LC 80 undarlegur í stýri
Posted: 13.apr 2013, 17:00
Sælir félagar.
Hef nú átt einn svona jeppa í tæp 3 ár og er mjög ánægður með bílinn. Þetta er ´92 módel 4.2 TDI ekinn 340.000 og breytingaskoðaður á 33". Það er bara eitt sem er að bögga mig varðandi bílinn en það er hvernig hann hagar sér úti á vegi. Maður þarf alltaf að vera mjög vakandi fyrir honum sérstaklega í hjólförum ( í malbiki) eins og malbikið er mjög víða á okkar blessaða landi. Lýsir sér þannig að hann leitar til annarar hvorrar hliðar, og svo aftur til baka eins og það sé talsvert slag í stýrisgang, þetta skeður líka innanbæjar, sérstaklega þar sem för eru í malbikinu. Svo maður þarf næstum alltaf að vera með báðar hendur á stýri. Geri mér alveg grein fyrir því að þetta er trukkur á hásingum framan og aftan en það skýrir ekki hvernig hann er að haga sér.
Er búinn að skipta um fóðringar í hliðarstýfu framan, skipta um stýrisdempara og setja OME og það hjálpaði aðeins, verslaði einnig alla stýrisenda nýja en er ekki búinn að setja þá í vegna þess að ég finn ekkert slit í þeim sem eru í sem gæti skýrt þetta. Búinn að herða upp á stýrismaskínu eftir kúnstarinnar reglum. Samt er eins og það sé eitthvað slag í stýrisgang.
Varðandi spindilhallan þá er búið að bæta undir gorma c.a. 1" hækkun, svo spindilhallinn gæti verið 1° minni heldur en original, en ég setti þessa hækkun sjálfur í og fann engan mun eftir þessa breytingu, svo skýringin getur varla verið í spindilhallanum.
Er eina ráðið kanski að fá sér stýristjakk í bílinn svo að hann róist í stýrinu? Getur verið að það sé nóg að hjólastilla? Vonast efti góðum svörum frá ykkur krúser sérfræðingum hérna á spjallinu.
Kv. Bragi
Hef nú átt einn svona jeppa í tæp 3 ár og er mjög ánægður með bílinn. Þetta er ´92 módel 4.2 TDI ekinn 340.000 og breytingaskoðaður á 33". Það er bara eitt sem er að bögga mig varðandi bílinn en það er hvernig hann hagar sér úti á vegi. Maður þarf alltaf að vera mjög vakandi fyrir honum sérstaklega í hjólförum ( í malbiki) eins og malbikið er mjög víða á okkar blessaða landi. Lýsir sér þannig að hann leitar til annarar hvorrar hliðar, og svo aftur til baka eins og það sé talsvert slag í stýrisgang, þetta skeður líka innanbæjar, sérstaklega þar sem för eru í malbikinu. Svo maður þarf næstum alltaf að vera með báðar hendur á stýri. Geri mér alveg grein fyrir því að þetta er trukkur á hásingum framan og aftan en það skýrir ekki hvernig hann er að haga sér.
Er búinn að skipta um fóðringar í hliðarstýfu framan, skipta um stýrisdempara og setja OME og það hjálpaði aðeins, verslaði einnig alla stýrisenda nýja en er ekki búinn að setja þá í vegna þess að ég finn ekkert slit í þeim sem eru í sem gæti skýrt þetta. Búinn að herða upp á stýrismaskínu eftir kúnstarinnar reglum. Samt er eins og það sé eitthvað slag í stýrisgang.
Varðandi spindilhallan þá er búið að bæta undir gorma c.a. 1" hækkun, svo spindilhallinn gæti verið 1° minni heldur en original, en ég setti þessa hækkun sjálfur í og fann engan mun eftir þessa breytingu, svo skýringin getur varla verið í spindilhallanum.
Er eina ráðið kanski að fá sér stýristjakk í bílinn svo að hann róist í stýrinu? Getur verið að það sé nóg að hjólastilla? Vonast efti góðum svörum frá ykkur krúser sérfræðingum hérna á spjallinu.
Kv. Bragi