Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá aggibeip » 25.apr 2013, 19:23

Olíuþrýstingnum... Ég næ ekki olíuþrýstingnum upp...

Var að skipta um heddpakkningu, ventil, tímareim, knastáslegur og allar pakkningar og það dót frá heddi og upp í mótornum hjá mér, sem er 2.4 tdi hilux 1996.

Hann er ekki að ná upp olíuþrýstingi og olíuljósið fer ekki.. Ooog hann er ekki að skila olíu upp í ventlalok

..Ég hef ekki látið hann ganga neitt af viti, þori því ekki með þetta svona... Bíllinn s.s. fer í gang en ég hef bara látið hann ganga í c.a. 5-10 sec og drep síðan á. Bíllinn var einnig lengi að starta sér í hvert skipti..

Hefur einhver hugmyn um hvað gæti verið að ?
Síðast breytt af aggibeip þann 10.maí 2013, 21:51, breytt 2 sinnum samtals.


Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá aggibeip » 01.maí 2013, 12:38

Svo það sé á hreinu þá er ég ekki að biðja um sjúkdómsgreiningu á greyinu, heldur hugsanlegar skýringar á vandamálinu.. :)

Takk Takk
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá sukkaturbo » 01.maí 2013, 12:47

Sæll hefur þú prufað að fara með olíuþrýstimæli beint í blokkina og athuga þrýstinginn þannig. Svo annað gæti smurrás hafa stíflast þegar þú skiptir um knastáslegurnar er ekki smurrás eða gat í neðri bökkunum er bara að pæla veit þetta ekki með vissu.kveðja guðni

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá HaffiTopp » 01.maí 2013, 12:53

Er olíuhæðarrofinn í olíupönnunni tengdur? (hefur væntanlega ekki aftengt hann en maður veit aldrei:D) Er altertanorinn tengdur (gætir hafa tekið hann af þegar reimar voru teknar áður en heddið var losað)
Er olíudælan ekki annars knúin af tímareiminni?


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá olei » 01.maí 2013, 13:16

Ég þekki ekki hvar smurdælan er í þessum vélum, en það kemur fyrir að smurdælur þorna upp við svona aðgerðir og ná ekki olíunni upp aftur. (Einkum á þetta við um dælur sem eru það ofarlega að þær þurfa örlítið að soga til að ná upp olíunni - eins og t.d dælur sem eru í tímalokinu) Þá er lausnin að finna leið til að koma olíu inn á þær. Kannski getur þú fundið smurgang sem liggur beint frá dælunni og dælt inn í hann olíu með smurkönnu.
Síðast breytt af olei þann 01.maí 2013, 13:47, breytt 1 sinni samtals.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá grimur » 01.maí 2013, 13:18

Spurning um að mixa bensíndælu inn á portið fyrir olíuþrýstimælinn og dæla þannig inn olíu(með bensíndælunni sko), sjá hvort olíugaumljósið slökknar.
Ef ekki, þá er olía að sullast út einhvers staðar þannig að þrýstingurinn fer ekki upp, sennilega uppi í heddi einhvers staðar eða með knastás.
Svo er hugsanlegt að dælan hafi tæmst og sé ekki að ná upp olíu.

Og ein aula spurning...er olía á mótornum?(Ekki svara ef það gleymdist !!!)

kv
Grímur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá Stebbi » 01.maí 2013, 13:23

Ertu með olíuþrýstimæli tengdan eða ertu bara að treysta ljósinu?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá jongud » 01.maí 2013, 14:20

Ég rakst fyrir löngu á aðferð til að setja olíu inn á vélar sem búið er að vasast í (leguskipti upptektir o.fl.).
Maður fær sér úðakút, eins og er selt í BYKO og HÚSA, og setur smurolíu á hann. Svo tekur maður úðastútinn af og tengir slönguna inn á smurganginn á vélinni og pumpar.
Þú ert með túrbínu, þannig að þú ættir að geta tengt þar inn á. Þessir kútar eiga að ná upp sæmilegum þrýstingi, og líklega nógu miklum til að það sjáist á smurmæli og slökkvi viðvörunarljós.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá ellisnorra » 01.maí 2013, 17:59

jongud wrote:Ég rakst fyrir löngu á aðferð til að setja olíu inn á vélar sem búið er að vasast í (leguskipti upptektir o.fl.).
Maður fær sér úðakút, eins og er selt í BYKO og HÚSA, og setur smurolíu á hann. Svo tekur maður úðastútinn af og tengir slönguna inn á smurganginn á vélinni og pumpar.
Þú ert með túrbínu, þannig að þú ættir að geta tengt þar inn á. Þessir kútar eiga að ná upp sæmilegum þrýstingi, og líklega nógu miklum til að það sjáist á smurmæli og slökkvi viðvörunarljós.



Hin leiðin er líka að vera með sama system á einhverjum brúsa eða kút sem þolir þrýsting. Vera með slöngu neðst á kútnum sem tengist í smurgang á mótor og blása þrýstilofti inn í hann ofanverðan. Vitanlega þarf að gæta 100% að hreinlæti vegna þess að þarna er engin smurolíusía til að grípa óhreinindi sem annars eiga greiða leið inn í mótor.
Hægt er að stilla þrýstijafnarann á loftpressunni á ca 4 bör í þessum æfingum.
http://www.jeppafelgur.is/


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá beygla » 01.maí 2013, 18:05

er dælan ekki í tímareimas lokinnu og er ekk tappi þarna neðst sem þú getur helt oliu beint í dælunna

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá Bskati » 01.maí 2013, 18:28

ég myndi ekki treysta olíu ljósinu, þau eiga það til að kvikna á þessum bílum án þess að það sé nokkuð að mótornum. Byrjaðu á að skoða tengingar og við þrýstingspunginn áður en þú ferð að rífa mótorinn og aðrar flóknar æfingar. Það er nóg það sé farinn í sundur vír sem nær að jarðtengjast, þeir geta nuddast í sundur á nokkrum stöðum og ef þú hefur verið að eiga við heddið er ekkert ólíklegt að þú hafir óviljandi ýtt þessum vírum til.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá aggibeip » 03.maí 2013, 16:16

Ég gleymdi að taka það fram að hann er ekki að skila olíu upp í ventlalok heldur..
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá bragig » 03.maí 2013, 17:23

Ef það kemur engin olía upp í ventlalok, þá er möguleiki á því að eitthað hafi farið úrskeiðis með heddpakninguna. Það eru smurgöt sem lyggja gegnum heddpakninguna sem er mjög mikilvægt að tryggja að séu í lagi, það þarf ótrúlega lítið t.d. pappírssnifsi eða leyfar af gömlu heddpakningunni duga til að stífla þessi göt alveg.
En ef smurljósið logar líka, þá gæti vandamálið verið neðar í vélinni. Er ekki örugglega smurning á vélinni?

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá aggibeip » 03.maí 2013, 19:35

bragig wrote:Ef það kemur engin olía upp í ventlalok, þá er möguleiki á því að eitthað hafi farið úrskeiðis með heddpakninguna. Það eru smurgöt sem lyggja gegnum heddpakninguna sem er mjög mikilvægt að tryggja að séu í lagi, það þarf ótrúlega lítið t.d. pappírssnifsi eða leyfar af gömlu heddpakningunni duga til að stífla þessi göt alveg.
En ef smurljósið logar líka, þá gæti vandamálið verið neðar í vélinni. Er ekki örugglega smurning á vélinni?


Jú það er ný olía og sía. Heddpakningin sem var fyrir var alveg heil þannig að það hefur ekkert farið úr henni. Við gengum sérstaklega vel úr skugga um að smurgötin væru hrein og engin fyrirstaða í þeim..
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá DABBI SIG » 04.maí 2013, 16:34

Þetta er frekar mikið aulacheck, og ég er enginn sérfræðingur en það hefur komið fyrir að menn snúi heddpakkningum vitlaust og stífli þannig olíugöt eða annað. Sömuleiðis gæti þetta gerst ef ekki alveg hárrétt pakkning fór í eftir skiptin. Þetta gæti allavega verið skýring á olíuvöntun í heddi.
Getur þú einhvernveginn gengið úr skugga um að pakkningin hafi verið rétt og/eða snúi rétt?
-Defender 110 44"-

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá aggibeip » 05.maí 2013, 16:21

DABBI SIG wrote:Þetta er frekar mikið aulacheck, og ég er enginn sérfræðingur en það hefur komið fyrir að menn snúi heddpakkningum vitlaust og stífli þannig olíugöt eða annað. Sömuleiðis gæti þetta gerst ef ekki alveg hárrétt pakkning fór í eftir skiptin. Þetta gæti allavega verið skýring á olíuvöntun í heddi.
Getur þú einhvernveginn gengið úr skugga um að pakkningin hafi verið rétt og/eða snúi rétt?


Já ég hringdi í Toyota og fékk þá til að fletta þessu upp og hann sagði mér að það væri ekki fræðilegur að snúa þeim vitlaust í þessum mótor.. Sel það ekki dýrara en ég keypti það :)

En hvort að pakkningin sjálf hafi verið eitthvað pínulítið öðruvísi en samt passað er annað mál.. Ég get örugglega farið með umbúðirnar á staðinn sem ég keypti hana á og double check'að á því.

Fyrst ætla ég samt að skoða olíupickupið í pönnuni.

*Edit: Hversu mikið vesen er að taka pönnuna undan þessum bílum ? Hef aldrei gert það áður... =)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá aggibeip » 05.maí 2013, 19:51

Já og eitt annað: Veit einhver um síðu eða forrit þar sem er hægt að fá frekar nákvæmar teikningar af mótornum í bílnum, einhverskonar samsetningarteikningar, eða svona þannig að maður sjái hvar allt er o.s.fv..
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


bazzi
Innlegg: 34
Skráður: 08.maí 2010, 12:00
Fullt nafn: Bæring Jóhann Björgvinsson
Hafa samband:

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá bazzi » 05.maí 2013, 20:17

það er lítið mál að taka olíupönnuna undan, þær eru límdar (límkítti) og þarftu þessvegna að skera pönnuna lausa þegar þú ert búinn að losa alla bolta. það eru að mig minnir 2 pin boltar sem eru ekki til að auðvelda málið, en ég mindi ekki telja þetta stórmál.

þegar þú ert búinn að fjarlægja pönnuna sérðu pikkupið. og ofaná því er grind sem á að hindra að rusl fari í dæluna. það er sennilega auðveldast að fjarlægja pikkupið til að skoða það vel... það var einusinni nálarauga á rörinu á pikkupinu hjá mér, tók eftir því þegar var að breita draini frá turbinu... en þrátt fyrir gatið og að ég sauð í það þá hækkaði þrístingurinn ekkert. en samt alveg þess virði að athuga.

Annars það sem mér datt í hug, hvað ertu búinn að láta hann ganga lengi? skiftiru um olíu og síu? getur verið að hann hafi bara hreinlega ekki verið búinn að ná upp þrýstingnum áður en þú drapst á honum... að öðru leiti. er ekki margt. sem kemur til greina.
pikkupið nær ekki olíu.
pikkupið er stíflað og það skilar ekki olíunni að dælunni.
er pikkupið þétt s.s. þar sem það er fest. ef þetta er alltí lagi.
ef þú fjarlægir nemann fyrir þrýstingin kemur þá olía þar út. ef ekki þá er dælan farin. ef það er þrystingur þar er eithvað að angra heddið....
og þá er lítið eftir nema að rífa heddið aftur.


hérna er ágætis mynd af þessu...
http://www.offroadforum.cz/toyota/aarc. ... 83134L.gif

http://www.offroadforum.cz/toyota/aarc. ... _Pump.html

Ég myndi byrja á að fjarlægja olí þrýstings neman og athuga hvort þar komi olía út.
Vona að þetta hjálpi þér eithvað


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Ég næ honum ekki upp..

Postfrá Kalli » 05.maí 2013, 21:38

.
Síðast breytt af Kalli þann 28.okt 2014, 22:13, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá aggibeip » 10.maí 2013, 22:01

Ókey... Eftir að hafa skoðað tengingarnar við punginn og pælt og skoðað keypti ég nýjann pung og setti í. Það virtist ekkert hafa upp á sig og vandamálið hélt áfram.. Ég ráðfærði mig við marga snillinga og niðurstaðan var sú að mótorinn ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera skemmdur og að þetta hlyti að vera vandamál í mæla bingóinu.. Ég prufaði að setja gamla punginn í og ekkert breyttist, ég setti nýja punginn í aftur og tengdi og gekk úr skugga um að tengingin væri í lagi ! tengdi peru við pung og plúspól á geymi, það kom ljós á peruna, ég setti í gang, ljósið slokknaði ! Frábært ! Pungurinn virkar ! Þá var ákveðið að setja plöggið á punginn og setja í gang og vita hvort að ljósið myndi ekki slokkna.. Viti menn, ljósið slokknaði ekki og olíuþrýstingsmælirinn fór að sýna mér hæðsta þrýsting mögulegann, þegar ég tók plöggið af pungnum þá færðist nálin á þrýstingsmælinum niður og þegar ég setti plöggið í samband aftur þá steig nálin upp..

Hvur andskotinn er eiginlega í gangi ? Annað hvort næ ég honum ekki upp eða þá að hann stendur í hvínandi botni !!

Ég lét hann ekki ganga neitt af viti enda þorði ég því ekki.. 10-20 sec.. en í seinna startinu fannst mér eins og að gangurinn væri að þyngjast eða þvingast.. eftir svona 15-20 sec í gangi þá drap ég á því mér leist ekki á ganginn..

p.s.
Á einhver olíuþrýstingsmælir sem ég get tengt við þetta dót og mælt almennilega til að lána mér ?
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

ingi árna
Innlegg: 101
Skráður: 19.jan 2011, 12:35
Fullt nafn: Ingólfur Árnason
Bíltegund: HJ-61 "88

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá ingi árna » 10.maí 2013, 23:46

ég setti bara mekanískan mæli hjá mér, kostaði undir 5000kr í bílabúð benna. ég treysti ekki þessu rafmagns dóti!!


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá olei » 11.maí 2013, 00:09

Þú ert ekki með rétta forgangsröð í þessu verkefni og þú gætir verið að skemma vélina hjá þér með þessum tilfæringum.

Ef marka má það sem þú hefur sett hér inn þá smyr vélin ekki;
1) Hún skilar ekki olíu upp í ventlalok!!
2) Smurljósið slokknar ekki.

Við svona kringumstæður þá gerir maður ráð fyrir að vélin smyrji ekki og forðast í lengstu lög að starta henni, nema til þess að fá afgerandi niðurstöðu eins fljótt og hægt er - til að skemma ekki legur. Raunar er það ansi afgerandi ef hún smyr ekki upp og það eitt og sér er nægilegt til að ákvarða að aðgerða sé þörf. (ónýtur smurpungur eða sambandsleysi á mæli breytir engu um það!)

Ef staðan er enn þannig að hún smyr ekki upp, þá þarftu engan smurmæli eða frekari vitna við - hún smyr ekki eðlilega og þolir ekki fleiri gangsetningar án þess að skemmast.

Til að vera alveg viss getur þú kippt smurpungnum úr og startað nokkra hringi - það ætti að flæða olía út um gatið strax ef smurdælan er eitthvað að dæla á annað borð. (ef þú fylltir ekki olíusíuna áður en þú settir hana í getur þú líka kippt henni úr og tékkað á því hvort að það sé komin olía í hana til að fá gleggri upplýsingar um stöðuna)

Ps
Það er líklegast að við það að opna olíugangana í vélinni hafi olían úr smurdælunni runnið niður í pönnu og dælan - sem er líklega komin til ára sinna - nær ekki aftur upp olíunni. Ég hef lent í þessu nokkur skipti á vélum, t.d við að skipta um knastás eða heddpakkningu. Eins og ég sagði ofar er lausnin á því að koma olíu inn á dæluna, smá slurk þannig að hún þétti sig og nái að draga upp olíu.


bazzi
Innlegg: 34
Skráður: 08.maí 2010, 12:00
Fullt nafn: Bæring Jóhann Björgvinsson
Hafa samband:

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá bazzi » 11.maí 2013, 06:04

flott svar hjá olei...

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá ellisnorra » 11.maí 2013, 07:46

bazzi wrote:flott svar hjá olei...


Eins og hann er vís til, enda einn af málefnalegri pennum hér á spjallinu og viskubrunnur mikill.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá aggibeip » 11.maí 2013, 16:36

olei wrote:Þú ert ekki með rétta forgangsröð í þessu verkefni og þú gætir verið að skemma vélina hjá þér með þessum tilfæringum.

Ef marka má það sem þú hefur sett hér inn þá smyr vélin ekki;
1) Hún skilar ekki olíu upp í ventlalok!!
2) Smurljósið slokknar ekki.

Við svona kringumstæður þá gerir maður ráð fyrir að vélin smyrji ekki og forðast í lengstu lög að starta henni, nema til þess að fá afgerandi niðurstöðu eins fljótt og hægt er - til að skemma ekki legur. Raunar er það ansi afgerandi ef hún smyr ekki upp og það eitt og sér er nægilegt til að ákvarða að aðgerða sé þörf. (ónýtur smurpungur eða sambandsleysi á mæli breytir engu um það!)

Ef staðan er enn þannig að hún smyr ekki upp, þá þarftu engan smurmæli eða frekari vitna við - hún smyr ekki eðlilega og þolir ekki fleiri gangsetningar án þess að skemmast.

Til að vera alveg viss getur þú kippt smurpungnum úr og startað nokkra hringi - það ætti að flæða olía út um gatið strax ef smurdælan er eitthvað að dæla á annað borð. (ef þú fylltir ekki olíusíuna áður en þú settir hana í getur þú líka kippt henni úr og tékkað á því hvort að það sé komin olía í hana til að fá gleggri upplýsingar um stöðuna)

Ps
Það er líklegast að við það að opna olíugangana í vélinni hafi olían úr smurdælunni runnið niður í pönnu og dælan - sem er líklega komin til ára sinna - nær ekki aftur upp olíunni. Ég hef lent í þessu nokkur skipti á vélum, t.d við að skipta um knastás eða heddpakkningu. Eins og ég sagði ofar er lausnin á því að koma olíu inn á dæluna, smá slurk þannig að hún þétti sig og nái að draga upp olíu.


Takk fyrir frábært svar ! Ég gleymdi að minnast á það að ég er búinn að athuga með olíudæluna og hún er í lagi :) Og eftir síðustu æfingar kom olía upp í ventlalok.

Það er millitec í nýju olíuni sem er á bílnum og ég er nokkuð viss um að það sé komin olía í síuna.

p.s.
Áður en að ég þorði að setja í gang þá tók ég þetta í sundur og setti samsetningaolíu á knastáslegudótið og ég lét hann ekkert ganga nema kanski 10-20 sec
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá HaffiTopp » 11.maí 2013, 16:55

Hvað ertu með þykka olíu á mótornum?

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá aggibeip » 11.maí 2013, 17:05

HaffiTopp wrote:Hvað ertu með þykka olíu á mótornum?


10W40
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá HaffiTopp » 11.maí 2013, 17:18

Er einhver mótstaða í mælinum sjálfum eða á vír milli mælsi og pungs? Laust eða juðað tengi í mæli eða pung?

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá aggibeip » 11.maí 2013, 17:58

HaffiTopp wrote:Er einhver mótstaða í mælinum sjálfum eða á vír milli mælsi og pungs? Laust eða juðað tengi í mæli eða pung?


Ekki svo ég hef tekið eftir..
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá Stebbi » 12.maí 2013, 00:30

Ertu búin að prufa að setja startkapla frá mínus á geymi yfir á vélina? Mælar geta hagað sér svona þegar að það vantar jörð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá aggibeip » 13.maí 2013, 18:31

Ég fékk tips um að vandamálið gæti legið með altenatornum..

.. eftir að ég reddaði því að þá slokknar olíuljósið , bíllinn er augljóslega að smyrja sig en þrýstingsmælirinn rokkar upp og niður annaðhvort alveg í botni eða í núlli.. Ef ég svissa á bílinn þá fer olíumælirinn í topp, ef ég set í gang þá fer hann í núll, ef ég drep á aftur og svissa á þá fer hann í topp aftur..

Hef grun um að það vandamál liggi í mælinum..

Þegar öllu er á botnin hvolft þá var þetta vandamál með rafmagnsbingó en ekki þrýsting hehe :)
Viðhengi
2013-05-12 20.42.28.jpg
Svona er hann þegar ég svissa á..
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá grimur » 27.maí 2013, 23:20

Mig minnir einhvern veginn að pungurinn fyrir þennan olíumæli sendi mis þétta eða mis langa púlsa í jörð eftir þrýstingi, ekki breytilegt viðnám eins og hitamælar. Hvort það hjálpar eitthvað við greiningu vandans eða ekki veit ég hins vegar ekki fyrir víst, en það gæti verið tilraunarinnar virði að tengja fjölmæli inn á punginn (helst gamaldags með nál) til að sjá hvað er að gerast.

kv
Grímur


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá sukkaturbo » 28.maí 2013, 16:32

Sæll smá reynslu saga var með disel hilux í vetur. Fékk flest öll ljós í gang í mælaborðinu einn daginn og þau fóru ekki þó ég svissaði af. Tók úr öryggið fyrir sætis hitarann þá fóru ljósin. Fann svo út úr þessu á eftir vantaði jörð.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Ég næ honum ekki upp..*Edit: Ég náði honum upp, of mikið upp

Postfrá grimur » 28.maí 2013, 23:18

Einmitt Guðni, þetta er alveg dæmigert fyrir jarðsambandsleysi. Allskonar skrýtnir hlutir fara að gerast þar sem óvænt apparöt fara að taka að sér jarðtenginguna. Fyrsta svona dæmi sem ég fann útúr var í Case dráttarvél sem tifaði hitamælinum í takt við stefnuljósin. Vantaði jörð á réttum stað.
kv
G


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir