyngri en 7.3.

Næst er bara 6.7L ford en það virðist vera málið... bara svoldið dýrt ennþá

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá Hagalín » 14.maí 2013, 12:48

ivar wrote:
Hjörturinn wrote:Sjálfur myndi ég fara í 7.3 powerstroke, léttari vél og mun áreiðanlegri.
Þó svo að 6.0 sé skemmtilegri í vinnslu þá er hún þyngri, flóknari og ekki eins gott orð á sér varðandi áreiðanleika.

Varðandi þyngdina þá hef ég auðvitað ekki viktað þessar vélar en sýnist af netinu að 7.3 sé léttari, endilega leiðréttið það ef það er rangt.
http://www.internationalpowerstroke.com/compare.html


Ég hef átt nokkra Econoline með 7.3L vél og finnst sú vél mjög fín en hún minnir mjög á vinnuvél. Hún gengur og gengur, togar meira en flest sem ég hef átt o.s.fv.
Núna er ég hinsvegar með F350 og 6L vélina og hún hefur alveg fengið mig til að skipta um skoðun.
Hún togar miklu meira en 7.3L vélin á öllu snúningssviðinu en skiptingin vill gjarnan halda henni á snúning samt. Snerpunni er ekki líkjandi saman og er 6L vélin að flestu leiti eins og bensínvél nema bara smá turbo lag. T.d. ef ég gef hraustlega í á ljósum á 46" dekkjunum þá spólar bíllinn af stað á þurru malbiki.
Þegar bíllinn var á 37" áttu sólgleraugun það til að skjótast úr topphólfinu þegar pinninn fór í gólfið.
Ég er með tölvukubb í 450hp og head ekki orðið vandamál ennþá en ég á tíma á verkstæði til að setja sterkari headbolta o.fl. Betra að gera það fyrr en seinna.

Varðandi viðhald á þessari vél þá er maður einhvernveginn alltaf hræddur um allt það versta vegna fjölda sögusagna en eh veginn gerist aldrei neitt. Lenti í smá ógangi og aftur vegna sögsagna rauk ég til og skipti um spíss. Svo kom á daginn að það var ekki málið heldur nudd í vír.
Þannig að eftir 35.000km akstur svo til allt á fjöllum er mín niðurstaða að hún sé margfalt skemmtilegri en 7.3, eyðir minna, skilar tvöföldum afköstum í hestöflum og meira togi og hefur bara ekkert reynst viðhaldsþyngri en 7.3.

Næst er bara 6.7L ford en það virðist vera málið... bara svoldið dýrt ennþá



Djöfull líkar mér þessi frásögn. :)
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá Hjörturinn » 14.maí 2013, 15:02

Auðvitað eru ekki allar 6.0 vélar handónýtar, þetta á sérstaklega við um fyrstu 2-3 árin, eftir það var hún ágæt.
En hvað varðar áreiðanleika þá á 7.3 að hafa ótvíræðan vinning og fyrir mig er það númer 1, 2, og 3, ekkert leiðinlegra að vera með bilaðan bíl á fjöllum.

Ekki keyrt mikið af 7.3 powerjoke (ekki innsláttarvilla) en töluvert af 6.0 og 6.4 vélinni og það er alveg rétt að 6.0 rellan vinnur rosalega skemmtilega, sérstaklega eftir að búið að klappa henni aðeins, set samt spurningarmerki við hvað þær eiga eftir að endast á þessum 450-500hö stillingum....

Varðandi gallana í þeim:
Design problems [edit]Intake & Exhaust [edit]Among some of the problems encountered were the possibility of the vanes of the variable geometry turbocharger to stick due to carbon deposits and/or rust buildup. This could potentially cause over boost and under boost conditions, which could lead to headgasket failure. Other problems include sticking exhaust gas recirculation valves, restricted oil coolers, which lead to leaking EGR coolers, and in turn blown head gaskets.

Carbon deposits can be an issue with any engine with an EGR, but had a tendency to lead to a domino effect of problems for the 6.0.
Most of the problems with the 6.0 were caused by the domino effect. For example, in producing the engine, Navistar used sand cast molds; the residual sand in the engine block would eventually clog the oil cooler, in turn taking out the EGR cooler because both use coolant in their design to function. When the EGR cooler failed, it would leak coolant through the engine's intake. If enough coolant entered the engine through the intake, it would stretch the head bolts, allowing the head gaskets to blow. These trucks received a bad reputation because of repeated instances of such failures. These repeat failures were compounded by inexperienced dealer service personnel and incomplete dealer service bulletins. For example, when Ford first started experiencing problems with the EGR coolers, it was not standard procedure to also replace the oil cooler, which was usually damaged as well. This led to many repeat failures until Ford discovered the domino effect in these failures and implemented new standards for fixing the trucks.
Cylinder heads [edit]A major problem with the 6.0L was the torque-to-yield head bolts, which in an overboost condition would lead to a blown head gasket, and eventually a cracked cylinder head. The 7.3L and 6.7L Power Stroke engines both have 6 head bolts per cylinder (as well as the 6.9L and 7.3L International Harvester IDI engines). By contrast, the 6.0L only has 4 head bolts per cylinder.

Electrical & Fuel [edit]Numerous PCM recalibrations, fuel injector stiction along with several other driveability and QC problems have been problems for the 6.0 as well. The FICM (Fuel Injection Control Module) has been a problem, where low voltage in the vehicle's electrical system due to failing batteries or a low-output alternator causes damage to the FICM. The FICM multiplies the voltage in the fuel injector circuit from 12 to 48 volts to fire the injectors.

The stand pipes and dummy plugs are also a failure point for injection issues.



og ekki lýgur wikipedia! :)
Dents are like tattoos but with better stories.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá ivar » 14.maí 2013, 16:14

Mikið til í þessari grein Wiki en hún segir þér líka ansi skýrt að vandamálin eru "fá".
Ef EGR er tekið úr sambandi stopparu þetta Dominio Effect. Þetta var það fyrsta sem ég gerði. (btw það dugar ekki að slökkva á EGR með tune tölvu en hjálpar þó)
Einnig var bæði turbo og spíssar meira ves fyrir 2005 en skárra eftir það. Ég er með bíl sem er með "skárri" útgáfuna svo ég þekki ekki fyrri módelin. Gæti vel verið meira bras með þá án þess að ég þekki það.

Ef bíllinn er notaður af einhverju viti og fjölbreytt þá festist túrbínan síður eða ekki og hjá mér er forritað inn Jake-brake eða mótorbremsa á túrbínu. Hún virkar þannig að þegar vélin heldur við er túrbínan sett í fullan skurð býr til meiri þrýsting svo mótstaðan verði meiri. Mjög svo skemmtilegt að nota og þræl virkar en hefur þá aukaverkun að túrbínuspaðarnir eru reglulega að fara úr min í max svo þeir haldast liðugir. Enda hef ég ekkert haft vandamál með þetta allan tímann.

Headboltarnir eru vandamál, rétt, en skiptu þeim bara út áður en allt fer til fjandans og þá er það mál frá.

Niðurstaða: Stífla EGR og taka úr sambandi og setja stekrari headbolta (eða nota sem 325hp). Annað ekki.

Varðandi endingu sem 500hp er að sjálfsögðu spurningamerki við þá endingu en þegar búið er að keyra 100þkm brjóta drif 2x, alla framöxla í hamagangi, slíta demparaaugum, kaupa 4 dekkjaganga á 6-800þ stk, skipta legum og spindlum 1-2 o.s.fv.
Hvaða áhrif eru það í heildarmyndina að kaupa headpakkningu, taka upp skiptingu eða túrbínu. Þetta eru ekkert hlutir sem mega ekki bila? Aðal atriðið er að festast ekki á fjöllum.

Skoðum Toy 120? Stýrismaskínur, spíssar, veikur að framan, brýtur drif í djöfulgang.
Patrol? Head, olíuverk, framhjólalegur, lokur (fyrir utan kraftleysi)
Jeppar bila, allir. Líka LC80
Veit ekki hvor festist oftast á fjöllum, LC vegna brotinna spindla, Patrol vegna framlega eða headds, eða 6.0L ford vegna eh vandamála (btw hann keyrir sennilega heim með flestar af þessum bilunum sem þú nefnir)


Varðandi áræðanleika þá er þetta líka eitthvað sem er munur hjá mönnum. Hjá mér er ekkert mikilvægt að geta keyrt bílinn 300-500þ km án þess að laga hluti en vissulega ef það er málið er kannski 7.3 betri en á eyðslumuninum á þessum 500þkm væriru sennilega búinn að borga fyrir nýjan bíl.
Einnig er það mín reynsla að E4OD skiptingin sem oftast er við 7.3L sé mun verri og þarfari á viðhald heldur en 5r110W sem er í 6.0L. (fyrir utan það að skiptingin sé líklegri til að stoppa þig á fjöllum en vélin)
Þannig að þrátt fyrir áræðanleikafactorinn tæki ég sennilega frekar combo af 6.0L + 5R110W frekar en 7.3L + E40D.
(ATH að þegar reynsla mín er skoðuð er 6.0L bíllinn ekinn milli 70-110þ en 7.3L ek í krinum 180-270Þ)

6.0L er dýr í notkun, en mun ódýrari en menn halda.
Ford 6,0L á 46" v.s. Patrol á 44" er sennilega 30% rekstramunur fyrir average Joe. (viðhald og olía) Sennilega fer að muna meira ef um ferðaþjónustaðila er að ræða en þá er akstursmunstrið öðruvísi.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá jongud » 14.maí 2013, 17:20

Það er eitt vandamál til sem minnst er á varðandi þessar vélar auk heddbolta og EGR vandamála.
Og það er olíukælirinn.
Ef EGR draslið er búið að hrekkja eitthvað á kælivökvinn það til að verða hlaupkenndur vegna yfirhitnunar og stífla olíukælinn. Þess vegna hafa mörg "EGR delete" sett olíukæli með í pakkanum.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá jongud » 14.maí 2013, 18:04

Þessu skylt; ég rakst á þessa síðu á flakki...

http://www.forddoctorsdts.com/articles/article-06-08.php

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá íbbi » 14.maí 2013, 18:20

það mun seint líða mér úr minnum þegar ég prufaði fyrst ford f350 með 6.0l. ég hafði þangað til ekki kynnst annari eins vinnslu í jafn stórum bíl.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá ivar » 14.maí 2013, 21:13

jongud wrote:Þessu skylt; ég rakst á þessa síðu á flakki...

http://www.forddoctorsdts.com/articles/article-06-08.php


Í þessum lista er hinsvegar talað um vél sem mér finnst áhugaverð en veit ekki hvort fór nokkurntíman í framleiðsu.
4,5 V6 diesel sem er að ég best veit sama vél og 6L vélin nema bara 2cyl minna.
Þá væri c.a. 400hp 4,5 diesel flottur pakki

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: 6.0 í Japanskt

Postfrá Hjörturinn » 15.maí 2013, 08:00

Jú 4.5 var sett í framleiðslu, hef meirasegja verið þess heiðurs aðnjótandi að aka bíl með þessum mótor, Ford LCF kassabíll.

Þeir eru bara frekar sjaldgæfir og dýrir.
Dents are like tattoos but with better stories.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 56 gestir