Síða 1 af 1

Hilux 2.4EFI - 2.4TD

Posted: 30.apr 2013, 08:06
frá keflarinn
Er að spá í hvort ég eigi að skipta um vél í hilux fara úr 2.4EFI í 2.4TD er þetta bara vitleisa eða miklu betra að vera með dísel vélina?, passar TD beint uppá EFI Gírkassann?
Gaman væri að fá ykkar álit á þessu!

Re: Hilux 2.4EFI - 2.4TD

Posted: 30.apr 2013, 14:17
frá ingi árna
Ég skipti um í gamla mínum fyrir ári síðan, setti vél sem heitir 2LT (sem er 2.4TD) í staðin fyrir 2.4efi.
2LT kemur í hilux og stutta landcruiser 70 eftir því sem ég best veit. Hún passaði beint á mótorfestingarnar en þar sem að hún kom úr landcruiser þá þurfti ég bara að finna kúplingshús af dísel hilux og þá passaði hún upp á gírkassan.

Re: Hilux 2.4EFI - 2.4TD

Posted: 30.apr 2013, 19:57
frá Stebbi
keflarinn wrote:er þetta bara vitleisa eða miklu betra að vera með dísel vélina?


Þetta er algjörlega smekksatriði, díselvélin er duglegri á lágum snúning en alveg steingeld þegar nálgast 3000rpm. Og þú veist sjálfsagt að það er fátt auðveldara en að drepa á 2.4 Efi í hjakki en hún kemur bílnum ágætlega áfram þegar það er komin smá snúningur á hana.
En ekki búast við miklu úr svona vél og það er sko alveg hægt að láta þær eyða fyrir allan peninginn, ég átti turbolausan hilux sem eyddi yfirleitt um 15-17 lítrum á hundraðið og fór létt með það, með turbo hefði hann leikandi náð 20 lítrum.

Re: Hilux 2.4EFI - 2.4TD

Posted: 30.apr 2013, 20:45
frá hobo
Fullt nafn: Berti Jeppi

Þetta gengur ekki, skrifaðu undir réttu fullu nafni.
kv Póststjóri.

PS: Ef þú ert nýbúinn að fá þér hvítan hilux, þá er synd að skipta út vélinni, mikið búið að dekra við hana ;)

Re: Hilux 2.4EFI - 2.4TD

Posted: 30.apr 2013, 22:58
frá Heiðar Brodda
sæll er með 2,4efi og á 38'' og er að ferðast bæði með 2,4tdi og 3,0 tdi bílum og erum yfirleytt að eyða svipað það er smá tork í 2,4efi í kringum 1200 snúningana en svo er bara að leyfinni að snúast hún þolir það vel og ef þú ert með góða vél þá mundi ég leyfinni að halda sér allavega er það mín skoðun kv Heiðar Brodda