Síða 1 af 1
Hilux boddíhækkun
Posted: 24.aug 2010, 09:23
frá Mosi
Hvernig er það snillingar, ...þarf ekki örugglega að lengja stýrisarminn þegar boddíinu er lift (7-10cm), með tilheyrandi vottun o.s.frv. til að þetta sé skoðunarhæft(eða er e.t.v. nægilegt slagrými í rillunum til að megi draga þær til?). Hvar fæst svona ,,vottuð" lenging á arminn, eða hver smíðar þetta?
Re: Hilux boddíhækkun
Posted: 25.aug 2010, 15:26
frá Tómas Þröstur
Það er hægt að fá forvottaða lengingarhólka við neðri hjörulið í Artictrucks ,og Toyota aukahlutum þar á undan, í gegnum árin. Einfaldara en að lengja stýrisstöngina. Ef þú vilt frekar smíða þá Stál og stansar.
Re: Hilux boddíhækkun
Posted: 27.aug 2010, 22:16
frá sexlux
Kaupir millilegg úr 120 cruiser.. hann er 2cm lengri minnir mig..
gerðum þetta allavega við breytingu á einum með 6cm boddylift