Síða 1 af 2
Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 10:41
frá kudungur
Hefur verið einhver umræða hér á möguleikum að setja díselvél í jeppa sem
framleiddir voru fyrir bensín. Með hækkandi orkukostnaði gæti það verið kostur fyrir jeppa sem búið er að gera mikið fyrir að fara í svona uppfærslu, sérstaklega ef þarf að skipta um vél.
Hef aðeins gúgalað málið, og finn að það þarf ekki endilega að vera dísel vél úr jeppa sem kæmi til greina fyrir svona uppfærslu. Ein handhæg sem er nefnd er úr BMW og heitir M21, 6 sílindra 2.4 lítra dísel. Ef BMW seríur 3 og 5 geta borið þessa vél þá ættu flestir jeppar að geta borið vigtina auðveldlega. Liggja M21 einhvers staðar á lausu?
Það væri flott að fá umræðu um þetta frá ykkur reynsluboltum, er þetta mikið mál?
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 11:10
frá kudungur
Hér er linkur á umræðu um þetta efni, að færa BMW n57 dísel yfir í Hilux:
http://www.eng-tips.com/viewthread.cfm?qid=319708Flottasta athugsemdin er frá Franzh: "Further, the Johnson shaft must absolutely mesh [match] with the Zebco reel. If this is not performed to the manufacturers specifications, the engine will run in reverse, giving you 1 forward gear and 5 reverse gears."
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 14:04
frá ulfr
Einfaldasta og þægilegasta leiðin til að díselvæða hilux er auðvitað 2.4, 2.5, 2.8 eða 3l toyotu vélarnar.
Hægt að nota sömu millikassa og drifsköft og mix er í lágmarki.
Málið með að nota fólksbíla díselvélar er náttúrulega það að þá þarf að smíða milliplötur og mixa gírkassa eða millikassa saman. Þetta er mismikið mál, ég veit t.d. um dæmi þar sem benz díselvélar hafa verið settar oní jeppa með litlu veseni.
Þetta snýst kannski mest um að plana dáldið fyrirfram og nota það sem er auðveldast að nálgast.
Persónulega myndi ég reyna að finna mér 1kz-t (4cyl dísel, 3l úr LC90 eða 4runner dísel) og setja oní. Þokkalega eyðslugrannur mótor með ágætis tog og skemmtilega vinnslu, sér í lagi ef settur er þokkalega stór winterfooler (intercooler) og olíuverkið tjúnað dáldið til.
Ef þú ferð útí einhver BMW ævintýri væri endilega gaman að fá að fylgjast með framvindunni!
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 15:26
frá Big Red
erum að diselvæða einn Nissan King Cab 1991 2.4 bensín með mótor úr Nissan double cab 1995 2.5 disel non turbo.
Það sem aðallega er verið að velta fyrir sér núna er af hverju þarf að skipta um tank það benda allir á það. Þegar við spyrjum af hverju þá segja allir af því bara það gera það allir. Einn talaði reyndar um einhverja húð? Einnig er hægt að halda bensínhlutföllunum eða er sniðugast að svappa drifum á milli líka..
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 15:53
frá StefánDal
Ég hef gert þetta sjálfur og tekið þátt í svona aðgerð oftar en einu sinni og mín skoðun er sú að það þarf ekki að skifta um tank. Mér hefur dugað að taka dæluna úr sambandi en kannski þarf að taka hana úr tanknum í Nissan og skilja síuna eftir.
Ps. Djöfull er leiðinlegt að skrifa á iPad, þetta tók mig korter að skrifa.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 16:09
frá kolatogari
ég hef gert þetta nokkrum sinnum með gamla Range Rover. tiltörlega lítið mál. fer eftir því hvað þú gerir mikið annað í leiðinni.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 22:13
frá Grímur Gísla
4 cyl. Músso vélin er rúm 160 kg með turbó.
5 cyl. Mússó vélin er rúm 200 kg með túrbó. 120 hö og 250-275 nm.
Framdrifið er vinstrameginn. einföld vél með tímakeðju, rafkerfið er ekki flókið.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 22:48
frá Big Red
StefánDal wrote:Ég hef gert þetta sjálfur og tekið þátt í svona aðgerð oftar en einu sinni og mín skoðun er sú að það þarf ekki að skifta um tank. Mér hefur dugað að taka dæluna úr sambandi en kannski þarf að taka hana úr tanknum í Nissan og skilja síuna eftir.
Ps. Djöfull er leiðinlegt að skrifa á iPad, þetta tók mig korter að skrifa.
Okay þannig þetta með einhverja húð sem ekki var hægt að gefa betri útskýringu á er bara þjóðsaga?
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 20.apr 2013, 23:01
frá StefánDal
Hjónakornin wrote:StefánDal wrote:Ég hef gert þetta sjálfur og tekið þátt í svona aðgerð oftar en einu sinni og mín skoðun er sú að það þarf ekki að skifta um tank. Mér hefur dugað að taka dæluna úr sambandi en kannski þarf að taka hana úr tanknum í Nissan og skilja síuna eftir.
Ps. Djöfull er leiðinlegt að skrifa á iPad, þetta tók mig korter að skrifa.
Okay þannig þetta með einhverja húð sem ekki var hægt að gefa betri útskýringu á er bara þjóðsaga?
Ég hef aldrei heyrt um það og skil ekki hvaða rök ættu að vera á bakvið það.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 22.apr 2013, 21:54
frá grimur
Skipta um tank? Eru menn alveg að tapa sér?
Engin ástæða til þess nema það eigi að fara í stærri tank eða eitthvað þannig.
Svo er bara ekkert verra að hafa fæðidælu, hægt að setja framhjáhlaup frammi við olíuverk til að þrykkja ekki inná það en koma samt nægri olíu fram að því.
kv
G
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 22.apr 2013, 23:01
frá ellisnorra
Hvaða bull er þetta, það þarf ekkert að skipta um tank, þvílík vitleysa haha :)
Það sem þarf hinsvegar að skoða er að í flestum bensínbílum sem eru yngri en 25 ára og mörgum eldri líka er háþrýstidæla sem dælir miklum þrýstingi, oft í kringum 5 bör (sumir meira aðrir minna). Olíuverk, hvort sem það er tölvustýrt olíuverk eða gamaldags (common rail er síðan annað) sjúga sína olíu að sér sjálf yfirleitt í gegnum 8-10mm rör. Það sem þarf að gæta að þegar skipt er úr bensíni í dísel er að þessi bensín háþrýstidæla hefti ekki flæðið.
Þegar ég díselvæddi minn bíl reif ég hana bara úr og setti rör á milli enda hefur hún nákvæmlega ekkert að gera þarna. Sumir segja að hægt sé að láta olíuverkið sjúga í gegnum hana en ég hef ekki persónulega reynslu af þvi. Mín ráðlegging er að rífa dæluna úr en láta annað óhreyft.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 22.apr 2013, 23:48
frá juddi
Hef orðið vitni af því að bensín sía í tank stýflast í kulda þegar komin er diesel á tankinn
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 00:36
frá kudungur
Þakka gott svar hér að neðan. Það var líklega aðeins misvísandi að vitna í link sem fjallaði um að setja BMW díselvél í Hilux. Ég sem Feroza eigandi er ekki að fara að díslvæða neinn Hilux á næstunni, nema eitthvað óvænt komi upp á.
Hugmyndin með þessum þræði, var kannski ákveðin framtíðar sýn, að með hækkandi orkukostnaði í heiminum, væri fyrirtak ef hægt væri skipta út eldri vélum með nýjustu tækni, nettum og sparneytnum vélum, jafnvel á bílum sem voru ekki hannaðir með flóknu tölfukerfi.
Er einhverjar díselvélar sem er svo nettar og alhliða, sem stjórna sér að mestu sjálfar, sem gætu gengið í margar gerðir bíla/jeppa? Hið pratíska svar er líklega að það svari ekki kostnaði að púkka upp á gamla bíla, að það séu svo margar tegundir gírkassa og millikassa, að í besta falli séu það mismunandi vélar frá sama framleiðanda sem gangi þrauta laust, samkvæmt svarinu hér að neðan.
