Porta head

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Porta head

Postfrá Wrangler Ultimate » 03.maí 2013, 09:06

Sælir félagar

Vitiði um einhvern sem.... að kann að porta head almennilega og er kannski með flæðibekk.

Ég er með v8 4.7 sem ég er að fríska upp á, kílómetrarnir hafa hlaðist inn á hana og er hún komin í sirka 25 þús km... úff..

Jæja ég er búinn að setja HO knastása í hana, er að fara setja HO millihedd, stærra TB, stærri injectora, stífari ventlagorma, nýja stimpla með 10:1 í þjöppu (original 9:1 og HO er með 9.7:1) Nýjar stangarlegur (gerðar fyrir hærri snúning) Nýtt tune fyrir véilna og mögulega port á heddum... sem ætti að skila vélinni í sirka 280-300 hö.

kv
Gunnar
V8 2001, úr Grand Cherokee. 4.7 lítra.


CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Porta head

Postfrá Startarinn » 03.maí 2013, 09:21

Ég veit nú ekki um neinn sem er vel útbúinn í að porta, en ég er pínu forvitinn

Er þörf á að stækka spíssa?
Ég hélt að þess þyrfti ekki nema á túrbó vélum þar sem væri verið að auka boostið yfir orginal,
Eru orginal spíssarnir það tæpir að þeir anna ekki þessum breytingum?

Ég er alls ekki að drulla yfir þetta, ég er bara forvitinn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Porta head

Postfrá Wrangler Ultimate » 03.maí 2013, 10:32

Sælir,

Það er örugglega ekki þörf á því... en HO vélin er með stærri spíssa og því er ég í rauninni bara að elta það sem Chrysler gerði við uppfærsluna í HO

original 4.7
Flow = 22.5 lb/hr @ 49psi

HO 4.7
Flow = 25.8 lb/hr @ 49psi

kv
Gunni spíssavitleysingur :)

á þessa stærri til, þannig að ég er ekki að leggja út fyrir þeim... er líka önnur ástæða
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Porta head

Postfrá Dodge » 03.maí 2013, 15:20

Það var einhver að spá í að útbúa sér flæðibekk en held það sé enginn búinn að því.

Það eru ansi margir nokkuð lúnknir að porta hedd hér á landi.. aðallega spurning hvar þú ert á landinu, við hvern er best að tala.

En fljótlega commentar einhver á þennan þráð að það sé í besta falli gagnslaust að porta hedd án flæðibekks, eða í versta falli eiðilegging þannig að þá deyr þetta um sjálft sig :)

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Porta head

Postfrá jongud » 03.maí 2013, 18:23

Það er alveg hægt að porta hedd án flæðibekks. Eitt af því sem hægt er að gera er að láta milliheddið og flækjurnar passa nákvæmlega við heddin, þannig að það verði engar skarpar brúnir í flæðinu.
Svo eru oft einhverjir smá steypugallar sem teygja sig inn í gangana og það er um að gera að slípa þá í burtu.
Síðast breytt af jongud þann 19.okt 2013, 11:37, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Porta head

Postfrá Wrangler Ultimate » 04.maí 2013, 10:26

Hefur enginn verið að porta head hérna á klakanum ? (meira en að matcha inntak/úttak við pakkningar )

ég heyrði um Stíg (keppnis) væri að porta, hefur einhver reynslu af honum ?

k kv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Porta head

Postfrá Heddportun » 04.maí 2013, 22:27

Dodge wrote:En fljótlega commentar einhver á þennan þráð að það sé í besta falli gagnslaust að porta hedd án flæðibekks, eða í versta falli eiðilegging þannig að þá deyr þetta um sjálft sig :)


Allveg RETT!! :)

Tad ad porta hedd er ekki ad matcha runnerana saman,gerir voda takmarkad tvi tad er ekki floskuhalsinn

Tu tarft ad taka af styrignunni ofl til ad fa raunverulega aukningu a flaedi allt annad er bara aukning a Rummali sem faerir aflid adeins ofar

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Porta head

Postfrá Freyr » 04.maí 2013, 23:31

Nú hef ég aldrei portað hedd en fræðilega munar umtalsvert um að láta portin passa saman og losna þannig við jafnvel nokkurra mm háar brúnir með skörp horn, þannig lagað er killer fyrir flæði og skapar einnig ójafnvægi milli strokka. Ég hef a.m.k. fulla trú á að það hjálpi að jafna portin og einnig slípa burt steypugalla og mýkja skarpar brúnir. Þetta er þó vissulega ekki jafn gott og alvöru portun þar sem farið er alla leið með þetta.

Smá varðandi flöskuhálsa. Setningar eins og "rör flæðir ekki betur en þrengsta gatið" eru ekki réttar. Það er viðnám milli loftsins og veggjanna sem það flæðir eftir og því meiri fjarlægð frá veggjum að miðju því betra flæði, þó svo það sé meiri þrenging annarsstaðar. Ef þið efist um þetta náið ykkur í t.d. drykkjarrör eða grannann slöngubút og klippið í tvo búta, klippa t.d. 2 cm af rörinu. Blásið svo í gegnum langa og stutta bútinn og finnið muninn á flæðinu, það er mun erfiðara að blása gegnum langa rörið þó gatmálið og áferðin sé nákvæmlega eins. Ef langi bútur rörsins væri nú sveraður vel út alla leið nema síðustu 2 cm yrði eins að blása gegnum hann og stutta bútinn. Niðurstaðann er því sú að það er ekki bara þrengsta mál lagnarinnar sem skiptir máli heldur einnig hönnunin á restinni.

Eftirfarandi hefur allt áhrif á flæði: Hversu krappar beygjur eru á lögn, þvermál lagnar, áferð yfirborðs, þvermálsbreytingar (bæði hve mikil og hve kröpp breytingin er), aflögun (þó svo þverskurðarflatarmál sé það sama heftir það flæðið ef það eru formbreytingar) o.fl. Mætti segja að allt sem getur hróflað við loftinu/vökvanum sem flæðir er slæmt, best ef flæðið er áreynslulaust án alls sem fær það til að breyta sér því það myndar hvirfla sem hægja á.

Kv. Freyr


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Porta head

Postfrá Heddportun » 05.maí 2013, 00:07

Freyr wrote:Nú hef ég aldrei portað hedd en fræðilega munar umtalsvert um að láta portin passa saman og losna þannig við jafnvel nokkurra mm háar brúnir með skörp horn, þannig lagað er killer fyrir flæði og skapar einnig ójafnvægi milli strokka. Ég hef a.m.k. fulla trú á að það hjálpi að jafna portin og einnig slípa burt steypugalla og mýkja skarpar brúnir. Þetta er þó vissulega ekki jafn gott og alvöru portun þar sem farið er alla leið með þetta.

Fraedilega er einmitt tad sem virkar ekki og Flaedibekkurinn synir tad bara undir 29.92" og enn betur undir velartrystingi(trystihlutfalla)

Ja ad matcha hjalpar,soggrein tarf amk ad vera jafnstor en best er ad hun se staerri en portopid a heddunum sjalfum en tegar minnsta svaedi i heddunum er ventilskurdurinn tarf hann fyrst ad staekka svo adrir hlutar portana hafi meiri ahrif

Smá varðandi flöskuhálsa. Setningar eins og "rör flæðir ekki betur en þrengsta gatið" eru ekki réttar. Það er viðnám milli loftsins og veggjanna sem það flæðir eftir og því meiri fjarlægð frá veggjum að miðju því betra flæði, þó svo það sé meiri þrenging annarsstaðar. Ef þið efist um þetta náið ykkur í t.d. drykkjarrör eða grannann slöngubút og klippið í tvo búta, klippa t.d. 2 cm af rörinu. Blásið svo í gegnum langa og stutta bútinn og finnið muninn á flæðinu, það er mun erfiðara að blása gegnum langa rörið þó gatmálið og áferðin sé nákvæmlega eins. Ef langi bútur rörsins væri nú sveraður vel út alla leið nema síðustu 2 cm yrði eins að blása gegnum hann og stutta bútinn. Niðurstaðann er því sú að það er ekki bara þrengsta mál lagnarinnar sem skiptir máli heldur einnig hönnunin á restinni.


Flaedisvidnam er i lagmarki i lofti og ad mirror polera veggina gerir ekkert,bara pussa upp til ad sja ojofnur,ef allt er rett ta er 1% munir a flaedi i bekk en ekki a vel tvi portin fillast af sot svo flottu mirror polerudu veggirnir eru svartir

Eftirfarandi hefur allt áhrif á flæði: Hversu krappar beygjur eru á lögn, þvermál lagnar, áferð yfirborðs, þvermálsbreytingar (bæði hve mikil og hve kröpp breytingin er), aflögun (þó svo þverskurðarflatarmál sé það sama heftir það flæðið ef það eru formbreytingar) o.fl. Mætti segja að allt sem getur hróflað við loftinu/vökvanum sem flæðir er slæmt, best ef flæðið er áreynslulaust án alls sem fær það til að breyta sér því það myndar hvirfla sem hægja á.


Dry Flow og Wet Flow er tad sem er munurinn a tegar hedd eru flaedd a bekk eda a vel,tu ert ad reyna ad fa baedi loftid og bensinid til ad beygja yfir allan ventilhausinn en bensinid fer ur adal stengnum i loftstreyminu og lekur nudur med veggjunum

Sma ojofnur gera litid tegar portid er undir .5 Mach velatrystingi en breygjan fra golfi ad ventil er tad sem tu tarft ad leggja nidur og forma rett,halla og teygja sem staerstan radius a + Ventlaskurdurinn er tar sem tu reynir ad finna samleid med

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Porta head

Postfrá Freyr » 05.maí 2013, 00:50

Gott svar og áhugavert, mætti nú líka ætla að þú þekktir þetta e-ð miðað við notendanafnið.

Varðandi veggina þá átti ég ekki við póleringu því eins og þú segir eru þeir þaktir sóti en hinsvegar er steypan það slæm oft að það eru hreinlega tittir og hryggir sem skaga inn í göngin og það er gott að fjarlægja þó ekki sé meira gert við veggina.


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Porta head

Postfrá Heddportun » 05.maí 2013, 01:19

Ja tad skemmir alls ekki fyrir allavega ad taka alla leka i burtu og matcha saman

Stundum er betra ad hafa tad hrjuft til ad halda bensininu af teim sem og golfid er haft hrjuft

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Porta head

Postfrá Freyr » 05.maí 2013, 01:24

Heddportun wrote:Ja tad skemmir alls ekki fyrir allavega ad taka alla leka i burtu og matcha saman

Stundum er betra ad hafa tad hrjuft til ad halda bensininu af teim sem og golfid er haft hrjuft


Hvað er gólfið?


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Porta head

Postfrá Stjáni Blái » 05.maí 2013, 13:34

Freyr : Ef þú horfir á þessa mynd þá er það sem hann talar um gólf, botninn á "portinu" svo eru hliðarveggir og þak.

Image

User avatar

gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Porta head

Postfrá gummij » 05.maí 2013, 17:05

Það sem menn verða að skilja í þessu er að skolun strokksins er að mjög litlu leiti takmörkuð af flæði í portunum og greinum heldur er það hraðinn á loftinu og rúmál protisin sem ræður mestu um hve mikið loft kemst inn í strokkinn.
Á 4000 sn/mín lokast ventillinn 35 sinnum á sekúndu. Loftið sem er inn í portinu "stoppar" því jafn oft og þarf því að fá topphraðan jafn oft.

Það er svo hreyfiorkan í loftinu (þrýstiaukningin við ventilinn á meðan hann er lokaður) sem skolar strokkinn. Með því að breyta þverflatrmáli og/eða mótstöðu portsins breytist snúningshraðinn sem vélin skolar sig best á. Við að minka mótstöðuna í portunum færist snúninghraðinn upp, en ef það passar ekki við kambásinn sem er í bílnum getur allt eins verið að toppaflið minki.
Hreyfiorkan er jöfn og hálfur massinn sinnum hraðin í öðru veldi, sem þýðir að þetta er mjög viðkvæmt, það er að segja maður er til dæmis fljótur að fara úr 4000 sn/mín í 10.000 sn/mín.

Sama gildir svo um afgasportin og flækjurnar nema þar fellur þrýstingurinn við ventilinn á meðan hann er lokaður.

Ég held að flestar ef ekki allar vélar framleiddar eftir aldamót séu það vel upp settar eins og þær koma að þær batna almennt ekki við portun nema þá í samhengi við aðrar breytingar, eins og ný möpp og aðra knastása.
Síðast breytt af gummij þann 10.maí 2013, 09:06, breytt 1 sinni samtals.


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Porta head

Postfrá Heddportun » 07.maí 2013, 00:10

gummij wrote:Það sem menn verða að skilja í þessu er að skolun strokksins er að mjög litlu leiti takmörkuð af flæði í portunum og greinum heldur er það hraðinn á loftinu og rúmál protisin sem ræður mestu um hve mikið loft kemst inn í strokkinn.
Á 4000 sn/mín lokast ventillinn 350 sinnum á sekúndu. Loftið sem er inn í portinu "stoppar" því jafn oft og þarf því að fá topphraðan jafn oft.

Það er svo hreyfiorkan í loftinu (þrýstiaukningin við ventilinn á meðan hann er lokaður) sem skolar strokkinn. Með því að breyta þverflatrmáli og/eða mótstöðu portsins breytist snúningshraðinn sem vélin skolar sig best á. Við að minka mótstöðuna í portunum færist snúninghraðinn upp, en ef það passar ekki við kambásinn sem er í bílnum getur allt eins verið að toppaflið minki.
Hreyfiorkan er jöfn og hálfur massinn sinnum hraðin í öðru veldi, sem þýðir að þetta er mjög viðkvæmt, það er að segja maður er til dæmis fljótur að fara úr 4000 sn/mín í 10.000 sn/mín.


Skolunin er bara timasetningarnar a opnun inntaks-lokun pusts og stodu stimpils en trystimunur milli teirra triggja raedur tvi hvenaer er best ad opna og loka,kemur portunum sjalfum ekkert vid tar sem velocity a lofti er svo til instant,tekur engan tima fyrir tad ad fara upp a hrada

Sama gildir svo um afgasportin og flækjurnar nema þar fellur þrýstingurinn við ventilinn á meðan hann er lokaður.

Ég held að flestar ef ekki allar vélar framleiddar eftir aldamót séu það vel upp settar eins og þær koma að þær batna almennt ekki við portun nema þá í samhengi við aðrar breytingar, eins og ný möpp og aðra knastása.


Engin motor er svo vel buinn ad vera fullkominn fra framleidanda,bara ventlaskurdur a heddin naer teim upp toluvert bara misjofn aukningin en hun er til stadar a ollum velum


Höfundur þráðar
Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Porta head

Postfrá Wrangler Ultimate » 07.maí 2013, 08:24

Já það er einmitt sem ég er að gera við mótorinn minn, er að skipta um knastása - stimpla - millihedd og ætla að fá nýtt map fyrir vélina þegar þetta er allt búið sem er líka nauðsynlegt til að fá þetta allt til að virka.

Er semsagt enginn sem að portar hér á klakanum að ykkar viti ?


Original hestöfl í minni vél er 235 hp (4800rpm) (knastásinn og milliheddið koma úr HO vél sem er original 265 hp (5100rpm) ) 2008 módelið af ,,sömu" vél er orðin 305 hp þar sem mesti munurinn liggur í hærri þjöppu 9,8:1 (minn fer í 10:1) og síðan eru betri flæðandi hedd og sprengirýmið eitthvað endurhannað og það er nýtt mililhedd. Vélin nær að snúast meira og nær hámarksafli á 5650 rpm. Þannig að einfalda útskýringin á þessum aukna krafti er að vélin fær íhluti sem leyfa henni að halda áfram að dæla lofti í gegnum sig á hærri snúning.. = meiri kraftur

einfaldað á mjög miklan hátt en það er í raun það sem ég er að reyna ná úr minni vél. (ég veit ég get fengið mér cummins eða LS eða Hemi...... ) en stundum verður maður nú bara að notast við það sem maður er með og krafturinn í minni vél er mjög góður fyrir þetta léttan bíl en þetta er nú einu sinni áhugamál þannig að ég er bara að leika mér í þessum hestafla pælingum, sjaldnast mun ég nota þau öll :) og ég er að fara rífa vélina í sundur, þannig að ég get alveg eins látið porta hana í leiðinni í von um einhver auka hp... en það virðist ekki vera margir í því.

kv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Porta head

Postfrá Heddportun » 07.maí 2013, 16:05

Maggi Finn og Stigur a kvartmiluspjallinu hafa verid ad prufa sig aframm,spurning ad tala vid ta


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Porta head

Postfrá Grímur Gísla » 07.maí 2013, 20:33

Gummij, lokast sogventill og útblástursventill ekki 33,3x á sek á 4000sn/ mínútu??????????


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Porta head

Postfrá Dodge » 08.maí 2013, 09:53

Svo eru menn ekkert smeykir við þetta á Akureyri..

Ég, Raggi bróðir minn, Lenni AMC, Helgi Garðars og fleiri...
En enginn sem hefur svosem verið að gera sig út í þetta fyrir Jón Jóns..

User avatar

gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Porta head

Postfrá gummij » 10.maí 2013, 09:05

Gummij, lokast sogventill og útblástursventill ekki 33,3x á sek á 4000sn/ mínútu??????????

Jú jú aðvitað eru 4000/60/2 = 33.33333 afsakið kommu - villuna.


Höfundur þráðar
Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Porta head

Postfrá Wrangler Ultimate » 10.maí 2013, 09:23

Sælir,

Takk fyrir góða umræðu um þetta, ég prufa að tala við Stíg og þá á kvartmíluspjallinu þegar kemur að þessu :)

K kv
Gunnar ingi
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Porta head

Postfrá Haukur litli » 10.maí 2013, 16:53

Porta smorta. Settu bara forþjöppu við vélina. Ef það er svo eitthvað vandamál, gerðu þá eins og vélfræðingarnir í group B, meira boost og bensín. :D


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Porta head

Postfrá villi58 » 10.maí 2013, 19:45

Haukur litli wrote:Porta smorta. Settu bara forþjöppu við vélina. Ef það er svo eitthvað vandamál, gerðu þá eins og vélfræðingarnir í group B, meira boost og bensín. :D

Það er aðal málið.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir