Síða 1 af 26

Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Posted: 06.apr 2013, 20:33
frá sukkaturbo
Jæja félagar þá loksins misstum við Snilli og Tilli endanlega vitið enda er það fylgikvilli þess að vera ógreindur. Við festum kaup á þessu rosa bíl sem er að ég held Toyota Land Cruser 1986. Mótorinn er 4,2 með stórri nýlegri túrbínu og sjálfskiptingu. Aftan á henni er GM kassi sem milligír og Tacoma millikassi sem aðalkassi . Undir bílnum eru 404 Unimog hásingar með 7:54 hlutföllum og barkalásum og skálabremsum sem fá að fjúka. 16" diskar og dælur úr tacoma fylgdu með og verður það sett undir og gata deilingunni breitt í átta gata og settur úrhleypibúnaður í gegnum neðri öxulinn í leiðinni og kæling og hitamælir á hverja niðurgírun. Framhásing er um 270kg og afturhásing um 240kg núna en kemur til með að léttast þegar skálabremsurnar fara. Þyngd á hásingum er sett fram án ábyrgðar. Undir þessum bíl var einu sinni 54" dekk á Unimog felgum og fór hann eitthvað á fjöll og virðist hann hafa komist heim aftur.Nú er spurning er eitthvað hægt að smíða úr þessu?. Ég veit að bíllinn var um 3 tonn á 54" mannlaus en má vera 2.650 sirka að heildar þyngd svo ekki gengur það í sérskoðun eða hvað? Einhver ráð þar um? Hann er 314cm á milli hjóla og á það að duga fyrir 54" hæðina er mér sagt. Hann er 245cm á breidd á 54" svo það sleppur. Mjókkar við breitingar á bremsum veit ekki hversu mikið. Þarna er fullt af dóti og er markmiðið að smíða 49" til 54" bíl sem verður sérskoðaður sem slíkur úr þessu dóti og má hann ekki kosta meira en 2 millur. Nú er bara að fá spjallverja til að aðstoða við smíðina og leggjast á eitt í að hjálpa okkur að finna sem ódýrast dótið svo sem 49" og 54" dekk eitt og eitt eða fleiri og annað dót sem mun vanta til að klára bílinn sem ódýrast . Vinnan verður ekki verðlögð enda er þetta áhugamálið okkar. Svo að venju, og þegar menn hafa lokið sér af við að drulla yfir verkefnið hefjumst við handa. Reynum að hafa þetta Landcruser áfram á mukkahásingum. Getum notað Cruser boddýið ef í hart fer og getum lengt húddið, fengun annað skárra boddý með. Eigum við að nota þessa vél? Já Það kostar minnst held ég. Þetta á ekki að vera 500 hestafla Koníaksgræja heldur 150 hestafla vinnuvél með WC og með 80 km hámarkshraða og þar af leiðandi með innbyggða hraðaksturs vörn sem er nauðsynlegt í kreppunni sem er að skella á 2015 ásamt undirakstursvörn. Jæja vona að þetta verði inngangur að skemmtilegum þræði með myndum og pælingum. kveðja Tilli og Snilli sem eru með 5,4" dellu og rana.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 20:44
frá juddi
Er ekki einfaldast að fynna bara skráningu sem þolir þyngdaraukninguna hvað má td FJ 40 pallbíll bera þá er hægt að halda þessu sem toyotu

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 21:03
frá sukkaturbo
Sæll Dagbjartur allt of dýrt held ég. Annars hvað kostar svoleiðis bíll.??

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 21:23
frá Grímur Gísla
Seldu þetta nasista járn og settu dana 60 undir með Axle Tech Bolt-On Portal Axle. skoðaðu linkinn
http://www.drivetrainshop.com/Axle_Tech ... 940001.htm

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 21:27
frá Grímur Gísla
Annars er einfaldast að fá grind úr ford 350 sendibíl eða pikkup, einhverstaðar liggur svoleiðis ódýrt og nota allt hitt draslið.
Selur svo grindina, rándýrt, einhverjum sanntrúuðum togýta

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 21:42
frá Kiddi
Sá til sölu á f4x4.is Dodge Ram 3500 vélarlausan á 250 þús. Full nýleg skráning kannski þar á ferðinni. upp á bifreiðagjöldin að gera? Nú eða nota það boddy og finna eldri pikkup grind?

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 22:12
frá kjellin
finnur bara xl 7 suzuki body oná þettað ;)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 22:30
frá AgnarBen
Kiddi wrote:Sá til sölu á f4x4.is Dodge Ram 3500 vélarlausan á 250 þús. Full nýleg skráning kannski þar á ferðinni. upp á bifreiðagjöldin að gera? Nú eða nota það boddy og finna eldri pikkup grind?


Hérna er auglýsingin frá Junna
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=26&t=34627

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 22:57
frá Hagalín
Er ekki bara málið að versla Raminn hjá Junna og færa kramið úr Toyotu yfir.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 23:20
frá lecter
breytist ekkert þegar burðarmeiri hásingar eru settar undir,, þessi burðartala er frekar lág þessi bill er standard um 2,3 ton er það ekki

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 23:24
frá sukkaturbo
Sæll Lecter jú það passar 2350kg ansi lítill munur miðað við að bíllinn eigi að bera 5 farþega og farangur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 23:25
frá sukkaturbo
Hagalín wrote:Er ekki bara málið að versla Raminn hjá Junna og færa kramið úr Toyotu yfir.

Raminn væri flottur í þetta væri gaman að sjá myndir af gripnum kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 23:28
frá sukkaturbo
Svo er gamall Subburban 2500 líka sterkur inni helst disel má vera með ónýta vél helsta gamlan bíl 81 til 87

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 06.apr 2013, 23:55
frá jon
Guðni þú þarft grind með 4 til 5 tonna burðargetu

Kv. Jon

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 00:00
frá Doror
Djöfull líst mér vel á ykkur. Nóg af myndum takk.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 00:02
frá kjellin
er ekki hægt að finna þá bara einhvern gamlan benz flokka bíl, ættu þeir ekki að hafa þessa 4-5 tonna burðagetu ?

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 00:35
frá Stebbi
kjellin wrote:er ekki hægt að finna þá bara einhvern gamlan benz flokka bíl, ættu þeir ekki að hafa þessa 4-5 tonna burðagetu ?


Heil hrúga af þeim að grotna niður hjá Vélamiðstöðinni í Gufunesi.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 00:56
frá kjellin
hvaða rugl er það,,,, er einhver af þeim með krana ?.... hefur alltaf langað að eiga svona bíl með krana bara til þess að eiga ;)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 01:07
frá Stebbi
Held þeir séu allir með krana, en þetta er örugglega svona dæmi þar sem þegar einhver sýnir draslinu sem er búið að pirra alla í húsinu áhuga þá breytast þeir skyndilega í gull. Ég er búin að reyna að eignast svona bíl og sem betur fer er ég er ekki svo mikill hálfviti að borga 800þús fyrir grútryðgaðan bens með ónýtum krana, allir áttu þeir það sameiginlegt að vera með rosalega gott kram sem hafði aldrei þurft að kíkja á síðustu 500þús km.

En það sakar ekki að reyna við þessa í VM þar sem þetta er fyrirtæki og ekki persónulegar minningar sem fylgja bílunum, ég væri búin að því ef að ég væri enþá að leita mér að svona bíl. Mín pílagrímaganga endaði á því að ég snéri mér að einhverju allt öðru.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 04:37
frá kjellin
bara hugsa sér hvað það gæti verið gaman að eiga svona bíl,,,, tala þó ekki um efað maður ætti krabba líka .... maður gæti ferjað leiktæki til og frá .... og jafnvel náð í snjó og fært til fyrir snjóbretti :)
og efað maður myndi heita guðni og eiga svona bíl þá væri hann komin á 49" áður en maður vissi af,,,, .. 49" með palli og krana væri reyndar mjög góð hugmynd,,,,,, var ekki guðni að tala um að dekkin undan þessum tröllum væri að vigta um 150 kg. eina vitið væri að vera með krana ef ske kinni að þirfti að rífa dekkin undan

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 08:00
frá sukkaturbo
jon wrote:Guðni þú þarft grind með 4 til 5 tonna burðargetu

Kv. Jon

Sæl gamli vin já ég er sammála.Gamlan ford 88 módel eða eitthvað svipað. Nú þarf að setja út allar klær og fara að finna stök dekk eða par af 54" dekkum. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 08:03
frá sukkaturbo
kjellin wrote:bara hugsa sér hvað það gæti verið gaman að eiga svona bíl,,,, tala þó ekki um efað maður ætti krabba líka .... maður gæti ferjað leiktæki til og frá .... og jafnvel náð í snjó og fært til fyrir snjóbretti :)
og efað maður myndi heita guðni og eiga svona bíl þá væri hann komin á 49" áður en maður vissi af,,,, .. 49" með palli og krana væri reyndar mjög góð hugmynd,,,,,, var ekki guðni að tala um að dekkin undan þessum tröllum væri að vigta um 150 kg. eina vitið væri að vera með krana ef ske kinni að þirfti að rífa dekkin undan

Sæll Aron ég er mikið búinn að horfa á svona krana eins og er á verkstæðinu hjá okkur og við notum til að lyfta vélum og vigta dekk setja bara snúning á hann.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 10:31
frá thorgu
Já hann Guðni minn hefur alltaf verið ofvirkur og ekkert batnað síðan ég hætti að geta stundað þetta sport er hrein geðveiki í dag jafnvel þótt menn geti nánast allt sjálfir í höndunum fjúka hundraðkallarnir líka.
Við svona grunnsmíði dettur mér í hug grein um fjallamann í mbl um sl.helgi sem er að smíða sér hjólhýsi passlegt fyrir 2 sem þolir akstur utanvega en mig rak í rogastans lýsing hans á verkinu.
Hann þarf að áætla sér laun við þessa smíði og færa á skattskýrslu til að fá forskráningu efni og vinnutimi en hvað þá með ársvinnu í jeppa??
kveðja
Þór Gunnlaugsson.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 11:24
frá Polarbear
þetta var reyndar í fréttablaðinu. en já, það sitja aldrei allir við sama borð. þetta á líka við um þá sem smíða sér hestakerur eða aðrar kerrur sem þarf að skrá á númer vegna þyngdar (þyngd + burðargeta yfir 749 kg = bremsur = skráning). Ríkið kann að taka sitt :) við skulum samt vona að þessu verði breytt í þá átt að enginn þurfi að borga skatt af sínum eigin frítíma, frekar en að skattmann og hans bræður allir fari að heimta aðvinnslugjaldaskýrslu af jeppabreytingum.... þótt mér þyki líklegra að það verði gert, verði þessu breytt á einhvern hátt yfir höfuð.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 12:18
frá sukkaturbo
Sælir ef á að fara skattleggja ruslahrúguna mín þá er ég hættur og það straks í dag.Spurning að slökkva bara ljósin í skúrnum og gera þetta svart.Gísli þú mátt eyða þræðinum um 5;4" breitinguna kveðja tilli

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 12:45
frá Polarbear
róaðu þig nú aðeins kæri vinur... það hefur enginn verið rukkaður um aðvinnslugjöld fyrir jeppabreytingar ennþá.. :)

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 13:07
frá jongud
Hann er 314cm á milli hjóla og á það að duga fyrir 54" hæðina er mér sagt.


Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjólhafi.

Hann má allavega ekki vera styttri milli hjóla af því að 314cm eru 123,6 tommur og 44% af því eru 54,4 tommur.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 13:15
frá jongud
Polarbear wrote:róaðu þig nú aðeins kæri vinur... það hefur enginn verið rukkaður um aðvinnslugjöld fyrir jeppabreytingar ennþá.. :)

En úr því að ríkið kemst upp með að gera það fyrir hestakerrusmíði þá er hætta á því að jepparnir komi næst

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 15:01
frá Bessi
Er ekki bara málið að gera annan Hroll,nota kram og grind,cj 5 karfa langur trebba frammendi og heimasmíðaður pallur.Bíllinn léttist um hundruð kíló og virkar.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 15:06
frá sukkaturbo
Sælir félagar vorum að funda áðan með gælu verkefnið. Niðurstaðan í bili er að rífa bílinn til grunna boddý af og hreinsa upp grind og yfirfara og mála og reyna að koma bílnum í gegnum skoðun sem Toyotu jafnvel 2 manna ef þarf. Taka vél og skoða hana og þrífa og mála. Taka hásingar í sundur. Setja í þær úrhleypibúnað og reyna að bæta legu sýstemið í neðri tromlunni sem að sögn er ekki eins gott og í nýrri hásingunum og svo að setja diskabremsur. Nú væri vel þegið ef einhverjir hér hafa gert svona hluti eða vita um teikningar eða myndir af þessum aðgerðum við Unimog hásingar það er breita bremsum í diskabremsur og smíða úrhleypibúnaðinn í portalið og hvernig er best að styrkja portalið svo það haldi og bili síður. kveðja Tilli

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 15:13
frá sukkaturbo
Bessi wrote:Er ekki bara málið að gera annan Hroll,nota kram og grind,cj 5 karfa langur trebba frammendi og heimasmíðaður pallur.Bíllinn léttist um hundruð kíló og virkar.

Sæl félagi það er mjög inn í myndinni. Ætlum að létta og gera þar til við náum þessu. Það er ljóst að bíllinn er ekki með rétta heildar þyngd í skoðunarvottorði en þar er gefið upp 2660kg og 2330 í eigin þyngd og er skráður 5 manna. Hef skoðað samskonar bílar 60 Cruser á 44 sem eru að heildar þyngd um 2900kg. En þetta verður allt skoðað og vigtað og sett hér inn. Annað Snilli var að selja Broncoinn þann hvíta svo hann er seldur. kveðja Guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 15:28
frá lecter
er ekki til grind úr unimog þarna i sveitinni hún er bara stál skúffa bein það var verið að auglýsa unimog hér i norge sem er skráður traktor hann kæmi inn sem traktor það er mun betri skráning er ekki zetor eða ursus með grind eða hálf girnd notaðu part af henni og skráninguna og settu grindarnúmer i og kallaðu hann Ursus ég hugsa að óþarfi sé að rifa traktorinn hann má vera afram óskráður ,það pælir einginn i þvi það eru liklega ekki til reglur um breytta traktora i þessu landi svo framalega að öryggismálin eru i lagi hlitur hann að fá skoðun

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 15:37
frá lecter
grind úr snjóbil hvar sá ég grind úr beltabil sem var búið að rifa þeir eru skráðir norkra manna og einginn sem finnur að þvi að hann sé á hjólum þetta er ju bara snjóbill ég er nú bara að finna lausn eða hugm fyrir ykkur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 15:56
frá sukkaturbo
Sæll takk fyrir það Hannibal en við ætlum að láta reyna á að létta bílinn og sjá hvað við komumst langt. kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 20:51
frá Dúddi
fékkstu gráa cruiser boddyið með hjá baldri?

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 21:39
frá Baldur Pálsson
Fáðu þér GAZ 69 boddy ofan á Crúser grindina og haltu crúser skráningunni þá verð ég sáttur.
kv
Baldur fyrverandi crúser eigandi

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 22:04
frá Startarinn
Þið fáið bílinn ekki skráðan sem vinnuvél ef hann kemst of hratt, mig minnir að mörkin séu 50 km/h

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 22:17
frá juddi
Hlítur að vera hægt að fá svoleiðis skráningu fyrir lítið enda frekar ryðsæknir vagnar Image
það kom einhver slatti af svona bílum hingað ca 1994 gamlir Falk björgunar bílar að mig minnir

sukkaturbo wrote:Sæll Dagbjartur allt of dýrt held ég. Annars hvað kostar svoleiðis bíll.??

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 22:41
frá sukkaturbo
Dúddi wrote:fékkstu gráa cruiser boddyið með hjá baldri?

Sæll já en það er ekki komið enn hingað á sigló kveðja guðni

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Posted: 07.apr 2013, 22:44
frá sukkaturbo
Sælir mér finnst 60 cruser boddýið alltaf flott en það væri líka gott að fá Subberban grind helst úr 2500 bíl