Síða 1 af 1
Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 01:59
frá Einar Kr
Hvar getur maður keypt fjöltengi/flýtitengi fyrir bílarafmagn. Er ekki að tala um svona sígarettukveikjara aukahlutatengi
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 07:47
frá ellisnorra
Geturu verið nákvæmari? Ekki átta ég mig á hvernig stykki þú ert að tala um, hvað þá að ég geti leiðbeint þér hvað þú færð svoleiðis :)
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 08:45
frá HaffiTopp
Ertu að tala um víraþjóf?
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 12:22
frá Haffi
Í guðanna bænum láttu það vera að nota víraþjóf, lóðaðu frekar inná víra ef þú þarft að stela straum einhversstaðar.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 12:42
frá Stebbi
Haffi wrote:Í guðanna bænum láttu það vera að nota víraþjóf, lóðaðu frekar inná víra ef þú þarft að stela straum einhversstaðar.
Ekki gleyma hitaádraginu, helst með lími ef það er frammí húddi.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 13:32
frá Habbzen
Lóðsamtengin frá wurth eru snilld gott að setja líka límherpihólk utanum.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 13:46
frá Einar Kr
Er að tala um eitthvað í líkingu við þetta. Vantar reyndar fyrir 5 eða 6 tengi.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 13:58
frá HaffiTopp
Víralúmstengi? Er það til í orðabók Arnalds og Yndriða?
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 14:14
frá villi58
Einar Kr wrote:Er að tala um eitthvað í líkingu við þetta. Vantar reyndar fyrir 5 eða 6 tengi.
Kipptu bara úr næsta bíl, nóg til að þessu í einhverjum druslum.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 14:29
frá Einar Kr
Kipptu bara úr næsta bíl, nóg til að þessu í einhverjum druslum.
Þá þyrfti ég að tengja það inn á vírana með einhverjum hætti og það myndi ekki alveg henta þessu metnaðarfulla verkefni
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 14:30
frá Einar Kr
Rakst ég ekki á þráð hérna inni þar sem einhver var með svipað dæmi sem hann flutti inn sjálfur?
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 14:38
frá villi58
Einar Kr wrote:Kipptu bara úr næsta bíl, nóg til að þessu í einhverjum druslum.
Þá þyrfti ég að tengja það inn á vírana með einhverjum hætti og það myndi ekki alveg henta þessu metnaðarfulla verkefni
Er Stilling eða Bílanaust með svona, það var einhver með enda sem pössuðu í svona tengi og svo spes verkfæri til að losa pinnana úr tengjunum, þeim er bara stungið í og svo læsast þeir þegar þeir eru komnir á réttann stað.
Kanski ath. Rönning, Ískraft, Smith og Norland, gætu vitað um svona.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 14:45
frá biturk
http://www.ebay.com/itm/4-Pin-Waterproof-Connector-4-Way-Connector-Car-Truck-Boat-ATV-UTV-RV-/290876057892?pt=Car_Audio_Video&hash=item43b9906924&vxp=mtrég á alveg helling af svona tengjum, allt frá 1 vír upp í 6 víra, lítið mál að tengja og þau virðast endast þokkalega vel
svo reindar á ég helling af svona cheap plast tengjum eins og þú linkar á, en þau eru ekki nærri eins skemmtielg og ég myndi eingöngu nota þau inn í bíl þar sem er engin raki eða bleita, eða séns á að það geti gerst
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 16:49
frá Haffi
íhlutir gætu átt eitthvað fyrir þig
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 17:02
frá HörðurT
Þetta er til í Wurth af öllum stærðum og gerðum.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 18:06
frá Habbzen
Getur fengið pinna í þessi tengi í flestum umboðum, svo eru til járn frá toptul til að stinga þetta úr tenginu sjálfur, kemur í rauðri tösku.
wurth og bílanaust eiga líka einhver svona tengi og pinna í þau.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 18:40
frá Dúddi
Er þetta ekki tengi fyrir stýrikapal sem þú ert að tala um. Grá tengi sem læsast saman með járnspöng.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 22:21
frá ssjo
Sýnist þetta nú vera úr tölvu, power tengi fyrir harðdisk.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 11.maí 2013, 23:58
frá Einar Kr
Takk fyrir frábær svör.....myndin var nú aðallega til að sýna hugmyndafræðina, ekki nákvæmlega tengið sem mig vantaði.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 12.maí 2013, 00:05
frá Stebbi
Eins og aðrir hafa bent á þá er Wurth með þetta, þau tengi eru þessi vatnsheldu sem sjást stundum í húddinu á nýlegum amerískum bílum, svona harmonikku gúmmíþétting á þeim.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 12.maí 2013, 18:59
frá dazy crazy
ssjo wrote:Sýnist þetta nú vera úr tölvu, power tengi fyrir harðdisk.
Þetta er reyndar powertengi fyrir viftu, en úr tölvu jú, það er rétt.
Re: Fjöltengi fyrir bílarafmagn
Posted: 12.maí 2013, 20:14
frá gislisveri
Ég hef notað AMP Superseal mjög mikið og þau hafa aldrei svikið þó að mikið mæði á þeim. Þau fást hjá Wurth, líklega það sama og bent er á hér að ofan. Til að nota þau þarf þó rétta gerð af töng og hún fæst víðar en hjá Wurth.