Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá TDK » 05.mar 2014, 00:58

Image
Shrek?

En annars til hamingju með skoðunina. Bíð spentur eftir ítarlegri færslu um fyrstu ferðina.



User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hr.Cummins » 05.mar 2014, 03:33

Alveg sjálfsagt að hjálpa.... en er rosalega ánægður með ykkur að hafa klárað þetta og fengið fulla skoðun með allt gúdderað...

Innilega til hamingju ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá kári þorleifss » 05.mar 2014, 05:51

Ég held að Guðmundur hafi komið með nafnið á græna tröllið, SHREK. Það er laust sem einkanúmer ;)

Annars finnst mér alveg magnað að ykkur hafi tekist á þessum tíma að smíða virkiega smekklegan jeppa sem sómi er af úr þessu tjaaaaa afskræmi sem þetta var
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jongud » 05.mar 2014, 08:37

Til hamingju
Það er búið að vera mjög gaman og spennandi að fylgjast með þessu verkefni.
En að öðru; það er stórferð í gangi hjá ferðaklúbbnum 4X4 um næstu helgi og þeir verða á Skagafjarðarsvæðinu.
Er ekki um að gera að renna við og sýna sunnanmönnum hvernig á að búa til almennilegan 54-tommu jeppa?


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Bjarni Ben » 05.mar 2014, 08:51

Glæsilegir, til hamingju!

Ég held að maður fari bara að skipuleggja helgarferð á Siglufjörð til að sjá dýrðina :)
Bjarni Benedikt
Willysdellukall

User avatar

aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá aggibeip » 05.mar 2014, 12:14

Vel að verki staðið ! Til hamingju með þetta !!
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 05.mar 2014, 16:24

Sælir félagar vorum í dag að vinna að lausn á víbringi í framskaftinu. Byrjuðum á að skipta út pinjónslegum og pakkdósum í báðum hásingum. Þetta var orðið slæmt af löngum stöðum og hafði ryðgað og voru komnir ryðpollar í legurnar sem eru kúlulegur og hvinur bara með að snúa þessu með handaflinu einu. Síðan fórum við í að fara yfir drifskaftið. Þá kom í ljós að hjöruliðurinn við millikassan var það stífur að varla var hægt að velta honum á handafli. Þetta lagað og ætlum við að prufa að setja saman aftur eins og þetta var og prufa og sjá hvort eitthvað hafi lagast við þetta. kveðja guðni
Viðhengi
drifskaftslengjan. Hjöruliðurinn við kassan var ansi sífur.JPG
drifskaftslengjan. Hjöruliðurinn við kassan var ansi sífur.JPG (131.95 KiB) Viewed 9865 times
DSC00234.JPG
DSC00234.JPG (110.71 KiB) Viewed 9865 times
skiptum um legur og pakkdósir í báðum pinnjónum.JPG
skiptum um legur og pakkdósir í báðum pinnjónum.JPG (98.57 KiB) Viewed 9865 times


cocacola
Innlegg: 62
Skráður: 29.maí 2010, 22:48
Fullt nafn: Ívar Björgvinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá cocacola » 05.mar 2014, 18:12

glæsilegt hjá ykkur félögum verð vonandi á ferðinni fljótlega kem þá við hjá þér Guðni

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 05.mar 2014, 20:27

Til hamingju með frábæran árangur drengir.

Vonandi tekst ykkur að laga víbringinn í framskaftinu en ef leguskiftin duga ekki langar mig að koma með möguleika að lausn.
Þið getið losnað við víbringinn með því að hafa rétta afstöðu á krossunum þremur í skaftinu, sjá mynd
skaft.png
skaft.png (8.07 KiB) Viewed 9738 times

Mér sýnist skaftið ykkar vera svona, horn 1 og horn 3 eru að vinna í sömu átt og horn 2 er að vinna á móti þeim báðum þannig að mesta brotið þarf að vera á horni 2. Einfaldasta leiðin til að breyta þessu er að færa bara upphengjuna upp eða niður til að stilla þessi brot. Hér er dæmi um þetta, horn 1=4°, horn 2=2°, horn 3=1° þetta gefur 3.6°sem er of mikið, núna liftum við upphengjunni þannig að horn 1=3°, horn 2=2,7°, og horn 3=1°þetta gefur 1,5 sem er vel innan marka. Til að breyta horni 1 í þessu dæmi þarf bara að lifta upphengjunni um 1 cm ef fremsta skaftið er 60cm langt. Þetta sýnir hversu nákvæmlega þarf að stilla þessu upp.

Guðni, ef þið mælið þessi horn og lengdina á sköftunum og setjið hér inn þá er ekkert mál að slá þessu inn og gefa ykkur upp breytingar sem þið getið prufað.

kv Hörður


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 05.mar 2014, 21:41

Sæll Hörður og mikið takk förum í þetta á morgun og ég læt vita kveðja guðni


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Sæfinnur » 07.mar 2014, 08:55

Hordursa wrote:Til hamingju með frábæran árangur drengir.

Vonandi tekst ykkur að laga víbringinn í framskaftinu en ef leguskiftin duga ekki langar mig að koma með möguleika að lausn.
Þið getið losnað við víbringinn með því að hafa rétta afstöðu á krossunum þremur í skaftinu, sjá mynd
skaft.png

Mér sýnist skaftið ykkar vera svona, horn 1 og horn 3 eru að vinna í sömu átt og horn 2 er að vinna á móti þeim báðum þannig að mesta brotið þarf að vera á horni 2. Einfaldasta leiðin til að breyta þessu er að færa bara upphengjuna upp eða niður til að stilla þessi brot. Hér er dæmi um þetta, horn 1=4°, horn 2=2°, horn 3=1° þetta gefur 3.6°sem er of mikið, núna liftum við upphengjunni þannig að horn 1=3°, horn 2=2,7°, og horn 3=1°þetta gefur 1,5 sem er vel innan marka. Til að breyta horni 1 í þessu dæmi þarf bara að lifta upphengjunni um 1 cm ef fremsta skaftið er 60cm langt. Þetta sýnir hversu nákvæmlega þarf að stilla þessu upp.

Guðni, ef þið mælið þessi horn og lengdina á sköftunum og setjið hér inn þá er ekkert mál að slá þessu inn og gefa ykkur upp breytingar sem þið getið prufað.

kv Hörður


Hörður það sem þessi formúla raunverulega þýðir ef ég skil þetta rétt er að annaðhvort horn 1 eða 3 verða að vera sem næst 0° og hin tvö hornin þurfi að upphefja hraðasveiflurnar frá hvoru öðru á sama hátt og CV joint.
Er ég nokkuð að misskilja þetta
Og Guðni og félagar hamingju óskir með þetta ótrúlega verkefni. Verst að nú ert þú búinn að koma manni uppá að það sé fastur liður með morgunkaffinu að gá hvað sé að gerast í skúrnum á Sigló þannig að maður hálf þjáist af fráhvarfseinkennum núna þegar fréttaflutningurinn frá ykkur minkar svona. Væri ekki upplagt fyrir þig að deyfa hjá okkur áfallið með þræði um F 103.
Bestu kveðjur Stefán Gunnarsson

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 07.mar 2014, 09:37

Sæll Stefán
Sæfinnur wrote:Hörður það sem þessi formúla raunverulega þýðir ef ég skil þetta rétt er að annaðhvort horn 1 eða 3 verða að vera sem næst 0° og hin tvö hornin þurfi að upphefja hraðasveiflurnar frá hvoru öðru á sama hátt og CV joint.
Er ég nokkuð að misskilja þetta

Þessi aðferð er sú sem framleiðendur mæla með og þeir segja að horn 1 eigi að vera nálægt 1° (vont fyrir krossinn að hafa það 0°), en þetta getur verið erfitt að framan þar sem jókinn á millikassanum hallar yfirleitt upp um 4-5°og þá þyrfti fyrra skaftið að hallu upp um 3-4°sem getur verið erfitt að finna pláss fyrir. Þá notar maður bara formúluna og stillir þetta saman og fræðin segja að þá verði allt í himnalagi.

kv Hörður


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 07.mar 2014, 18:49

Sælir félagar. Settum keðjur við hvern dempara og stilltum samsláttar púða og fórum svo í malargrifjurnar og létum bílinn hafa það óþvegið. Keyrt var yfir háa og frosna malar hauga og allar hugsanlegar stellingar teknir á fjöðrun bílsins og misfjöðrun á alla kanta og hann keyrður að þolmörkum. Ekki var hætt fyrr en hann réði við allar fjöðrunar stellingar sem við þekkjum hér á sigló. Ég er að hugsa um að gefa út bók með hinum ýmsu stellingum til að auka ánægju jeppa kynlífsins. Hann réð þó ekki við stellingu 69 eða þannig.

Nú það er enn vibringur í drifskaftinum og við átök afturábak upp bratta fjallshlíð sá maður hvernig skaftið lyftist upp og niður í upphengjunni og var hreifingin allt að 5 cm í hvora átt í mesta átakinu.

Síðan var farið í smá snjó akstur á Cruser og án læsinga og milligírs en það er ekki orðið virkt ennþá. Prufuðum að fara í brekkuklifur upp í fjallið inn í dal því þar mun Cruserinn vera veikastur fyrir höldum við. Við fórum áreynslulaust upp brekkurnar á hinum og þessum loftþyngdum eitt dekk með 7 pund annað með 4 og 2 í einu og 3 í einu. Eru ekki kominn 4?? jú það passar. Snérum við í miðri brekkunni og fann ég ekki fyrir mikklum ótta við að velta Crusernum enda er hann verðlaus með öllu. Var pínu smeikur í Hiluxnum og verulega hræddur í Fordinum því hann er svo verðmætur en allt tókst þetta slysalaust.

Færið var mjög þungt frost skel og sykur undir þó svo bílar sökkvi ekki mikið niður. Fengum Toyota Dobulacab disel á 38" Dic Cepek og Ford á 54" með læsingar og allan pakkan til að fara slóðina okkar. Báðir þessir bílar fóru upp fjallið eins og við en sögðu færið væri furðu erfitt og þurftu þeir aðeins að beita bílunum og nota læsingar og milligír og hleypa verulega úr. Hiluxinn er ekki með milligír og ekki með læsingar en gat hjakkað sig upp á tæpum 2 pundum.En við höldum áfram bæði að skrifa hér inn og smíða bílinn, næst eru það læsingar og milligír og úrhleypibúnaðurinn. Vonandi versnar hann ekki við það í ófærð. kveðja guðni
Viðhengi
verið að setja hjálpar keðjur með dempðurunum.JPG
verið að setja hjálpar keðjur með dempðurunum.JPG (120.79 KiB) Viewed 12133 times
DSC00238.JPG
DSC00238.JPG (94.71 KiB) Viewed 12133 times
gerðum slóð á Cruser upp í fjallið og snérum við í mesta hliðarhallanum. engin vandræða með það.JPG
gerðum slóð á Cruser upp í fjallið og snérum við í mesta hliðarhallanum. engin vandræða með það.JPG (40.1 KiB) Viewed 12135 times
fékk félaga minn til að fara slóðina á öflugum Toyota Disel dobulcab á 38 Dic Cpek.JPG
fékk félaga minn til að fara slóðina á öflugum Toyota Disel dobulcab á 38 Dic Cpek.JPG (47.28 KiB) Viewed 12135 times


TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá TDK » 07.mar 2014, 19:43

Sind að það sé ekki myndband þegar þetta monster fékk að sjá snjó í fyrsta skipti


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 07.mar 2014, 20:43

TDK wrote:Sind að það sé ekki myndband þegar þetta monster fékk að sjá snjó í fyrsta skipti

Eigum við ekki að hafa það eftir langt hlé hann hefur oft séð snjó á 54" áður :-)

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá StefánDal » 07.mar 2014, 20:51

Baldur Pálsson wrote:
TDK wrote:Sind að það sé ekki myndband þegar þetta monster fékk að sjá snjó í fyrsta skipti

Eigum við ekki að hafa það eftir langt hlé hann hefur oft séð snjó á 54" áður :-)


Er þetta sami bíllinn? ;)


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 07.mar 2014, 22:14

StefánDal wrote:
Baldur Pálsson wrote:
TDK wrote:Sind að það sé ekki myndband þegar þetta monster fékk að sjá snjó í fyrsta skipti

Eigum við ekki að hafa það eftir langt hlé hann hefur oft séð snjó á 54" áður :-)


Er þetta sami bíllinn? ;)

já þetta er sami bíll en því miður önnur skráning :-(
Viðhengi
342_1058714627333_3156_n.jpg
Sýning í Fífunni
342_1058714627333_3156_n.jpg (56.2 KiB) Viewed 12036 times
Gæsavötn 2008 073.jpg
Gæsavötn 2008 073.jpg (119.12 KiB) Viewed 12046 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.mar 2014, 08:07

Sælir félagar hér eru myndir af einum fasta gesta okkar honum Sigga Þór. Hann er vélstjóri á eftirlaunum í dag og er kominn yfir 70 ára aldurinn. Hann vippaði sér upp í tröllið mjög auðveldlega. Ég ætti að ná þessu á næsta ári en þá verð ég 60 ára og kominn niður í 2 metrar á hæð þegar ég ligg.kveðja guðni
Viðhengi
hulkinn siggi.jpg
hulkinn siggi.jpg (220.09 KiB) Viewed 11979 times
Siggi vélstjóri.jpg
Siggi vélstjóri.jpg (218.98 KiB) Viewed 11980 times


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 08.mar 2014, 08:17

sukkaturbo wrote:Sælir félagar fórum í skoðun hjá Aðalskoðun á Ólafsfirði og var það Magnús sem skoðaði bílnn og tók hann út og mældi og prufaði og er hann nú Toyota Landcruser árgerð 1987 skoðaður og samþykktur sem 54" bíll með 15 miða full skoðun . Því líkt vandvirkur skoðunarmaður og skoðaði hann allt í bak og fyrir og mældi fram og til baka prufaði bremsur sérstkalega vel og handbremsuna sem hann var ánægður með en hún er á drifskaftinu og þræl virkar sem og aðalbremsurnar sem voru meir en nóg fyrir þennan bíl var niðurstaðan. Hann ók bílnum nokkra kílómetra og prufaði aksturs eiginleika og hraðamælinn sem var hárréttur og bíllinn liggur eins og klessa og engin jeppaveiki og ekkert rás og leggur á eins og fólksbíll og ekkert rekst í neinstaðar og við fengum að heyra að þetta væri vönduð vinna á breitingunum og bíllinn fékk fullaskoðun án athugasemda. Á leiðinni heim ók Snilli Cruser og ég elti á Toyota Dobulcab Disel orginal. Ég skildi ekkert í að ég hafði ekki við Cruser og var ég kominn í 90 km og dróst aftur úr. Loksins þegar Snilli stoppaði við skúrinn kom hann skælbrosandi út úr Crusernum og sagði að overdrive hefði komið inn á 80km og þá hafi snúningurinn á vélinni verið um 2000 rpm á 95 km hraða sem er bara algjör snilld. Við höfum aldrei farið upp fyrir 75km og þess vegna ekki fengið overdrive-ið inn. Svo hann fer létt með 90 km og er undir 2000 rmp. bara gleði. kveðja Guðni

Sæll Guðni og til hamingju með áfangan.Hvað enduðu viktunar tölur í á gripnum ?
kv
Baldur


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 08.mar 2014, 08:26

sukkaturbo wrote:Sælir félagar ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina og öll ráðin í gegnum þetta verkefni sem nú hefur staðið yfir í nærri heilt ár. Ég mun draga úr skrifum en setja inn annarslagið eitthvað. Það er hellingur eftir að gera í bílnum varaðandi vinnu. Svo sem öll tæki td. olíufýring gps talstöð spil loftkerfið og loftpúðar að aftan og reyna að gera hann sem bestan í akstri og þá meina ég að losna við vibringinn og kanski setja í hann intercooler. Hugsa að ég fái Hr. Cummings til að gefa mér ráð um að auka aflið í þessum mótor einhvern tímann og þá á íslensku he he. Svo kær kveðja frá Tilla og Snilla til ykkar allra í bili. PS.Ég mun svara öllum fyrirspurnum ef ég get sem koma hér inn í framtíðinni kveðja guðni

Sæll Guðni hér eru einhverjar upplýsingar um meira power.
http://www.peoplehelp.com.au/landcruise ... boost.html
kv
Baldur
Viðhengi
dscf3170.jpeg
dscf3170.jpeg (101.73 KiB) Viewed 11976 times


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá olei » 08.mar 2014, 13:55

Önnur lausn væri að setja tvöfaldan hjörulið upp við millikassann og einbeita sér að því að hafa hornin á hinum tveimur liðunum eins. (Það mætti líka vera kúluliður upp við millikassann - t.d framliður úr einhverjum slyddujeppa)


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá SævarM » 08.mar 2014, 14:41

Eina vitið að setja bara búkkalegu í stað þessarar handónýtu upphengju. Er með það þannig í jeppanum hjá mér enn það er auðvitað aðeins önnur notkun enn svín virkar
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team


IL2
Innlegg: 27
Skráður: 05.aug 2010, 23:01
Fullt nafn: Óskar Óskarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá IL2 » 08.mar 2014, 15:49

Afhverju er sitthvor skráning


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.mar 2014, 17:23

Baldur Pálsson wrote:
sukkaturbo wrote:Sælir félagar fórum í skoðun hjá Aðalskoðun á Ólafsfirði og var það Magnús sem skoðaði bílnn og tók hann út og mældi og prufaði og er hann nú Toyota Landcruser árgerð 1987 skoðaður og samþykktur sem 54" bíll með 15 miða full skoðun . Því líkt vandvirkur skoðunarmaður og skoðaði hann allt í bak og fyrir og mældi fram og til baka prufaði bremsur sérstkalega vel og handbremsuna sem hann var ánægður með en hún er á drifskaftinu og þræl virkar sem og aðalbremsurnar sem voru meir en nóg fyrir þennan bíl var niðurstaðan. Hann ók bílnum nokkra kílómetra og prufaði aksturs eiginleika og hraðamælinn sem var hárréttur og bíllinn liggur eins og klessa og engin jeppaveiki og ekkert rás og leggur á eins og fólksbíll og ekkert rekst í neinstaðar og við fengum að heyra að þetta væri vönduð vinna á breitingunum og bíllinn fékk fullaskoðun án athugasemda. Á leiðinni heim ók Snilli Cruser og ég elti á Toyota Dobulcab Disel orginal. Ég skildi ekkert í að ég hafði ekki við Cruser og var ég kominn í 90 km og dróst aftur úr. Loksins þegar Snilli stoppaði við skúrinn kom hann skælbrosandi út úr Crusernum og sagði að overdrive hefði komið inn á 80km og þá hafi snúningurinn á vélinni verið um 2000 rpm á 95 km hraða sem er bara algjör snilld. Við höfum aldrei farið upp fyrir 75km og þess vegna ekki fengið overdrive-ið inn. Svo hann fer létt með 90 km og er undir 2000 rmp. bara gleði. kveðja Guðni

Sæll Guðni og til hamingju með áfangan.Hvað enduðu viktunar tölur í á gripnum ?
kv
Baldur
Viðhengi
03.03.14.JPG
03.03.14.JPG (138.87 KiB) Viewed 11820 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 08.mar 2014, 18:04, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.mar 2014, 17:29

SævarM wrote:Eina vitið að setja bara búkkalegu í stað þessarar handónýtu upphengju. Er með það þannig í jeppanum hjá mér enn það er auðvitað aðeins önnur notkun enn svín virkar

Sæll Sævar áttu mynd af svona búkkalegu og heyrist mikið í henni. Er sammála þér að þetta er handónýtt. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.mar 2014, 18:10

Baldur Pálsson wrote:
sukkaturbo wrote:Sælir félagar ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina og öll ráðin í gegnum þetta verkefni sem nú hefur staðið yfir í nærri heilt ár. Ég mun draga úr skrifum en setja inn annarslagið eitthvað. Það er hellingur eftir að gera í bílnum varaðandi vinnu. Svo sem öll tæki td. olíufýring gps talstöð spil loftkerfið og loftpúðar að aftan og reyna að gera hann sem bestan í akstri og þá meina ég að losna við vibringinn og kanski setja í hann intercooler. Hugsa að ég fái Hr. Cummings til að gefa mér ráð um að auka aflið í þessum mótor einhvern tímann og þá á íslensku he he. Svo kær kveðja frá Tilla og Snilla til ykkar allra í bili. PS.Ég mun svara öllum fyrirspurnum ef ég get sem koma hér inn í framtíðinni kveðja guðni

Sæll Guðni hér eru einhverjar upplýsingar um meira power.
http://www.peoplehelp.com.au/landcruise ... boost.html
kv
Baldur[/quot

Takk fyrir þetta Baldur er nokkuð búið að tjúna þessa vél? kveðja guðni


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 08.mar 2014, 18:29

sukkaturbo wrote:
Baldur Pálsson wrote:
sukkaturbo wrote:Sælir félagar ég vil þakka ykkur fyrir samfylgdina og öll ráðin í gegnum þetta verkefni sem nú hefur staðið yfir í nærri heilt ár. Ég mun draga úr skrifum en setja inn annarslagið eitthvað. Það er hellingur eftir að gera í bílnum varaðandi vinnu. Svo sem öll tæki td. olíufýring gps talstöð spil loftkerfið og loftpúðar að aftan og reyna að gera hann sem bestan í akstri og þá meina ég að losna við vibringinn og kanski setja í hann intercooler. Hugsa að ég fái Hr. Cummings til að gefa mér ráð um að auka aflið í þessum mótor einhvern tímann og þá á íslensku he he. Svo kær kveðja frá Tilla og Snilla til ykkar allra í bili. PS.Ég mun svara öllum fyrirspurnum ef ég get sem koma hér inn í framtíðinni kveðja guðni

Sæll Guðni hér eru einhverjar upplýsingar um meira power.
http://www.peoplehelp.com.au/landcruise ... boost.html
kv
Baldur[/quot

Takk fyrir þetta Baldur er nokkuð búið að tjúna þessa vél? kveðja guðni

Það hefur ekkert verið átt við hana í minni eigu.
kv
Baldur


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 08.mar 2014, 18:39

.
Síðast breytt af Baldur Pálsson þann 08.mar 2014, 21:16, breytt 2 sinnum samtals.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.mar 2014, 21:04

Sælir nú er nóg komið. Ég vil biðja póststjóra eða einhvern embættismann loka og eyða þessum þræði. kveðja Guðni

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 08.mar 2014, 21:20

sukkaturbo wrote:Sælir nú er nóg komið. Ég vil biðja póststjóra eða einhvern embættismann loka og eyða þessum þræði. kveðja Guðni


Ég mótmæli þessu hjá Guðna, þetta er án vafa besti þráðurinn á jeppaspjallinu og það væru mikil spjöll ef honum yrði eytt.
kv Hörður


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Raggi B. » 08.mar 2014, 21:40

Þið verðið að útbúa loftútskjótanlega tröppu á tækið eða sleppibúnað fyrir mjólkurkassann ef þið náið 7-tugs aldrinum og verðið vélstjórar á eftirlaunum.

Hvað verður annars um kassann þegar hann keyrir af stað ?
LC 120, 2004


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Haukur litli » 08.mar 2014, 22:01

Binda spotta í kassann, binda hinn endann við toppboga og kippa svo kassanum bara inn um aftur hurðina og skella.


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá SævarM » 08.mar 2014, 22:53

Image

Er með þetta svona hjá mér vegna pláss leysis er bara venjuleg kúlulega innan í þessu og yoki af millikassa sem var renndur til að passa inn í leguna og það eru festiboltar sem halda honum í legunni
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hr.Cummins » 09.mar 2014, 05:01

Hvaða drama var í gangi, hversvegna vill Guðni eyða þræðinum ?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá gislisveri » 09.mar 2014, 09:23

Hr.Cummins wrote:Hvaða drama var í gangi, hversvegna vill Guðni eyða þræðinum ?


Ef ástæðan er horfin, þá er ekki ástæða til að velta sér upp úr því.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá gislisveri » 09.mar 2014, 09:26

Ég verð að grobba mig aðeins af því að ég og Járni erum á leið að heimsækja höfðingjann Guðna og félaga hans á eftir. Meðferðis verða 1. verðlaun fyrir Jeppaverkefni ársins 2013 og eitthvað af sætabrauði.
Hlakkar mikið til að berja skrímslið augum (þá meina ég bílinn, ekki Guðna, hef séð hann áður).


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.mar 2014, 15:54

Sælir félagar, jæja ég er búinn á blæðingum svo áfram með smjörið því það er ekki GEFIÐ.

Jörgen stórvinur minn kom úr Reykjavík á sínum glæsilega Ford og á 54" dekkum. Menn hafa talið í umræðunni og án mælinga að mikill hæðarmunur sé á bíl á Portalhásingum og bíl sem er á DNA hásingum sjá mynd. En annað mál ekki hafði tekist vel að jafnvægisstilla dekkin hjá Jörgen og var sérstaklega eitt dekkan slæmt og hoppaði bíllin svo mikið að konan hans sá ekki út alla leiðini norður því brjóstin á henni hoppuði fyrir augun á henni. Jörgen var straks boðin frí jafnvægisstilling og kaffi á meðan verkið var unnið. Jörgen hafði takmarkaða trú á þessu verkfæri okkar en vegna vinskapar okkar þáði hann þetta með glott á vör og vantrú í augum.
En viti menn dekkið sett í græjuna og menn settust niður og byrjað að stilla. Nokkrum kaffibollum síðar var farið út og prufað og viti menn ekkert hopp. Tekið var annað dekk og það lagað aðeins og var þá bíllinn orðinn eins og BMW á horuðum dekkum algjör draumur að aka honum og ekkert hopp eða kast. En alvöru prófið er konan, því þau fara suður seinnipartinn í dag.
Við vigtuðum 54" dekkið hjá honum á felgu sem er saman skrúfuð og grind innan í dekkinu og notast var við vigt sem tekur 100 kg max og dugði hún ekki svo sett var upp blökk og átakið doblað og þyngdin síðan margfölduð með tveimur í tölvu og kom þá út 145 kg.
Ég var vigtaður líka sem prufu lóð og til að athuga hvort þessi aðferð væri nothæf og kom í ljós að ég hef lést aðeins og er núna um 140 kg sem er ansi mikil létting eða 300 grömm á hálfu ári kanski það sé viðnámið í blökkinni. Þegar þessu lauk komu Gísli spjallverji og Árni meðspjallverji á staðinn og færðu okkur Snilla Gjafabréf og bakkelsi snúð með brúnu á og lengju með gulu á. Ég bauð upp á kalda lifrapylsu og AB léttmjólk og bauðst til að tyggja lifrapylsuna en það var afþakkað svo ég gaf hundinu þetta. Síðan var farið í smá ferð á Hulk og prufaði Gísli bílinn í blindbyl fram í firði.Svo vont var skyggnið að Gísli heldur að þetta sé nokkuð seigur bíll í snjó en ekkert sást. Svo mikið takk kæru félagar fyrir heimsóknina og við Snilli höldum áfram með HULK.kveðja guðni
Viðhengi
Fengum í heimsók Gísla og Árna og komu þeir með snúð handa mér.JPG
Fengum í heimsók Gísla og Árna og komu þeir með snúð handa mér.JPG (120.71 KiB) Viewed 11514 times
Buðum Reykjavíkur manninum upp á kaffi og jafnvægisstillingu.JPG
Buðum Reykjavíkur manninum upp á kaffi og jafnvægisstillingu.JPG (131.8 KiB) Viewed 11514 times
karlinn vigtaður 70 kg x 2 sama sem 85 kíló ekki mikið.JPG
karlinn vigtaður 70 kg x 2 sama sem 85 kíló ekki mikið.JPG (149.07 KiB) Viewed 11514 times
þetta er þyngdin á 54 Mikey Thompsson á 20 breiðri felgu með innbyggðri affelgunarvörn 145 kg.JPG
þetta er þyngdin á 54 Mikey Thompsson á 20 breiðri felgu með innbyggðri affelgunarvörn 145 kg.JPG (150.23 KiB) Viewed 11514 times
vigtuðum 54 hjá Jörgen 145 kg. svipað og ég á brókinni.JPG
vigtuðum 54 hjá Jörgen 145 kg. svipað og ég á brókinni.JPG (120.52 KiB) Viewed 11514 times
Menn héldu að portal bílarnir væru mikið hærri en þessir á DNA hásingunum.JPG
Menn héldu að portal bílarnir væru mikið hærri en þessir á DNA hásingunum.JPG (120.83 KiB) Viewed 11514 times


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá olafur f johannsson » 09.mar 2014, 16:44

Þetta er flott og þið eruð bara snillingar allir saman :)
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.mar 2014, 19:45

Hr.Cummins wrote:Hvaða drama var í gangi, hversvegna vill Guðni eyða þræðinum ?

Sæll af því að það er smá vibringur út af framskaftinu og er það alveg óþolandi.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.mar 2014, 19:48

IL2 wrote:Afhverju er sitthvor skráning

Sæll af því að Snilli á framendan og Tilli afturendan kveðja guðni.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir