Síða 15 af 26

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 13:13
frá sukkaturbo
Sæll Gísli mér þykir vænt um að heyra þetta.
En byrjaði 08.00 í morgun setti gluggan í og stillti upp vinstri afturkantinum. Mikið langar mig bara að festa afturhurðarnar og byggja kantana almennilega á bílinn. Setja svo hurðar að aftan og langbekki bæði til að liggja á og undir farþega. Hvernig lýst mönnum á þessa hugmynd.??Mynnir að hún sé búinn að koma fram áður. kveða Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 13:36
frá Hfsd037
Mér þætti það mun flottara ef að kanntarnir væru smíðaðir þannig að þeir myndu hylja gapið framan við dekkin
partur af könntunum yrðu settir á hurðarnar svona eins og á Patrol Y61.
Afturhurðarnar eru mjög dýrmætar og það væri synd að sleppa þeim á svona vel breyttum bíl, ég segi, redda þessu með plasti! :)

Á meðan ég man, þá er Car System sparslið sem fæst hjá Málningavörum eitt það besta sparsl sem menn komast í, það skiptir máli að vera með almennileg efni upp á tímann og þægindin í svona body og brettakanntasmíði að gera.

Gleðilegt nýtt ár! :)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 15:01
frá sukkaturbo
Sæll Hlynur ég er sammála þér og maður verður bara að hafa sig í þetta. Klára fyrst kantana fyrir aftan hurðar og ráðast svo á að smíða kantana á hurðarnar. Gott að fá peppið það drífur mann áfram kveðja. Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 16:07
frá gislisveri
sukkaturbo wrote:Sæll Gísli mér þykir vænt um að heyra þetta.

Já, maður verður stundum svoldið meyr á 18. bjór.
Kv.
Gísli.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 18:00
frá sukkaturbo
Sæll Gísli vín er innri maður. Kveðja Guðni
PS. svo að það komi fram þá hef ég enga afsökun á vitleysunni í mér þar sem ég drekk ekki en smá afsökun.Maður er jú með stóran haus og heimskur er oftast höfuð stór segir málmtækið

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 18:57
frá stebbiþ
Gleðilegt nýtt ár Guðni, með þökk fyrir besta jeppabreytingaþráð síðasta árs. Vonandi verður framhald á því, þetta verður óstöðvandi tæki.
Aldrei að vita nema maður kíkji á þig seinna í vetur ef ég fer í skíðaferð norður með familíuna.

Nýárskveðja, Stebbi Þ.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 19:44
frá sukkaturbo
Sæll Stebbi og smöuleiðis og láttu sjá þig það er skyldu mæting í kofan hjá öllum jeppaspjallverjum sem koma á Sigló og alltaf heitt á könnunni. kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 19:54
frá jeepson
Já svo ekki gleyma því að kaffið er alveg hrikalega gott hjá þér Guðni. Það alveg þess virði að keyra norður bara til að fá sér einn bolla eða tvo :)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 20:03
frá Wrangler Ultimate
Gleðilegt jeppanýár

breiddin á köntunum er flott. kantar eiga alltaf að covera rétt yfir munstrið :) en ekki lengra..

að aftan sýnist mér vera nóg pláss til að smíða kantinn bara fullkláraðann fyrir aftan hurðina og hafa hana bara án kants... mun einfaldara og mér finnst bilið framan við dekkið vera of mikið sem leysist við þetta.

nærðu ekki að hafa kantinn hærra upp á boddíinu til að hafa meiri uppfjöðrun og lægri bíl ? kannski of mikið vesen

kv Gunnar

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 20:04
frá stebbiþ
Þakka gott boð, ég læt sjá mig.

Kv, Stebbi

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 01.jan 2014, 23:39
frá sukkaturbo
Wrangler Ultimate wrote:Gleðilegt jeppanýár

breiddin á köntunum er flott. kantar eiga alltaf að covera rétt yfir munstrið :) en ekki lengra..

að aftan sýnist mér vera nóg pláss til að smíða kantinn bara fullkláraðann fyrir aftan hurðina og hafa hana bara án kants... mun einfaldara og mér finnst bilið framan við dekkið vera of mikið sem leysist við þetta.

nærðu ekki að hafa kantinn hærra upp á boddíinu til að hafa meiri uppfjöðrun og lægri bíl ? kannski of mikið vesen

kv Gunnar

Takk fyrir innleggið Gunnar ætla að skoða þetta vel kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 03.jan 2014, 18:46
frá sukkaturbo
Sælir félagar áfram með smjörið. Var að steypa kantana að aftan og kláraði að steypa þá fram að afturhurðum. Við ætlum að fara að ráðum Gunnars og leggja kantana að hluta á hurðarnar. Þurfum að eins að sjóða og leggja utan á hurðarnar stál undir kantana. Er að skrapa dóti í framendan og er flest komið sem vantar. Vantar þó betri kúppla en þeir koma örugglega og en vantar góðan framstuðara helst króm orginal. kveðja Snilli og Tilli

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.jan 2014, 18:30
frá heidar69
Sælir Ég er einn af þeim sem skoða vefinn hjá þér reglulega... Glæsilegt hjá þér.... Áttu myndir af bílnum hjá Jörgen...

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.jan 2014, 19:22
frá sukkaturbo
Sæll félagi hér er ein gömul frá því í fyrra er við settum 54" undir hér á Sigló. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 08.jan 2014, 00:17
frá TDK
Eru menn bara að framleiða Jeppaskrímsli á færibandi þarna á Sigló?

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 08.jan 2014, 00:31
frá hannibal lekter
Guðni er allveg ótrúlega duglegur í þessum efnum alltaf gamann að kikka til hans í kaffi og spjalla um daginn og veginn :)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 08.jan 2014, 09:16
frá heidar69
Flottur bíll.... Svo verður gaman að sjá kverninn létti cruserinn bíllinn kemur út á 54 miðað við þann stóra...

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 09.jan 2014, 10:03
frá sukkaturbo
Sælir félagar þá eru það innrimaðurinn (brettin) Notaði orginal brettin átti 4 og get smíðað úr því ágætis hjólskálar.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 12.jan 2014, 13:49
frá sukkaturbo
Sælir félagar þá er loksins búið að smíða hjólskálarnar að framan. Notast var við fjórar orginal skálar þannig að útkoman varð svo til orginal lúkk á skálunum og allt úr járni. Ekki rör og gúmí lufsur. Festingar og annað áfram klárt fyrir orginal rafkerfið sem á þeim hvílir rely og fleira. Settum boltaða lúgu í innrabrettið til að komast að olíuverki og fleiru og er þá hægt að vinna í gegnum innrabrettið og maður hefur þak yfir höfuðið á meðan ef rignir mikið.
Næsta verkefni hjá okkur Snilla er gólfið og er það nokkuð mikil vinna. Byrjað verður á að fá styrk í það aftur en búið var að skera í sundur bitana í gólfinu. Þetta er heljarinnar gat og á sínum tíma hefur þetta virkað sem fínasta WC. En með nútíma tækni þar sem notast er við mannlegar haugsugur sem gerðar eru úr 2" slöngum og vagúmdælu með poka og backmyndavél (læt ykkur um að skilja þetta) þarf þetta gat ekki lengur.En þetta potast en er ansi seinlegt. kveðja Snilli og Tilli

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 13.jan 2014, 06:43
frá firebird400
Ég er búinn að fylgjast með þessum þræði frá upphafi. Agalega skemmtilegt verkefni hjá ykkur.

En hafið þið einhvað spáð í það að skera meira úr dekkjunum til að dýpka munstrið líkt og Hörður gerði við dekkin undir Chevy pikkupinn hjá sér?
Það er víst nóg af gúmmíi á þessum Boggerum.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 13.jan 2014, 07:39
frá sukkaturbo
Sæll Agnar jú er búinn að spá í því. Ég ætla fyrst að prufa þetta svona. Hef góða reynslu af 46" sem ég skar svona og var með undir foxinum mínum. Er búinn að fara út og prufa og fékk mjög góða bælingu á dekkin á 2 pundum. Bíllinn stendur á flísum sem eru á gólfinu og eru þær 30x30 cm.
Ég hleypti úr niður í 1,5 pund og stóð bíllinn þá á tæplega fjórum flísum á lengdina og þremur á breiddina. Þetta er kanski ekki marktæk mæling en þetta er ansi stór flötur.Okkur fanst líka bíllinn snúa þessum dekkum auðveldlega og vera ótrúlega létt yfir honum. Tekið skal fram að ekki var farið í neina langkeyrslu heldur bara eins langt og teygjan náði sem er nú aðal heimkomu öryggið hjá klúbbnum okkar sést heim til mömmu jeppavinafélagið. Þegar teygjan er kominn í botn dregur hún okkur til baka og inn í skúr.
Þetta er alveg nauðsynlegur búnaður í dag fyrir okkur sófa jeppamennina og tryggir örugga heim komu ef olían klárast og nestið.Er að hugsa um að fjölda framleiða svona teygju. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 13.jan 2014, 17:22
frá Baldur Pálsson
sukkaturbo wrote:Sæll Agnar jú er búinn að spá í því. Ég ætla fyrst að prufa þetta svona. Hef góða reynslu af 46" sem ég skar svona og var með undir foxinum mínum. Er búinn að fara út og prufa og fékk mjög góða bælingu á dekkin á 2 pundum. Bíllinn stendur á flísum sem eru á gólfinu og eru þær 30x30 cm.
Ég hleypti úr niður í 1,5 pund og stóð bíllinn þá á tæplega fjórum flísum á lengdina og þremur á breiddina. Þetta er kanski ekki marktæk mæling en þetta er ansi stór flötur.Okkur fanst líka bíllinn snúa þessum dekkum auðveldlega og vera ótrúlega létt yfir honum. Tekið skal fram að ekki var farið í neina langkeyrslu heldur bara eins langt og teygjan náði sem er nú aðal heimkomu öryggið hjá klúbbnum okkar sést heim til mömmu jeppavinafélagið. Þegar teygjan er kominn í botn dregur hún okkur til baka og inn í skúr.
Þetta er alveg nauðsynlegur búnaður í dag fyrir okkur sófa jeppamennina og tryggir örugga heim komu ef olían klárast og nestið.Er að hugsa um að fjölda framleiða svona teygju. kveðja guðni

Það eru ekki nýjar fréttir að hann snúi þessu auðveldlega ég keyrði hann á milli 2000-3000 km á svona dekkjum bara svolítið minna slitinn.
kv
Baldur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 15.jan 2014, 14:04
frá sukkaturbo
Sælir félagar þá er gólfið klárt og handbremsan á leiðinni á nýja gólfið. En allt er klárt undir gólfi. Loksins búnir að skera kantana til og verða þeir límdir á um helgina. Búinn að skipta um sílsana og festa frambrettin við boddýið að neðan. Mikið af dundi og sést lítið eftir okkur. En þetta mjakast.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 15.jan 2014, 17:21
frá Fetzer
Helviti flott hjá ykkur !

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 15.jan 2014, 19:43
frá sukkaturbo
Sælir takk fyrir það Aron.

En annað mál aðeins að misnota síðuna. Nú vantar mig ABS heilan í BMW-X-5 2001 jeppan sem guttinn minn var að kaupa sér. Endilega sendið mér mail ef þið vitið um þetta á skikkanlegu verði eða leið til að fá þetta sem ódýrast.
mailið er gudnisv@simnet.is

eða hringið í mig gsm 8925426

kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 15.jan 2014, 22:10
frá IL2
Guðni, prófaðu hérna með heilan http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewforum.php?f=5.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 15.jan 2014, 22:33
frá sukkaturbo
Sæll og takk kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 15.jan 2014, 23:48
frá IL2
Ég gleymdi svo þessu með 46 Wyllisin http://www.jsl210.com/spjall/viewforum. ... d82ebe4f46

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 17.jan 2014, 17:03
frá sukkaturbo
Sælir félagar enn verið að. Kláruðum að festa og líma framkantana í dag og tengja og stilla Patrol handbremsuna sem er algjör snilld hvað virkni varðar. Settum réttskeiðar utan á kantana og mældist bíllinn 249cm þannig mældur.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 17.jan 2014, 17:16
frá sukkaturbo
Sælir aftur félagar sá þetta til sölu. Þetta eru loftpúðar úr Lincoln jeppa að aftan. Væri hægt að nota þetta í 54" Cruserinn??? kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 19.jan 2014, 23:56
frá Dúddi
Framkantarnir koma vel út, helvíti flottir og passa bilnum. Þegar eg hef farið með mina bila i sérskoðun þá er mælt útfyrir belg á dekkjum.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 07:50
frá sukkaturbo
Sæll Rúnar og takk fyrir það. Ef er mælt með því að leggja á belgina réttskeið þá verður hann ansi breiður. Ég var búinn að heyra um að það væri mælt á ystubrún á sólanum. Ætli maður þurfi þá ekki breiddarljós. Var líka búinn að heyra að það þyrfti ekki breiddarljós ef bíllinn væri undir 255cm, En hvað ef hann fer yfir 255cm kanski 260 cm fæst þá ekki skoðunn? Ég er viss um að það eru einhverjir bílar sem mældir eru út fyrir mestu breidd á belgjum dekka yfir 255. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 08:13
frá Stebbi
Bíllinn minn var mældur út fyrir mynstur á dekkjum ekki út fyrir belg. Kanski er þetta eitthvað sem skoðunar menn gera hver með sínu nefi, annað eins hefur nú gerst.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 09:23
frá Startarinn
Ég er búinn að fletta gegnum viðeigandi kafla í reglugerðinni um gerð og búnað ökutækja en ég finn enga skilgreiningu á "ystu brún ökutækis".

Mér persónulega finnst eðlilegt að dekkin séu með í því þar sem þau eru vissulega partur af ökutækinu. En það er auðvitað hagstæðara fyrir okkur að taka ystu brún á munstri eða ytri brúnir á köntum.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 09:31
frá Dúddi
Þú þarft alltaf breyddarljós hefði ég haldið, gamli minn svona cruiser þurfti þau þvi hann for yfir 2.3 og einhverntima heyrði ég að mörkinn væru farinn ur 2.3 niður í 2,1. Maður fær ekki skoðun ef ökutækið fer yfir 2,55, það er mesta leifilega breydd á vörubíl, annars er hægt að fá fasta undanþágu á vélavagna en efast um að það sé hægt með bíla.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 09:37
frá Hordursa
Sæll Guðni.
það á að mæla á ystu brún dekkja, en kúlan sem myndast vegna snertingar við jörð á ekki að mælast með.

kv Hörður

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 12:57
frá Seacop
Sæll Guðni.
Reglugerð 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja segir:
7. gr.
Breidd ökutækis.

Leyfileg breidd bifreiðar og eftirvagns er 2,55 m með þeirri undantekningu að yfirbygging jafnhitavagns má vera 2,60 m.
Leyfileg breidd vinnuvélar, eftirvagns hennar eða tengitækis til landbúnaðarstarfa eða vegavinnu er 3,30 m. Lögreglan getur bannað akstur slíkra ökutækja þegar sérstaklega stendur á.

Breidd ökutækis skal mæld milli þeirra hluta þess sem standa lengst til hliðar. Speglar eða ljósker, önnur en aðal-, vinnu- og hliðarljósker, svo og keðjur á hjólum, eru ekki talin til breiddar ökutækis. Sama gildir um festingar fyrir yfirbreiðslu og vörn þeirra.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 15:51
frá Steinmar
Sæll Guðni
Ég tók mig til og leitaði að einhverju um breiddarljós og fann eftirfarandi: Breiddarljós skulu vera á bifreiðum/eftirvögnum sem eru meira en 2100 mm á breidd. Litur skal vera hvítur fram og rauður aftur. Staðsetning skal vera á/við efri brún yfirbyggingar og ekki innar en 400 mm frá ystu brún ökutækis. Ljósin skulu lýsa 5°upp á við og 80°niður á við.

Breiddarljós er hægt að fá í Bílanust, ET, GT Óskarssyni, Bílasmiðnum og eflaust fleiri stöðum.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

Kveðja að sunnan
Steinmar

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 16:11
frá sukkaturbo
Sælir félagar og takk fyrir þessar upplýsingar. Ég skil þetta svo að ég geti reiknað með að það sé mælt út á ystubrún sólans en ekki á belgnum sjálfum.Breiddarljós þarf ég örugglega svo aftur mikið takk.
Svo vil ég fyrir hönd okkar Snilla þakka ykkur jeppaspjallverjum öllum kærlega fyrir að gefa okkur atkvæði í kosningunni sem var að ljúka. Einnig vil ég þakka eigendum jeppaspjallins og stjórn fyrir frábæran og skemmtilegan vef sem hvetur jeppamenn til verka og áhugamenn um að byrja í jeppamennskunni. Hér eru menn alltaf tilbúnir að gefa ráð og aðstoða náungan og það þykir mér frábært.kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 20.jan 2014, 17:32
frá Startarinn
Úr reglugerð um gerð og búnað ökutækja:

07.203 Breytt bifreið.
(1) Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
(2) Hæð bakkljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1650 mm.
(3) Breytt torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um
eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.