Síða 1 af 1

Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 29.apr 2013, 22:52
frá solemio
ford 250 superduty 2001,er hann með d50 eða d60 hásingu,hvernig sé ég muninn,virðist að báðir möguleikarnir komi til greina

Re: hásingar undir ford

Posted: 29.apr 2013, 23:28
frá HaffiTopp
Hann er alveg örugglega með Dana 30

Re: hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 00:29
frá Grímur Gísla
dana axle identification
Þetta er stimplað á kúluna neðanvert til hliðar við lokið.
https://www.google.is/search?q=dana+axl ... 52&bih=548

Re: hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 06:59
frá Hagalín
solemio wrote:ford 250 superduty 2001,er hann með d50 eða d60 hásingu,hvernig sé ég muninn,virðist að báðir möguleikarnir komi til greina


99% Að hann sé með D50 að framan og D60 að aftan.

Re: hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 08:57
frá ivar
Þetta er pínu áhugavert fyrir mig því ég kíkti undir bílinn hjá honum og í fljótu bragði sá ég ekki mun á hásingunum.
Hef eitthvað verið að lesa mig til um þetta og get lesið út að þær líti sjáanlega eins út en D50 séu með minna innvolsi en D60.
Þá að D50 sé með styrk rétt rúmlega á við D44.

Hér eru samandregnar upplýsingar af google fyrir þig:
The 60 will have the number "248" cast in the web on the center chunk (248mm ring gear). The 50 will have a "229" cast in the web.
http://www.pirate4x4.com/forum/ford/106 ... -axle.html

I have seen some axles say 248 and still be a dana 50??? The only real way to know is to look up the bom# on dana's "The Expert" site. http://www2.dana.com/expert/
The Bom# is on the axle tube tag located on the back of the axle tube directly under the oil pan, It will be a 6 numbers with a - followed by another single digit. For example mine was 611299-1


There is a 229 00X (can't distinguish the X, could be a 3 or an 8 or a 9) stamped on the rear of the axle housing on the passenger side, so it looks like I have a Dana 50, as expected



Annars sem viðbót inná þetta umræðuefni og þú ert að spá í stærri dekk undir bílinn á budget plani þá getur þú vel sett þau á þessa hásingu.
Ég var með D44 undir Econoline með 7,3L á 44" trexus og braut aldrei neytt í þeirri hásingu. Veist bara af þessu og kemur ekki á fullri gjöf í bakka og hoppugang.
Hinsvegar í þeirri hásingu var vandamál með legur oþh. Það var ekki að endast en ætti alveg að sleppa með D50 ef legur og spindlar eru þeir sömu og í D60.
Svo ef hásingarnar eru svona líkar þá skiptir þú bara um rör þegar eh mikið brotnar.

Re: hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 12:20
frá Brjotur
Strakarnir a Ljonsstöðum vita þetta og geta sagt þer hvaða hasing þetta er en eg mæli ekki með þessu dana 50 a 44 eða 46 tala nu ekki um ef þu verður með 5/13 hlutföll sem er vinsælast i dag þau hlutföll likjast leiðinlega mikið 7,5 drifi i hilux :) að stærð og umfangi :) eg braut eitt svona drif i Excursion a 46 og það er buið að brjota mörg önnur i hinum Excursion bilunum i branasanum, en þeir eru flestir komnir með dana 60 að framan nuna :)

kveðja Helgi

P.s. 5:13 hlutföllin eru vinsælust af þvi að það eru sömu hlutföll i i stærð miðað við 46 dekk fyrir drifrasina, þarf t.d. ekki hraðamælisbreyti og skiftingarnar eru að vinna vel og nyta girana an þess að við seum að keyra a 3 stafa tölu :)

Re: hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 16:52
frá Fordinn
Sæll Ef þetta er super duty disel, bill þá er að öllu líkindum dana 60 frammhásing og 10 og 1/2" afturhásing. minn er 2002 árg og með þessum hásingum. Excursion billinn kom hinsvegar á dana 50 að framan. svo þegar þu ert komin í 350 bilinn er það dana 60 að framan og dana 70 að aftan.

