Verðkönnun á bremsuhlutum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá muggur » 08.maí 2013, 22:26

Sælir,
Ákvað að gera smá verðkönnun á verði bremsuhluta í Pajeroinn minn, veit að menn vildu helst hafa þetta fyrir Toyotu eða Patrol en hvað um það. Sendi póst á Heklu, AB-varahluti, Bílanaust og fór svo á vefinn hjá Stillingu. Bað um verð á diskum að aftan, klossum framan og aftan. Niðurstöðunar komu mér nokkuð á óvart.

Hekla gaf mér tvö verð:

Hekla orginal varahlutir:
Diskar: 16900 stk,
Klossar aftan: 12989
Klossar framan: 12989
Heildarverð: 59778

Hekla ekki orginal varahlutir:
Diskar: 8990 stk,
Klossar aftan: 3990
Klossar framan: 4970
Heildarverð: 26940

Bílanaust:
Diskar: 8770 stk,
Klossar aftan: 4192
Klossar framan: 9812
Heildarverð: 31544

Stilling
Diskar: 11995 stk,
Klossar aftan: 7295
Klossar framan: 6520
Heildarverð: 37805

AB-varahlutir
Diskar: 7988 stk,
Klossar aftan: 4475
Klossar framan: 5990
Heildarverð: 26441

Þannig að það munar bara um 500 kalli á Heklu (óorginal) og AB-varahlutum sem eru ódýrastir. Þar sem ég bý vestur í bæ og Pajeronum þykir sopinn góður þá held ég að maður versli bara við Heklu. Þessu hafði ég aldrei trúað að umboðið væri samkeppnisfært í svona dóti.

Kannski ein spurning til ykkar sem allt vitið. Er einhver gróði í að taka orginal í þessu?

kv. Muggur


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá hobo » 08.maí 2013, 22:46

Snilld þegar menn pósta svona löguðu inn.
Sjálfur fékk ég verð í vatnsdælu og tímareimasett í Trooperinn frá flest öllum varahlutasölum. B&L var með langbesta verðið, þá á óorginal hluti.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá smaris » 08.maí 2013, 23:08

Hef nú umboðin grunuð um að bjóða upp á 2 verð á sama hlutnum. Hringdi í Hyundai til að panta mér afturhjólalegu í jepplinginn minn og var boðið upp á original á 30.000 eða óorginal á 22.000. Ég tók óorginal leguna þar sem sú upphaflega dugði ekki nema 70.000 km þannig að ekki var verið að kaupa nein gæði með merkinu einu saman. Þegar ég fékk pakkann síðan með póstinum reyndist legan vera í Hyundai pakkningum og í þeim var endurbóta skinna til að reyna að verja leguna betur fyrir skít og drullu.

Kv. Smári

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá frikki » 09.maí 2013, 00:38

Varstu búinn að ath POULSEN ??????????????

Svo eru 4x4 felagar með 15 til 20 % afslátt af bremsum og fl.

kkv

Yfirstrumpurinn
Patrol 4.2 44"

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá frikki » 09.maí 2013, 00:41

Strákar strákar STRÁKAR:::::::::::

Kynna ser málið óorginal er ekki það sama og óorginal

enn og aftur yfirstrumpurinn
Patrol 4.2 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá ellisnorra » 09.maí 2013, 08:29

Frikki kíktu í tölvuna og póstaðu inn verði á þessu dóti :)
http://www.jeppafelgur.is/


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá Navigatoramadeus » 09.maí 2013, 08:44

ég var að vinna í einu ágætu umboði og við áttum bæði original bremsuhluti á stundum fáránlegum verðum svo það var farið út í að selja líka óoriginal hluti á "eðlilegum" verðum, það var ekki annað hægt, fólk bara horfði á mann stórum augum þegar verðið var nefnt, þá voru (og eru) oft á tíðum innkaupsverð frá framleiðanda alveg ótrúlega há, þegar umboðin fá þau réttindi að mega kallast umboðsaðilar þá skilyrða þau sig til að kaupa hluti frá framleiðanda og ráða minnstu um verðlagninguna á innkaupsverði.

