Vantar upplýsingar um línuverk úr TD42

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Vantar upplýsingar um línuverk úr TD42

Postfrá Grásleppa » 23.apr 2013, 01:02

Nú er maður að leggja lokahönd á að græja turbo við orginal turbo lausa 4,2 nissan. Nú er ég búinn að lesa mig svolítið til á netinu og sýnist mér flestir þeir sem eru að græja túrbínu við þessa gömlu 4,2 vera með stjörnuverk. Eitthvað eru menn ekki sammála á þeim spjallsíðum sem ég hef sótt fróðleikinn í um ágæti línuverksins til turbo brúks en skoðanir á því virðast ótrúlega mismunandi. Því er ég með nokkrar spurningar til fróðari manna hér inni á spjallinu sem geta kannski útskýrt þetta fyrir mér á okkar ástkæra og ylhýra.

1. Hvort verkið hentar betur með tilliti til Turbo brúks? (las að maður nær fleiri Kw útúr vélinni með stjörnuverk)
2. Hentar línuverkið ekki betur ef fara á útí að brenna Biodísel eða WVO olíu og öðru sulli? Einfaldari búnaður?
3. Las einnig að það væri sniðugt að taka gangráð úr SD33T og færa yfir. Hvað er verið að sækjast eftir þar? Er það til að hægagangurinn hækki ekki þegar bætt er við olíuna?
4. Er línuverk eins og er í mínum ('88 módel af krami) smurt eitthvað sérstaklega eða smyrst það frá vélinni?

Með fyrirfram þökk um góð svör, Jobbi



User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vantar upplýsingar um línuverk úr TD42

Postfrá jongud » 23.apr 2013, 08:27

Grásleppa wrote:1. Hvort verkið hentar betur með tilliti til Turbo brúks? (las að maður nær fleiri Kw útúr vélinni með stjörnuverk)
2. Hentar línuverkið ekki betur ef fara á útí að brenna Biodísel eða WVO olíu og öðru sulli? Einfaldari búnaður?
3. Las einnig að það væri sniðugt að taka gangráð úr SD33T og færa yfir. Hvað er verið að sækjast eftir þar? Er það til að hægagangurinn hækki ekki þegar bætt er við olíuna?
4. Er línuverk eins og er í mínum ('88 módel af krami) smurt eitthvað sérstaklega eða smyrst það frá vélinni?

Með fyrirfram þökk um góð svör, Jobbi


Stjörnuverk þurfa ekki endilega að vera flóknari, Stanadyne DB2 dælurnar sem voru notaðar í GM 6,2 og Ford 6,9 og 7,3 eru ekki svo flókin, sjá hér;http://www.dieselpowermag.com/tech/general/0809dp_stanadyne_db2_injection_pump/
Vélar með þessum olíuverkum eru mjög vinsælar úti í USA fyrir Biodísel og SVO (og annað sull)


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Vantar upplýsingar um línuverk úr TD42

Postfrá lecter » 23.apr 2013, 14:44

eg sé að cummins notar linuverk i sinar velar sem hafa mest aflið en störnuverk þegar tekið er minna út úr vélunum

4,2 nissan þekkja ekki margir hún er sjaldséð á islandi þvi miður eg hugsa að ef þú vilt finna út úr þessu þá er það Astralia og hvað menn eru að gera þar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur