Síða 6 af 26

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 24.aug 2013, 12:55
frá villi58
Mér er nokkuð sama hvað einhverjir fræðingar segja þeir hafa gert örugglega jafn mörg mistök og margir bílskúrskallar.
Best að vera sem næst þykktinni og er í felgunum, betra vegna suðu og uppstillingar fyrir samsetningu og grunar að hafi verið einhverjir fræðingar sem reiknuðu út þykkt á orginal felgu og svo er þetta breykkað helling og það verður að taka mið af því líka. Búinn að vinna með nokkrum verkfræðingum og tæknifræðingum sem hafa bara setið á skólabekk en ekkert unnið sjálfir og þessir kallar eru látnir reikna út mörg mistök íslandssögunar.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 24.aug 2013, 18:45
frá sukkaturbo
Sælir félagar þá er búið að breikka felgurnar og setja nýjar miðjur þær voru verslaðar hjá honum Ása á Réttarhálsinum flottur karl þar. Efnið í þeim er 5mm kosta um 8500 st. Unimog felgan var 22kg stikkið fyrir breikkun en varð 32 kg eftir breikkun sem er ekki mikil þyngdaraukning því fyrir eru þessar felgur 9" breiðar og 22kg en eru nú þær 18,5" breiðar og 32 kg með 3 mm efni. Veit ekki hvort þessi aðferð er þekkt sem við notuðum við að breita gatadeilingunni en okkur leist bara vel á hana. Þetta er búinn að vera hellings vinna og kallar á góða og kraftmikkla suðu stóran rennibekk og valsara og svo myndarlegan mann eins mig til að segja SNILLA hvernig eigi að gera hlutina, verst að hann kann þetta allt og hlustar aldrei á mig. Ég fékk hvorki að fara í mat eða kaffi í 10 tíma og var nærri dauða en lífi eftir þenna þrældóm. Bjargaði mér að ég var með slatta af hundamat í vasanum.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 24.aug 2013, 21:57
frá ellisnorra
Þetta er fjandi flott, en þvílíkt geggjuð aðstaða og tæki sem þið eruð með þarna :)
3mm er örugglega fínt, betra er að vera með þetta aðeins of sterkt heldur en að beyja felgu á fjöllum, sérstaklega þegar munar ekki nema 7kg á hvorn öxul, sem annars er á þriðja hundrað kíló :)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 24.aug 2013, 23:07
frá jeepson
Varðandi felgubreikkun. Þá þekki ég mann sem hefur breikkað felgur í ansi mörg ár. Ég varð hissa þegar að lifti 18" breiðri felgu sem að hann hafði breikkað undir landrover. Því hún var mikið léttari en ein 15,5 breið felga frá mér. Þegar að ég fór nú að spyrjast fyrir fékk ég þau svör að hann notaði þynnra efni en aðrir. Ég varð nú ansi skeptiskur á þetta og surði hann nú hvort að felgurnar sem að væru breikkaðar af honum þyldu yfir höfuð eitthvað. Þetta er svarið sem að ég fékk. Ég hef breikkað marga felgu ganga í mörg ár og það hefur ekki ein einasta felga bognað eða brotnað. Hann vildi meina að það skiptu mestu máli að vera með sterkar miðjur og kanta á felgunum. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. En ég skal nánast hengja mig uppá það að meir að segja 12" breiðu felgurnar mínar eru þyngri en þessa landrover felgur.. Mér var hugsað um að kanski væri best að selja einhverri útgerð felgurnar mínar og leyfa þeim að nota þær sem anker á bátana og láta svo smíða nýjar felgur undir pattann.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 00:05
frá sukkaturbo
Sælir félagar hvort felgan er 32 eða 30 kg skiptir ekki megin máli hjá okkur Snilla. Ef þetta hefði skipt máli þá hefðum við farið í álfelgur. Unimog felgurnar eru sirka 5mm þykkar. Nýju miðjurnar eru 5 mm þykkar. Þýski verkfræðingurinn sem hannaði Unimog felgurnar var að pæla í styrk og endingu þegar hann hannaði þær og að bíllinn færi vel í kartöflugarði. En unimoginn var notaður við að taka upp kartöflur á sínum tíma, og nú er ég ekki að grínast, aldrei þessu vant.. Hann hannað líka Bismark frétti ég í gær svo þetta er skothellt og í fína lagi þar til þetta bilar eða sekkur eins og Bismark. Þar sem við áttum heila plötu af 3mm var ákveðið að nota það. Renningurinn sem við notum var sirka 147 cm langur man það þó ekki alveg en 23 cm breiður allavega gefum við okkur þessar tölur. Þetta gæti verið fínt reiknisdæmi fyrir þá sem eru alveg að missa sig yfir þessari hræðilegu þyngd sem felst í því hvort járnið sé 1,5mm eða 3mm. Það er ekki möguleiki að snitta svo vel haldi fyrir felgukrana í 1,5mm og 2mm nema að setja ró á móti krananum að innan verðu. Gefum okkur þessar tölur breikkunin er 147cm á lengd og 23 cm á breidd í 3mm hvað eru þetta mörg tonn. Svo hvað munar er á milli eftir talinna Þykta í kílóum 1,5mm- 2mm -4 mm- 5mm. amen

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 02:34
frá villi58
Þrátt fyrir að ég sé enginn séstakur reikningshaus þá hef ég notað jeppa ansi lengi og líka breytt helling af felgum, þykkt í felgunum hjá Guðna er að mínu mati mjög góð, þið verðið að taka með í reikninginn hvaða stærð að dekkjum á að fara á felgurnar og eins staðsetningu á felgubotni. Þannig að niðurstaðan mín segir að þeir félagar hafi gert þessa breytingu hárrétta og er það meira en sumir gera sé ég hérna í þessum þræði. Ég veit líka til þess í nokkur skipti hafa felgur verið að gefa sig en auðvitað man það enginn, aðalega eru þetta breytingar sem hafa verið gerðar á austanverðu landinu, hvort að það sé eitthvað bundið við einn mann læt ég ósagt. En ég er ánægður hvernig þeir félagar gerðu þetta og eiga hrós skilið að vera ekki að taka sénsinn vegna örfárra kílóa og mættu sumir taka þá sér til fyrirmyndar. Góðar stundir!

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 02:44
frá Kiddi
Hefur þú sjálfur reynslu af því að felgur breikkaðar með þunnu efni gefi sig?

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 10:54
frá jongud
elliofur wrote:Þetta er fjandi flott, en þvílíkt geggjuð aðstaða og tæki sem þið eruð með þarna :)
3mm er örugglega fínt, betra er að vera með þetta aðeins of sterkt heldur en að beyja felgu á fjöllum, sérstaklega þegar munar ekki nema 7kg á hvorn öxul, sem annars er á þriðja hundrað kíló :)


Það er auðvitað mikið til í því, þetta skiptir meira máli þegar maður er með 70 kg hásingu og jeppa sem er 1500-2000 kg.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 11:17
frá Bokabill
Gamlir FEM útreikningar á 18" breiðri felgu.
Image

Image

Álag var sett á felguna við ystu brún.
Eins og sést þá tekur miðjan upp mikið álag og tenging miðjunnar við tunnuna
Tunnan (breikkunin) tekur lítið á sig og má vera mun þynnri að efnisþykkt en annað.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 12:59
frá villi58
Kiddi wrote:Hefur þú sjálfur reynslu af því að felgur breikkaðar með þunnu efni gefi sig?

Já! það hef ég séð oftar en einu sinni en mundi ekki nota svoleiðis felgur sjálfur. Sumir frægir í austfjarðadeildinni.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 13:11
frá sukkaturbo
Sælir jæja nú vitum við sitthvað um felgur. Þá er það hönnun á framfjöðrun í Unimog Cruserinn. Hvernig væri að setja blaðfjaðrir að framan svo bíllinn verði stapill á vegi ekkert vagg og velta, kanski úr Suburban td. afturfjaðrir úr svoleiðis bíl. Engar stífur eða hliðarstífa og einfalt að setja undir og bara yndislegt??? kveðja

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 13:44
frá villi58
sukkaturbo wrote:Sælir jæja nú vitum við sitthvað um felgur. Þá er það hönnun á framfjöðrun í Unimog Cruserinn. Hvernig væri að setja blaðfjaðrir að framan svo bíllinn verði stapill á vegi ekkert vagg og velta, kanski úr Suburban td. afturfjaðrir úr svoleiðis bíl. Engar stífur eða hliðarstífa og einfalt að setja undir og bara yndislegt??? kveðja

Þrátt fyrir að þú sért fæddur á steinöld þá er oft betra að nýta sér nútímatækni t.d. gorma og fá mikið meiri hreyfingu á fjöðrunina, veit að það yrði fljótlegra að nota flatjárnin en með áratuga ransóknum þá teljast gormar bara betri búnaður.
Hafðu það gott í dag Guðni og framvegis.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 14:24
frá siggisigþórs
varðandi þyngd á þessari breikun þá eru þyngdirnar einhvað sirka svona 0.3043 fermetrar af smíðajárni og 1 millimeter af því er um 9 kg svoleiðis að 1.5 mm eru 4565 gröm,2 mm 6086,3 mm 9130, 4 mm 12176 og 5 mm 15215kveðja siggi

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 15:16
frá grimur
Haha, flatjárn, góður þessi!
Viltu ekki bara hengja þetta beint í grind með fjaðraklemmum?
Engin jeppaveiki, ekkert vesen með hreyfingu á stýrisbúnaði, hræódýrt og örugglega margir aðrir kostir.
Bara hleypa aðeins meira úr ef það er njög ójafnt undir. Það er lítið mál með loft út í hjól búnaði.

Þetta með hundamatinn í vasanum bjargaði líka alveg deginum hjá mér allavega!!!

kv
G

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 16:07
frá Startarinn
Ég verð að hrósa ykkur félögum með hvernig þið leystuð málið með gatadeilinguna, greinilega gott að komast í aðstöðuna hjá SR verkstæðinu.

sukkaturbo wrote:Sælir jæja nú vitum við sitthvað um felgur. Þá er það hönnun á framfjöðrun í Unimog Cruserinn. Hvernig væri að setja blaðfjaðrir að framan svo bíllinn verði stapill á vegi ekkert vagg og velta, kanski úr Suburban td. afturfjaðrir úr svoleiðis bíl. Engar stífur eða hliðarstífa og einfalt að setja undir og bara yndislegt??? kveðja


Ég er 95% viss um að þetta skrifaði Guðni gagngert til að leyfa okkur að drulla yfir hugmyndina, miðað við gæðin á restinni finnst mér þetta allt að því útilokað

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 16:22
frá Dúddi
Ég verð nú að segja að menn eru frekar yfirlýsinga glaðir að vera að bendla þessi felgumál við austurlandsdeild eða aðila í henni sem eru ef til vill ekki hér inni til að bera hönd yfir höfuð sitt. Þar eins og annarstaðar ráða menn væntanlega sjálfir á hverju þeir keyra og þá á ég við þykktina á felgubreikkuninni. Ég er sjálfur að austan og er búinn að keyra á felgum breykkuðum úr 1,5mm í 12 ár algjörlega án vandræða, jafnt sumar sem vetur á 16-18 tommu breiðum felgum. Eins er einn góður félagi minn búinn að keyra mörg ár á econoline á 46 tommu með svona felgur án vandræða, hann átti áður 44 tommu econoline með sömu efnisþykkt í felgunum og hann var búinn að skipta út öllum felgumiðjunum því þær brotnuðu en aldrei klikkaði miðjan. Ég persónulega keyri á svona þunnum felgum bara því þetta er nóg en ef menn vilja keyra á þykkum felgum þá meiga þeir það án þess að ég sé að hrauna yfir þá eða þann sem smíðaði felgurnar.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 16:54
frá villi58
Dúddi wrote:Ég verð nú að segja að menn eru frekar yfirlýsinga glaðir að vera að bendla þessi felgumál við austurlandsdeild eða aðila í henni sem eru ef til vill ekki hér inni til að bera hönd yfir höfuð sitt. Þar eins og annarstaðar ráða menn væntanlega sjálfir á hverju þeir keyra og þá á ég við þykktina á felgubreikkuninni. Ég er sjálfur að austan og er búinn að keyra á felgum breykkuðum úr 1,5mm í 12 ár algjörlega án vandræða, jafnt sumar sem vetur á 16-18 tommu breiðum felgum. Eins er einn góður félagi minn búinn að keyra mörg ár á econoline á 46 tommu með svona felgur án vandræða, hann átti áður 44 tommu econoline með sömu efnisþykkt í felgunum og hann var búinn að skipta út öllum felgumiðjunum því þær brotnuðu en aldrei klikkaði miðjan. Ég persónulega keyri á svona þunnum felgum bara því þetta er nóg en ef menn vilja keyra á þykkum felgum þá meiga þeir það án þess að ég sé að hrauna yfir þá eða þann sem smíðaði felgurnar.

.Já það er gott að fá smá umræðu um þessi felgumál og efnisnotkun menn kanski varast þá fúskið sem getur stemmt lífi í hættu, er búinn að sjá allt of mikið af fúski sem er komið á mjög grátt svæði. Það er svo undarlegt að spara efnisþykkt til að létta kanski 2 - 3 kg. og tapa styrk. Ég lét það vera að nafngreina nokkurn í þessum skrifum mínum og ætti þá engum að sárna en gætið vel að því sem er verið að gera það vill enginn lenda í veseni upp á hálendi eða stofna lífi í hættu. Góðar stundir.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 17:38
frá sukkaturbo
Sælir félagar felgumálin eru afgreidd í þessum lið. Menn hafa ýmsar hugmyndur um felgusmíði og er það ekki einsdæmi. Örugglega til þúsundir útfærsla af felgum og hverjum þykir sinn fugl fagur og bestur og er það bara yndislegt.

Nú eru það flatjárnin ég ætla bara að halda því fram að þetta er að þrælvirka eða þannig. Við skulum bara skoða söguna Fjalli er með sinn Bronco á plastfjöðrum eða koltrefja stöngum að aftan með yfir 400 hestafla vél og 3 tonna bíl klár á fjöll á 44".Valli bakari var með þetta undir Wyllis á öllum hjólum og keyrði manna hraðast allavega þegar eg fór með honum og hef ég sjaldan orðið eins hræddur. Missti þó fljótt meðvitund þar sem ég var ekki með hálskraga eða nýrnabelti og sat á eistunum. Rússarnir eru með þetta undir flestum sínum bílum og á stórum dekkum sem eru lungamjúk og með lítið munstur og drífa helling.Ég á gamlan Hilux dollu með fjaðrir á öllum hjólum og er hann orginal eða þannig og er ég búinn að troða undir hann 36" Dic cepek handónýtum. Hann fjaðrar fínt á malbikinu og keyrir sérstklega vel engin krampaköst eða hliðarstökk og það er hægt að mæta á honum, öðrum bílum og það þarf ekki að ferðast á nóttunni þegar umferð er sem minnst eins og á mikið breittu loftpúða hiluxunum sem ég hef átt. Blessuð sé minning þeirra þeir hafa örugglega allir farið til helvítis eða oltið. Ég hef verið með hiluxinn á loftpúðum og gormum, lengda fram og aftur og hafa þeir yfirleitt verið eitthvað óstöðugir.En reynið að sjá fyrir ykkur Cruserinn á rauðum fjöðrum og bleikum fjaðraklemmum 3 blaða úr gömlum ford 250 og á 54" dekk sem virka eins og á loftpúðum með 10 pund í. Það verður alveg frábær og mjúk fjöðrun held ég eða hvað. Er einhver sem treystir sér í að rökstyðja það málefnalega hér að það gangi ekki. Gerið svo vel það gæti orðið gaman. kveðja

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 17:56
frá Bokabill
Mér líst vel á fjaðrahugmyndina.
Fjöðrun með blaðfjöðrum getur verið alveg jafngóð og gormafjöðrun eða annað.
Passa bara að hafa þær langar og sem fæst blöð, helst bara eitt.
Þær eru bara ekki í tísku í dag, slæmt fyrir tískulöggu eins og þig Guðni.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 18:26
frá Startarinn
sukkaturbo wrote: Er einhver sem treystir sér í að rökstyðja það málefnalega hér að það gangi ekki. Gerið svo vel það gæti orðið gaman. kveðja


Ég ætla ekki að fullyrða að þetta gangi ekki, EN ég hef áhyggjur af vogarátakinu sem niðurfærslugírarnir útí í hjólum valda á fjaðrabúntin. Það þurfti ekki meira en 2 þúfur og 36" dekk á 60 cruiser hjá félaga mínum til að bæði fjaðrabúntin að aftan kubbuðust í sundur framan við hásingu, hann var að keyraí rólegheitunum í þúfum í 1sta lága við girðingarvinnu, engin böðulskapur

Svo má aftur deila um hvernig fjöðrunin kemur út.....

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 19:12
frá sukkaturbo
Sæll okey svar við því hvernig niðurgíruninn fer með fjaðrablöðin tvö og stubbinn sem ég gæti hugsa mér að nota að framan. Fer í plastfjaðrirnar til að taka dæmi. Þær áttu til með að brotna við hásinguna þegar mikið var gefið í og var það vegna snúnings átaks um hásinguna. Menn leistu þetta þá með stífum úr lödusport og voru þær settar samhliða fjöðrinni úr grind og ofan á plattan sem klemmdi fjöðrina á hásinguna og eftir það var lítið um brot á fjörðum. Þannig lausn var ég með í huga að framan tveggja til þriggjablaða fjaðrir með álrenningum á milli blaðana festist með miðfjaðraboltanum og vaselín og aukakrukku á hanskahólfinu. Svo stífu sem kæmi ofan á fjaðraklemmu stólinn og aftur í grind ofan á fjöðrinni.Í leiðinni vinnur þessi stífa á móti portalnum held ég. Þetta er pæling og er mjög ódýr lausn held ég, á meira að segja vini sem eiga svona fjaðrir og eru að fara að henda þeim.kveðja

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 19:42
frá Sæfinnur
Sælir þið félagar. Þetta eru frábærlega skemmtilegar pælingar í kringum þetta verkefni hjá ykkur. Varðandi stífunina á aftur "hásingunni" þá er fróðlegt að lesa greinina hanns Guðmundar Jónssonar í GJJárn um fjöðrun http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... mindex.htm. Samkvæmt henni er hætt við að svona mikið bil á milli stífu festinganna á "hásingunni" og svona mikið minna bil á milli festinganna í grindinni verði til að hann setjist á rassinn við gjöf og ausi við bremsun. Varðandi blaðfjaðrir að framan þá segja fræðin að því fleiri þunn blöð því betri fjöðrun (sjáðu rússana) Það er nokkuð ljóst að með fjaðrirnar ofan á "hásingunum" og portalan neðan við (er það ekki) þá verður gríðarlegt S-beygju átak á fjöðrina og stífa í fjaðraklemmustólinn að ofan margfaldar álagið á klemmurnar. Það yrði klárlega mun minna átak á stífu sem kæmi í portalana eða neðan í "hásinguna"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 20:03
frá Stebbi
Guðni setur bara fjaðrirnar undir eins og var alltaf gert. Allir góðir hestvagnar eru með þetta svona og það er enginn ástæða til að fara að finna upp gorminn aftur. :)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 20:24
frá sukkaturbo
Sælir nú er gaman ofaná og undir finnum lausn á þessu líklega rétt að hafa stífuna undir annars fer hann að ausa og prjóna.Cruserinn prjónað þegar ég ók honum fyrst. Þá voru stífurnar undir að aftan en nú eru þær ofan á ætli hann ausi næst. Hann er með fjórgang veit ég brölt skrölt hökt og valhopp. Enda er þetta Brölt Landcruser 85. En jæja aftur í alvöruna er ekki sniðugt að setja t-19 gírkassa með dana 20 millikassa till vinstri (gamli Bronco) aftan á sjálfskiptinguna og mig minnir að fyrsti gír í þeim sé 1,6 og millikassinn 2.6 og í sjálfskiptingunni hef ekki hugmynd giska á 1:3 og drifhlutföllin 7:54 ætti að skríða sæmilega án þess að brjóta fjaðrirnar fyrst maður er farinn að spá í gamladótinu.

Bókabíllinn hér eru nýjustu tísku fötin mín síðan 1995

.Mér líst vel á fjaðrahugmyndina.
Fjöðrun með blaðfjöðrum getur verið alveg jafngóð og gormafjöðrun eða annað.
Passa bara að hafa þær langar og sem fæst blöð, helst bara eitt.
Þær eru bara ekki í tísku í dag, slæmt fyrir tískulöggu eins og þig Guðni.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 22:18
frá grimur
Þetta grill er dásamlega mikið íslenskt-redneck, og Michelin maðurinn fékk alveg nýja merkingu....

Varðandi stífur með fjöðrunum já, það er nú ekki aðal málið hvort þær eru settar neðan eða ofan við fjaðrir þannig séð.
Aðal málið er að þær þvingi ekki fjaðrirnar óeðlilega mikið, séu festar í hasingu marktækt ofan eða neðan við fjöðrina annars gera þær ekkert gagn, og svo lengd + stefna til að fá rétta hreyfingu. Í raun dugar alveg, og gæti verið best til að forðast þvingun, að hafa bara eina á hásingu. Það gæti þurft að taka með í reikninginn að fjöðrin réttir úr sér í samslagi og kreppist í sundurslagi, þannig að það gilda ekki alveg sömu reglur og með 4-link.
Eitt í viðbót...heppilegast er að hafa svona stífu ekki þeim megin sem hengslin eru, það er mikið erfiðara að hitta á þokkalega rétta ferla hengslis megin.
Svo varðandi snúningsvægi útaf portal...það virðist vera algengur misskilningur að eitthvað sérstakt snúningsvægi verði til útaf þeim. Það er ekki rétt, þetta er alveg það sama og að vera með einfalt drifhlutfall í sömu gírun og drif+portal gerir í Unimog.
Semsagt, ef drifið er 1:3.0 og portalinn 1:2.0, þá er heildar gírunin 1:6.0. Snúningsvægið reiknast um úttaksöxulinn á portalnum og er alveg eins og ef Hilux fengist með 1:6.0 hlutföllum.

kv
Grímur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 25.aug 2013, 23:26
frá sukkaturbo
Sælir akkúrat. Þetta var það sem ég ætlaði að segja á morgun en takk Grímur fyrir gott koment er þá ekki snild að setja fjaðrir að framan og T-18 gírkassa aftan á sjálfskiptinguna og reyna að finna vinstrilægan millikassa aftan á T-18 gírkassan og þá ætti maður að vera kominn með sæmilega lágan skriðgír og vonandi nógu sterkan kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 26.aug 2013, 00:20
frá Startarinn
grimur wrote:Svo varðandi snúningsvægi útaf portal...það virðist vera algengur misskilningur að eitthvað sérstakt snúningsvægi verði til útaf þeim. Það er ekki rétt, þetta er alveg það sama og að vera með einfalt drifhlutfall í sömu gírun og drif+portal gerir í Unimog.
Semsagt, ef drifið er 1:3.0 og portalinn 1:2.0, þá er heildar gírunin 1:6.0. Snúningsvægið reiknast um úttaksöxulinn á portalnum og er alveg eins og ef Hilux fengist með 1:6.0 hlutföllum.

kv
Grímur


Ég veit vel að það kemur sama snúningsvægi út á hjólið, EN portalinn færir átakið út frá miðju hásingar þar sem fjöðrin er fest, þetta veldur vogar átaki á fjaðrirnar svipað og þegar hækkunarklossi er settur á milli fjaðrar og hásingar á beinum hásingum.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 26.aug 2013, 17:27
frá sukkaturbo
Jæææa hásingin kominn undir og felgurnar á svona til uppstillingar mesta breidd er 253cm. Það kom í ljós þegar átti að setja felgurnar undir að tvær pööööössssuðu ekkkki. Hafði fengið tvær og tvær miðjur nýju og gömlu deilinguna alveg óvart og engum að kenna nema mér held ég. Ég mátið tvær áður en við byrjuðum og þær pössuðu fínt og taldi þá hinar vera eins allavega voru þær eins fyrir augað. Ætlum að klippa niður streng úr 4 eða 5mm þykkri plötu og valsa sníða hann á felguna til að varna því að dekkið affelgist og verður hann settur á eftir kúnstarinnar reglum og hafður koniskur út að felgubrúninni. Kanturinn á 54" dekkinu er 27mm þykkur.En það er bara gaman að þessu. Verð að fá mér auka hundamat fyrir næstu törn og eitthvað handa Snilla kanski kattamat eða páfagaukafóður. Búinn að redda öðrum felgum og öðrum miðjum tvær og tvær og eigum við bráðum þegar búið verður að smíða og breikka næstu felgur 4st. 18,5" x 20" felgur með nýrri 8 gata deilingunni og backspeis upp á 18cm og eru þær vonandi seldar.kveðja Snilli og Tilli

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 30.aug 2013, 12:54
frá sukkaturbo
Sælir félagar nú er búið að setja affelgunar kant á eina felgu og undir bílinn.Snilli er að smíða suðu róbot og verður hann skýrður Snúlli og mun hann létta okkur verkin til muna.Hægt er að leggja fulla álagningu á bílinn á 54" þannig að hann verður með fínan beygjuradíus eða eins og á orginal dekkunum.Við fjárfestum í stýrissnekkju úr Ford 350 og stýrisendum og togstöng. Okkur fannst Cruser dótið frekar veiklulegt. Fyrir er öflugur tjakkur. Núna næstu daga verður allt rifið undan að framan og endursmíðaðar stífur og gormaskálar hliðarstífan og fleira. kveðja Snilli og Tilli.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 30.aug 2013, 15:02
frá ellisnorra
Þetta er alveg magnað verkefni. Klapp á bakið strákar, þetta er æðislegt!

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 30.aug 2013, 15:12
frá joisnaer
þið eruð verklegir tappar. vildi óska þess að ég væri jafn duglegur í bílskúrinum og þið snillingar og tittlingar.
fylgist spenntur með þessu verkefni ykkar.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 30.aug 2013, 15:24
frá ellisnorra
En dekkið snýr vitlaust!

Þvílíkt fúsk! :)



(kaldhæðni svo ekkert misskiljist)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 30.aug 2013, 18:32
frá sukkaturbo
Sælir já heyrðu Elli ég sé það þegar þú nefnir þetta. Andskotinn verð að taka það af felgunni og snúa því við slétta hliðin á að vera út. En þetta er gamli sundhringurinn minn. Takk samt fyri ábendinguna fer í þetta á morgun. Erum búnir að vera að í allan dag að smíða annan gang af 20" felgum með nýju Ford 8 gata deilingunni backspeis 18 cm breidd um 18". kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 30.aug 2013, 18:56
frá stebbiþ
Frábærlega gaman að fylgjast með þessu hjá ykkur Guðni, þvílíkur dugnaður! Drekkið þið einhverskonar jurtaseyði eins og Ástríkur og Steinríkur?

Kveðja, Stebbi Þ.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 30.aug 2013, 19:07
frá sukkaturbo
Sælir aftur félagar og takk fyrir peppið þetta er bara svo gaman það vantar bara fleiri klukkutíma í sólarhringinn. En það verður gaman að prufa nýja suðu róbotinn hann Snilla hann er stiglaus með millikassa og milligír og getur snúið heilu sniglunum. Set mynd inn af honum á morgun en hann er að ljúka smíði á þessu apparati. Væri fínt að hafa einn þannig á hverju hjóli á Crusernum. kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 31.aug 2013, 11:48
frá sukkaturbo
Sælir meira af myndum til að rína í. Seinni felgugangurinn er undan Hanomac þær felgur eru með sléttar miðjur og er miðjan um 12mm þykk og vel fallnar til breitinga eins og að skipta um miðjurnar.Svo eru myndir af felguvinnunni sem við vorum við í allan gærdag og fram til 22.00. Líka af rennibekknum stóra og suðu róbotinum sem er að fæðast. kveðja að norðan

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 31.aug 2013, 12:24
frá Járni
Þetta er mega töff, áfram snillar og tillar!

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 31.aug 2013, 19:38
frá olafur f johannsson
Þetta er alveg magnað að sjá þetta hjá ykkur :) ég verð að fara gera mér ferða á sigló og fá að kíkja á þetta verkefni ykkar :)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 31.aug 2013, 19:42
frá sukkaturbo
Sæll Ólafur vertu velkominn það verður tekið á móti þér með kaffi sopa og auðvitað öllum öðrum jeppaspjallsmönnum sem koma í skúrinn. kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 31.aug 2013, 21:21
frá juddi
Þarf ekki að skipuleggja jeppaspallsferð norður til að menn geti skoðað snildina með lotningu og fyllt vitin af jeppamenningu