Síða 1 af 1
Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 25.apr 2013, 19:46
frá Bjartmannstyrmir
Nú er aftari hluti Grindarinnar í Hiluxinum hjá mér farin á láta á sjá enn á ný.
það er búið að marg riðbæta aftari hluta grindarinnar og komin nokkur lög yfir sum riðgötin og er hún orðin
bæði snúin og skökk
ég hef verið að skoða lausnir á þessu vandamáli þar sem Grind í 84-88 hilux er nú ekki auðfundin rakst ég á
góða lausn á þessu hjá einhverjum á erlendu Jeppaspjalli.




sá sem smíðaði þetta talar um að hann hafi notað 2x4" prófíl og renni hann beint inn í grindina undir húsinu
og hafði ég hugsað mér að smíða þetta svona og færa svo boddýfestingar, gormaskálar og flr tilheirandi yfir.
rakst ég einnig á góðar teikningar af orginal grind sem auðveldar staðsetningu á boddýfestingum og flr.

og hef ég þá spurningar til ykkar hvort þetta væri skoðunarhæft ef maður myndi fara út í það að smíða þetta svona ?
eða hafa menn einhverja betri lausn á þessu vandamáli ?
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 25.apr 2013, 20:02
frá ellisnorra
Miðað við allt sem maður hefur séð þá mun ekki nokkur maður setja útá svona betrumbætur, svo framarlega sem þú eða sá sem framkvæmir þetta kunni á rafsuðu. Ég hef séð þvílíkar ryðbætur á bílum sem er síðan talið fullgott að það er með ólíkindum. Eins gormasetup sem er lygilegt að hangi undir bílum, og allt fær þetta skoðun, svo framarlega sem bíllinn sé breytingarskoðaður.
Mitt mat er að þú ættir endilega að rjúka í þetta, nota prófíl jafn stóran grindinni og 4mm þykkur.
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 25.apr 2013, 20:13
frá Bjartmannstyrmir
já ég held að það sé réttast að láta verða að þessu.
en er ekki betra að hafa prófílinn í sama máli og innanmál grindarinnar og geta rennt honum 15-20 cm inn í fremmri hluta grindarinnar
til að fá stýringu og meiri þar af leiðandi styrk eða er það bara vitleisa?
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 25.apr 2013, 20:50
frá ellisnorra
Ég myndi gera það þannig að hafa prófílinn jafn stórann grindinni, skera grindina ekki í sundur eins og prófílsög myndi gera (beinn skurður) heldur hafa svona V (á hlið) skurð á hliðinni beggja vegna. Til að lýsa því betur, hafa skurð jafn jafnsíða uppi og niðri, saga síðan 45° niður í miðja grind og aftur 45° í hina áttina niður í botn á grind. Sjóða svo vel saman með jöfnum hita með góðu suðubili. Síðan myndi ég setja ca 30cm langan laska yfir (flatjárn) sem er ca 2/3 af hæð grindarinnar sem væri með nokkrum ca 20mm götum í og heilsjóða það. Þá er pottþétt að öll samsetning er sterkari en prófíllinn og grindin.
Að renna prófílnum inn í gömlu grindina er ávísun á ryðmyndun umfram það sem eðlilegt telst.
Siðan að ryðverja nýju grindina að innan með einhverju góðu stöffi :)
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 25.apr 2013, 21:19
frá Bjartmannstyrmir
Þakka þér fyrir góð svör Elli.
En að aðeins öðru máli. teljið þið að það borgi sig að níta tækifærið þegar maður fer í þetta og færa afturhásingu aftar í leiðinni?
hann er 3 metrar á milli hjóla (miðja í miðju) eins og hann er í dag. eða hefur það lítið uppásig ?
hvort væri þá betra að lengja bara stífurnar sem fyrir eru þar sem ég mun halda stýfufestingum á grindinni en smíða nýtt fyrir aftan hana
eða skera burt stýfufestingar og færa allt draslið complet ?
hér sést svona ca hvernig fjöðrunarkerfið er að aftan. á bara ekki betri mynd af því.

Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 25.apr 2013, 21:27
frá ellisnorra
Yfirleitt eru stífur lengdar þegar afturhásing er færð. Meira að segja á teikningum sem gengið hafa milli manna á netinu af hilux 4linki þá er annarsvegar standart lengd og hinsvegar að mig minnir 13cm hásingarfærsla og þar eru stífuvasarnir alltaf á sama stað í grind, svo stífurnar bara lengdar. Það er líka mikið minni aðgerð heldur en að skræla upp vasana og grilla þá svo á aftur.
En er þetta ekki svolítið farið að ryðga undir og í kringum vasana líka?
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 25.apr 2013, 21:40
frá Bjartmannstyrmir
Hann er nú merkilega heill frá stýfuvösum og frammúr seinast þegar ég var að vinna í þessu var nú ekkert rið í kringum vasana. en frá vösum og afturúr er það mun verra.
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 15:44
frá lecter
ja þetta er ekkert mál en fáðu smiðju til að beigja profilinn i vals staðin fyrir að skera i hann og beigja og sjóða aftur saman td isastál i kopavogi hann er með profil vals
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 17:22
frá Hfsd037
Ég er ekki að gera lítið úr hugmyndinni þinni með þessu svari.
En ef ég væri að spá í ryðbætingum á grindinni í hiluxinum mínum þá fengi ég mér frekar góða strípaða grind sem ég myndi síðan láta sandblása og húða alla í einu til þess að tryggja betri endingu á allri grindinni!
Smíða síðan allt utan á hana aftur það sem ég ætla að hafa, 4link-aukatankfestingar-pústfestingar-stífuvasa að framan osfr.
Svo þegar grindin væri tilbúinn, swappa bodýinu og vélinni yfir, minnsta mál í heimi þar sem þetta er ekki flókin uppsetning á þessu.
Spurning hvort það fari fleirri tímar í grindarviðgerð vs grindarskipti :)
Það er smá smuga að það sé til svona grind niður í sveit hjá mér, ég þori samt ekki að hengja mig upp á það, ég læt þig vita þegar ég kemst að því.
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 17:51
frá -Hjalti-
Hfsd037 wrote:Ég er ekki að gera lítið úr hugmyndinni þinni með þessu svari.
En ef ég væri að spá í ryðbætingum á grindinni í hiluxinum mínum þá fengi ég mér frekar góða strípaða grind sem ég myndi síðan láta sandblása og húða alla í einu til þess að tryggja betri endingu á allri grindinni!
Smíða síðan allt utan á hana aftur það sem ég ætla að hafa, 4link-aukatankfestingar-pústfestingar-stífuvasa að framan osfr.
Svo þegar grindin væri tilbúinn, swappa bodýinu og vélinni yfir, minnsta mál í heimi þar sem þetta er ekki flókin uppsetning á þessu.
Spurning hvort það fari fleirri tímar í grindarviðgerð vs grindarskipti :)
Það er smá smuga að það sé til svona grind niður í sveit hjá mér, ég þori samt ekki að hengja mig upp á það, ég læt þig vita þegar ég kemst að því.
nýtt vs notað og gamallt , myndi alltaf velja nýtt járn ,
þó að grindin líti fínt út að utan þá hefur þú ekki hugmynd um það hvernig hún er að innan.
Þessar lokuðu grindur ryðga alltaf innanfrá og út.
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 18:01
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:Hfsd037 wrote:Ég er ekki að gera lítið úr hugmyndinni þinni með þessu svari.
En ef ég væri að spá í ryðbætingum á grindinni í hiluxinum mínum þá fengi ég mér frekar góða strípaða grind sem ég myndi síðan láta sandblása og húða alla í einu til þess að tryggja betri endingu á allri grindinni!
Smíða síðan allt utan á hana aftur það sem ég ætla að hafa, 4link-aukatankfestingar-pústfestingar-stífuvasa að framan osfr.
Svo þegar grindin væri tilbúinn, swappa bodýinu og vélinni yfir, minnsta mál í heimi þar sem þetta er ekki flókin uppsetning á þessu.
Spurning hvort það fari fleirri tímar í grindarviðgerð vs grindarskipti :)
Það er smá smuga að það sé til svona grind niður í sveit hjá mér, ég þori samt ekki að hengja mig upp á það, ég læt þig vita þegar ég kemst að því.
nýtt vs notað og gamallt , myndi alltaf velja nýtt járn ,
þó að grindin líti fínt út að utan þá hefur þú ekki hugmynd um það hvernig hún er að innan.
Þessar lokuðu grindur ryðga alltaf innanfrá og út.
Þannig að þú leggur til að hann endursmíði alla grindina?
Í mínu tilfelli get ég notað 2005 grind sem er ekki svo gamalt, þannig óbreytt grind ætti að vera gott sem ryðlaus
en maður myndi samt sandblása þetta nýlega grind bara til þess að lengja líftímann enn meir
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 18:09
frá -Hjalti-
Hfsd037 wrote:-Hjalti- wrote:Hfsd037 wrote:Ég er ekki að gera lítið úr hugmyndinni þinni með þessu svari.
En ef ég væri að spá í ryðbætingum á grindinni í hiluxinum mínum þá fengi ég mér frekar góða strípaða grind sem ég myndi síðan láta sandblása og húða alla í einu til þess að tryggja betri endingu á allri grindinni!
Smíða síðan allt utan á hana aftur það sem ég ætla að hafa, 4link-aukatankfestingar-pústfestingar-stífuvasa að framan osfr.
Svo þegar grindin væri tilbúinn, swappa bodýinu og vélinni yfir, minnsta mál í heimi þar sem þetta er ekki flókin uppsetning á þessu.
Spurning hvort það fari fleirri tímar í grindarviðgerð vs grindarskipti :)
Það er smá smuga að það sé til svona grind niður í sveit hjá mér, ég þori samt ekki að hengja mig upp á það, ég læt þig vita þegar ég kemst að því.
nýtt vs notað og gamallt , myndi alltaf velja nýtt járn ,
þó að grindin líti fínt út að utan þá hefur þú ekki hugmynd um það hvernig hún er að innan.
Þessar lokuðu grindur ryðga alltaf innanfrá og út.
Þannig að þú leggur til að hann endursmíði alla grindina?
Í mínu tilfelli get ég notað 2005 grind sem er ekki svo gamalt, þannig óbreytt grind ætti að vera gott sem ryðlaus
en maður myndi samt sandblása þetta nýlega grind bara til þess að lengja líftímann enn meir
nei , smíða aftasta hlutan úr nýju efni. Og 2005 Árgerð er 8 ára gamalt sem er ekki nýtt.
Og það breitir engu hvort þetta komi undan breyttum eða óbreyttum bíl alveg jafn miklar líkur á ryðmyndun.
En þetta er bara mín skoðun.
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 18:32
frá Kiddi
Ég held að báðar leiðirnar séu góðar og myndi sjálfur fara bara þá leið sem er ódýrari!
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 19:11
frá lecter
skipta bara um grind ef hún er til smiða allar festingar i hana og taka allt niður aftur og húða hana þá zinkhuða ,, setja svo allt i hana aftur og body ofan á ,,ég á willys 46 sem er með húðaða grind og ekkert sést á henni i 30 ár
ef þetta er bill sem á að eiga næstu 10-20 árin er þetta ok en rauða fina hliðarstífan er flott bara of brött hækkaðu festinguna á hásinguni upp svo hún verði næstum bein eða sundur /saman verði svipað frá miðu sem er bein ok ég sá ekki að hann er á tjakknum finnt afsakið
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 20:30
frá Bjartmannstyrmir
Mjög Gaman að Heyra ykkar skoðanir á þessu.
ég er nú sammt ekki klár á því hvaða leið ég ætla að fara.
það er getur auðvita verið svipuð vinna að smíða þetta allt upp og eða þá að skipta um grind. en grind í 84-88 Hilux er ekki auðfundin. og ef hún finnst þá er hún oftast orðin illa farin af riði. ég á 2 svona bíla og annar þeirra varahlutabíll og eru grindurnar orðnar lélegar á sömu stöðum sennsagt aftari hluti grindar, þó svo að fremmrihluti sé nær óriðgaður. en þar sem þessar grindur eru orðnar 25 ára lámark er það skiljanlegt að þetta sé farið að láta á sjá.
þá er Spurning hvort það sé þá ekki réttara að smíða nýjann aftari hluta þar sem fremmripartur grindar er mjög góður.
En ef að maður finnur grind þá er auðvita hægt að skoða það líka
Vita menn hvort mikill munur sé á grindum úr 84-88árg hilux og svo 89-1997 hilux ? hvort hægt væri þá að reyna notast við grind úr þeim?
og ef að einhver á skikkanlega grind sem er föl þá má endlega senda mér skilaboð.
Og lecter það er rétt hjá þér, það er of mikill halli á þverstífunni, tjakkurinn sem sést á myndinni er bara til að halda undir olíutankinn sem ég var að setja undir þarna. mun fari í að breita þessu þegar ég fer í grindaraðgerðir.
Endilega haldið áfram að koma með góð svör ;)
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 26.apr 2013, 22:22
frá -Hjalti-
Bjartmannstyrmir wrote:Mjög Gaman að Heyra ykkar skoðanir á þessu.
ég er nú sammt ekki klár á því hvaða leið ég ætla að fara.
það er getur auðvita verið svipuð vinna að smíða þetta allt upp og eða þá að skipta um grind. en grind í 84-88 Hilux er ekki auðfundin. og ef hún finnst þá er hún oftast orðin illa farin af riði. ég á 2 svona bíla og annar þeirra varahlutabíll og eru grindurnar orðnar lélegar á sömu stöðum sennsagt aftari hluti grindar, þó svo að fremmrihluti sé nær óriðgaður. en þar sem þessar grindur eru orðnar 25 ára lámark er það skiljanlegt að þetta sé farið að láta á sjá.
þá er Spurning hvort það sé þá ekki réttara að smíða nýjann aftari hluta þar sem fremmripartur grindar er mjög góður.
En ef að maður finnur grind þá er auðvita hægt að skoða það líka
Vita menn hvort mikill munur sé á grindum úr 84-88árg hilux og svo 89-1997 hilux ? hvort hægt væri þá að reyna notast við grind úr þeim?
og ef að einhver á skikkanlega grind sem er föl þá má endlega senda mér skilaboð.
Og lecter það er rétt hjá þér, það er of mikill halli á þverstífunni, tjakkurinn sem sést á myndinni er bara til að halda undir olíutankinn sem ég var að setja undir þarna. mun fari í að breita þessu þegar ég fer í grindaraðgerðir.
Endilega haldið áfram að koma með góð svör ;)
Þessar grindur eru allar mjög líkar nema munirinn er mestur að framan. þá hvort að bíllinn kom orginal á hásingu eða með klafa. Bensín hiluxar komu á klöfum að framan en Diesel bílarnir komu flestir á hásingu og fjöðrum en það er svoasem ekker óyfirstíganlegt vandamál.
Reyndar ætla ég að efast um að þú finnir það góðar grindur af 89 - 97 bíl að það borgi sig að nota þær frekar en að smíða bara aftast hlutan á þinni grind upp.
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 27.apr 2013, 01:26
frá BrynjarHróarsson
Hfsd037 wrote:-Hjalti- wrote:Hfsd037 wrote:Ég er ekki að gera lítið úr hugmyndinni þinni með þessu svari.
En ef ég væri að spá í ryðbætingum á grindinni í hiluxinum mínum þá fengi ég mér frekar góða strípaða grind sem ég myndi síðan láta sandblása og húða alla í einu til þess að tryggja betri endingu á allri grindinni!
Smíða síðan allt utan á hana aftur það sem ég ætla að hafa, 4link-aukatankfestingar-pústfestingar-stífuvasa að framan osfr.
Svo þegar grindin væri tilbúinn, swappa bodýinu og vélinni yfir, minnsta mál í heimi þar sem þetta er ekki flókin uppsetning á þessu.
Spurning hvort það fari fleirri tímar í grindarviðgerð vs grindarskipti :)
Það er smá smuga að það sé til svona grind niður í sveit hjá mér, ég þori samt ekki að hengja mig upp á það, ég læt þig vita þegar ég kemst að því.
nýtt vs notað og gamallt , myndi alltaf velja nýtt járn ,
þó að grindin líti fínt út að utan þá hefur þú ekki hugmynd um það hvernig hún er að innan.
Þessar lokuðu grindur ryðga alltaf innanfrá og út.
Þannig að þú leggur til að hann endursmíði alla grindina?
Í mínu tilfelli get ég notað 2005 grind sem er ekki svo gamalt, þannig óbreytt grind ætti að vera gott sem ryðlaus
en maður myndi samt sandblása þetta nýlega grind bara til þess að lengja líftímann enn meir
hvar liggja óskemmdar 2005 módel af grindum í hilux á lausu ?
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 27.apr 2013, 04:35
frá Hfsd037
Maður stólar á internetið í þeim efnum, í versta falli finnur maður þetta á partasölu.
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 27.apr 2013, 11:50
frá jongud
BrynjarHróarsson wrote:hvar liggja óskemmdar 2005 módel af grindum í hilux á lausu ?
Þar sem lítið hefur verið saltað, Austurland og þá sérstaklega uppi á Héraði væri góður staður til að athuga.
Re: Hilux Grindarsmíði/viðgerð
Posted: 27.apr 2013, 12:55
frá lecter
ef suðurnar eru skoðaðar á þessu sýnishorni um grindarsmíði þá er eg hræddur um að suðurnar muni brotna upp i millibytunum en að taka bitana i gegnum er ferkar skárra og leggja styrkingar með það kemur snúningur á allar grindur þess vegna er lika betra að valsa bogann