Síða 1 af 1

Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 09.apr 2013, 16:53
frá Birgirsg
Sælir,
ég er með Hilux '90 2.4 diesel sem ég keyrði til vinnu og lagði en fór svo ekki í gang í lok vinnu dags.
Búið er að renna yfir hvort hráolíudæla virkar og svo var farið í síuna en það virðist vera að ekki koma olía upp í síuna (með því að handpumpa) og því fer hann (væntanlega) ekki í gang.
Er eitthvað annað en lögnin sem getur eitthvað verið að? þ.e. að það sé gat á lögn og því náist ekki að draga oíu inn á vélina?

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 09.apr 2013, 17:23
frá villi58
Tengdu slönguna frá olíuverkinu ofaní t.d. glæra kókflösku helst með nýrri slöngu og settu í gang.

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 09.apr 2013, 17:42
frá sukkaturbo
Sæll gæti verið kominn tæring í járnrörin sem eru við tankan og gat kveðja guðni

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 09.apr 2013, 18:07
frá villi58
sukkaturbo wrote:Sæll gæti verið kominn tæring í járnrörin sem eru við tankan og gat kveðja guðni

Guðni það er svo margt sem þarf að reikna með ef bílarnir eru fyrir sunnan akandi í saltsullinu, það sem ekkert sér á í mínum bíl 23. ára. þá er kanski mörgum sinnum komið gat á lagnir hjá þeim.
Skil reyndar ekki hvernig er hægt að búa þarna. Kveðja! Villi

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 09.apr 2013, 18:09
frá hobo
villi58 wrote:
sukkaturbo wrote:Sæll gæti verið kominn tæring í járnrörin sem eru við tankan og gat kveðja guðni

Guðni það er svo margt sem þarf að reikna með ef bílarnir eru fyrir sunnan akandi í saltsullinu, það sem ekkert sér á í mínum bíl 23. ára. þá er kanski mörgum sinnum komið gat á lagnir hjá þeim.
Skil reyndar ekki hvernig er hægt að búa þarna. Kveðja! Villi


Einu sinni var alltaf talað um dreifbýlisfordóma, nú eru það þéttbýlisfordómar :)
Eða kannski höfuðborgarfordómar.. Annars skil ég þetta vel, væri frekar til í að búa annars staðar á landinu.
Afsakið off topic.

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 09.apr 2013, 19:08
frá Bskati
Ég lenti einu sinni í þessu á gamla mínum, þá var farið öryggi sem ádreparinn er á. Engine main eða eitthvað álíka. Getur prófað að setja vír frá plús á geymi og á ádreparann, ef hann fer í gang þannig þá er þetta öruggi farið.

En ef hann startar og fer ekki í gang, þá fær hann ekki olíu.

kv
Baldur

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 09.apr 2013, 19:58
frá Valdi B
lenti í því með minn að ádreparinn sjálfur hætti bara allt í einu að virka, bíllinn lét bara eins og hann væri að verða olíulaus,og síðan startaði hann bara og fór ekkert í gang, reif pinnann úr ádreparanum og hann hefur ekki verið í síðan

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 09.apr 2013, 23:04
frá StefánDal
Ég tek undir það að þetta gæti verið ádreparinn á olíverkinu. Þú finnur hann aftast á olíverkinu, minnir að vírinn sé grænn eða blár. Prufaði að tengja plús frá geymi og beint þangað.

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 10.apr 2013, 09:23
frá Startarinn
Ertu búin að skoða hvort hitunarkertin fái straum?

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 10.apr 2013, 13:45
frá andrijo
Bíllinn er kominn í gang, beint frá geymi og í ádrepara virkaði hjá honum svo vírinn er líklega farinn hjá honum.

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 10.apr 2013, 14:37
frá Birgirsg
Já tengdi beint úr geymi og tékkaði á öryggi (aftur) öryggið var í lagi en gróið fast í sætinu, hins vegar sá ég þegar betur var að gáð að vírinn var orðinn ber og illa útlítandi í ádreparann.
Hefði nú átt að muna eftir að athuga hann en ekki bara kíkja hvort öryggið væri heilt...
En þakka góðar ráðleggingar !

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 10.apr 2013, 15:21
frá Sveinbjörn V
Lennti í þessu með Lc 70. Þá var farinn í sundur vír við stórt tengi aftur við kúplingshúsið, Þar sem vélarlúmmið tengist yfir í boddý.

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 14.apr 2013, 23:33
frá 66 Bronco
Halló.

Ekki munið þið litina á ádreparavírnum og plúsvírnum á olíuverkið?

Kveðja

Hjörleifur.

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 15.apr 2013, 10:52
frá StefánDal
66 Bronco wrote:Halló.

Ekki munið þið litina á ádreparavírnum og plúsvírnum á olíuverkið?

Kveðja

Hjörleifur.


Mig minnir að hann komi svartur úr pungnum á olíuverkinu. Annars er þetta aftast á olíuverkinu, lítið plögg. Ef þú hleypir 12v á það ættiru að heyra smá smell.

edit*
Fann mynd af svona olíuverki. Hér sérðu plöggið.
Image

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 15.apr 2013, 23:17
frá 66 Bronco
Þakka þér Stefán, það kom jú smá smellur svo ég er á réttri leið. Það koma svo tveir bláir vírar úr olíuverkinu framarlega, hægra megin á því, þétt saman. Eru þeir báðir fyrir plúsinn inn á olíuverk?

Takk,


Hjörleifur.

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 16.apr 2013, 11:29
frá StefánDal
66 Bronco wrote:Þakka þér Stefán, það kom jú smá smellur svo ég er á réttri leið. Það koma svo tveir bláir vírar úr olíuverkinu framarlega, hægra megin á því, þétt saman. Eru þeir báðir fyrir plúsinn inn á olíuverk?

Takk,


Hjörleifur.


Ekki kannast ég við þá víra en mig grunar að þeir séu fyrir snúningshraðamælinn. Hversu gamall mótor er þetta?

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 16.apr 2013, 22:56
frá 66 Bronco
Snúningsmælir, ekki ósennilegt, þekki ekki enn aldur mótorsins, gref það upp við tækifæri.

Er sumsé straumur á ádreparapunginn allt sem hetjan þarf til að taka við sér - ef hún reynist ekki ónýt það er að segja...?

H

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 16.apr 2013, 23:48
frá StefánDal
66 Bronco wrote:Snúningsmælir, ekki ósennilegt, þekki ekki enn aldur mótorsins, gref það upp við tækifæri.

Er sumsé straumur á ádreparapunginn allt sem hetjan þarf til að taka við sér - ef hún reynist ekki ónýt það er að segja...?

H


Já það er allt sem þarf. Og hún þarf sko ekki mikið. Volt mælirinn í mínum fór niður í 6volt einu sinni en enn hélst ádreparinn opinn. Langaði alltaf að prufa 9v batterý.

Búðu svo til annan þráð þegar þú ferð að tengja glóðarkertin. Það fannst mér enn skemmtilegra ;)

Annars er gott að nota tækifærið og gangsetja þetta á gólfinu áður en hún fer í. Straumur á ádreparapunginn, feitur vír af + pólnum beint á greiðuna sem tengja glóðarkertin saman (passaðu þig bara á því að steikja þau ekki(ég fór í 11v kerti til þess að komast hjá því þegar þetta var komið í bílinn)) og olía í brúsa er allt sem þarf. Já og svo auðvitað startkapall á startarann og stóra skrúfjárnið til að hleypa á milli í startpunginn svo hann starti nú.

Re: Hilux '90 fer ekki í gang

Posted: 16.apr 2013, 23:55
frá Hfsd037
svartur er fyrir segullokan, hinn er fyrir snúningsmælinn og sá þriðji "ef þú sérð hann" er fyrir jörð

66 Bronco wrote:Halló.

Ekki munið þið litina á ádreparavírnum og plúsvírnum á olíuverkið?

Kveðja

Hjörleifur.


Segullokan, + inn) Snúningsmælirinn, signal út) ekki tengja plús í vitlausan vír ;)
glóðarkertavírinn er annaðhvort svartur/hvítur eða svartur/gulur, fer ekki framhjá þér, hann kemur úr boxinu sem er vinstra megin í húddinu :)