Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

halli7
Innlegg: 118
Skráður: 19.aug 2011, 20:42
Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá halli7 » 20.jan 2014, 17:43

Startarinn wrote:(3) Breytt torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um
eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.

Hér er verið að tala um þokuljós eða hvað?


Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Startarinn » 20.jan 2014, 18:20

Nei þetta er umfram fólksbílinn, þar eru þokuljós tekin sérstaklega fram


07.10 Bifreið.
(1) Áskilin ljósker:
– aðalljósker; tvö fyrir háljós og tvö fyrir lágljós
– bakkljósker; eitt eða tvö
– breiddarljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi ef breidd er meiri en [2,1]58 m
– hemlaljósker; tvö
– hliðarljósker; á bifreið sem er lengri en 6,0 m
– hættuljósker
– númersljósker; eitt eða fleiri
– stefnuljósker; tvö framvísandi, tvö afturvísandi og eitt á hvorri hlið. Bifreið frá Bandaríkjum
Norður-Ameríku og Kanada, sem ekki er meira en 6,0 m að lengd, má undanþiggja ákvæðum um
stefnuljósker á hlið
– stöðuljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi sem eru samtengd
– þokuafturljósker; eitt eða tvö. Bifreið frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada, sem ekki er
meira en 6,0 m að lengd, má undanþiggja ákvæðum um þokuafturljósker.
(2) Leyfð ljósker:
– aðalljósker; tvö eða fjögur aukaljósker fyrir háljós
– bakkljósker; tvö aukaljósker á bifreið frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada
– breiddarljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi ef breidd bifreiðar er á milli 1,8 m og [2,1]
– dagljósker; tvö
– hemlaljósker; eitt fyrir miðju
– hliðarljósker; á bifreið sem er 6,0 m eða styttri
– hliðarbeygjuljósker; eitt á hvorri hlið
– leitarljósker; eitt
– stöðuljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi aukaljósker
– varúðarljósker; eitt eða fleiri
– vinnuljósker; eitt eða fleiri
– þokuljósker; tvö.

Svo eru í reglugerðinni nánari skilgreiningar á öllum þessum ljósum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 20.jan 2014, 19:30

Sælir félagar og en takk fyrir þessar upplýsingar var að ljúka við að stafa mig í gegnum þetta reglugerðar bákn. Engin furða að þeir sem vinna eftir þessu standi á gati og einn segir að ekki þurfi breiddar ljós og annar að það þurfi og einn segir að mæla skuli sólann á dekkinu og brettið þurfi að hylja sólan og það sé nóg. Þegar næsti segir að mæla skuli út fyrir belg og að brettið skuli hylja belgin líka??????. Ég set bara kerti og spil á bílinn og krosslegg svo fingurnar.kveðja guðni

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jon » 20.jan 2014, 20:28

Breiddarljós á breytta jeppa er óþurftar búnaður því samkvæmt reglugerð þurfa ljósin að vera efst á yfirbyggingu.

"Litur skal vera hvítur fram og rauður aftur. Staðsetning skal vera á/við efri brún yfirbyggingar og ekki innar en 400 mm frá ystu brún ökutækis. Ljósin skulu lýsa 5°upp á við og 80°niður á við".

Þessi ljós eru yfirleitt sambyggð þ.e. rauða og hvíta, og staðsett við miðjan bíl eða aftarlega.

Hvíta ljósið lýsir beint í hliðarspeglana, þannig að ekkert annað sést í þeim.

Hef heyrt að það eigi að endurskoða þetta, þar sem þessi ljós skapi meira hættu en þau leysi.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 20.jan 2014, 20:44

Sæll Jón já einmitt. Ég hringdi í Samgöngustofu og bað um þreittan sérfræðing í breittum reglugerðum um breitta bíla. Aumingja símastúlkan skildi ekki sveitamanninn enda reyndi ég að vera gáfulegur í tali og myndugur í rödd eins og sá sem allt veit og er með mikið undir sér he he eða þannig. En eftir þrjú lög eða sinfóníur sirka klukkutími og ég búinn að gleyma útaf hverju ég hringdi þá fékk ég samband við einn sérfræðing að sunnan minnir að nafnið sé Guðmundur alveg fínasti karl hress og ný Jétinn líklega fiskur. Hann var bara nokkuð skýr í tali og taldi að notkun breiddarljósa væri ekki þörf lengur. Ég spurði hann hvort samtalið væri hljóðritað og játti hann því og spurði afhverju ég vildi vita það.Ég sagði honum að það væri gott að eiga afrit af samtali okkar upp á seinni tíma og kvaddi þennan ágæta sérfræðing að sunnan með virktum.kveðja guðni