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 19:20
frá Grímur Gísla
Dana númerið er stimplað í hásinguna við hliðina á lokinu: skoðaðu linkinn https://www.google.is/search?q=dana+axl ... B655%3B256

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 19:27
frá jeepcj7
Það eru sterkar líkur á að framhásingin sé dana 50 í 2001 bíl munurinn er sáralítill að sjá utanfrá á dana 50 og dana 60 og allt er eins nema drifið sjálft og innri öxullin er grennri við drifið 30 rillur þar sem hann er 35 rillur í 60.
Það eru sömu spindlar,hub og ytri öxlar í þessum hásingum en drifið er 9" í staðinn fyrir 9.3/4 og pinjóninn er veikasti hlekkurinn í þessu en ef ekið er af smá skynsemi á þetta alveg að sleppa til.Númerin sem Ívar gaf upp er einfaldasta leiðin til að þekkja þetta í sundur jafnvel getur límmiðinn sem þetta stendur á verið ennþá á hásingunni hjá þér aftanvert á rörinu en annars er mjög fljótlegt að draga út öxul til að vera viss.Ég er svo ekki alveg öruggur en held að minni driflokurnar sem eru mjórri í endann og bara kippt af með einu splitti með hendinni séu bara á 50 hásingunni ég hef allavega ekki séð þær á 60.
Afturhásingin er alltaf Ford sterling 10.5" í super duty bílunum.

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 19:50
frá Stebbi
Randy's Ring and pinion segja D50 í 2001 Super Duty.

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 20:06
frá HaffiTopp
Var ekki Excursion-inn hjá björgunarsveitinni á Akranesi búinn að brjóta tvær framhásingar á 44" dekkjum og fóru þess vegna í D60 að framan. Einhver laug því að mér að þetta hefði verið að brotna þar sem þetta væru D30 og þess vegna skaut ég mig svona illilega í fótinn hér ofar :P

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 30.apr 2013, 20:15
frá Hagalín
HaffiTopp wrote:Var ekki Excursion-inn hjá björgunarsveitinni á Akranesi búinn að brjóta tvær framhásingar á 44" dekkjum og fóru þess vegna í D60 að framan. Einhver laug því að mér að þetta hefði verið að brotna þar sem þetta væru D30 og þess vegna skaut ég mig svona illilega í fótinn hér ofar :P


Þú hefur látið einhvern ljúga all svakalega að þér þarna.

Hann fór strax á D60 að framan svo þegar öxull brotnaði öðru megin þá var farið í 35rillu ytri öxla (orginal 30eða31).

D50 hásingin sem var undir honum fór undir Tundruna hjá okkur og var sett D60 miðja áður en hún fór undir.

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 01.maí 2013, 09:02
frá jongud
Hagalín wrote:Þú hefur látið einhvern ljúga all svakalega að þér þarna.

Hann fór strax á D60 að framan svo þegar öxull brotnaði öðru megin þá var farið í 35rillu ytri öxla (orginal 30eða31).

D50 hásingin sem var undir honum fór undir Tundruna hjá okkur og var sett D60 miðja áður en hún fór undir.


Kannski það sé besta lausnin hjá þér ef þú reynist vera með dana 50, skipta um miðju og setja svera 35 rillu öxla. Þannig þarft þú ekkert að vesenast neitt með að útbúa ABS skynjara í aðra hásingu.

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 01.maí 2013, 09:13
frá Hagalín
jongud wrote:
Hagalín wrote:Þú hefur látið einhvern ljúga all svakalega að þér þarna.

Hann fór strax á D60 að framan svo þegar öxull brotnaði öðru megin þá var farið í 35rillu ytri öxla (orginal 30eða31).

D50 hásingin sem var undir honum fór undir Tundruna hjá okkur og var sett D60 miðja áður en hún fór undir.


Kannski það sé besta lausnin hjá þér ef þú reynist vera með dana 50, skipta um miðju og setja svera 35 rillu öxla. Þannig þarft þú ekkert að vesenast neitt með að útbúa ABS skynjara í aðra hásingu.


Veit einhver hvað partasölur eru að selja D60 framhásingu á undan F350 2005 og uppúr? Þær koma orginal með ABS.

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 01.maí 2013, 13:28
frá Fordinn
Það er víst rétt... dana 60 kom ekki fyrr enn 2002 ........ alltaf lærir madur eitthvað nýtt....


Enn abs á ekki heima í breyttum jeppum.......

Re: Upplýsingar um hásingar undir ford

Posted: 01.maí 2013, 17:37
frá solemio
það stendur 229 á miðanum á hásingunni svo þetta er 50 hásing