Olíuverk á om314
Posted: 09.maí 2013, 21:55
Sælir. Er í smá vandræðum með gamlann om 314 mótor. Hann á það stundum til að missa allt afl, detta niður í snúning, eins og hann gangi jafnvel bara á 2-3, og svo drepa jafnvel á sér í framhaldi. það hefur dugað að pumpa upp hráolíu með handdælunni á olíuverkinu til að fá hann aftur í gang og til að ganga eðlilega og þá virðist ekkert vera að honum. Þetta virðist gerast alveg handahófskennt, hefur gerst eftir nokkra tíma keyrslu, hefur gerst strax við gangsetningu, í frosti eða hita, virðist litlu máli skipta. Er búinn að taka gruggglasið og grófsíuna í því og hreinsað upp, en það hafði lítið að segja. Það vildi einhver meina að það væri innbyggð sía einhverstaðar í verkinu sjálfu sem vont væri að komast að með olíuverkið á vélinni sem gæti útskýrt svona truntugang, en ég hef ekki skoðað það.
Einnig, hann reykir alveg eins og kolatogari undir fullu álagi upp brekku, dettur í hug að olíuverkið hafi verið skrúfað upp, þar sem að það kemur af vél sem var með túrbínu. Veit nokkur hvernig hægt er að skrúfa það niður?
Með von um góð svör, Sævar P
Einnig, hann reykir alveg eins og kolatogari undir fullu álagi upp brekku, dettur í hug að olíuverkið hafi verið skrúfað upp, þar sem að það kemur af vél sem var með túrbínu. Veit nokkur hvernig hægt er að skrúfa það niður?
Með von um góð svör, Sævar P