Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Freyr » 01.maí 2013, 15:46

Sæl öll

Er með 9" ford að aftan í jeppa sem er rúm 2 tonn í ferð og með rúmlega 200 hp mótor. Ég hef notað hásinguna í 4 ár með 28 rillu öxlum án vandræða. Ég er með torsen lás í hásingunni. Nú er ég að spá í að lækka drifið úr 4,56 í sennilega 5,13 sem eykur álagið á öxlana. Ég hef notað 38" dekk en útiloka ekki stærri dekk, allt að 44". Hvað segið þið um styrkinn í öxlunum, ætti þetta að vera til friðs áfram (hef aldrei brotið öxul) eða þyrfti að fara í 31 rillu? Ég ætla að kaupa nýja öxla (hinir eru bara orðnir gamlir og mér liði betur með nýja) og ætla að fara í öxla frá Moser, Currie eða öðrum sem framleiða sterkari öxla en org. en ef ég fer í 31 rillu þarf að versla um leið nýja læsingu.

Kv. Freyr




gulligu
Innlegg: 25
Skráður: 29.jún 2011, 23:05
Fullt nafn: Guðjón Bjarki Guðjónsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá gulligu » 01.maí 2013, 16:23

28 rillu öxlanir eru lúmst sterkir vorum með 28 rillu og 4:10 hlutföll í þessum og aðeins einn öxull brotnaði.
https://www.youtube.com/watch?v=fAI38younUg

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Bskati » 01.maí 2013, 18:30

Eigum við ekki bara að reikna þetta eftir helgi?
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá ellisnorra » 01.maí 2013, 21:34

gulligu wrote:28 rillu öxlanir eru lúmst sterkir vorum með 28 rillu og 4:10 hlutföll í þessum og aðeins einn öxull brotnaði.
https://www.youtube.com/watch?v=fAI38younUg



Og frekar hraustlega tekið á búnaðinum! Glæsilega ekið :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Freyr » 02.maí 2013, 00:20

Heyrðu jú Baldur, endilega skellum þessu upp og sjáum hvað kemur út. Annars er svosem ljóst að þetta dugar alveg þar sem ég hef notað þetta vandræðalaust síðan í byrjun árs 2010. Hinsvegar þar sem ég ætla hvort eð er að kaupa nýja öxla er rétt að skoða þetta mál, legg mikið upp úr því að bíllinn brotni ekki í ferðum. Hingað til hefur ekki verið nein ástæða til að spá í þetta þar sem framhásinginn myndi gefa sig vel á undann afturhásingunni en nú er á dagskrá á setja D44 drif að framan og um leið öflugri öxla svo þá er sá búnaður ekki lengur endilega akkilesarhællinn. Svo er einnig annað sem skiptir mjög miklu í þessu samhengi og það eru lásarnir, ég er jú ekki með 100% lása hedur torsen læsingar sem á einhverjum tímapunkti gefa eftir og hlífa þannig öxlunum þegar öfga aðstæður koma upp. Sem dæmi mætti nefna þegar maður lendir eftir stökk þá gefa lásarnir pottþétt eftir og hlífa þannig þeim öxlum sem tengjast hjólunum sem lenda fyrst.

Svo þykir mér mjög gott í þessari umræðu að fá reynslusögur á borð við þá sem við kemur pollabuxunum. Ef þetta heldur í torfærubíl með mikið öflugri vél og 100% lás ætti ég ekki að hafa neinar áhyggjur.

Kv. Freyr

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Bskati » 02.maí 2013, 00:31

við þurfum líka að gera ráð fyrir 8 gata mótornum sem þú átt eftir að setja í bílinn :)
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Freyr » 02.maí 2013, 00:33

Ohh ekkert svona Baldur, þú veist hvað ég er veikur fyrir hvað það varðar..........;-)

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Bskati » 02.maí 2013, 00:35

varstu ekki búinn að átta þig á því að það er mikil meðvirkni með svona lagað hjá okkur? Sérð bara demparana í bílnum mínum...
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Freyr » 02.maí 2013, 00:37

;-)


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Wrangler Ultimate » 02.maí 2013, 15:21

Sæll Freyr,

hættu þessu rugli og settu 31 rillu öxla í hann, þú hlýtur að geta selt torsen lásinn fyrir 28 rillurnar.

Sérstaklega þar sem þú ert að pæla í stærri blöðrum og nátturulega stærri mótor sem ég skil eiginlega ekki afhverju þú ert ekki búinn að því enn, sérstaklega eftir rúntinn með Þórarinn ;)

Chromoly 31 rillu öxlar og þú ert góður í 46" dekk .... Hann Gummi félagi er með 31 rillu öxla í sínum XJ 46" og er í topplagi.

Regla í jeppadellu: Þegar maður þarf að skipta um einhvern hlut þá verður sá hlutur að vera sterkari eða betri á einhvern hátt :)

Ps... var að panta mér bypass og coilovers í minn jeppa.. v8+fjöðrun+lenging = fjör :) koma svo Freyr :) V8 V8 V8 V8 ;)

En auðvitað ef þú ætlar þér bara að vera á 38" og með 6 cyl vél þá dugir 28 rillu greinilega..... en það er ekkert gaman... hehe.

KV
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá AgnarBen » 02.maí 2013, 15:34

Ég vil biðja menn um að hætta þessu óábyrga hjali hér á opnum spjallþræði um V8 bensínvélar og stærri dekk, það eru margir ansi veikgeðja menn hér á þessu spjalli sem þola illa svona umræður og vangaveltur ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Tómas Þröstur » 02.maí 2013, 15:45

gulligu wrote:28 rillu öxlanir eru lúmst sterkir vorum með 28 rillu og 4:10 hlutföll í þessum og aðeins einn öxull brotnaði.
https://www.youtube.com/watch?v=fAI38younUg


Eru þessir öxlar úr kúnni eða eftirmarkaðs sterkari ? Ef svo þá má ég líklega vel við una með mín 160 ho ho og 28 rílu öxla í 8,8 drifi - en keyri að vísu eins og kelling.


Eiríkur Örn
Innlegg: 35
Skráður: 06.feb 2010, 18:07
Fullt nafn: Eiríkur Örn Jóhannesson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Eiríkur Örn » 02.maí 2013, 16:56

Baldur og Freyr, þið megið gjarnan setja það hérna inn hvað kemur úr þessum reikningum hjá ykkur, svona fyrir aðra sem eru með 9" og huga að 44"

User avatar

gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá gummij » 02.maí 2013, 20:38

Rillustykkið á 31 rillu er 36% sterkara en rillustykkiða á 28 rillu öxli
Rillustykkið á 31 rillu er 10% sterkara en rillustykkiða á 30 rillu öxli

Rillustykkið á 33 rillu er 64% sterkara en rillustykkiða á 28 rillu öxli
Rillustykkið á 33 rillu er 33% sterkara en rillustykkiða á 30 rillu öxli

Rillustykkið á 35 rillu er 112% sterkara en rillustykkiða á 28 rillu öxli
Rillustykkið á 35 rillu er 72% sterkara en rillustykkiða á 30 rilliu öxli

30 rillu Öxull úr 4140 stáli sem er það algengasta í þessu þolir um 5500 Nm í snúningsvægi

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Freyr » 03.maí 2013, 00:39

Þegar öxlar í 9" brotna, fara þeir oftast við utanverða leguna eða klippist rillustykkið af inn við drif? Grunar að þeir fari frekar við hjól í jeppum en klippist inn við drif í götubílum/kvartmílubílum?????

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá jeepcj7 » 03.maí 2013, 00:55

Sverari gerðin af 28 rillu öxlunum er sama mál undir/við legu og 31 rillu öxullinn ca.38 mm. (grennri gerðin er ca.35 mm.)þannig að þeir sem á annað borð brotna eru að fara inn við drif sundur snúnir í öllum eðlilegum aðstæðum.
Ég var með sverari gerðina í mínum gamla bronco og lenti 1 einu sinni útaf lenti á grjóti og beygði öxul en hann brotnaði ekki.
Hef séð svona öxla snúna inn við drif í rillunum líka án þess að brotna.
En eins og í torfærunni var algengara að sjá 9" öxla brotna við leguna eftir veltur undir bílum á 20" breiðum felgum en inn við drif bæði 31 og 28 rillu.
Ef þú ert að spá í að versla öxla úr betra efni en orginal myndi ég taka 28 rillu öxla og sjá til heldur en að þurfa að punga út fyrir læsingu líka ef það virkar ekki getur þú alltaf farið í 31 rillu og nýjan lás.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Freyr » 03.maí 2013, 01:12

jeepcj7 wrote:Sverari gerðin af 28 rillu öxlunum er sama mál undir/við legu og 31 rillu öxullinn ca.38 mm. (grennri gerðin er ca.35 mm.)þannig að þeir sem á annað borð brotna eru að fara inn við drif sundur snúnir í öllum eðlilegum aðstæðum.
Ég var með sverari gerðina í mínum gamla bronco og lenti 1 einu sinni útaf lenti á grjóti og beygði öxul en hann brotnaði ekki.
Hef séð svona öxla snúna inn við drif í rillunum líka án þess að brotna.
En eins og í torfærunni var algengara að sjá 9" öxla brotna við leguna eftir veltur undir bílum á 20" breiðum felgum en inn við drif bæði 31 og 28 rillu.
Ef þú ert að spá í að versla öxla úr betra efni en orginal myndi ég taka 28 rillu öxla og sjá til heldur en að þurfa að punga út fyrir læsingu líka ef það virkar ekki getur þú alltaf farið í 31 rillu og nýjan lás.


Rétt er þetta með leguna, 38,8 mm öxulmál þar. Vissulega hægt að uppfæra í 31 seinna en þá henti maður peningunum í 28 rillu öxlunum.......

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Freyr » 03.maí 2013, 01:15

"En eins og í torfærunni var algengara að sjá 9" öxla brotna við leguna eftir veltur undir bílum á 20" breiðum felgum en inn við drif bæði 31 og 28 rillu."

Þetta segir mér eiginlega að 28 sé vel nóg fyrir mig

User avatar

gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá gummij » 03.maí 2013, 08:41

A20 lega er 39,67 mm að innanmáli en big ford kúlulegan sem er í þínum bíl Freyr er 38,88mm

Öxullinn er því 6% sterkari fyrir utan legu ganvart beygjuvægi ef hann er fyrir A20 leguna. það kostar lítið eða ekkert aukalega að fá öxulin með þessari legu og hún endist líka óendanlega í bílnum hjá þér en hin bilar.

http://www.moserengineering.com/part-9m ... aring.html

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá jongud » 03.maí 2013, 08:49

AgnarBen wrote:Ég vil biðja menn um að hætta þessu óábyrga hjali hér á opnum spjallþræði um V8 bensínvélar og stærri dekk, það eru margir ansi veikgeðja menn hér á þessu spjalli sem þola illa svona umræður og vangaveltur ;-)


ég teygi mig eftir pilluglasinu...


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá Wrangler Ultimate » 03.maí 2013, 08:50

Sæll Freyr,

Bara smá input.

Ég hef einu sinni brotið öxul undir mínum bíl og það skeði fyrir 13 árum síðan.

Þá var bílllinn á 35" bfgoodrich, blæja og 2.5 4 cyl vél... með mökk af hestöflum.. heil 120 og viktaði 1440 kg.

það skeði í hjakki í rökum snjó. Það var Dana 35 með 27 rillu öxlum og öxullinn brotnaði rétt utan við rillur. (sirka 4 mm frá) bara venjulegt hjakk.. í rólegheitum

Að torfærubíll geti notað þetta er smá mistúlkun á aðstæðum sem að öxlar eru að brotna í, í torfærubíl eru hjólin á stöðugum snúning og spóli og því ekki um þetta tog álag sem að brýtur öxlana oftast þó svo að aðstæður myndast greinilega svipaðar og hjá klöngrinu okkar sem að þeir brotna í. Þó svo að gífurlegt álag geti myndast þegar torfærubíll stekkur og lendir með dekkin í spóli.

Venjulega brotna öxlar hjá okkur við að klöngrast upp úr ám við háa árbakka eða hjakk aðstæður, nær aldrei við spól.

Ef þú færir á t.d. 44" dekk ertu að auka snúningsvægið á öxlinum um tæp 16% (ef ég reikna rétt) sambærilegt og þú myndir fara í sirka 26-27 rillu öxla á þínum 38 og vona að það dugi :) auðvitað dugar flest en þegar á reyndir vill maður ekki vera með brotinn öxul upp í 700m hæð á miðju hálendi í brjáluðu veðri...... just not my cup of tea, tja eða í 1100 m hæð upp á vatnajökli í 30ms og -20 stiga frosti...

ég er með 30 rillu öxla og aldrei brotnað, ég á þó bágt með að trúa því að þessir öxlar brotni í fjallajeppum út við legu... þar eru þeir tæpir 40mm..... og inn við drif tæpir 32mm... ef það skeður þá ertu annaðhvort í einhverju fáranlegum loftköstum og með mjög útvíðar felgur.

Gummi á sínum XJ 46" er með 16" breiðar felgur á 46" og með spacera á sinni 9" og þeir öxlar eru ekki að brotna út við legu þó svo að álagið á þeim sé marfgalt á við það sem er í þínum bíl þannig að ég tel að það sé mjög ólíklegt að komi fyrir. Ég er með 30 rillu C clip öxla í mínum og þeir eru rétt 32mm út við hjól, jafn sverir og upp við keisingu og ekki brotnar það hjá mér sirka 33% veikari öxlar út við hjól en þínir en sterkari upp við keisingu, þannig að öxlar munu að öllum líkindum brotna alltaf við rillurnar þar sem þeir eiga að brotna...

kv Gunni big Rills.

Höski bróðir er að panta 35 rillu 9" í sinn GC 46".... hehe overkill en þeir kosta jafnmikið og 31 rillu og 33 rillu.
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623

User avatar

heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Ford 9" styrkur, 28 vs. 31 rilla

Postfrá heidar69 » 03.maí 2013, 10:59

Ég hef keirt slatta á 9" ford og ekki verið í neinum vandræðum þótt billinn sé 1500kg að aftann og á dc44. að visur er afturhasinginn mikið breiðari en framhásinginn og felgurnar nokkurnveiginn með boltana í miðjunni svo það hlifi legunum.. kabur og pin eru naut stergt og öxlarnir lika. pinj er betur festur en í dana. sem gefur aukinn stirk. ég hefði vilja sja stærra mismunadrif ég er með ARBloftlás og skilst að hann mætti vera sterkari, en hefur sloppið. Ég myndi mæla með að menn sem eru ekki með fljótandi ökla myndu ekki mjókka afturhásinguna til að minka álagið...


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir