Síða 1 af 1
Bremsur í 120 Krús
Posted: 08.maí 2013, 23:11
frá einsik
Sælir fróðu drengir.
Ég er að vandræðast með bremsuleysi í 120 LC 07 módel.
Bremsurnar eru fjandi neðarlega og hemlunin slæm. Það á ekki að vera loft á kerfinu. Ég skipti um Diska og klossa að framan um daginn en opnaði ekki kerfið, ýtti bara dælunum inn. Það vantar ekki vökva á forðabúrið.
Er einhver af ykkur góðu drengjum sem hefur einhverja hugmynd um hvað meinið er???
Re: Bremsur í 120 Krús
Posted: 08.maí 2013, 23:24
frá olafur f johannsson
skoðaðu fæslur á dælum að aftan og eins ef að stimplar í dælum séu liðugir svo tekur þetta alltaf smá tíma í að slípast saman og það verað bremsur betri, eins geta bremsur verið slæmer ef vökvin er orðin gamal það á að skipta honum út á 45þús km fresti eða 5ára minnir mig
Re: Bremsur í 120 Krús
Posted: 09.maí 2013, 08:30
frá Navigatoramadeus
þú hefur örugglega tekið olíufilmuna af diskunum sem er sett til að verja stálið tæringu ?
annars eru í þessum bílum algengt að færsluboltar grói fastir og einsog fyrra svar hérna, það ÞARF að skipta út bremsuvökvanum og mig minnir það sé á 3ja ára fresti frekar en 5......
Re: Bremsur í 120 Krús
Posted: 09.maí 2013, 11:35
frá einsik
Þakka góð svör drengir.
Jú ég þreif diskana með bremsuhreinsi.
En þarf þá að skoða hvernig ástandið er að aftan.
Hvar er hægt að fara með bílinn í vökvaskipti, eða er hægt að gera þetta sjálfur með því að bæta á og tæma út um lofttappana eins og maður gerði í gamla daga?
Ég er ekki hrifinn af að vera með lélegar bremsur með hjólhýsi aftan í.
Kv Einar
Re: Bremsur í 120 Krús
Posted: 09.maí 2013, 12:26
frá Navigatoramadeus
https://ericthecarguy.com/videos?start= ... 5O_pbC8R2Eþað er gaman að fylgjast með þessum.
en þér að segja, LC120 eru mjög viðkvæmir fyrir raka í vökvanum svo ef það hefur aldrei verið skipt um hann eru góðar líkur á að bremsurnar þurfi á upptekt að halda, fastir/stífir stimplar og almenn leiðindi á nokkurra ára fresti nema vökvinn sé endurnýjaður og gert vel en það er best að skipta út öllum vökvanum með því að taka dæluna sundur, ef það er gert á the easy way (gegnum nippla) verður alltaf eitthvað eftir í dælunum, aftöppunarnippillinn er jú efst á dælunni og olíulögnin ofarlega svo það tæmist seint það sem neðst er en olían flýtur jú ofaná vatni/raka og því er mest af raka neðst í olíu.
já, ég veit að olían heldur í sér einhverju magni af raka en þegar hún hefur mettast þá fellur þyngri hlutinn niður og það er vatnið.
annars selur Stilling (og fleiri) rakamæla fyrir bremsuvökva, ég á einn slíkan og er með hann uppá verkstæði, það eru ansi margir bílar á klakanum sem eru með lélegan/ónýtan bremsuvökva, held sé svipað og með frostlög, það er ekki skipt um nema þegar bremsur festast eða heddpakkning fer !
Re: Bremsur í 120 Krús
Posted: 09.maí 2013, 13:22
frá einsik
Takk. Það á að vera búið að skipta amk einu sinni í þjónustuskoðun.
Dælurnar voru alls ekki stýfar, náði að ýta þeim inn með puttunum.