Síða 21 af 26

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 28.feb 2014, 21:03
frá sukkaturbo
Sælir félagar já það verður nóg að gera næstu vikurnar við að fá þetta dót til að vinna saman svo vel verði. Svo er skoðuninn er eftir.En það er einmitt þetta sem gerir hlutina skemmtilega. Ég hefði viljað fá fleiri vandamál til að hafa eitthvað að gera erfitt að hætta svona skyndilega. En maður er stundum óheppinn. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 28.feb 2014, 21:27
frá sukkaturbo
Þetta er Copi Paste úr ingangi þessa þráðar sem ég stofnaði til 06.04.13.Ég held að við Snilli höfum staðið nokkuð vel við það sem við lögðum af stað með

Nú er bara að fá spjallverja til að aðstoða við smíðina og leggjast á eitt í að hjálpa okkur að finna sem ódýrast dótið svo sem 49" og 54" dekk eitt og eitt eða fleiri og annað dót sem mun vanta til að klára bílinn sem ódýrast . Vinnan verður ekki verðlögð enda er þetta áhugamálið okkar. Svo að venju, og þegar menn hafa lokið sér af við að drulla yfir verkefnið hefjumst við handa. Reynum að hafa þetta Landcruser áfram á mukkahásingum. Getum notað Cruser boddýið ef í hart fer og getum lengt húddið, fengun annað skárra boddý með. Eigum við að nota þessa vél? Já Það kostar minnst held ég. Þetta á ekki að vera 500 hestafla Koníaksgræja heldur 150 hestafla vinnuvél með WC og með 80 km hámarkshraða og þar af leiðandi með innbyggða hraðaksturs vörn sem er nauðsynlegt í kreppunni sem er að skella á 2015 ásamt undirakstursvörn. Jæja vona að þetta verði inngangur að skemmtilegum þræði með myndum og pælingum. kveðja Tilli og Snilli sem eru með 5,4" dellu og rana.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 28.feb 2014, 21:53
frá Stebbi
Ótrúlegt hvað er hægt að gera á tæpu ári með suðuvél, slípirokk og smá þrjósku. ;)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 28.feb 2014, 22:24
frá sukkaturbo
Svo kæru félagar nú er spurning hvort ég hætti ekki með þennan þráð þar sem bíllinn er langt kominn . Menn eru eflaust orðnir leiðir á röflinu í mér . Flettingar eru orðnar yfir 101.000 og það er mikið meira en ég átti von á.kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 28.feb 2014, 22:47
frá jeepson
Mér sýndist nú á fésbókinni áðan að það væri nú eitthvað eftir að lagfæra. Er þá ekki um að gera að halda áfram að röfla á þinn skemtilega hátt og henda inn myndum?

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 28.feb 2014, 22:50
frá ellisnorra
Hættu þessu tuði um áhugaleysi og haltu áfram að röfla um þennan glæsivagn :-)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.mar 2014, 06:29
frá TDK
Maður fyllist eginlega bara smá trega að sjá fyrir endan á þessu verkefni. Liggur við að maður kaupi eitthvað jeppagrey og borgi þér nokkur lambalæri og dós af ora-grænum fyrir að breita honum fyrri sig og að það verði gerður samskonar þráður um það verkefni.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.mar 2014, 07:03
frá sukkaturbo
Sæll Guðmundur alltaf til í að breita einhverju gömlu dóti. En það eru einhverjar vikur eftir í cruser ennþá svo ég held áfram að röfla um það þar til Gísli setur stopp á mig. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.mar 2014, 08:08
frá Óskar - Einfari
sukkaturbo wrote:Sæll Viktor hann er 3.16m á milli hjóla svo ladan er aðeins styttri. En 80 km hraða á 500 metrum er bara ansi gott því gormarnir að aftan lögðust saman ef tekið var á fullu afli á honum þar sem þeir eru of mjúkir. En þetta er gert sem torfærutæki og snjóbíll með töluverða niðurgírun og mikkla veghæð eða 63cm undir kúlu og hámarkshraðin sem við vorum allan tíman með í huga var um 80km og náðum við því svona á jafnsléttu en samt á móti 20 metra norðan vindi og 20 cm þykkum slyddukrapa á veginum. Hafi ég ætlað mér að smíða spyrnubíl sem fer 0 í 100 km á 6 sek þá hefði ég notað annað konsept sem ég veit að þú áttar þig á. En nú er komið tæpt ár eða 11 mánuðir síðan þetta verkefni hófst svo ég er nokkuð sáttur. En þetta verður aldrei kraftmikill bíll og vona ég að spjallverjar sætti sig við það. kveðja guðni


Þetta er glæsilegt og siglfirðingum til sóma! til hamingju. Það er ekkert út á hámarkshraðan að setja. Við Toyotu menn erum alveg vanir því (og ég veit að Viktor Cummins veit það alveg) að þótt það taki okkur stundum nokkur hundruð metra að ná hámarkshraða og við erum ekki alltaf fyrstir að þá komumst við alltaf heim til mömmu aftur :)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.mar 2014, 16:53
frá sukkaturbo
Sælir félagar og Óskar akkúrat. En þessi Cruser er bara vinnuvél með þægindum eða þannig fínn á 60 til 70 km hraða og er það nóg fyrir mig. Vantar bara hnúðinn á stýrið og þá er þetta orðinn 5 manna payloader . Var í gormavinnu í dag en átti ekki neitt sem hentaði. Þarf afturgorma úr patrol eða 80 Cruser. Range Rover gormarnir eru ekki alveg nógu langir. Tók eina mynd þar sem þeir standa nef í nef 46" Patrol og 54" Cruser í myrkrinu og hafa það gott þar til á morgun. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 02.mar 2014, 04:16
frá TDK
sukkaturbo wrote:Sæll Guðmundur alltaf til í að breita einhverju gömlu dóti. En það eru einhverjar vikur eftir í cruser ennþá svo ég held áfram að röfla um það þar til Gísli setur stopp á mig. kveðja guðni



Ef að manni tekst einhvertíman að eignast nægilega marga umframaura þá verð ég í sambandi við þig. Þér að seigja er ég ofboðsla veikur fyrir bæði 90 og 120 cruser

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 03.mar 2014, 16:16
frá Dúddi
hraðamælirinn er allavegna innan marka fyrir skoðun þannig ekki þarf maður að hafa ahyggjur af því.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 03.mar 2014, 16:51
frá villi58
Hvernig væri að setja hann á loftpúða að aftan, hlítur að vera hægt að finna púða á skikkanlegu verði.
Allir að leita í hillunum hjá sér og láta Guðna hafa púða á lágmarks verði. Hann á skilið að fá púða á góðu verði, einn öflugasti að setja inn myndir og upplýsingar um bílinn. Skemmtilegasti þráðurinn um jeppabreytingu.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 03.mar 2014, 21:20
frá jeepson
Guðni það getur verið að ég eigi patrol gorma handa þér.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 03.mar 2014, 23:27
frá Hr.Cummins
Þetta er allt rosa flott.... (engin kaldhæðni!)

En hvenær eigum við að taka rönn :) (Kaldhæðni)

Ég held að þetta verði hrikalega seigt og þannig... hvaða hlutföll eru í unimog hásingunum aftur ?

Nenni ekki að flétta allan þráðinn til baka og leita... ef það kom svo kannski ekki fram :) hehe

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 03.mar 2014, 23:57
frá sukkaturbo
Sælir félagar við erum búnir að redda þessu að aftan með því að setja undir gormana en takk fyrir hlýjar hugsanir. Viktor takk fyrir sömuleiðis flott hjá þér en ansi flókið fyrir gamlan jeppakarl, ég skil ekki helmingin af því sem þú ert að segja um vélar málin en það er bara ég. En runn ertu þá að meina kapphlaup ekki málið þá vil ég vera í meters djúpum snjó og með 100 metra forskot í 50 metra hlaupi því þá ætti ég kanski séns því ég hleyp hraðar en Cruserinn á vegi og nota skór nr 50 sem er gott í snjó.
Cruserinn er með 7:54 hlutföll sem er of lágt til að gaman sé að aka honum á þjóðvegi fyrir unga stráka sem borða Nitro í morgunmat og eru með þrjár Túrbínur á teikniborðinu og Lock uppið í símanum. En næsta vandamál í Cruser er vibringur í framskapti og verður það tekið til skoðunnar næst. Erum með það í upphengju ættaða úr afturskapti á dobulcab disel toyotu og er hún staðsett við vinstrihliðina á sjálfskiptingunni en kúlan er svo til miðlæg eða meira til hægri þannig að á 70 er kominn óþægilegur vibringur í skapta línuna samt er engin halli að ráði á þessu en samt smávegis niður og til hægri. Annars fer í bifreiðaskoðun og sérskoðun á morgun kl. 16.45 og það verða meiri fréttir annað kvöld og vonandi góðar eða þannig. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 18:45
frá sukkaturbo
Sælir félagar fórum í skoðun hjá Aðalskoðun á Ólafsfirði og var það Magnús sem skoðaði bílnn og tók hann út og mældi og prufaði og er hann nú Toyota Landcruser árgerð 1987 skoðaður og samþykktur sem 54" bíll með 15 miða full skoðun . Því líkt vandvirkur skoðunarmaður og skoðaði hann allt í bak og fyrir og mældi fram og til baka prufaði bremsur sérstkalega vel og handbremsuna sem hann var ánægður með en hún er á drifskaftinu og þræl virkar sem og aðalbremsurnar sem voru meir en nóg fyrir þennan bíl var niðurstaðan. Hann ók bílnum nokkra kílómetra og prufaði aksturs eiginleika og hraðamælinn sem var hárréttur og bíllinn liggur eins og klessa og engin jeppaveiki og ekkert rás og leggur á eins og fólksbíll og ekkert rekst í neinstaðar og við fengum að heyra að þetta væri vönduð vinna á breitingunum og bíllinn fékk fullaskoðun án athugasemda. Á leiðinni heim ók Snilli Cruser og ég elti á Toyota Dobulcab Disel orginal. Ég skildi ekkert í að ég hafði ekki við Cruser og var ég kominn í 90 km og dróst aftur úr. Loksins þegar Snilli stoppaði við skúrinn kom hann skælbrosandi út úr Crusernum og sagði að overdrive hefði komið inn á 80km og þá hafi snúningurinn á vélinni verið um 2000 rpm á 95 km hraða sem er bara algjör snilld. Við höfum aldrei farið upp fyrir 75km og þess vegna ekki fengið overdrive-ið inn. Svo hann fer létt með 90 km og er undir 2000 rmp. bara gleði. kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 18:54
frá gislisveri
Glæsilegt, til hamingju með það. Hlakka til að berja gripinn augum um helgina.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 18:55
frá jeepson
Til hamingju með áfangan félagar. Ég ætla að heimta prufu rúnt næst þegar að ég kíki í heimsókn. Og það mun sennilega vera í eina skiptið sem mér virkilega langar að prufa toyota.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 18:59
frá Járni
Snilld! Við Gísli stefnum til ykkar um helgina, ég mæti með sætabrauð handa ykkur. Þið eigið skilið að fá smá með kaffinu eftir að hafa klárað þetta!

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 19:11
frá Svenni30
Flottir félagar, til hamingju með áfangan

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 19:22
frá ellisnorra
Vá. Innilega til hamingju með þennan stóra áfanga. Fjandi margar klukkustundir sem hafa farið í þetta hjá ykkur og tekist bara virkilega vel! Hlakka til að fá að sjá þetta einhverntíman!

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 19:39
frá nobrks
Hamingjuóskir með áfangann! Frábært að fylgjast með þessum þræði!!

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 19:47
frá jeepcj7
Snilld bara flott hjá ykkur með þetta megaverkefni.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 19:54
frá olafur f johannsson
Lang flottastir og magnað að sjá þetta komið í umferð

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 20:05
frá kári þorleifss
Þetta er bara mergjað, til hamingju með áfangann

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 20:11
frá sukkaturbo
Sælir félagar og mikið takk. Ég er bara að drepast úr ánægju og er bara helvíti montinn en vil biðja ykkur að afsakið montið í mér í sólarhring maður á víst að vera hógvær og lítil látur svo vonandi líður montið frá í nótt. En ég er ennþá ánægðari með, að það er auðveldlega hægt að koma Cruser í 95 km hraða niður í móti og undan vindi án þess að nota segl og að Overdrive--ið virkar.kveðja Guðni og Guðmundur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 20:56
frá lada sport
til hamingju og flott að hann skuli aftur vera kominn á ferð eftir hlé þar sem Baldur Páls ók honum 3000 km sýðast á 54" en hvað númer er komið á hann nú ??????

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 21:02
frá sukkaturbo
Sæll Kristján já það er gott að vera búinn að klára verkið sem Baldur byrjaði og hannaði. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 21:23
frá Startarinn
sukkaturbo wrote:
Erum með það í upphengju ættaða úr afturskapti á dobulcab disel toyotu og er hún staðsett við vinstrihliðina á sjálfskiptingunni en kúlan er svo til miðlæg eða meira til hægri þannig að á 70 er kominn óþægilegur vibringur í skapta línuna samt er engin halli að ráði á þessu en samt smávegis niður og til hægri


Sæll Guðni

Er það rétt athugað hjá mér að þið hafið sett lið beggja vegna við upphengjuna?

Ég held að ég geti fullyrt að það er titringsvaldurinn, stubburinn milli liða, vaggar í allar áttir undir átaki býst ég við. Ég myndi frekar fjarlægja annan liðinn og setja upphengjuna á styttra skaftið.

Ef þetta er rangt hjá mér hunsaru þetta ;)

kveðja
Addi

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 21:48
frá sukkaturbo
lada sport wrote:til hamingju og flott að hann skuli aftur vera kominn á ferð eftir hlé þar sem Baldur Páls ók honum 3000 km sýðast á 54" en hvað númer er komið á hann nú ??????

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 21:51
frá stebbiþ
Til hamingju Snilli og Tilli, með þetta afrek. Það hefur verið fræðandi og skemmtilegt að fylgjast með ykkur. Vonandi fáum við að heyra meira þegar fram líða stundir.

Kv, Stebbi Þ.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 21:54
frá sukkaturbo
Sæll Addi það er liður við kassan svo öxull í gegnum upphengjuna með flangs sem svo drifskaftið sem liggur niður á hásinguna boltast á og allt einfaldir liðir. Sem sagt einn liður við kassan og annar drifskaftsmegin við upphengjuna og einn niður við hásingu. Líklegast er ónýt pinjónslega. Skoðum það á morgun kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 22:58
frá villihf
Sælir til hamingju með bílinn
það er búið að vera gaman að fylgjast með
kv villi

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 23:26
frá sukkaturbo
Sælir félagar ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina og öll ráðin í gegnum þetta verkefni sem nú hefur staðið yfir í nærri heilt ár. Ég mun draga úr skrifum en setja inn annarslagið eitthvað. Það er hellingur eftir að gera í bílnum varaðandi vinnu. Svo sem öll tæki td. olíufýring gps talstöð spil loftkerfið og loftpúðar að aftan og reyna að gera hann sem bestan í akstri og þá meina ég að losna við vibringinn og kanski setja í hann intercooler. Hugsa að ég fái Hr. Cummings til að gefa mér ráð um að auka aflið í þessum mótor einhvern tímann og þá á íslensku he he. Svo kær kveðja frá Tilla og Snilla til ykkar allra í bili. PS.Ég mun svara öllum fyrirspurnum ef ég get sem koma hér inn í framtíðinni kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 23:30
frá juddi
Algjörlega magnað og til hamingju með miðann

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 04.mar 2014, 23:38
frá villi58
Þetta er ansi mikið afrek að komast í gegnum allar þær brekkur sem voru á vegi ykkar, en þið leystuð allt með sóma. Og lokafrágangur verður örugglega leystur eins. Til hamingju Snilli og Tilli.
Svo verður gaman að sjá myndir þegar þið farið og prufið Ofurtækið, fara örugglega ekki allir í förin ykkar. Kveðja!

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 05.mar 2014, 00:04
frá olistef
Vel gert. Til lukku.
Kveðja Óli

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 05.mar 2014, 00:10
frá risinn
Það þarf að vera til undan tekning á regluverkinu með einka númmer á bílum.
Þessi bíll þarf að hafa eitt einka númmer.
SNILLI OG TILLI.

Kv. Ragnar

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 05.mar 2014, 00:38
frá StefánDal
Til hamingju! Það er ekki spurning um að 1. sætið í jeppaspjalls-jeppaverkefna-keppninni rataði á réttan stað :)

Varðandi titringinn að framan. Eru allir krossarnir í framskaftinu að flútta saman? Eða snúa rétt eða hvernig sem ég get orðað þetta svo það skiljist...