eitt ágætt dæmi;

það hrundi ABS-module í nýlegum bíl, bara varahluturinn kostaði rúmar 400þkr án vsk og bíllinn var rétt rúmlega þriggja ára (kominn úr verksmiðjuábyrgð) og metinn á um 1200þkr svo þetta var bara stór spurning, að setja nýtt module (tölva og mótor sambyggð) fyrir um 500þkr eða láta ekki nokkurn mann vita og senda þetta út í viðgerð, það mátti hreinlega ekki fréttast út fyrir umboðið að varahlutir í þessa ágætu bíltegund gætu verið svona fáránlega dýr, já og þetta var fyrir "hið svokallaða hrun" svo upphæðirnar væru síst lægri í dag !


gulligu
Innlegg: 25
Skráður: 29.jún 2011, 23:05
Fullt nafn: Guðjón Bjarki Guðjónsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá gulligu » 09.maí 2013, 10:53

Fram klossar hjá bílanust er rétt tæpar 5000kr ekki 9800kr

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá muggur » 09.maí 2013, 14:51

gulligu wrote:Fram klossar hjá bílanust er rétt tæpar 5000kr ekki 9800kr


Þetta var verðið sem gefið var upp. Það gæti þá átt við vitlausa klossa.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá StefánDal » 09.maí 2013, 15:19

Ekki gleyma þessum
http://mekonomen.is/

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá hobo » 09.maí 2013, 15:19

muggur wrote:
gulligu wrote:Fram klossar hjá bílanust er rétt tæpar 5000kr ekki 9800kr


Þetta var verðið sem gefið var upp. Það gæti þá átt við vitlausa klossa.


Bílanaust(N1) afgreiðir samkvæmt minni reynslu vitlausan varahlut í 95% tilfella. Nauðsynlegt að koma með gamla hlutinn eða vita nákvæmlega hvernig hann lítur út. :/

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá frikki » 09.maí 2013, 21:52

Get örugglega toppað þessi verð

kkv

Frikki poulsen..


skal ath þegar eg kem niður i vinnu.
Patrol 4.2 44"


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá Fordinn » 09.maí 2013, 21:57

þar sem ég var að vinna hjá þjónustuverkstæði hjá N1 þá veit ég að það er ekki mælt með bremsudiskunum hjá þeim í pajero... þeir virðast allir verpast nánast við fyrstu bremsun.

Við gerðum ekki annað enn að skipta þessu ut þar sem fólk kom mjog óánægt til baka.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá StefánDal » 09.maí 2013, 22:50

Fordinn wrote:þar sem ég var að vinna hjá þjónustuverkstæði hjá N1 þá veit ég að það er ekki mælt með bremsudiskunum hjá þeim í pajero... þeir virðast allir verpast nánast við fyrstu bremsun.

Við gerðum ekki annað enn að skipta þessu ut þar sem fólk kom mjog óánægt til baka.


Mér leiðast líka klossarnir frá N1 (Nipparts ef ég man rétt). Ískrar eins og feminsti í stríðsham og gerir allar felgur sótsvartar á viku.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá Fordinn » 09.maí 2013, 23:00

StefánDal wrote:
Fordinn wrote:þar sem ég var að vinna hjá þjónustuverkstæði hjá N1 þá veit ég að það er ekki mælt með bremsudiskunum hjá þeim í pajero... þeir virðast allir verpast nánast við fyrstu bremsun.

Við gerðum ekki annað enn að skipta þessu ut þar sem fólk kom mjog óánægt til baka.


Mér leiðast líka klossarnir frá N1 (Nipparts ef ég man rétt). Ískrar eins og feminsti í stríðsham og gerir allar felgur sótsvartar á viku.

Já þetta var víst allt frá nipparts...... bölvað drasl.


solider
Innlegg: 158
Skráður: 03.apr 2010, 20:49
Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá solider » 09.maí 2013, 23:01

búinn að eiga slatta af bílum og aldrei lent í neinum vandræðum með bremsuklossa, diska eða borða frá nipparts frá bílanaust.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá snöfli » 10.maí 2013, 07:10

Get allavega staðfest að það borgar sig að spyrja líka umboðið (Heklu) um ekki orginal.

Vantaði upphalara í Passat um daginn. Fékk uppgefið 30+ í Heklu á orginal. Ákvað að taka hann með frá Þýskalandi fyrir 12þús. Reydist ekki réttur upphalari þannig að ég pantaði hjá Tækniþjónustu Bifreiða fyrir 15þús. Þegaar hann var ekki kominn á 3 vikum, hrigdi ég í umboðið sem kváðust eiga óorginal á 17þús. Ég sló til, en þegar ég kom á staðinn sagðist han eiga einn af anarri gerð fyri 12þús sem ég tók.

Mér leið eins of fífli, 4 vikur með bilaðan upphalara, skrölt með upphalara í handfarangri og skila honum aftur til Þýskalands til einskis.

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá frikki » 10.maí 2013, 08:43

Jæja verð í poulsen til ykkar

Klossar framan 4.192
klossar aftan 4.197

Diskar framan 16.783 settið 2 í pakka.
Diskar aftan 15.182 settið 2 í pakka

kkv

Frikki
Patrol 4.2 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá ellisnorra » 10.maí 2013, 08:56

Frikki hvaða merki er þetta? Er þetta að endast þokkalega miðað við annað aftermarket dót?

Ég keypti hjólalegur í hiluxinn minn hjá ykkur fyrir stuttu á mjög fínu verði, á eftir að setja þær í reyndar. Eru þær þokkalegar? Man ekkert hvað stóð á kassanum, eitthvað sem ég hef aldrei heyrt um áður.
http://www.jeppafelgur.is/


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá Wrangler Ultimate » 10.maí 2013, 09:33

Bremsuklossar

sælir félagar,

ég hef lengi vel glímt við lélegar bremsur í mínum wrangler, það mál leystist (að hluta) við klossa sem heita Remsa... spænskir klossar frá Stillingu, dýrari en aðrir en guð minn góður, dagur og nótt í bremsugetu. þeir dusta all svakalega en virknin á móti er mjög góð.. ég spara ekki í þeim kostnaði... alltof stór dekk = alltof lítil bremsugeta.

Ég er reyndar búinn að uppfæra bremsuboosterinn hjá mér úr 500 kg þyngri bíl í minn og það gerði annan dag og nótt mun :) , læsir ekkert mál.

Flestir original bílar í dag finna ekki mun á þessu en þegar stóru dekkin eru mætt þá finnurðu svakalegan mun á gæðum í bremsuklossum og diskum, þegar virkilega er farið að reyna á þennan búnað.

k kv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá frikki » 10.maí 2013, 11:53

elliofur wrote:Frikki hvaða merki er þetta? Er þetta að endast þokkalega miðað við annað aftermarket dót?

Ég keypti hjólalegur í hiluxinn minn hjá ykkur fyrir stuttu á mjög fínu verði, á eftir að setja þær í reyndar. Eru þær þokkalegar? Man ekkert hvað stóð á kassanum, eitthvað sem ég hef aldrei heyrt um áður.



Þetta er mintex búið að vera í sölu frá 1908.

Toyota viðurkennir þetta sem orginal að hluta.

Sel það ekki dyrara en eg keipti það.

kkv

frikki
Patrol 4.2 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá ellisnorra » 10.maí 2013, 14:16

frikki wrote:Sel það ekki dyrara en eg keipti það.

frikki


Heildsöluverð? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá Stebbi » 11.maí 2013, 12:58

frikki wrote:Jæja verð í poulsen til ykkar

Klossar framan 4.192
klossar aftan 4.197

Diskar framan 16.783 settið 2 í pakka.
Diskar aftan 15.182 settið 2 í pakka

kkv

Frikki


Er þetta hilluverð eða eitthvað 'special price for you my friend'.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá HaffiTopp » 11.maí 2013, 13:22

Hekla.

Óorginal að aftan ódýrastir: 3228
Óorginal að framan ódýrastir 4590

Að framan reyndar fyrir Pajero sport og gefur því ekki upp sem klossar í Paj 2 og 2,5 gen en það passar engu að síður á milli. Diskar að aftan Paj og Paj sport eru þeir sömu en miklu stærri að framan í Sportaranum. Dælurnar að aftan ekki þær sömu. Keypti í lok 2011 framdiska í AB-varahlutum og borgaði 15000 með 20% afslætti. Fékk þá töluvert ódýrari í Heklu ári seinna. (þurfti að skipta aftur sökum klúðurs hjá mér við ísetningu)

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá frikki » 11.maí 2013, 21:31

Stebbi wrote:
frikki wrote:Jæja verð í poulsen til ykkar

Klossar framan 4.192
klossar aftan 4.197

Diskar framan 16.783 settið 2 í pakka.
Diskar aftan 15.182 settið 2 í pakka

kkv

Frikki


Er þetta hilluverð eða eitthvað 'special price for you my friend'.


Ferðaklubburinn,fornbílaklúbburinn og fl klubbar eru yfirleitt með 20% af bremsuvörum og 10 til 20% af öðrum varahlutum....



kkv

Frikki
Patrol 4.2 44"

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá muggur » 28.maí 2013, 07:57

bjarnig wrote:Diskar keyptir frá Bílanaust(N1) fyrir um ári síðan í Pajero. Hafa ekki verið eknir 10 þús km. 75% af disknum öðru megin var klofinn, varla hægt að stýra þegar bremsað var þar sem bíllinn leitaði/hoppaði til hliðar.

Þessu rusli var skipt út í kvöld.


Uss ljótt að sjá, annars endaði ég á að versla í Heklu, óorginal hluti.

Búinn að skipta um klossa og diska að aftan:
Image

Það var kominn tími á framklossana en kannski ekki komið að hættumörkum:

Image[
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá Óskar - Einfari » 28.maí 2013, 12:38

Ég keypti bremsuklossa í patrol afturbremsur hjá stillingu. Man ekki hvað þetta hét en áttu að vera eitthvað endingarbetri. Man bara að þetta var í svörtum og rauðum pakkningum. Ég get ekki annað sagt en að mér finnist þessir klossar bara þurkast út eins og strokleður. Mun klárlega prófa eitthvað annað næst.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


solider
Innlegg: 158
Skráður: 03.apr 2010, 20:49
Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá solider » 29.maí 2013, 09:36

Verðið á klossum framan og aftan plús diskar aftan í Bílanaust er ekki rétt hjá þér þannig að ég held að þú verðir að skoða þetta eitthvað betur.

Pajero 1998 v6 3L

Klossar aftan vörunúmer 233 410026 3645
klossar framan vörunúmer 233 410003 4202
diskar aftan vörunúmer 298 j3315009 8770 stk

sem gerir heildarverð 25387 á fullu verði

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Verðkönnun á bremsuhlutum

Postfrá muggur » 29.maí 2013, 11:55

solider wrote:Verðið á klossum framan og aftan plús diskar aftan í Bílanaust er ekki rétt hjá þér þannig að ég held að þú verðir að skoða þetta eitthvað betur.

Pajero 1998 v6 3L

Klossar aftan vörunúmer 233 410026 3645
klossar framan vörunúmer 233 410003 4202
diskar aftan vörunúmer 298 j3315009 8770 stk

sem gerir heildarverð 25387 á fullu verði


Sæll og takk fyrir það.

Líklega var mér bara gefið vitlaust verð í tölvupóstinum.

Aftur á móti munar þetta litlu m.v. hina og ekki virðast N1/bílanaust bremsuhlutirnir koma vel út miðað við svörin við þessum þráð. Því myndi ég ekki vilja spara mér örfáar krónur og enda með sprunginn bremsudisk eftir u.þ.b. ár í keyrslu sbr commentið frá 'bjarnag'

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 47 gestir