Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá joisnaer » 07.apr 2013, 22:58

sukkaturbo wrote:Sælir mér finnst 60 cruser boddýið alltaf flott en það væri líka gott að fá Subberban grind helst úr 2500 bíl


gaman væri nú að sjá einhvað nýtt í svona smíðum. nota eitthvað óðhefðbundið boddy á subberbarn grind.


Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 07.apr 2013, 23:31

Sælir mér gengur ekkert að eiga við þenna Google bjána ég er að reyna að finna eitthvað um hvernig best er að setja diskabremsur á 404 unimog hásingarnar helst myndband og úrhleypibúnað. Er einhver hér frændi eða bróðir Hr. Googla sem getur fengið hann til að kjafta frá þessu. kveðja guðni

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Kiddi » 08.apr 2013, 00:01



Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.apr 2013, 07:17


Takk félagi skoða þetta kveðja guðni



Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.apr 2013, 12:08

Sælir og takk fyrir þetta Trausti þetta hjálpar. Var að losa nafboltan en hann er hertur þegar sett er saman í 800Nm svo að hann var ansi fastur núna 45 árum síðar og varð ég að nota 3,8 skrallið mitt. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.apr 2013, 17:31

Sælir nú er byrjað að hanna diskabremsurnar vorum fyrst að hugsa um að hafa þetta sex gata deilingu en erum eftir pælingar að hugsa um 8 gata . Ég las um daginn að í 100 bíla ferðinni jökkli um daginn hafi felguboltar verið að brotna og þá á 6 gata deilingu. Hvað finnst mönnum hvort er betra fyrir svona mukkadót sem verður á 54" sumardekkum og vetrardekinn verða allt að 66" rússablöðrur þegar þar að kemur? Það er einn kostur við 8 gata deilinguna það verður mikið úrval af 8 gata felgum þegar þar að kemur. kveðja Snilli og tilli litli
Viðhengi
portal diskar.JPG
Þetta var úr aukasettinu af unimog hásingunum sem við fengum með notum það í hönnunina og eigum það svo klárt sem varahlut.
Síðast breytt af sukkaturbo þann 08.apr 2013, 18:21, breytt 3 sinnum samtals.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 08.apr 2013, 17:35

Léttara að fá felgur í 6 gata en þá þarf að hafa þá sverari en orginal hilux td voru notaðir felguboltar úr crysler 9 1/4 hásingu í 6 gata Blazer til styrkingar
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá risinn » 08.apr 2013, 21:31

Bara svona smá spurning hvaða felgu hæðir eru í boði fyrir 54" dekk? Ég veit það að Fordin pickupinn í minni vinnu er með 20" felgu hæð.

Kv. Ragnar.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.apr 2013, 22:35

Sæll 20"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Kiddi » 08.apr 2013, 22:40

8 bolta, ekki spurning. Eða þá múkkadeilingin ef hún er sverari!


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Þorsteinn » 09.apr 2013, 00:05

mér finnst alltaf betra að vita af fleiri felguboltum en færri þegar dekkin eru orðin þetta stór, en það getur verið sérviska í mér, veit það ekki.

er þetta ekki hvort sem er komið í einhverja sérsmíði á felgumiðjum og er þá ekki allt eins gott að fara í felgubolta úr td 8 tonna bens kassabíl?
þá ertu kominn með alvöru bolta sem þarf ekki að hafa áhyggjur af og rær sem er þá alveg hægt að svínherða ef því er að skipta.

færð felgubolta og rær í úrvali í td Ósal, VB vörumeðhöndlun og öruglega fleiri stöðum.

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jon » 09.apr 2013, 00:18

Svo er spurning Guðni hvort ekki sé sniðugt að hafa beygju hásingar að aftan og framan
eins og í videóinu hér á 1:30 til 3:00 http://www.youtube.com/watch?v=GAU3349luk0
þá geta Snilli og Tilli báðir stýrt apparatinu
Síðast breytt af jon þann 09.apr 2013, 09:18, breytt 1 sinni samtals.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá olei » 09.apr 2013, 02:47

Ein hugmynd er að smella þessum Cruiser á toppinn og breyta honum í smergel! Með því yrði mögulegu feigðarflani jeppamanna í "sést heim til Mömmu" jeppahópnum afstýrt. Hættan er sú að ef Cruiserinn verður fullgræjaður og drífur óskaplega - þá fari menn of langt að heiman; þar með er hætt við að frúin forkelist við að reyna að færa mönnum kaffi í miðjum erfiðum jeppatúr, jeppamenn missa síðan af æskilegum kaffsopa og annarri næringu á tilsettum tíma og jafnvel rati alls ekki heim þegar drifgetan hefur borið skynsemina ofurliði!

Svo illa gæti jafnvel farið að þeir enduðu (matar og kaffilausir) svo langt uppi í Siglfirsku Ölpunum að súrefnisskortur yrði vandamál. Höfum í huga að súrefnisskortur framkallar ýmsar furðulegar hugmyndir og í ljósi sögunnar er alls óvíst að á slíkt sé bætandi þegar umræddir jeppamenn eiga í hlut! Þeir smíðisgripir sem litu dagsljós eftir slíkt ferðalag (þ.e.a.s ef þeir komast þá heim aftur) yrðu líklega eins og Salvador Dali eða Picasso hefðu teiknað þá eftir neyslu berserkjasveppa. Facebook mundi umsvifalaust útiloka báða ef þeir birtu myndir af smíðunum og þeir fengju forsíðumyndir af sér í Lögbirtingi eftir að hafa reynt að koma græjunum gegnum umhverfismat! Slíkur yrði kostnaðurinn!

Fleira mælir með þessari smergels hugmynd; Heppnist Cruiserinn á risatúttunum vel aukast líkurnar á því að þeir Snilli og Tilli fái "múslima" syndrómið og glati þar með hæfileikanum til að pissa standandi nema í heppilegum meðvindi - nokkuð sem hrjáir lítinn en frækinn hóp íslenskra jeppamanna þó hljótt fari. Þó svo að fræg séu ummælin úr fornsögunum þegar hetjan sagði; eigi skal bogna! -og meig svo í brækurnar - þá tel ég að hér sé hægara um að tala en í að komast og geld varhug við slíku ástandi. Reyndar gætu þeir stofnað jeppaklúbbinn "Múslimir" en þeir gætu þá líklega gleymt því að frúin mæti með kaffi upp á skafl.

---
En varðandi felgurnar þá er það góður punktur sem komið hefur fram á þræðinum að velta fyrir sér hvernig felgur fyrirhuguð dekk (5,4 tomman) nota. Það sem er augljóst er að hefðbundna 6 gata deilingin er algjör vesalingur fyrir stærri dekk en 44 tommu. Ekki spurning að fara í 8 bolta ef líkur eru á því að felgur finnist sem passa fyrir fyrirhuguð dekk, eða eitthvað þaðan af stærra ef smíða þarf allt dótið upp hvort sem er.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Tjakkur » 09.apr 2013, 08:52

Það skiptir ekki öllu máli hvað felguboltarnir eru margir.
Mun mikilvægara er að miðjugatið passi hárnákvæmt uppá brík á hjólnafinu. Þessi miðjugats stýring á að taka upp megnið af þeim kröftum sem annars lenda á felguboltunum.
Margir bílar eru hreinlega gefnir upp með nöf sem eru "hub-centric" en ekki "bolt-centric" eða með öðrum orðum, framleiðandi ábyrgist ekki að felguboltarnir stýri felgunni rétt á nafið.
Allar gerðir af Benz eru t.a.m. gerðar fyrir að miðjugatið stýri staðsetningunni á felgunni og á þeim bílum er helvíti stíf mátun á nafi og miðjugati original felgu og nafs og samsetningin lítilsháttar kónísk.

Ég veit ekki betur en allir þeir sem hafi verið að slíta felgubolta hafi verið með felgur sem enga stýringu eða stuðning hafa af miðjugati og nafi!
-Þetta er í raun það yfirgengilega mikið klúður að það er vart hægt að segja frá því lambhúshettulaus!!!

Þekki rennismið sem fékk á árum áður framnöf og afturöxla úr Patrol í "lange baner" frá ónefndu breytingarfyrirtæki. Hans hlutverk var að renna í burtu þessa grundvallar felgustýringu. Hnn sagði þetta vera heimskulegustu verkefni sem kæmu í hans rennibekk en hristi bara hausinn og rukkaði fyrir sína vinnu....

-Veit svo um annan rennismið sem hefur rennt sérstakar skinnur sem miðja og stýra felgum uppá nöf.
-Gott fyrir hagvöxtinn!


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.apr 2013, 12:16

Sælir félagar þá var farið með bílinn í vigtun á 44" með slatta af olíu eða um 25 lit stóra rafgeyma unimogg miðjur í felgum og á 44 dic cepek og orginal 20" mukkadekk að framan og slatta af dóti og rusli. Bíllinn vigtaði 2440 kg mannlaus.Það er minna en ég átti von á og held ég að það sleppi upp að 49" sem ég er að spá í vegna sérskoðunar. Eigum eftir að létta bílinn töluvert.Þannig að ég tek aftur leitina af annari skráningu um sinn. kveðja guðni
Viðhengi
DSC03736.JPG
Vigtar tölur
DSC03733.JPG
DSC03734.JPG
Það er handleggur fyrir höndum

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hjörturinn » 09.apr 2013, 12:24

Byrjaðu á að skipta þessum stólum út ef þetta eru sæti með fjöðrun, það vigtar alveg heilan helling.
Dents are like tattoos but with better stories.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.apr 2013, 13:13

Sælir, Óli takk fyrir góðan pistil he he en við förum aldrei of langt að heiman það verður teygja í honum sem kippir okkur til baka. En 8 gata verður það og góð stýring fyrir centrúmið á felgunum. Stóla fjöðrunin fer úr líka og pedalinn fyrir kúplinguna fer líka en hann var í hanskahólfinu og fullt af þungu dóti eins og kúplingsdælan sem er ofan á vélinni. Förum í það næstu daga að hreins innan úr boddýinu og skoða það og taka það af grindinni. Boddýið verður sett í góða geymslu og farið verður í grindina og hún tekin í gegn ásamt vél og kössum og hásingum.Líklega fer sumarið í það. Verð með myndir og fréttir af þessu ein og kostur er annars lagið. kveðja Snilli og Tilli


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 09.apr 2013, 13:20

Ef þetta fer á 20" þá þarf ekkert að spá í felgu úrvali í td 6 gata fara bara beint í gömlu 8 gata
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.apr 2013, 16:31

Sælir félagar,vantar nú stór dekk 49" eða 54" fyrir frá 17 til 20" felgustærð 18" til 20" breiðar 8 gata gamla deilingin er með 46" á 20" breiðum felgum sex gata og 35" líka á sex gata álfelgum til að skipta á jafnvel 38" líka og einhverja milligjöf fyrir réttu dekkin. kveðja guðni mail gudnisv@simnet.is
Viðhengi
35 framhlið.JPG
mjög lítið slitið munstur 16mm
tvö pund.JPG
mjög heil á hliðum og ekki gömul dekk ósprungin

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Finnur » 09.apr 2013, 16:48

Sæll

Þetta er flott verkefni hjá ykkur, virkilega gaman að fylgjast með svona öðruvísi verkefnum. Ef ég væri í ykkar sporum þá færi ég frekar í 49" dekk undir þennan bíl heldur en 54". Ég held að hann komi betur út á 49" . Hann ætti að samsvarar sér betur, vélin ætti að koma betur út á 49" en síðast en ekki síst þá ætti að vera hægt að fá fleiri 49" dekk notuð. Þessi bíll á 49" dekkjum Múkka hásingum með heildarþyngd um 3 tonn ætti að drífa jafn vel eða betur en 5 tonna ford á 49" með dana 60:

Baráttukveðja

Kristján Finnur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.apr 2013, 17:44

Sæll og takk Finnur fyrir peppið ég er sammála þér með 49" og ætlum við félagar að reyna að fá sérskoðunn á bílinn á 49" spurning hvort hann megi þá ekki vera á 54" svona til að prufa og mynda kveðja guðni


C-Rocky.
Innlegg: 18
Skráður: 13.mar 2013, 17:27
Fullt nafn: Starri Hjartarson
Bíltegund: C-Rocky

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá C-Rocky. » 10.apr 2013, 00:24



Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 10.apr 2013, 07:52

C-Rocky. wrote:https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=1672663 Hér er Suberban grind til sölu.

Takk fyrir þetta STarri

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jongud » 10.apr 2013, 08:41

sukkaturbo wrote:Sæll og takk Finnur fyrir peppið ég er sammála þér með 49" og ætlum við félagar að reyna að fá sérskoðunn á bílinn á 49" spurning hvort hann megi þá ekki vera á 54" svona til að prufa og mynda kveðja guðni


Jú, það má setja dekk undir sem eru 10% stærri án þess að fara gegnum sérskoðun og 54-tommur eru 10,2% stærri en 49-tommur þannig að það ætti að sleppa.

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá kjellin » 10.apr 2013, 10:04

ekki það að ég atla að fara breita þræðinum eithvað, en síðast þegar ég fór í skoðun með minn bíl vildi kallin að ég kæmi á stærstu mögulegu dekkjum í skoðun og 10% gildi bara nyður,en svo getur það nátturlega bara farið eftirþví hverning skoðnuakallarnir túlka það það er öruglega misjafnt einsog þeir eru margir


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 10.apr 2013, 13:06

Hvernig er það er málið að flytja á sigló og gera ekkert annað en að jeppast og bulla um það á netinu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 10.apr 2013, 16:41

Sæll Dagbjartur lýst þér illa á þetta bull í mér, ef svo er þá skal ég slappa aðeins af en þetta er bara svo gaman að velta sér upp úr þessu og heyra frá öðrum.Þetta er nú eina sambandið við umheiminn hjá mér. Hér er norðan hríð og sá ekki út úr augum um tíma og ekki minnkar áhuginn við það. Svo væri nú ekki verra ef þú mundir flytja á Sigló alltaf snjór og skemmtilegt. kveðja guðni


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá lecter » 10.apr 2013, 16:54

sama hér hjá mér fastur i noreigi að vinna og allt jeppasafnið heima 10 jeppar sem biða ,, ekkert annað en rugla og bulla á netinu ,, halltu bara afram að velta þessu fyrir þér þetta er staðurinn til þess þeim sem leiðist snúa sér annað ,,,

en oft koma skemtilegustu hugmyndirnar einmitt frá óvitunum

svo allir eru velkomnir lika fýlustrákarnir

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá nobrks » 10.apr 2013, 16:58

Hjörturinn wrote:Byrjaðu á að skipta þessum stólum út ef þetta eru sæti með fjöðrun, það vigtar alveg heilan helling.


15-18kg nánar tiltekið, fyrir utan þögnina sem fylgir í kjölfarið.

Það er hægt ad sjóða saman botn og topp eftir að "fjöðrunin" hefur verið fjarlægð.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepcj7 » 10.apr 2013, 16:59

Endilega að halda áfram þessum vangaveltum,þetta er örugglega bara öfund útí ykkur að vinna í svona skemmtilegu verkefni.
En ef hugmyndin er að nota 20" felgur er ekki einfaldast að halda múkka deilingunni,eru það ekki einu felgurnar sem fást í 20" stærð?
Ef þú veist um 20" felgur/tunnur er ég að leita að svoleiðis og væri til í að vita af svoleiðis dóti.
Heilagur Henry rúlar öllu.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 10.apr 2013, 17:27

Nei hef mjög gaman af svona verkefnum sem sést ágætlega á kreppuprojectinu mínu, þetta var nú meyra sett framm í kaldhæðni , ekki það mér var nú einu sinni boðið rosa flott djobb á sigló þegar ég var þar að djúsa í partyi um árið ég hefði kanski átt að taka stöðuna he he he
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 10.apr 2013, 19:20

Sælir já Dagbjartur ég held að framtíðin sé hér á Sigló með okkur óvitunum eða (ofvitunum) fullt af snó og flott skíðalyfta sem hægt er að nota til að draga jeppana upp fjallið. Takk fyrir það Lecter. En annað það er hér stórt hús yfir 5000 fermetrar á einni hæð sem stendur tómt.Tekur helling af bílum ef menn vilja stofna dvalarheimili fyrir aldraða bíla með hrörnunar sjúkdóm svo sem smurleka hjartsláttartruflanir ryð-u og fleiri sýkingar. kveðja guðni


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá lecter » 10.apr 2013, 20:09

ja þú meinar ,,, við þurfum þá ekki heldur að fara út til að prufa getum gert allt inni og farið i margra daga ferðir innan hús

reist sæluhús svo menn verði nú ekki inni


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 10.apr 2013, 22:23

sukkaturbo wrote:Jæja félagar þá loksins misstum við Snilli og Tilli endanlega vitið enda er það fylgikvilli þess að vera ógreindur. Við festum kaup á þessu bíl líki sem er að ég held Toyota Land Cruser 1986. Mótorinn er 4,2 með stórri nýlegri túrbínu og sjálfskiptingu. Aftan á henni er GM kassi sem milligír og Tacoma millikassi sem aðalkassi . Undir ruslahrúgunni eru 404 Unimog hásingar með 7:54 hlutföllum og barkalásum og skálabremsum sem fá að fjúka. 16" diskar og dælur úr tacoma fylgdu með og verður það sett undir og gata deilingunni breitt í sex gata og settur úrhleypibúnaður í gegnum neðri öxulinn í leiðinni og kæling og hitamælir á hverja niðurgírun. Framhásing er um 270kg og afturhásing um 240kg núna en kemur til með að léttast þegar skálabremsurnar fara og mjókka líka. Þyngd á hásingum er sett fram án ábyrgðar. Undir þessum bíl var einu sinni 54" dekk á Unimog felgum og fór hann eitthvað á fjöll á þessu bíl líki og virðist hann hafa komist heim aftur.Nú er spurning er eitthvað hægt að smíða úr þessu?. Ég veit að bíllinn var um 3 tonn á 54" mannlaus en má vera 2.650 sirka að heildar þyngd svo ekki gengur það í sérskoðun eða hvað? Einhver ráð þar um? Held ekki. Hann er 314cm á milli hjóla og á það að duga fyrir 54" hæðina er mér sagt. Hann er 245cm á breidd á 54" svo það sleppur. Mjókkar við breitingar á bremsum veit ekki hversu mikið. Þarna er fullt af dóti og markmiðið er að smíða 54" bíl sem verður sérskoðaður sem slíkur úr þessu dóti og má hann ekki kosta meira en 2 millur. Nú er bara að fá spjallverja til að aðstoða við smíðina og leggjast á eitt í að hjálpa okkur að finna sem ódýrast dótið svo sem 54" dekk eitt og eitt eða fleiri og annað dót sem mun vanta til að klára bílinn sem ódýrast . Vinnan verður ekki verðlögð enda er þetta áhugamálið okkar. Svo að venju, og þegar menn hafa lokið sér af við að drulla yfir verkefnið hefjumst við handa. Reynum að fynna heppilegt mjög ódýrt boddý kanski ram boddý vélar og hásingarlaust eða grind undan unimog eða subberban með ónýta vél og boddý. Getum notað Cruser boddýið ef í hart fer og getum lengt húddið, eigum annað skárra boddý, en þurfum sterkari grind eða burðarmeiri. Eigum við að nota þessa vél?? Það kostar minnst held ég. Þetta á ekki að vera 500 hestafla Koníaksgræja heldur 150 hestafla vinnuvél með WC og með 80 km hámarkshraða og þar af leiðandi með innbyggða hraðaksturs vörn sem er nauðsynlegt í kreppunni ásamt undirakstursvörn. Jæja vona að þetta verði inngangur að skemmtilegum þræði með myndum og pælingum. kveðja Tilli og Snilli sem eru með 5,4" dellu og rana.

There are many advantages to Unimog portal axles:
Strength: stronger than a Dana 70.
The rear axle shafts are huge and the splines sit entirely above the shaft diameter. Due to the use of portal reduction, there's half the torque on the axle shaft! Axle splines are a very large 8 spline pattern, which is roughly equal in strength to a conventional 35/40 spline pattern such as those found in large Dana's and because of the reduction in the portal, there's half the torque on them!
Front axle maximum load (GAWR) starts at 5500 lbs.
Rear axle maximum load (GAWR) starts at 5500 lbs.
Maximum Rated Speed: 60 mph, 55 mph sustained with 39 inch tall tires
Front axle U-joints are mounted in a CV joint to reduce operating angles, and these joints still dwarf those found in a Dana 70!
Clearance: Expect to gain approximately 6 inches ground clearance over a conventional axle. We're not talking an inch from a shaved housing, we're talking a half foot gain!
Handling: These axles were designed to run large tires. Unimogs came from factory with 39 and 41 inch tall tires. This means the geometry is already correct, something that isn't the case on axles that are normally used to run large tires.
Oil-bath hubs: You'll never again have to pack your wheel bearings. Went through some water? Just drain the old gear oil, put in fresh stuff. Job done.
Gearing: 7.56:1. 3.54:1 in the ring and pinion, 2.13:1 in the portal assembly.
Manual lockers: They're rod or cable actuated, which means you know exactly when it's engaged and when it's not.
Weight:
Front axle weight (dry): 530 lbs .530lb = 240kg þurvigt
Rear axle weight (dry): 485 lbs. 485lb = 219kg þurvigt

Unimog 404 Disc Brake Conversion Kits
Upgrade your Unimog axles to disc brakes. We offer our disc brake conversions as a separate kit. We'll need to machine your wheel hubs to fit the rotor so you'll have to ship them to us or pay a core charge. This conversion uses the maximum reasonable mounting locations to ensure a good, strong, caliper mount. In fact, this is the strongest, safest disc brake conversion kit that we are aware of! It converts your Mog axle to an 8 on 6.5 rim bolt pattern. The rim flange is moved approximately 3.5 inches out from the stock Unimog rim flange. Will work with 16, 16.5, 17 & 20 inch rims.
There is no welding on these brake components which is in compliance with many local safety laws.
Included are: instructions, new hub seals, rotors, calipers, pads, studs, brackets, adaptors, and hardware.
Brake hoses are not included. NOTE: This kit is a bolt-on kit but will require slight modification to the portal housing and should only be performed by an experienced, competent shop.

http://www.themogshop.com/unimog_axles.htm


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 10.apr 2013, 22:27

sukkaturbo wrote:Sælir mér gengur ekkert að eiga við þenna Google bjána ég er að reyna að finna eitthvað um hvernig best er að setja diskabremsur á 404 unimog hásingarnar helst myndband og úrhleypibúnað. Er einhver hér frændi eða bróðir Hr. Googla sem getur fengið hann til að kjafta frá þessu. kveðja guðni

http://www.themogshop.com/show-product- ... =disc&pg=1


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 10.apr 2013, 22:38

Sælir og takk Baldur fyrir þetta innlegg nú er best að fara að glósa þetta. Vigtin á hásingunum kemur á óvart ætli Dana 70 sé ekki svipuð af þyngd? Annað er bara ein hjólalega á neðri tromlunni í 404 hásingunum og fóðring á móti legunni. Ef svo er væri þá ekki ráð að setja legu í staðinn fyrir fóðringuna til að minnka hitan í portalinu?kveðja guðni


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 11.apr 2013, 00:46

sukkaturbo wrote:Sælir og takk Baldur fyrir þetta innlegg nú er best að fara að glósa þetta. Vigtin á hásingunum kemur á óvart ætli Dana 70 sé ekki svipuð af þyngd? Annað er bara ein hjólalega á neðri tromlunni í 404 hásingunum og fóðring á móti legunni. Ef svo er væri þá ekki ráð að setja legu í staðinn fyrir fóðringuna til að minnka hitan í portalinu?kveðja guðni

Sæll guðni
Ég held að það sé alltaf betra að hafa legur í staðinn fyrir fóðringu.
kv
baldur

User avatar

reynirh
Innlegg: 102
Skráður: 22.okt 2011, 00:15
Fullt nafn: Reynir Hilmarsson
Bíltegund: Musso 39,5-44"
Staðsetning: Húsavík

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá reynirh » 11.apr 2013, 18:24

Reynir Hilmarsson Húsavík.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 11.apr 2013, 19:03

reynirh wrote:https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=1645322

Sæll Reynir og takk fyrir þetta. Staðan er núna þannig eftir að við vigtuðum Cruserinn að við ætlum að reyna að koma honum í gegnum sérskoðun á 49" það er smá möguleiki með lagni og með því að setja bílinn á hlaupabrautina og í kolvetnasnautt fæði að létta hann eitthvað. kveðja guðni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 72 gestir