Síða 1 af 1

8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 11.apr 2013, 19:06
frá olafur f johannsson
Veit einhver hvort að það sé einhver að græja svona í dag ? ég er búinn að sjá svona dót en finn ekkert sem er til sölu notað veit að Renniverkstæði Árna Brynjólfssonar ehf var að græja svona, ég væri til í að finna svona notað með 5,71 hlutfali og loftlæsingu :)

Re: 8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 12.apr 2013, 19:12
frá grimur
Held að þetta sé nú ekkert stórkostlega mikið mál.
Átti svona kúlu úr D44 sem hafði verið mixuð í IFS, en henti henni fyrir rest þar sem enginn fannst sem hafði áhuga á að eiga hana.

Það er bara málið að slátra afturhásingu í þetta, taka öxlana og stytta þá, sjóða réttu 6-bolta flangsana á, setja legur úti við flangsana og sæti í rörið.
Slatta smíðavinna en bara gaman held ég.

Spurnig um að síkka neðri A-spyrnurnar og setja hækkanir á liðhúsin eða finna hækkunar-liðhús þannig að hægt sé að síkka drifið aðeins. Svolítið plássvandamál uppi undir vél.

kv
Grímur

Re: 8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 12.apr 2013, 20:10
frá Pajero1
Tilhvers að standa í allri þessari smíði en vera samt áfram bara með harðfennis/hjólfara jeppa ?

Re: 8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 12.apr 2013, 20:21
frá StefánDal
Pajero1 wrote:Tilhvers að standa í allri þessari smíði en vera samt áfram bara með harðfennis/hjólfara jeppa ?

Ertu í alvöruni að setja útá sjálfstæðafjöðrun undir jeppa? Er ekki notanda nafnið þitt Pajero?

Re: 8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 12.apr 2013, 20:24
frá Pajero1
StefánDal wrote:
Pajero1 wrote:Tilhvers að standa í allri þessari smíði en vera samt áfram bara með harðfennis/hjólfara jeppa ?

Ertu í alvöruni að setja útá sjálfstæðafjöðrun undir jeppa? Er ekki notanda nafnið þitt Pajero?


Svona miðavið litlu myndina til hliðar þá sýnist mér þetta vera jeppi smíðaður til notkunar í snjó. Það er mín reynsla að jeppar með sjálfstæða fjöðrun eru oftar en aðrir í hjólförum.
Jú ég á Pajero , en það er engin sjálfstæð fjöðrun undir honum lengur.

Re: 8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 12.apr 2013, 20:29
frá StefánDal
Jú það er rétt hjá þér. Þessi tildæmis hangir alltaf í förum hef ég heyrt.
http://www.youtube.com/watch?v=wJsLVtkmz0c

Re: 8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 12.apr 2013, 20:34
frá Pajero1
StefánDal wrote:Jú það er rétt hjá þér. Þessi tildæmis hangir alltaf í förum hef ég heyrt.
http://www.youtube.com/watch?v=wJsLVtkmz0c


Já þetta er nefnilega það sama og flexitorar undir 80's four runner

Re: 8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 12.apr 2013, 20:38
frá StefánDal
Pajero1 wrote:
StefánDal wrote:Jú það er rétt hjá þér. Þessi tildæmis hangir alltaf í förum hef ég heyrt.
http://www.youtube.com/watch?v=wJsLVtkmz0c


Já þetta er nefnilega það sama og flexitorar undir 80's four runner

Alls ekki það sama en þetta sýnir að sjálfstæðfjöðrun er ekki bara harðfennis/hjólfara búnaður.

Við skulum samt ekki rústa þessum þræði, þetta er nefnilega áhugaverð pæling.

Re: 8" drif í klafa 4runner/hilux

Posted: 12.apr 2013, 20:52
frá olafur f johannsson
Ég smíða min jeppa bara eins og mig langar til og svo nota ég hann ekki mikið í ferðir á veturna ég hef ekki gaman af því ég ferðast mikið meira á honum á sumrin