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Steinmar » 21.jan 2014, 04:56

jon wrote:Breiddarljós á breytta jeppa er óþurftar búnaður því samkvæmt reglugerð þurfa ljósin að vera efst á yfirbyggingu.

"Litur skal vera hvítur fram og rauður aftur. Staðsetning skal vera á/við efri brún yfirbyggingar og ekki innar en 400 mm frá ystu brún ökutækis. Ljósin skulu lýsa 5°upp á við og 80°niður á við".

Þessi ljós eru yfirleitt sambyggð þ.e. rauða og hvíta, og staðsett við miðjan bíl eða aftarlega.

Hvíta ljósið lýsir beint í hliðarspeglana, þannig að ekkert annað sést í þeim.

Hef heyrt að það eigi að endurskoða þetta, þar sem þessi ljós skapi meira hættu en þau leysi.


Hvernig færðu út að breiddarljósin séu óþörf ? Þessi ljós eru ekki endilega sambyggð, heldur hægt að fá hvorutveggja; rauð og hvít. Þegar þú segir að ljósin lýsi beint í hliðarspeglana; er það ljósunum að kenna eða ásetningunni ?
Óháð því hvað einhver kann "að heyra" eru þessar upplýsingar teknar upp úr gildandi reglugerð og það er mín reynsla af Umferðarstofu að vanti mann upplýsingar, hringir maður eitthvert annað, t.d. í einhverja skoðunarstöð, þeir vita yfirleitt hvaða reglur gilda.

Kv. Steinmar

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jon » 21.jan 2014, 06:39

Steinmar, hvar myndir þú staðsetja breiddarljósin á bílnum hans Guðna miðað við reglugerð um gerð og búnað ökutækja,
og án þess að að hvítu ljósin lýsi upp hliðarspeglana?


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá biturk » 21.jan 2014, 08:17

Á brettakantana, rautt á afturhornið og hvítt á framhornið.
Þarf ekki að vera sambyggt og má vera talsvert inná köntunum
Varla mikið fyrir mönnum þar
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá ellisnorra » 21.jan 2014, 11:53

Svona er þetta á björgunarsveitabílnum okkar.
Image

Þegar kantarnir voru smíðaðir var settur stóll fyrir breiddarljósin, bæði framan og aftan.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Startarinn » 21.jan 2014, 11:56

biturk wrote:Á brettakantana, rautt á afturhornið og hvítt á framhornið.
Þarf ekki að vera sambyggt og má vera talsvert inná köntunum
Varla mikið fyrir mönnum þar


Nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja, ef ljósið má ekki vera meira en 400mm innar en ytri brún, og breidd kanta valda því að þessu er hvergi við komið, finnst mér augljóst að koma þessu á efsta punkt sem er innan 400mm markana, sem eru kantarnir, þar nýtist þetta ljós líka best í að hindra að það sé keyrt á framhornið hjá þér við að mæta bíl í myrkri.
(Já eða framdekkið á svona mikið breyttum bíl ;) )
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 21.jan 2014, 13:20

Sælir félagar já mér lýst vel á þennan stað ef það er þörf á þessum breiddarljósum

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jon » 21.jan 2014, 13:44

Klárlega eins og Elliofur og Startarinn benda á þá eru ljós í brettaköntum betur staðsett
en ljós efst á yfirbyggingu, samanber mynd af björgunarsveitar Fordinum.

Breiddarljós mega vera 400 mm frá ystu brún.
Breidd á milli aðalljósa á Ford F350 er 1800mm sem þýðir að það eru 375 mm frá ljósi út á ystu
brún á dekki, miðað við hámarksbreidd á bíl 2550 mm., sem sagt innan marka.
Fæ ekki séð að það sé gagn í litlu ljósi í brettaköntum c.a. 100 til 200 mm frá aðalljósum,
en það er bara mín skoðun.

Ef boddy bíls er mikið mjórra, og breidd á milli aðalljósa t.d. 1750 mm. eða minna þá
ganga 400 mm frá ystu brún ekki upp.

Breidd efst á yfirbyggingu á jeppum er yfirleitt 1200mm til 1400mm. þannig að ljós þar eru gagnslaus
sem breiddarljós að mínu mati.
Úrdráttur úr reglugerð: "Staðsetning skal vera á/við efri brún yfirbyggingar."
Á breyttum jeppa lendir hvíta og rauða ljósið aftan við farþegarými, ekki hægt að setja þau annars staðar,
miðað við reglugerðina, og lýsir 5°upp og 85°niður, þ.a.l. lýsir það upp baksýnisspeglana.


Úrdráttur úr reglugerð: "Litur skal vera hvítur fram og rauður aftur. Staðsetning skal vera á/við efri brún
yfirbyggingar og ekki innar en 400 mm frá ystu brún ökutækis. Ljósin skulu lýsa 5°upp á við og 80°niður á við"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 21.jan 2014, 14:08

Þetta passar fyrir vörubíla og tengivagna.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Dúddi » 21.jan 2014, 23:05

Ég hef allavegna ekkert nema gott um breyddarljós að segja, er með mjög nett led ljós uppá topp og það er allt annað líf að vera á ferðinni i myrkri, fólk áttar sig á að það sé að mæta stórum bíl og passar sig og víkur betur.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Startarinn » 22.jan 2014, 09:35

jon wrote:

Á breyttum jeppa lendir hvíta og rauða ljósið aftan við farþegarými, ekki hægt að setja þau annars staðar,

Úrdráttur úr reglugerð: "Litur skal vera hvítur fram og rauður aftur. Staðsetning skal vera á/við efri brún
yfirbyggingar og ekki innar en 400 mm frá ystu brún ökutækis. Ljósin skulu lýsa 5°upp á við og 80°niður á við"


Ég skil ekki hvernig þú fær það út að hvíta ljósið skuli þurfa að vera svona aftarlega

Hér er annar útdráttur úr reglugerðinni:
"Fram- og afturvísandi breiddarljósker mega vera sambyggð í einu ljóskeri ef ákvæði um dreifingu ljóssins eru uppfyllt"


Hér er gert ráð fyrir að ljósin séu í flestum tilvikum sitthvort ljósið

En svo er sér klausa um það sem við erum búnir að rífast mest um:

Auka breiddarljósker: Ljósker skulu tengd öðrum breiddarljóskerum. Auka breiddarljósker sem eru á
framhornum ökumannshúss eru óbundin ákvæðum um hámarksfjarlægð frá ystu brún en að öðru leyti gilda
sömu ákvæði og um áskilin breiddarljósker.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jon » 22.jan 2014, 10:40

Vissi ekki af þessari grein:
Auka breiddarljósker: Ljósker skulu tengd öðrum breiddarljóskerum. Auka breiddarljósker sem eru á
framhornum ökumannshúss eru óbundin ákvæðum um hámarksfjarlægð frá ystu brún en að öðru leyti gilda
sömu ákvæði og um áskilin breiddarljósker.

Sýnist þetta leysa málið.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Startarinn » 22.jan 2014, 11:17

Já, ég tók bara eftir þessu þegar ég skoðaði regluna aftur um hin ljósin, vildi að ég hefði séð þetta fyrr, þá hefðu þessar þrætur verið óþarfar ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 22.jan 2014, 16:54

