Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 13.jún 2013, 22:11

Sæll Kristján þakka mikið fyrir þetta svar þitt. Mælir þú þá með four link aftana og framan.?? Þetta sem þú segir að bíllinn leitist til að lyftast að framan er einmitt það sem ég fann um leið og við snertum bílinn á sléttri götunni og vorum að manúera honum. En þú átt einkaskilaboð ef þú nennir að lesa þau. kveðja Guðni




Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 14.jún 2013, 18:25

Jæja vorum í skúrnum í dag að venju, 25 stiga hiti úti og logn, sól og leiðinda veður. Búið að vera alveg ömurlegt veður núna síðust tvær vikur alltaf sól og yfir 20 stiga hiti og logn og ekki hagstætt fyrir feitan uppgjafa jeppamann sem vill heldur búa í snjóhúsi. En settum efri festingarnar í og stilltum upp aftur hásingunni.Snilli í ESSINU sínu. Næst eru það neðri plattarnir og stífurnar.
Viðhengi
soðið almennilega.JPG
Suður ættu að halda
hraustlegt.JPG
Hraustlegt
stillt upp.JPG
Stillt upp og portalarnir hafðir beinir eða svo til

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá gislisveri » 16.jún 2013, 01:04

Flottur Guðni, ég er alltaf á leiðinni í heimsókn. Nýjasta nýtt er að klipparinn minn flutti aftur heim á Sigló og ég hef þurft að láta rýja mig eins og rollu síðan það gerðist. Ég á því tvöfalt erindi norður.
Kv.
Gísli.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 16.jún 2013, 07:47

Sæll Gísli velkominn í bæinn já er það Hrólfur vinur minn sem hefur klippt þig. Þú veist hvar þú finnur mig. kveðja guðni

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Freyr » 16.jún 2013, 10:49

Sæll Guðni. Gormaskálarnar af aftan mynda brotalöm í grindina, hún er verulega mikið veikari með þetta svona. Það borgar sig að jeggja plötur utanum rörið svo grindin verði aflíðandi utan um rörin og loka að ofan og neðan (fyrir utan gormagatið ;-)) með plötum. Ekki ósvipað þessu hér nema með gati fyrir gorminn:

Image


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 16.jún 2013, 11:54

Sæll Freyr takk fyrir ábendinguna þetta verður skoðað og gert kveðja guðni

User avatar

Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Örn Ingi » 19.jún 2013, 02:04

Sæll guðni þetta er með þeim skemtilegri verkefnum sem að ég hef séð, ég er að vísu ekki sérlega hrifinn af gormasætunum ykkar sem koma upp í grind enn hugmyndirnar eru flottar.
Ég sé að þú ert mikið að spá í hvernig Fjöðrun þú ættir að hafa undir bílnum, enn mér fynnst svolítið vanta inn í þetta hjá þér hvernig þú villt að bíllinn fjaðri, hversu mikla víxlfjöðrun þú viljir fá o.s.f.v. Enn til þess að fá hugmyndir er gaman að skoða t.d http://www.pirate4x4.com/forum/ þar eru menn á öllum þrepum geðveikinar í "ofur tækja smíði" .

User avatar

Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Örn Ingi » 19.jún 2013, 02:33

Triangulated four link er uppsetning sem að ég mikið verið að skoða upp á síðkastið, kaninn notar þetta mikið í kletta klifrinu og ef að þetta er rétt sett upp gefur þetta mikið fjöðrunar svið, kaninn notast að vísu aðalega við "rót enda" enn ekki fóðringar í augu á endunum á stífunum og mikið með Coilover dempurum eða álíka búnaði með mikla sundur saman hreyfingu. Svona uppsetningu má vel nota með hefðbundum gormum líka, hvort þetta þolir átökinn sem að auka niður gíruninn út við hjól veldur þori ég ekki að fullyrða því hásinginn er auðvitað frekar "laus" í þessu enn mér fynnst þetta sniðug pæling undir bílinn að aftan.
Svo er auðvitað ekki spurning um að smíða stífu vasanna þannig að nokkrir möguleikar séu í boði til þess að breyta hallanum eftir því hvað hentar best hverju sinni.
Hvað varðar bílinn að framann fynnst mér persónulega alltaf mest heillandi þegar að jeppar eu með dálítið "lausa" fjöðrun að aftan enn frekar einfalda uppsetningu að framan eins og t.d bronco, land cruiser 70 ofl sem er fastari í skorðum.
Ég átti einu sinni hilux með four link framan og aftan og ég var alltaf hálf hræddur við hann og hvernig hann lét.
Viðhengi
Triangulated fou link 2.jpg
triangulated four link.jpg


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 19.jún 2013, 08:18

Sæll Örn Ingi og takk fyrir kommenntið og teikninguna. Við félagar erum að reyna að smíða fjöðrun sem hentar þessum portalhásingum bæði á vegi og í torfærum og er ódýr í leiðinni og ekki mjög slaglöng enda með læsingar í öllu. Við erum að sækjast eftir sem bestum aksturseiginleikum og svipaðri fjöðrun og er í gamla Range Rover eða Patrol sem er alveg þokkaleg fjöðrun. Við reiknum með töluverðri mýkt í 49" og 54" dekkunum sem hann verður á. Við erum með 80 Cruser gorma að framan og einhverjum gulum Nitrodempurum að framan sem núna eru á stífunum og Range Rover að aftan með Cruser dempurum .Þegar að framendanum kemur er meiningin að smíða nýjar stífur eftir uppskrift héðan frá ykkur félögunum og verður margt skoðað vonandi . Mér datt í hug að fá fóðringar frá ET- verslun sem í gamladaga voru kallaðar Unimog fóðringar veit ekki hvort þær eru til ennþá og hvort þær henta í framstífufóðringar en það verður skoðað.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá lecter » 19.jún 2013, 13:32

sælir eftir að hafa brasað i svona unimog hásingum á sinum tima þa er best að sjóða ekkert i rörið sjálft það brotnaði bara gat á rörið og festingin losnaði ,, skoðaðu þetta hvort pláss sé fyrir að smiða milliplötu á endan á rörinu báðumeigin svo kemur nafið upp á á eftir ,,, kannaðu hvort öxullinn þoli td 8-10mm plötu hann ætti að þola það án þess að dragast úr drifinu

þá ertu kominn með fina festingu og vera með stifuna að neðan svo neðarlega að hún beri við nafið i gegnum plötuna rennir þú hólk úr efnis röri vel þykkt og siður i miðju báumeigin stifan verður þá með klofi öfugt við það sem við smiðum vanalega ,ef stifan er fest til hliðar þarf að smiða klofið i plötuna sem getur þá undið upp á plötuna .. þetta eru hugmyndir sem gætu kanski kveigt á réttu lausnini


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 19.jún 2013, 13:58

Sæll Hannibal við vorum búnir að láta okkur detta í huga að bolta neðri gormaskálina. Það er pottefni í ysta hlutanum á hásingunni þar sem portalinn boltast á rörið en svo virðist vera járn sem hægt er að sjóða í. Er það ekki rétt greint hjá mér eða er pottur alla leið.Gætir þú sent mér riss af þessu sem þú ert að leggja til. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 04.júl 2013, 17:19

Jæja félagar alltaf verið að brasa. Er kominn með 54" dekkin heim vel slitin. Þau eru eins og fyrverandi ófrísk kona eftir erfiðan sauðburð og er ég byrjaður að skera. Dekkið vigtaði 75kg eftir skurðaðgerð, sem er hálfur ég, en 80 fyrir aðgerð 5 kg af gúmmí farinn. Erum að sjóða í grindina og loka henni í leiðinni eftir að hafa opnað hana á köflum til að hreinsa út úr henni ryð og drullu sem nóg var af eða þrjár fullar álskóflur af stærstu gerð. Snilli er að klippa niður í og hanna stífufestingar á afturhásinguna. Ég vigtaði Unimog felguna óbreikkaða og er hún 22kg. Breikkun verður um 9" og er þá felgan orðin 18" breið með backspeis upp á 23cm og 8 gata deilingu og 25 kg sirka ætla að nota 2,5 mm í þykkt á breikkun.Það kom í ljós að ég get notað 54" dekkið sem sundhring því innan málið er um 160cm sem er alveg passlegt um mittið á mér og þar sem ekki er til sundskýla á mig leysti ég tvö vandamál í einu. Nú liggur ÍRANINN (frjósemis stöngin) inn í dekkinu og nú er ég á leiðinni í sund í fyrsta skipti. Jú það er dótadagur á miðvikudögum í sundhöllinni hér og þá má maður koma með sinn eiginn kút eða björgunarhring.Meira seinna Snilli og Tilli (Íraninn)5,4"
Viðhengi
DSC03856.JPG
byrjað að loka grindinni eftir mikkla hreinsun. Síðan verður fyllt á með rúststopp og svo lakki
karlinn á leiðinni í sund.JPG
Karlinn á leiðinni í sund. Þarf sterkari axlabönd ef ég sleppi þá sést í Íranan
DSC03858.JPG
skorið á Rússavísu og orðið verulega mjúkt. Töluvert mýkra en 46" sem ég skar í vetur
75 kíló hálfur ég.JPG
Skorið og tilbúið á felgu 75 kg

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá ellisnorra » 04.júl 2013, 19:18

Mjög spennandi þráður. Ég fylgist spenntur með þó ég commenti ekki alltaf :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 05.júl 2013, 07:35

Sælir það vakti furðu mína hversu mjúk þau eru og hlakka ég til að prufa þau í snjó. En annað ég fékk ekki ingöngu í sundhöllina með nýja kútinn.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 05.júl 2013, 14:09

Það vantar ekki ósvífnina og tillitsleysið í þessa sundlaugarverði
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá bjarni95 » 15.aug 2013, 13:52

Hvað er svo að frétta af þessu verkefni?
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 15.aug 2013, 15:15

Sælir er í Reykjavík í efnisöflun og með I Patta tölvu og er að reyna að gogga í hana með einum putta.Búið að vinna slatta undanfarið sirka 4 tíma á dag við að smíða stífufestingar à afturhàsinguna og ryðbæta og styrkja grindina redda fjórum Unimogfelgum og fleira sem tekur tíma og erekki myndvænt. Meira þegar ég kemst úr þessari hænsnalegu tölvu. Þetta minnir mig à hænu sem er að kroppa upp korn þegar ég skrifa à þetta apparat.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Dúddi » 16.aug 2013, 19:10

Endilega að vera duglegur með uppdate, þetta er gífurlega spennandi verkefni.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 21.aug 2013, 17:31

Sælir félagar höfum verið í seinlegum skítaverkum hreinsa grindina að innan og ryðhreinsa hana að utan líka og ryðbæta hana og setja styrkingu undir bitan fyrir efri afturstífurnar. Búnir að stilla þessu nokkrum sinnum upp og hætta við og reynt að gera betur. Nú er búið að sjóða í grindina og loka henni og byrjað að grunna. Einnig er búið að sjóða stífufestingarnar á afturhásinguna og verður þetta prufað svona. Byrjað verður að mála á morgun tvær umferðir af svörtu fram að fremri stífum. Síðan verður framendinn tekinn á sama hátt allt hreinsað af grindinni og hásingin hreinsuð smíðaðar nýjar stífur og gormaskálar hliðar stífufestingar.Notast verður við Bens Unimog fóðringar sem fengust í ET og kostuð 6 stikki með slífum 16.500 krónur.Ætla að nota heildregin rör með 4,2mm í veggþykkt og fella utan á það 3mm plötu( hugmyndir vel þveignar meina þegnar) kveðja snilli og tilli
Viðhengi
góðar suður.JPG
góðar suður.JPG (544.37 KiB) Viewed 8620 times
búið að sjóða.JPG
búið að sjóða.JPG (559.83 KiB) Viewed 8620 times
DSC03893.JPG
DSC03893.JPG (608.72 KiB) Viewed 8620 times
byrjað að mála.JPG
byrjað að mála.JPG (597.22 KiB) Viewed 8620 times
búið að sjóða í grind.JPG
búið að sjóða í grind.JPG (525.67 KiB) Viewed 8620 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 22.aug 2013, 16:26

Sælir félagar ég vigtaði afturhásinguna í dag en þetta er 404 Bens Unimog hásing með stífufestingum og diskabremsum. Vigtaði hásingin 228 kg, en það vantaði bremsudælurnar sem eru 4 stimpla Tacoma dælur ekki þungar sirka 5 kg. Veit einhver hvað 60 Cruser Afturhásing með barkalás og öllu gomminu er þung og svo hvað dana 70 er þung. kveðja guðni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá ellisnorra » 22.aug 2013, 16:56

Frábært að fá viktartölur Guðni. Ég hef hugsað í mörg ár hvað það væri fróðlegt að vigta allt draslið sem maður er með í höndunum, það væri orðinn ágætis listi af því dóti sem hefur rúllað í gegnum hendurnar á mér. En mig vantar fjárans vigtina! Hef hugsað um að kaupa mér 4 baðvogir, þannig væri hægt að dreifa álaginu td setja lyftarabretti ofan á vogirnar og draslið svo á brettið og reikna svo, en baðvogir eru svo djöfull dýrar líka!

Helduru að boddyið passi á þessa grind á endanum? :)
http://www.jeppafelgur.is/


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá ivar » 22.aug 2013, 17:40

http://www.therangerstation.com/tech_library/axle_weights.htm

Dana 70HD er skv þessari síðu 130kg svo hún er töluvert léttari ef þetta er rétt


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá grimur » 22.aug 2013, 19:10

Freyr wrote:Sæll Guðni. Gormaskálarnar af aftan mynda brotalöm í grindina, hún er verulega mikið veikari með þetta svona. Það borgar sig að jeggja plötur utanum rörið svo grindin verði aflíðandi utan um rörin og loka að ofan og neðan (fyrir utan gormagatið ;-)) með plötum. Ekki ósvipað þessu hér nema með gati fyrir gorminn:

Image


Ég er nú ekki alveg 100% sammála því að þessar gormaskálar séu eitthvað vafasamar.
Gormarnir eru nefninlega það sem tekur upp megin þunga bílsins, það er ekki mikill þungi fyrir aftan gormaskálarnar, sem þýðir að vægið er ekkert svo rosalegt á grindinni akkúrat þarna, það er aðallega skerálag á þessu svæði. Ef það er almennilega soðið í svona "innlegg" sem er ekki þynnra en efnið í grindinni, þá á þetta að vera í ágætu lagi.
Það er svolitið annað í gangi um miðja grind, þar sem töluvert vægi er á grindarbitunum sem er ekki heppilegt í bland við þykktar/form breytingar þar sem þreytubrot geta farið að skjóta upp kollinum við þannig aðstæður.

kv
Grimur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 22.aug 2013, 20:09

Sælir félagar ég reyni að vigta allt vélar hásingar dekk og felgur og mig sjálfan og mæla líka hæð og breidd til fróðleiks fyrir mig og aðra. Það er ekkert búið að lengja þessa grind umfram orginal held ég, og boddífestingar eru allar á orginalstöðum. Spurning um að lengja framendan bretti og húdd og kanski grindina framan við vélarfestingar og hafa möguleika á að geta oppnað alla samstæðuna eða tekið hana af.Það eiga eftir að koma allavega tveir þver bitar undir kassana þannig að þetta tollir vonandi saman.En það er mjög gott að fá ráðleggingar frá ykkur félagar og velta þeim upp hér. Við klárum aftur endan í næstu viku. Þá verður rokið í framendan og allt skorið af að framan og smíða upp á nýtt. Hugmyndir að framstífum og hliðarstífu eru vel þegnar. Er búinn að kaupa 6 fóðringar og hólka hjá ET og meiningin er að smíða stífur úr heildregnum efnisrörum með veggþykkt upp á 4,2 mm stál 52. og leggja svo utan á þær 3mm plötu. Nú er spurning hvernig er best að hafa festingarnar á hásingunni sjálfri. Eigum við að hafa aðra fóðringun undir og hina beint ofan á hásingunni og þá hvað mikið bil á milli efri og neðri fóðringar og hvað er besta lengdin á framstífum. Við ætlum að hafa fóðringu líka að aftan á framstífunni ekki pinna. Stefni á að vera kominn með 54" á felgurnar og með backspeis upp á 23 cm þegar við förum í smíðina á framstífunum,þá get ég séð hvernig stífurnar eiga að vera staðsettar í sambandi við að leggja á bílinn. Grindin í Cruser kemur saman framan við hvalbak og fram úr. Hvaða hugmynd hafa menn um breidd á felgum fyrir 54" hver er heppilegasta breiddin að mati reynslubolta hér.Við ætlum ekki að hafa boltaðar miðjur eða beetlock bara gömlu góðu aðferðina og sjóða góða affelgunarbrún á felguna sirka 4 mm háa renna hana til og gera sæta. Ég kann best við þannig felgu útbúnað og það virkar vel með góðum úrhleypibúnaði og er létt og gott, alla vega á mínum bílum. kveðja guðni


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Dúddi » 22.aug 2013, 20:44

Hérna sést í framstífu sem þessir gaurar hafa víst verið að smíða undir ferðaþjónustu econoline bílana og fl. Man ekki hvað verkstæðið heitir sem þessi Steini er með.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =3&theater

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepcj7 » 22.aug 2013, 20:46

Ég er ekki alveg að trúa þessum vigtartölum frá TRS miðað við það sem ég hef sjálfur vigtað væri þetta nær því að vera kg. en ekki lbs. sem mælieining. ;O) En það væri einmitt gaman ef hægt væri að nálgast vigt sem tæki 3-500 kg á viðráðanlegu verði alltaf gaman að vera með þyngdirnar á hreinu.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Grímur Gísla » 22.aug 2013, 23:27

Grímur Jóns, verður ekki nokkuð mikið brot álag um gormahólkinn ef þung og mikil kerra er hengd aftan í bílinn? Já eða ef Guðni stígur upp á afturstuðarann :)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 23.aug 2013, 08:14

Sælir svona svona ég er allur að léttast og æfi sund af kappi fer tvisar ári núna og alltaf þegar ekkert vatn er í lauginni. Búið er að skipta út 1,5 m af grindinni aftast og er hún með meiri vegg þykkt og sterkari en orginal síðan er gormasætið með botni og allt úr 12mm þykku stáli og allt soðið eftir kúnstarinnar reglum.Ég ætla að láta reyna á þetta. Ég setti gúmí slöngu utan um efsta hringinn á gorminum sem fer upp í skálina til að losna við leiðni eða gorma söng. En er hægt að fá orginal gormaskál að neðan fyrir range rover gorma??.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepcj7 » 23.aug 2013, 09:24

Neðri skálin fyrir rover gormana er örugglega til ný í BSA Kópavogi.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Tollinn » 23.aug 2013, 09:54

Grímur Gísla wrote:Grímur Jóns, verður ekki nokkuð mikið brot álag um gormahólkinn ef þung og mikil kerra er hengd aftan í bílinn? Já eða ef Guðni stígur upp á afturstuðarann :)


Ég er algjörlega sammála því að þetta er óhentug uppsetning. Venjulegt álag á grindina yfir gorminn er þannig að hún er í togi í efri brún og þrýsting í neðri brún sem þýðir að hún reynir að þrýsta gormaskálinni saman svo á endanum verður hún sporöskjulaga og þú getur jafnvel átt von á þreytubroti vegna þeirra hreyfinga sem þetta býður upp á. Ég myndi breyta þessu hið snarasta þannig að neðri platan í grindinni verði heil aftur.

kv Tolli

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepcj7 » 23.aug 2013, 10:12

Ég myndi halda að þetta sé bara í fínu lagi með skálina ath. hún er 12mm þykk = 4 x grindin á þykkt.Þar að auki er ekkert álag að gagni á grindina þarna fyrir aftan.Go Guðni.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 23.aug 2013, 11:29

Sælir drengir,

Ég ætlaði einhvertíman að græja mér svona vikt, þetta er nú frekar einfalt nota 2 rör og 2 flansa 1 gorm (úr bíl) og svo bara krókar uppi og niðri, svo þarf bara að kvarða viktina með því að prufa að hengja mismunandi þekktar þyngdir í hana og þá er maður kominn með þennan fína pundara. Hér er gróf skissa af þessu.

kv Hörður
vikt.png
vikt.png (172.89 KiB) Viewed 8348 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 23.aug 2013, 13:06

Tollinn wrote:
Grímur Gísla wrote:Grímur Jóns, verður ekki nokkuð mikið brot álag um gormahólkinn ef þung og mikil kerra er hengd aftan í bílinn? Já eða ef Guðni stígur upp á afturstuðarann :)


Ég er algjörlega sammála því að þetta er óhentug uppsetning. Venjulegt álag á grindina yfir gorminn er þannig að hún er í togi í efri brún og þrýsting í neðri brún sem þýðir að hún reynir að þrýsta gormaskálinni saman svo á endanum verður hún sporöskjulaga og þú getur jafnvel átt von á þreytubroti vegna þeirra hreyfinga sem þetta býður upp á. Ég myndi breyta þessu hið snarasta þannig að neðri platan í grindinni verði heil aftur.

kv Tolli

Sælir nú skulum við bara láta reyna á þetta og ef þetta brotnar þá breitum við þessu. Það eru fullt af séníum og afbrotafræðingum búnir að standa og góna á þetta og álykta og reikna út að brot sinnum pí sé jafnt og kú og útkoman sé úpps og að þetta gæti líklega haldið en svo gæti þetta líklega brotnað ef ég stykki fram af 20 metra hári hengju og lenti á kletti með afturhásinguna.Ég held að þetta brotni aldrei því þessi bíll verður með hámarkshraða upp á 50km og á 54" dekkum með 10 pund í og jafnvel 2 pund og mjúka Range rover fjöðrun og bara 1500 kg mest að aftan og að það verði lítið um hörð högg upp í grind vonandi aftan til í bílnum. En það væri gaman að geta brotið grindina og sagt frá því yfir góðum kaffibolla. En til öryggis setti ég blátt límband eftir endilöngu ofan á grinda og yfir gormaskálina frægu svo ég týni ekki afturendanum ef hún brotnar.kveðja tilli og Snilli

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá ellisnorra » 23.aug 2013, 17:22

Svo er líka lang meirihluti þyngdar þessarar bifreiðar fjaðrandi vigt, þe hásingar og dekk :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 23.aug 2013, 18:52

Sælir aftur allt á fullu. Byrjuðum á að breikka felgurnar í dag. Efnisþyktin í Unimog felgunum er 4,8 mm við notum 3mm í tunnan og breikkum í 18,5 tommu. Erum með risastóran rennibekk eða hálfgerða rennibraut finnst mér og þarf að klifra upp á hann til að mæla. Snilli var ekki lengi að svipta þessu í sundur og enn sneggri að valsa tunnurnar og pössuðu þær akkúrat eins og smiðurinn sagði þegar hann lamdi í puttan á sér. Hér eru fyrstu myndir af þessari vinnu. Miðju skipti verða á morgun.
Viðhengi
byrjað að skera alvöru rennibekkur.JPG
Snilli byrjaður að skera
byrjað að skera alvöru rennibekkur.JPG (592.76 KiB) Viewed 8285 times
verið að mæla.JPG
verið að mæla Snilli kominn á bak á rennibrautinni
verið að mæla.JPG (556.05 KiB) Viewed 8285 times
byrjað að valsa.JPG
byrjað að valsa
byrjað að valsa.JPG (553.39 KiB) Viewed 8285 times
smell passar.JPG
smellpassar
smell passar.JPG (566.69 KiB) Viewed 8285 times


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 23.aug 2013, 22:21

Snild ekki skemmir að komast í alvöru verkfæri
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá hobo » 23.aug 2013, 22:27

Áfram Snilli og Tilli!

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jongud » 24.aug 2013, 10:48

Æ-Æ !
Það er alger óþarfi að fara í 3mm þykkt á tunnunni. 1,5mm er alveg nógu sterkt undir RAM 3500 á 46"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 24.aug 2013, 12:12

jongud wrote:Æ-Æ !
Það er alger óþarfi að fara í 3mm þykkt á tunnunni. 1,5mm er alveg nógu sterkt undir RAM 3500 á 46"

Guðni ekki hlusta á svona tal 3mm er fínt mætti vera 2,5, en 1,5 NO.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jongud » 24.aug 2013, 12:23

villi58 wrote:
jongud wrote:Æ-Æ !
Það er alger óþarfi að fara í 3mm þykkt á tunnunni. 1,5mm er alveg nógu sterkt undir RAM 3500 á 46"

Guðni ekki hlusta á svona tal 3mm er fínt mætti vera 2,5, en 1,5 NO.


Þetta var einhverntíman reiknað út af verkfræðingum. Tunnuefnið þarf ekki að vera nema 1,2mm á þykkt en oft er notað 1,5 mm.
Með því að nota 3mm í stað 1,5 þyngjast felgurnar um 3,48 kg stykkið
(miðað við 10" breikkun og 15" þvermál á tunnunni)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir