Gormar undir 4runner

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Gormar undir 4runner

Postfrá Hjörvar Orri » 02.maí 2013, 15:23

Ég er að færa afturhásinguna aftar um ca. 25 cm. og er í vangaveltum hvernig gorma ég á að velja undir hann. Endilega ausið út ykkar hugmyndum og reynslu varðandi þessar æfingar.
Kv. Hjörvar Orri




Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Nóri 2 » 02.maí 2013, 15:27

vertu ekkert að spá í gormum, fáðu þér bara 1200kg loftpúða og þá ertu orðinn góður


Höfundur þráðar
Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Hjörvar Orri » 02.maí 2013, 15:33

Já það er alveg spurning líka, en er þá ekki meira til að bila?


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá kolatogari » 02.maí 2013, 17:50

skella þér niður í BSA og kaupa aftur gorma undir Defender. þú veist að Lanf Rover er mátturinn og dýrðinn Hjörvar minn


Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Styrmir » 02.maí 2013, 18:07

Ég er með gorman undan 80krúser að aftan hjá mér og líkar mjög vel við þá

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá -Hjalti- » 02.maí 2013, 19:52

Styrmir wrote:Ég er með gorman undan 80krúser að aftan hjá mér og líkar mjög vel við þá


sammála með lc80 gorma. myndi ekki vilja loftpúða
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Nóri 2 » 02.maí 2013, 23:31

nei það er bara ekkert vesen, mikið þægilegra ef þú ert að með mikið af dóti eða þunga kerru. mér fynst vitleisa að vera með gorma að aftan upp á að maður er oft með bílinn tómann og svo mikla þing í honum. ef maður er með gorma og mikla þyng þá liggur hann á samslæti en ef þú ert með púða pumparu bara í þá.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá -Hjalti- » 03.maí 2013, 00:02

Nóri 2 wrote:nei það er bara ekkert vesen, mikið þægilegra ef þú ert að með mikið af dóti eða þunga kerru. mér fynst vitleisa að vera með gorma að aftan upp á að maður er oft með bílinn tómann og svo mikla þing í honum. ef maður er með gorma og mikla þyng þá liggur hann á samslæti en ef þú ert með púða pumparu bara í þá.


Aldrei upplifað það að bíllinn sé á samslætti þó að það sé fullt af drasli í honum þó hann sé á gormum. Reyna menn líka ekki að jafna þyngdina í bílunum sínum í fjallaferðum? Reyna að hafa þyngdina fyrir miðju?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Nóri 2 » 03.maí 2013, 10:18

-Hjalti- wrote:
Nóri 2 wrote:nei það er bara ekkert vesen, mikið þægilegra ef þú ert að með mikið af dóti eða þunga kerru. mér fynst vitleisa að vera með gorma að aftan upp á að maður er oft með bílinn tómann og svo mikla þing í honum. ef maður er með gorma og mikla þyng þá liggur hann á samslæti en ef þú ert með púða pumparu bara í þá.


Aldrei upplifað það að bíllinn sé á samslætti þó að það sé fullt af drasli í honum þó hann sé á gormum. Reyna menn líka ekki að jafna þyngdina í bílunum sínum í fjallaferðum? Reyna að hafa þyngdina fyrir miðju?


já já það er voða þægilegt að vera með gorma þeir bara eru þarna og ekkert vesen og þarf lítið að vera að spá í þeim.
en þegar að maður er með bílinn svona misjafnlega þungan með með kanski kerru og fult skott af dóti og 2 100kg menn afturí er þingdin fljót að koma svo að mér fynst loftpúðar eingin spurning.


Höfundur þráðar
Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Hjörvar Orri » 03.maí 2013, 17:30

Ég er aðeins búinn að vera að skoða markaðinn og er satt best að segja fremur tvístígandi hvort ég fari í púða eða gorma þar sem ég get fengið 1200 kg. púðana í landvélum á mjög góðu verði! En ég þakka fyrir góð og skjót svör.

User avatar

arniph
Innlegg: 95
Skráður: 02.okt 2011, 16:13
Fullt nafn: Árni Páll Haraldsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá arniph » 03.maí 2013, 17:35

farðu bara í 80 cruiser gorma þá er bíllinn í stífara lagi þegar hann er tómur en flottur á leiðini á fjöll! fyrir utan að 1200 kg púðar undir 4runner er alltof mikið og þeir eru of stuttir eiginlega


RúnarA
Innlegg: 33
Skráður: 27.apr 2010, 21:43
Fullt nafn: Rúnar Arason
Bíltegund: 4Runner diesel

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá RúnarA » 03.maí 2013, 19:46

Ef maður ætlaði í loftpúða hvernig púða ætti maður að nota?


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Hilmar Örn » 03.maí 2013, 20:33

Nú er ég bæði búinn að vera með gorma og loftpúða undir runnernum hjá mér að aftan og það er næsta víst að ég er ekki að fara að skifta yfir í gorma aftur. Það er bara svo rosalega þægilegt að geta stjórnað hæðinni á bílnum óháð hleðslu. Með loftpúðunum losnar maður líkar við það að hafa bílinn grjóthastan þegar hann er tómur eins og virðist vera hjá mörgum sem eru með stífa gorma að aftan.

Annar kostur er að geta lyft bílnum upp þegar farið er yfir straumþungar ár eða lækkað hann í miklum hliðarhalla eða bara þegar það þarf að fara inn í bílskúr með lága innkeyrsluhurð.

Sumir segja að það sé mikið viðhald á loftpúðum en það er ekki mín reynsla, setti loftpúðana undir bílinn hjá mér 2003 og hefur ekki verið neitt viðhald hvorki á púðum, slöngum né krönum til að dæla úr og í púðana. Hugsa að 10 ára gamlir gormar sem búið er að jeppast mikið á sé búnir að missa töluverðan stífleika og bíllinn farin að síga sem því nemur.

Ég er með 1200 kg púða sem ég keypti í fjaðrabúðinni Partur.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Polarbear » 03.maí 2013, 23:47

ég var alltaf voða sáttur við púðana undir grána gamla. að vísu fannst mér best að hleypa úr þeim loftinu og pumpa aftur í á svona mánaðar fresti... það hefur líklega verið í hausnum á mér, en mér fannst bíllinn alltaf verða betri á eftir. það er snilld að geta stillt þetta eftir því hvað maður er með mikið drasl með sér, og ekki verra ef þú ert að draga eitthvað þungt, t.d. fellihýsi eða hjólhýsi. þá er líka gott að geta súnkað þessu niður meðan þú ert að koma beislinu á krókinn.

ég ætla í loftpúða að aftan á 80 krúsa, og setja með þeim jounce-shocks í staðin fyrir samsláttarpúða. nota svo KONI demparana sem ég á með þessu.

þess má geta að 1200 kg púðarnir eru með 30 cm fjöðrunarsvið sem ætti nú að duga flestum :)

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá HaffiTopp » 03.maí 2013, 23:54

Hver er annars ástæðan fyrir að þetta heitir eftir einhverri þyngd. 800 kg. - 1200 kg. og svo framvegis?

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá Forsetinn » 04.maí 2013, 01:05

Myndi setja Rover gorma, ástæða... svo mikið úrval af styrkleikum. Og ódýrir síðast þegar ég tjekkaði.
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá jongud » 04.maí 2013, 10:49

HaffiTopp wrote:Hver er annars ástæðan fyrir að þetta heitir eftir einhverri þyngd. 800 kg. - 1200 kg. og svo framvegis?

Þetta er burðarþolið á loftpúðunum

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá HaffiTopp » 04.maí 2013, 20:02

jongud wrote:
HaffiTopp wrote:Hver er annars ástæðan fyrir að þetta heitir eftir einhverri þyngd. 800 kg. - 1200 kg. og svo framvegis?

Þetta er burðarþolið á loftpúðunum


Já ég áttaði mig á því. Það sem ég átti við og kom kannski ekki rétt frá mér er við hvaða aðstæður og/eða skilyrði er þetta burðarþol að skila sér? Og ef þú ert kominn með tvo 1200 kg púða undir rúmlega 2ja tonna bíl að aftan þá er burðarþolið væntanlega 2400 kg sem er rúmleg þyngd á afturenda bílsins, jafnvel þótt hann sé vel lestaður. Er einhver æskilegur meðalþrýstingur á hinum og þessum púðum m/v burðarþol (stærð) til að ná fram þessu uppgefna burðarþoli? Og eru allir púðar frá hverjum og einum framleiðandi eins smíðaðir og eins útlítandi? Maður hefur nefninlega mest séð talað og ráðlagt að setja 1200 kg púða undir þennann meðaljeppa. Maður spáir því í því hvort það sama henti undir 2500 kg. Patrol eða Cruiser annars vegar og svo léttari bíla eins og Cherokee eða Hi-Lux eða álíka.
Maður er kannski að stelast leiðinlega inn í þennann þráð með leiðindarspurningu en er reyndar með fjarlægann draum um minn bíl á 38"+ og með loftpúða að afan og það er í svipuðun stærðarflokki og 4Runner.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Gormar undir 4runner

Postfrá grimur » 28.maí 2013, 00:08

800kg púðarnir hafa nú verið að koma ágætlega út undir meðal japönskum jeppum.
Það er vel hægt að setja 120psi í þá ef hleðslan er eitthvað svakaleg, þeir þola yfirálag mun betur en "slöngupúðar" sem eru með 2 botna þrykkta á með hringjum.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 45 gestir