Íslendingar voru í farabroddi þegar kom að upphækkun á jeppum. Gætum við lagt eitthvað nýtt til við díselvæðingu bíla/jeppa flotans?
ulfr wrote:Einfaldasta og þægilegasta leiðin til að díselvæða hilux er auðvitað 2.4, 2.5, 2.8 eða 3l toyotu vélarnar.
Hægt að nota sömu millikassa og drifsköft og mix er í lágmarki.
Málið með að nota fólksbíla díselvélar er náttúrulega það að þá þarf að smíða milliplötur og mixa gírkassa eða millikassa saman. Þetta er mismikið mál, ég veit t.d. um dæmi þar sem benz díselvélar hafa verið settar oní jeppa með litlu veseni.
Þetta snýst kannski mest um að plana dáldið fyrirfram og nota það sem er auðveldast að nálgast.
Persónulega myndi ég reyna að finna mér 1kz-t (4cyl dísel, 3l úr LC90 eða 4runner dísel) og setja oní. Þokkalega eyðslugrannur mótor með ágætis tog og skemmtilega vinnslu, sér í lagi ef settur er þokkalega stór winterfooler (intercooler) og olíuverkið tjúnað dáldið til.
Ef þú ferð útí einhver BMW ævintýri væri endilega gaman að fá að fylgjast með framvindunni!
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 02:28
frá Hfsd037
M47 gæti hentað léttari jeppa, td 35" súkku, 85 kW (114 hp) @ 4000 265 N·m (195 lb·ft) @ 1750
Hún er ekki common rail, bara olíuverkið góða, hún er líka mjög áreiðanleg og sparneytin
bara sem dæmi..
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 08:40
frá jongud
kudungur wrote:...
Hugmyndin með þessum þræði, var kannski ákveðin framtíðar sýn, að með hækkandi orkukostnaði í heiminum, væri fyrirtak ef hægt væri skipta út eldri vélum með nýjustu tækni, nettum og sparneytnum vélum, jafnvel á bílum sem voru ekki hannaðir með flóknu tölfukerfi.
Er einhverjar díselvélar sem er svo nettar og alhliða, sem stjórna sér að mestu sjálfar, sem gætu gengið í margar gerðir bíla/jeppa? Hið pratíska svar er líklega að það svari ekki kostnaði að púkka upp á gamla bíla, að það séu svo margar tegundir gírkassa og millikassa, að í besta falli séu það mismunandi vélar frá sama framleiðanda sem gangi þrauta laust, samkvæmt svarinu hér að neðan.
Íslendingar voru í farabroddi þegar kom að upphækkun á jeppum. Gætum við lagt eitthvað nýtt til við díselvæðingu bíla/jeppa flotans?
Þetta er nokkuð athyglisverð spurning.
Það er búið að finna nútímalega tölvustýrða bensínvél (eða réttara sagt vélakerfi) sen er tiltölulega auðvelt að setja í hvaða bíl sem er, þ.e. þriðju kynslóð af GM V8 (vortex) og hún er frá 4.8 lítrum og uppúr.
Það eru nokkur fyrirtæki úti í USA sem selja þessar vélar með öllu (jafnvel sjálfskiptingum og millikössum) þar sem búið er að greiða úr rafmagnsflækjunni og það þarf bara að tengja fjóra víra.
Hvað varðar díselvélar, og þá sérstaklega common rail vélar þá er þróunin því miður ekki komin eins langt, en hún kemst örugglega þangað á næstu árum.
Eitt af vandamálunum er að fyrir hverja einustu vélagerð þarf einhvern rafeindasérfræðing sem er viljugur til að vaða í þetta og miðla af reynslunni. Og þeir liggja ekki á lausu.
En sem betur fer höfum við internetið þannig að nú vitum við jafnvel hvað einhver náungi í ysta útnára í Ástralíu er að baksa við.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 12:26
frá Stebbi
Troda 1.9 tdi úr VW oní Daihatsuinn. Vel spræk vél sem eydir litlu, gírkassamál ættu ekki ad vera óyfirstíganlegt vandamál.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 14:02
frá Dodge
Ég held það verði seint til sparnaðar að setja diesel vél í léttan bíl eins og ferozu.. en menn verða að ráða því sjálfir.
Með léttan bíl getur bensínvélin verið að eiða mjög litlu, en diesel vélar eru miklu meira í því að eiða visst á tímann.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 19:26
frá Grímur Gísla
Líklega er auðveldast að nota vélar úr Toyota hiace, Mazda e 2200, Súkku vitara, Kia Sportage,. Diselvélarnar úr þessum bílum eru nettar og með millikassa og hátt og látt drif, vélar úr bílum milli ca. 1984 til 2000.
vélarnar eru 2000-2200cc.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 20:28
frá ellisnorra
Grímur Gísla wrote:Líklega er auðveldast að nota vélar úr Toyota hiace, Mazda e 2200, Súkku vitara, Kia Sportage,. Diselvélarnar úr þessum bílum eru nettar og með millikassa og hátt og látt drif, vélar úr bílum milli ca. 1984 til 2000.
vélarnar eru 2000-2200cc.
Hiace eru með alveg sömu díselvélar og hiluxinn, 2L 2.4 lítrar.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 22:16
frá lecter
ha ha var einmitt að hugsa hvaðan þetta toyota tal kom ,, ja að setja diesel i einn minsta jeppan sem eiðir ja undir 10l en flestir tala um 12l
en cherios jeppan terios er ekki hægt að troða disel i hann lika,,,
svona án gins eru men að spá i að setja diesel i ferosa jeppan til að spara bensinið ,,, það er til diesel úr yaris eða golf
en diesel úr hilux 2,4 l það græðist ekkert á þvi held ég
http://warfs.org/forum/13-help-a-suppor ... ption.html
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 23:04
frá Stebbi
elliofur wrote:Grímur Gísla wrote:Líklega er auðveldast að nota vélar úr Toyota hiace, Mazda e 2200, Súkku vitara, Kia Sportage,. Diselvélarnar úr þessum bílum eru nettar og með millikassa og hátt og látt drif, vélar úr bílum milli ca. 1984 til 2000.
vélarnar eru 2000-2200cc.
Hiace eru með alveg sömu díselvélar og hiluxinn, 2L 2.4 lítrar.
Hann er örugglega að meina Toyota Lite-ace, 2.0 diesel.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 23.apr 2013, 23:55
frá Grímur Gísla
hiace 82 -89 var með 2,2 disel og eftir 84 túrbó
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 24.apr 2013, 02:45
frá Heddportun
Mercedes Bens Velarnar eru godar i allt svona mix en er ekki klar a drifrasinni hversu hatt flakjustigid er
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 24.apr 2013, 19:49
frá kudungur
Í mínum huga hefur lítið alltaf verið fallegt, ekkert rafmagnsrúðu rugl og fleira sem bílaiðnaðurinn hefur verið á villugötum með. Já Feroza er einn minnsti jeppin, en ekki nema 1250 kg og því þarf engin 38" til þess að hann fljóti. Hann myndi auðvita ekki duga lengi í erfiðum aðstæðum, vegna of hárra gíra. Feroza er ekki nema litlu þyngri en t.d. Yaris, og það væri allveg frábært ef eyðslan væri 50% minni með betri vél en þessir 10-12 l/100 sem þeir eyða vanalega. Þá sæi ekki högg á vatni þó líterinn færi upp í 500 kr.
Ef hönnun og smíði á bílum væri svo vönduð að grunneiningar eins og grind, hús og kannski gírkassi, entust að jafnaði í 20 ár plús, þá væri hægt að skipta vélum út á 10-15 ára fresti, vegna hraðrar þróunar á þeim, bæði varðandi mengun og eyðslu. Fann nokkuð góðar myndir á þýskum síðum, sem sýna þróun á meðal eyðslu fólksbíla með bensínvélar (otto-motor rauða kúrfan) og díselvélar (græna kúrfa) í hálfa öld í því mikla bílalandi. Bláa línan er meðaltal alls fólksbílaflotans. Á henni sést hvernig díselbílar eru hægt og sígandi farnir að vigta meira í meðaltalinu síðustu 3. áratugina, en þeir er nú ~27% fólksbíla í Þýskalandi, en eru 20% á Íslandi. Fjöglun díselbíla á Íslandi hefur verið mjög ör á allra síðustu árum, farið úr 10% í 20% á 5-7 ára tímabili. 40% nýskráðra fólksbíla í Þýskalandi í dag eru dísel, er ekki með sambærilega tölu fyrir Ísland sem stendur. Ýmis önnur Evrópulönd eru jafnvel með hærra hlutfall nýskráðra díselbíla en Þýskaland, t.d. Frakkland og Austurríki.
Eyðslan hefur minnkað þetta 7-10% per áratug, síðustu tvo þrjá áratugi, og samt eru bílarnir líklega alltaf að þyngjast. Heldur virðist vera að hægja á framförum að minnka eyðslu díselbíla samkvæmt fyrra grafinu. Síðari myndin virðist þó sýna að þróun díselvéla er ekki allveg orðin flöt (sjá ljósbláu línuna Dieselmotor Neuwagen. þ.e. nýjir díselbílar), eða kannski sýnir það bara að farið er að setja díselvélar í miklu léttari bíla en áður, sem eyða auðvita minna? Samkvætt þessum gröfum þá virðist vera hraðari þróun að minnka eyðslu bensínbíla á síðasta áratug. Hvað segið þið, er eitthvað vit í þessum pælingum?


Línurnar Ottomotor (Bestant) og Dieselmotor (Bestant) eru meðaltöl alls bensín og díselbíla í Þýskalandi. Linurnar Ottomotor (Neuwagen) og Dieselmotor (Neuwagen) eru meðaltöl nýskráðra bíla.
lecter wrote:ha ha var einmitt að hugsa hvaðan þetta toyota tal kom ,, ja að setja diesel i einn minsta jeppan sem eiðir ja undir 10l en flestir tala um 12l
en cherios jeppan terios er ekki hægt að troða disel i hann lika,,,
svona án gins eru men að spá i að setja diesel i ferosa jeppan til að spara bensinið ,,, það er til diesel úr yaris eða golf
en diesel úr hilux 2,4 l það græðist ekkert á þvi held ég
http://warfs.org/forum/13-help-a-suppor ... ption.html
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 24.apr 2013, 22:02
frá lecter
já um að gera en finna bara vél sem er að eiða litlu i þeim bil sem hún kemur i vw er að eiða litlu eg er með transporter sem er 2,4 hann er 10l bill
en i óbreyttan jeppa er bara að finna litla vél
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 25.apr 2013, 01:46
frá Freyr
Þetta eru áhugaverðar pælingar. Sjálfur spáði ég um tíma í að setja díselvél í minn 38" cherokee og spáði helst í 3,1 isuzu eða 2,9 musso. Hinsvegar fékk ég það ekki af mér að minnka "fun factor" svona mikið og lagði þær vangaveltur á hilluna.
Annað atriði sem menn spá voða lítið í á þessum breyttu jeppum varðandi eyðslu er loftmótstaða. Maður hefur svosem spáð í hana varðandi miklar toppgrindur og farangurskistur á topp o.þ.h. en ekki gefið þessu atriði mikinn gaum. Svo var ég á spjalli við mikinn speking í gær um þessi mál og fór að tala um að 2,9 musso væri sparneytnasti jeppi sem ég hefði kynnst og talaði um vélina sem svona vel heppnaða hvað það varðar. Þá benti hann mér hinsvegar á að vélin væri ekki endilega málið heldur það hvað bíllinn er rennilegur. G bens með sömu vél eyðir nokkrum lítrum meira (eitthvað þyngri en ekkert svakalegur munur samt). Því er vert að hafa í huga að byrja svona project með jeppa sem er ekki of ferkantaður...
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 25.apr 2013, 12:01
frá StefánDal
Þú segir nokkuð Freyr. Er þetta ástæðan fyrir því að Willys jeppi eyðir alltaf ógeðslega miklu alveg sama hvaða rella er í honum?
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 25.apr 2013, 14:37
frá Grímur Gísla
Gallinn við 1,9l VW vélina er trúlega rafkerfið er flókinn póstur , nema það sé hægt að endurrita vélatölvuna, hef heyrt að svissinn þurfi að fylgja vélatölvunni og einhverjir fleiri fídusar. En hún er rosalega sparneytin og með góðann kraft 250 Nm og ekki nema um 150 kg. Nota vél og gírkassa úr td Skoda 4x4 og frístandandi millikassa.
Ég las einhvern tíman að loftmótstaðan skipti ekki öllu máli upp að 80 KM/klst eftir það margfaldast áhrifin í 2 veldi.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 25.apr 2013, 14:45
frá ellisnorra
Það er nú í flestum bílum síðustu 20 árin svona þjófavanarbúnaður eins og þú talar um þarna að svissinn þurfi að fylgja með. Terrano mótorinn sem fór í luxann hjá mér þarf að hafa NATS kerfið með og það samanstendur af lyklinum af nissaninum og loftnetshringnum í kringum svisscylinderinn.
Ég hef líka tekið cherokee 4l HO '91 árgerð og þar var þjófavarnakerfi sem þurfti að fylgja með líka.
Þetta er talsvert dund með teikninalestri og þolinmæði að skræla rafkerfi til að nota í öðrum bíl, en mér finnst það alveg þess virði. Tek það fram að ég hef ekki skrælt rafkerfi í svona nýju eins og þið eruð að tala um en það er alveg örugglega hægt líka með sömu verkfæri, þolinmæði og teikningar.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 25.apr 2013, 21:14
frá Stebbi
Grímur Gísla wrote:Nota vél og gírkassa úr td Skoda 4x4 og frístandandi millikassa.
Eða sleppa veseninu með frístandandi millikassa úr suzuki eða 30 tonna 205 kassa sem kostar hvítuna úr augunum og smíða aftaná þetta hilux kassa.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 26.apr 2013, 09:11
frá Grímur Gísla
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 26.apr 2013, 11:21
frá Big Red
Bara smá innslag. búið er að setja 2.5 dísel í Nissan D21 sem í var 2.4 bensín. Bensíntankurinn var tekinn niður og dæluunitið úr honum og unitið passaði beint úr dísel tanknum svo þetta var ekki flóknara enn það með tankanna. Þessi aðili sem talaði um að það væri einhver húð í bensíntönkunum er fastur á því og segir það gera dísel ekki gott.. hann um það.. Þannig haldið var 80lítra tanknum í staðinn fyrir 60lítra dísel tankinn..
Þæginlegast var að skipta um rafkerfið complett fremur enn að fara að lóða og splæsa. Þetta var semsagt 1990 bensín king cab og 1997 dísel double cab. Gírkassi og millikassi fóru í úr díselbílnum og enn sem komið er þá er hann á bensínhlutföllunum. sem er samt alltí lagi því hann verður á 33" og bensínhlutföllin eiga samkvæmt öllu að vera 4.36 enn dísel hlutföllin 4.67. Enn þessi hlutföll tengjast eitthvað með að ná meira togi úr aflminni mótor frá verksmiðju original.
Svo má til gaman geta að bíllinn rauk í gang á fyrsta starti.
Þetta var miklu minni aðgerð ennn búist var við og gekk framar vonum þannig endilega ekki hika þeir sem vilja og geta að skipta yfir í dísel á svona léttum bílum. verða bara skemmtilegri. Þessi er alla vega alveg ágætlega sprækur og með meira tog.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 26.apr 2013, 19:39
frá lecter
já hann eiðir kanski minna ef hann ræður við bensin hlutfallið minni snúningur minni eiðsla enda munar ekki svo rosalega þarna
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 27.apr 2013, 10:16
frá kudungur
Góðar fréttir. Afhverju var skipt um gírkassa og millikassa? Var vesen að splæsa vélinni saman við kassana úr bensínbílnum?
Hver var heildar vinnutími við þessi skipti?
Kv. Kuðungur
Hjónakornin wrote:Bara smá innslag. búið er að setja 2.5 dísel í Nissan D21 sem í var 2.4 bensín. Bensíntankurinn var tekinn niður og dæluunitið úr honum og unitið passaði beint úr dísel tanknum svo þetta var ekki flóknara enn það með tankanna. Þessi aðili sem talaði um að það væri einhver húð í bensíntönkunum er fastur á því og segir það gera dísel ekki gott.. hann um það.. Þannig haldið var 80lítra tanknum í staðinn fyrir 60lítra dísel tankinn..
Þæginlegast var að skipta um rafkerfið complett fremur enn að fara að lóða og splæsa. Þetta var semsagt 1990 bensín king cab og 1997 dísel double cab. Gírkassi og millikassi fóru í úr díselbílnum og enn sem komið er þá er hann á bensínhlutföllunum. sem er samt alltí lagi því hann verður á 33" og bensínhlutföllin eiga samkvæmt öllu að vera 4.36 enn dísel hlutföllin 4.67. Enn þessi hlutföll tengjast eitthvað með að ná meira togi úr aflminni mótor frá verksmiðju original.
Svo má til gaman geta að bíllinn rauk í gang á fyrsta starti.
Þetta var miklu minni aðgerð ennn búist var við og gekk framar vonum þannig endilega ekki hika þeir sem vilja og geta að skipta yfir í dísel á svona léttum bílum. verða bara skemmtilegri. Þessi er alla vega alveg ágætlega sprækur og með meira tog.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 27.apr 2013, 11:39
frá Big Red
Kassarnir eru mismunandi og einfaldast að taka þá bara alla lengjuna úr og í. Þetta tók um 6 daga. Menn ættu að ná svona vélaskiptum á einni helgi ef það er bara byrjað á morgnanna framm á kvöld. Reyndar pössuðu allar festingar og annað, svo ekkert þurfti að sérsmíða eða breyta sem var stór kostur.
Það var digital hraðamælir á dísel kassanum sem tekinn var úr og settur var mekaníski úr bensínkassanum smellpassaði a milli.
Enn sótt voru númerin á hann í gær og er því komin keyrslureynsla á hann. Eitthvað var internetið að skrökva með hlutföllinn, því á 29" þá er hann að ná hámarkshraða 65-70km. Þannig hlutföllunum verður skipt út líka.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 27.apr 2013, 13:36
frá villi58
Ert þú eitthvað að missa þig úr stressi, 65 km. er fínn hraði fyrir þig.
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 27.apr 2013, 14:44
frá Big Red
já kanski fínasti innanbæjarhraði enn yrði ansi leiðigjarnt útá þjóðveg ;)
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 27.apr 2013, 16:02
frá Grímur Gísla
Er sá hraði mældur með GPS? eða hraðamælinum?
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 01.maí 2013, 09:50
frá kudungur
Gott ef þú ert allavega með 5 gíra áfram. Lætur kannski vita þegar hraðinn er orðinn eðlilegur og
hvað var að.
Hjónakornin wrote:já kanski fínasti innanbæjarhraði enn yrði ansi leiðigjarnt útá þjóðveg ;)
Re: Skipta úr bensín vél í dísel?
Posted: 01.maí 2013, 17:06
frá snöfli
Varðandi að skipta um tank þá er bensín í tanki tærigarverjadi, líka bensíngufurnar, en díselolían ekki. Því eru tankar í dísilbílum oft plasttankar eða ryðvarðir (húðaðir) að öðrum kosti. Slíkt þarf ekki með bensíntank og því óvíst að hann endist nema stutt undir dísilolíu.