Sælir félagar áfram með þráðinn. Erum að vinna í rafmagninu er komin með flest ljós en vantar stefnuljósin en og svo er spurning hvort eitthvað rafmagn sé í þessa skiptingu og hvort þurfi bakkljós. Baldur gæti kanski sagt okkur það hvort eitthvað rafmagn sé notað í kringum þessa skiptingu en bíllinn var beinskiptur áður. Samstæðan er orðin ansi massív og vigtar 80 kg þannig að tveir menn taka hana auðveldlega af.Er að koma öllu rafkerfinu fyrir á rústfríum vinklum sitt hvoru megin við vélina og gengur það ágætlega.Þannig að samstæðan er frí og ekkert á henni sem þarf að losa þegar hún er tekin af. Það tók 10 mínútur í fyrsta skipti. kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
verið að stilla upp og gera klárt fyrir lokafrágang verður sætt að lokum.JPG
verið að stilla upp og gera klárt fyrir lokafrágang verður sætt að lokum.JPG (172.47 KiB) Viewed 9565 times
settum leiðara fyrir rafkerfið til að fría samstæðuna.JPG
settum leiðara fyrir rafkerfið til að fría samstæðuna.JPG (161.31 KiB) Viewed 9565 times
verið að klára samstæðuna hún er 80 kg og fljótlegt að taka hana af sexboltar. sett verður slá þvert yfir aftur við hvalbak.JPG
verið að klára samstæðuna hún er 80 kg og fljótlegt að taka hana af sexboltar. sett verður slá þvert yfir aftur við hvalbak.JPG (150.75 KiB) Viewed 9565 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 22.jan 2014, 21:44

Sælir félagar á einhver myndir úr vélarsalnum á 60 cruser disel 86 til 88 vantar að sjá rafkerfið sem liggur í innribrettunum og relyinn og fleira.?? Væri fínt að fá þær hér inn eða í mail gudnisv@simnet.is kveðja Guðni


siggisigþórs
Innlegg: 58
Skráður: 22.sep 2011, 18:40
Fullt nafn: sigurður már sigþórsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá siggisigþórs » 22.jan 2014, 22:53

samkvæmnt reglum skulu öll ljós sem eru á bílnum virka þannig að séu bakkljósin á bílnum verða þaug að virka,veit ekki um seglur varðandi þaug
kveðja siggi

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Kiddi » 22.jan 2014, 22:59

Bakkljós eru ekki skylda á bíl skráðum fyrir 1.3.94 sjá https://ww2.us.is/files/Sko%C3%B0unarha ... 3%A1fa.pdf grein 1.5.0.5


nicko
Innlegg: 51
Skráður: 15.feb 2011, 23:19
Fullt nafn: Kristinn M Símonarson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá nicko » 23.jan 2014, 17:41

Til hamingju með sigurinn félagar.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 23.jan 2014, 20:03

Sælir félagar við Snilli viljum þakka öllum sem kusu okkur og líka hinum sem ekki kusu okkur. Það var bara gaman að taka þátt í þessari keppni. Við óskum öllum sem voru tilnefndir til hamingju með sín framlög sem voru öll frábær.
Gísla vil ég þakka séstaklega fyrir Jeppaspjallið. Þar er á ferð alveg stráheill náungi og greindur. Það er sko ekkert ryð í þeim manni.

Aftur takk og takk kveðja guðni (Tilli) og guðmundur (Snilli)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.jan 2014, 13:53

Sælir félagar en verið að vinna í rafmagninu.Búinn að vera mikil vinna og slatti í frágangi eftir. Eftir mikkla leit fundust loksins stefnuljósin. Bæði vantaði vírana í réttum lit og svo eftir mikið vesen mælingar og leit kom í ljós að hassard relyið var brunnið þó að það klikkaði alltaf í því. Ég gat lóðað það og gert við það, svo nú eru kominn stefnuljós á kvikindið. Önnur ljós og flautan er líka kominn svo nú er bara að fara að pakka inn öllum leiðslum sem nú eru komnar í rétta liti og allt auka dót hefur verið fjarlægt. kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
búinn að mála samstæðuna að innan og hún klár til að fara á..JPG
búinn að mála samstæðuna að innan og hún klár til að fara á..JPG (142.97 KiB) Viewed 9052 times
næxt er að smíða festingu fyrir hæðarboxið.Flautan kominn á sinn stað og virkar vel.JPG
næxt er að smíða festingu fyrir hæðarboxið.Flautan kominn á sinn stað og virkar vel.JPG (159.26 KiB) Viewed 9052 times
langt kominn að hreinsa allt allt aukarafkerfi úr bílnum og setja allt í orginal litina.JPG
langt kominn að hreinsa allt allt aukarafkerfi úr bílnum og setja allt í orginal litina.JPG (158.75 KiB) Viewed 9052 times
búinn að fletta upp öllu rafkerfinu í leit að bilnum í stöðu og bremsu og stefnuljósum.JPG
búinn að fletta upp öllu rafkerfinu í leit að bilnum í stöðu og bremsu og stefnuljósum.JPG (175.71 KiB) Viewed 9052 times
ein af aðalástæðum þess að stefnuljósin virkuðu ekki einnig vantaði eitthvaðaf leiðslum. Relýið var brunnið en mér tókst að gera við það og allt virkar. Vantar svona rely.JPG
ein af aðalástæðum þess að stefnuljósin virkuðu ekki einnig vantaði eitthvaðaf leiðslum. Relýið var brunnið en mér tókst að gera við það og allt virkar. Vantar svona rely.JPG (216.01 KiB) Viewed 9052 times


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Dúddi » 26.jan 2014, 14:04

Á svo að setja kastara í orginal ljósagötin eða á að nota háa geislan þar áfram með hinum.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.jan 2014, 14:53

Sæll Senon í götin ekki spurning kveðja Tilli

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepson » 26.jan 2014, 19:10

Djöfull er nú kominn flottur dúkur á kaffi borðið.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.jan 2014, 20:33

Sæll Gísli þetta eru gömlu brækurnar mínar frá því þegar ég var með Tarzan delluna


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 29.jan 2014, 15:46

Sælir félagar þá er rafkerfið orðið nothæft. Bíllinn er orginal 24 volt. Setti 1 spennir sem tekur 24 volt niður í 12 volt. Setti svo auka 12 voltakerfi fyrir hærri neyslu en spennir getur gefið. Framendinn settur á vonand í síðasta skiptið. Bíllinn kominn á lyftu og nú verður klárað að mála og tectila það sem eftir er í undirvagni og setja strappa á hásingarnar til að halda þeim í sundurslætti og stilla samsláttar púða og fleira. Hver hásing er jú hátt í 5oo kg með dekkum. Olíu tankurinn kominn í og við færðum lokið fyrir áfyllingarstútinn í boddýinum aftur fyrir kantana sem koma á um helgina. kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
þá er rafkerfið komið úr innribrettunum og á rústfría vinkla og tekur ekki nema 10 mínútur að taka samstæðuna af.JPG
þá er rafkerfið komið úr innribrettunum og á rústfría vinkla og tekur ekki nema 10 mínútur að taka samstæðuna af.JPG (147.01 KiB) Viewed 8707 times
rafmagnið komið er með 12 volta spenni sem tekur niður 24 voltinn og svo annað rafkerfi sem er 12 volt og svo 24 volt.JPG
rafmagnið komið er með 12 volta spenni sem tekur niður 24 voltinn og svo annað rafkerfi sem er 12 volt og svo 24 volt.JPG (139.25 KiB) Viewed 8707 times
kominn á lyftuna og nú er hægt að klára að tecktila og mála undir vagninn og ganga frá lausum endum þar..JPG
kominn á lyftuna og nú er hægt að klára að tecktila og mála undir vagninn og ganga frá lausum endum þar..JPG (172.83 KiB) Viewed 8707 times
DSC00152.JPG
kominn á lyftuna
DSC00152.JPG (120.81 KiB) Viewed 8707 times
færsla á áfyllingarstútnum og búið að tengja kemur vel út.JPG
færsla á áfyllingarstútnum og búið að tengja kemur vel út.JPG (135.87 KiB) Viewed 8707 times


makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá makker » 29.jan 2014, 19:57


User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 29.jan 2014, 20:25

Sælir félagar og til hamingju með titilinn.

Ég er með nokkrar spurningar og 1 ábendingu.
Hvernig upphengju eruð þið með á framskaftinu?
Er einhverstaðar tvöfaldur liður á framskaftinu?
Eruði með gírkassadræsuna fasta við báða gírkassabitana?
Ég mundi loka endunum á stýfuturnunum bæði að framan og aftan, það eykur mjög styrkinn á þeim.

kv Hörður


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 29.jan 2014, 20:30

Sæll Hörður og takk fyrir ábendinguna það verður farið eftir henni. Upphengjan er úr Toyota Dobulcab. Engin tvöfaldur liður þetta er svo til lárétt hjá okkur. Það er öflugur gírkassapúði á fremri gírkassabitanum sá aftari er frekar nettur og hlífir neðri endanaum á kassanum og það eru stífu fóðringar í grindinni eða í endunum á bitanum. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 02.feb 2014, 18:27

Sælir félagar að venju. Erum að byrja að hanna afturstuðara á Cruserinn. Á sama tíma er verið að byrja uppgerð á gömlu Wyllis 46 sem Síldarmynjasafnið á Siglufirði fék að gjöf síðasta sumar. Að sjálfsögðu var óskað aðstoðar um upptekt hjá Gunnari vini mínum eigandanum af dótakassanum sem sagði já að venju og er hann byrjaður á fullu og maður reynir svona að rétta smá hendi þegar þarf.
Afturendinn á grindinni var orðin þreyttur og var þá farið í að teikna og græja og látið leysiskera út nýjan aftur enda sem kemur ansi vel út og það sem heilt var í þeim gamla snikkað inn í. Síðan voru varahlutir fengnir frá Bretlandi það er land sem er rétt hjá London held ég. Svo sem allt í hásingar fjaðrir klemmur legur bremsurör dælur blöndungur allar slöngur kveikja og bara nefna það. Vélin fór í Vélsmiðju Egils þar sem hún var boruð.
Varð að koma þessu inn svona til mynja um verkið kveðja guðni
Viðhengi
hugmynd að afturstuðara að fæðast. Fundum plöturæfil á haugunum sem kanski má nota.JPG
hugmynd að afturstuðara að fæðast. Fundum plöturæfil á haugunum sem kanski má nota.JPG (123.62 KiB) Viewed 8320 times
Wyllis hásingarnar orðnar klárar allt nýtt fengið frá bretlandi.JPG
Wyllis hásingarnar orðnar klárar allt nýtt fengið frá bretlandi.JPG (145.89 KiB) Viewed 8320 times
Nýr afturendi á leiðinn á grindina skorinn út með leyser.JPG
Nýr afturendi á leiðinn á grindina skorinn út með leyser.JPG (161.31 KiB) Viewed 8320 times
Gunnar að koma gamla hlutanum sem var heill inn í nýjahlutan. Öllu stillt upp á þar til gerðan bekk.JPG
Gunnar að koma gamla hlutanum sem var heill inn í nýjahlutan. Öllu stillt upp á þar til gerðan bekk.JPG (158.18 KiB) Viewed 8320 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 04.feb 2014, 14:27

Sælir félagar þá er Snilli vinur enn einu sinni búinn að hanna og smíða eitt hjálpartækið enn. En það er einföld Ballanseringar vél fyrir öll dekk allavega 54" og stærra.Hann tók öxul og rendi innan úr honum og setti í hann sex kúlulegur.Hann hreinsaði alla feiti úr legunum og setti Teflonhveiti í staðin og dink og Donk með.
Svo létt er að snúa þessu að þegar var sett ein felguró á nafið tómt þá fél hún þegar niður í neðsta punkt. Þá var sett önnur beint fyrir ofan sem var 15 grömmum þyngir og þá snérist nafið og hin varð beint fyrir ofan þá þyngir.Festum þetta á lyftuna og var þá hægðarleikur að koma hjólinu upp á nafið hægt að draga arminn á lyftunni inn og út og hífa og slaka að vild og ekkert streð við að koma hjólinu á nafið þó það sé yfir 130 kíló. Svo er snúið með hendi og beðið þar til hjólið stoppar og var þá sett vægi beint fyrir ofan neðsta punkt og snúið aftur og aftur og svona haldið áfram þar til hjólið var komið í jafnvægi. Við erum með mis þung segulstál frá 100 gr upp í 800 grömm til að finna út réttu þyngdina. Ef sú þyngd dugaði ekki erum við með flatjárns stubba og bætum á segulstálin þar til hjólið er komið í jafnvægi. Þá er búinn til platti sem er vigtaður í rétta þyngd og hann rafsoðinn nett í felguna og svo er fínstillt með venjulegu blýi. Þetta er bara algjör snilld að vinna með þetta og þetta bara virkar. kveðja guðni
Viðhengi
þarna er rétta vigtin kominn. Notuðum segulstál sem vigtuð 800.gr og 100 gr og 120 gr. Síðan var hægt að setja viðbót á segulst´lin eftir þörfum.JPG
þarna er rétta vigtin kominn. Notuðum segulstál sem vigtuð 800.gr og 100 gr og 120 gr. Síðan var hægt að setja viðbót á segulst´lin eftir þörfum.JPG (146.1 KiB) Viewed 8092 times
Fest á lyftuna og híft og slakað eftir þörfum í góða vinnuhæð og armurinn dreginn inn og út eftir þörfum þegar felgan fer upp á nafið ekkert að lyfta..JPG
Fest á lyftuna og híft og slakað eftir þörfum í góða vinnuhæð og armurinn dreginn inn og út eftir þörfum þegar felgan fer upp á nafið ekkert að lyfta..JPG (130.56 KiB) Viewed 8092 times
DSC00160.JPG
DSC00160.JPG (191.83 KiB) Viewed 8092 times

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 04.feb 2014, 15:07

Sæll Guðni.
Frábært tæki hjá ykkur, afhverju prufiði ekki að skera smá auka í dekkið og fjarlægja þannig misþyngdina í staðinn fyrir að bæta auka þyngd á felguna. ég var allavega búinn að hugsa mér að ná ballance í dekkin mín svona, svona ætti maður að þurfa minni þyngdir þar eð verið er að breyta þyngdum yst á dekkinu.


kv Hörður


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 04.feb 2014, 15:26

Sæll Hörður þetta eru svo slitin dekk að af ég skæri meira úr þeim þá væri ekkert eftir. En þessi þyngd sem sett er til jafnvægis er á litlu svæði svo það mundi ekki duga að skera kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 05.feb 2014, 18:08

Sælir félagar þá er búið að fara út og prufukeyr eftir að hafa notað statíska Ballanseringu. Djöfull er þetta flott orð, sæll.
Verð að hryggja þig Jón en þetta þræl virkar bíllinn gjör breitist frá því að vera ókeyrandi nánast og núna er hann eins og vel vanin eigin kona. Hvers mann hugljúfi. Við settum þyngdar klossana sem næst miðju við erum með 18" breiðar felgur og gömul og slitin dekk. Þetta er nokkuð mikil vinna að gera þetta þar sem dekkið er lengi að stoppa og ákveða sig hvar það ætlar að vera en með þolinmæðinni tókst þetta. Vorum 5 tíma með bílinn.
Mesta þyngd á dekk var um 2 kíló minnst 1,5 kíló. Dekkið er um 130 kíló. Mældi að gamni ummálið eða hringinn á dekkinu sem er mikið slitið og var hringurinn 415 cm. Svona fyrir þá sem hafa gaman af að safna upplýsingum eins og ég.Keyrðum bílinn í 50 km hraða á mælir bílsins. Þá sýndi gps 45 km hraða kveðja Guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 05.feb 2014, 18:50

Sælir smá myndband frá deginum

http://www.youtube.com/watch?v=K6vUq2gv7PI

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Járni » 05.feb 2014, 18:57

Næst þegar ég kem á Siglufjörð mæti ég með snúða og kókómjólk handa ykkur. Þetta er geggjað!
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 05.feb 2014, 19:08

Sæll Gísli hlakka til. Ég elska snúða með bleikum glassúr. Ætla að fá mér betri galla helst spandex og gleraugu og bleikt hárband þegar þetta verkefni er búið.

Ég gleymdi því að við hraðamældum hann á stuttum kafla eða um 100 metrum. Hann náði úr kyrrstöðu 55 km hraða á 100 metra vegalengd. Munaði engu að ég hefði hann á sprettinum en ég komst bara 10 metra átti eftir að hita upp og svo voru axlaböndin svo slöpp að ég missti buxurnar aðeins niður undir hné og 5,4" sást greinilega. Ég tek helvítið næst.Ég lét son minn tvítugan prufa bílinn en hann ekur um á BMW X-5 2001 og fannst honum ótrúlega gott að aka bílnum léttur í stýri ekkert rás og la la viðtökur og flottur í myrkri sagði hann.kveðja guðni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir