Síða 1 af 1
Smurolía frussast meðfram áfyllingartappa Td42
Posted: 11.maí 2013, 21:08
frá Grásleppa
Þetta er orginal turbo vél sem ég var að setja túrbínu við. Er að stilla núna og er hann að blása c.a. 7 psi enn sem komið er og við það að gefa honum hraustlega í smástund þá frussast smá smurolía meðfram lokinu og í vélarsalinn. Öndunin í ventlalokinu er í lagi, smurþrýstingur eðlilegur. Sýnist þéttingin í lokinu sjálfu vera í lagi en kannski orðin léleg? Einhverjar hugmyndir hvað þetta getur verið?
Re: Smurolía frussast meðfram áfyllingartappa Td42
Posted: 11.maí 2013, 21:15
frá landi
Sæll Tékkaðu hvort að öndunin sé ekki örugglega réttu megin við túrbínu, þ.e. Að bínan sé ekki að blása inn í öndun
Kv Gísli
Re: Smurolía frussast meðfram áfyllingartappa Td42
Posted: 11.maí 2013, 21:32
frá Grásleppa
Nú er ég ekki alveg að skilja þig... ég kannski lagði ekki næga áherslu á það, en þetta er semsagt öndunin á ventlalokinu. Loftsíuboxið var ofaná vélinni áður en ég breytti honum, og fór öndunin þar inní og var fyrir innan síu, svo ég færði öndunina bara í nýja loftsíuboxið og hafði þar fyrir innan síu.
Re: Smurolía frussast meðfram áfyllingartappa Td42
Posted: 11.maí 2013, 23:01
frá SævarM
Þá eru stimpilhringir ekki í góðu standi og hann er að ná að blása niður í pönnu.. sem gerir það að verkum að hann myndar yfirþrýsting í pönnunni og upp í ventlalok
Re: Smurolía frussast meðfram áfyllingartappa Td42
Posted: 12.maí 2013, 00:48
frá Grásleppa
Jæja.. fann hvað þetta var! Húddið náði að klemma slönguna á önduninni á loftsíuboxinu svo ég klippti bara aðeins úr því þar sem það er tvöfalt á þessum stað, hlaut að vera eitthvað afar einfalt :)