Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Tollinn » 11.des 2013, 22:23

Hversu dýrt er þetta? Er ekki bara spurning um að vera með 2 stykki í bílnum?

Kv Tolli




Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 11.des 2013, 22:31

Tollinn wrote:Hversu dýrt er þetta? Er ekki bara spurning um að vera með 2 stykki í bílnum?

Kv Tolli

frá 8400 til 14500kr það stærsta


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá risinn » 12.des 2013, 00:00

Sælir Snilli ogTilli. 'Eg er að fara í ferð með 12 sölu hæðstu mönnum frá motul in Deutschland og er að spá í að hvort að þið félagarnir eru ennþá að nota Motul olíur á þetta gæluverkefni ykkar og hvort að ég megi láta þá vita af því ?
Því að þá langar mig til að láta þá hafa jeppasjall.is svo að þeir sái hvað er að gerast á Íslandinu góða.

Kv. Ragnar Páll.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 12.des 2013, 07:21

Sæll og bara takk fyrir það Ragnar. En eins og staðan er í dag er 80-90 gírolía á drifum hjá okkur og ætlum við að tilkeyra portalana og drifin sem eru ný upptekin á henni. En endilega að kynna bílinn fyrir sem flestum. Fyrri eigandi hann Baldur hefur líklega verið með þessar olíur á en þó er ég ekki viss og væri fínt ef hann setti smá komment um það og þá hvernig hún virkaði. Hann er búinn að prufa margt. kveðja Silli og tilli


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 13.des 2013, 17:10

Sælir félagar stór dagur í dag. Við tókum bílinn út í dag í fyrsta skiptið og var farið með hann á vigtina vantar bara kantana og aftursætið og ljósin fullur af olíu og allt virkar. Vigtaði 2540kg
smá videó

http://www.youtube.com/watch?v=DbIRwVh7xOw nr.1


http://www.youtube.com/watch?v=s89pbyKVdR8 nr.2
Viðhengi
DSC00029.JPG
DSC00029.JPG (156.38 KiB) Viewed 9432 times
brettin máluð að innan.JPG
brettin máluð að innan.JPG (143.97 KiB) Viewed 9432 times
út í fyrsta skipti.JPG
út í fyrsta skipti.JPG (126.18 KiB) Viewed 9432 times
á leið í vigtun.JPG
á leið í vigtun.JPG (106.11 KiB) Viewed 9432 times
Vigtun 54 ceuser 13.12.03.JPG
Vigtun 54 ceuser 13.12.03.JPG (138.87 KiB) Viewed 9432 times


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 13.des 2013, 17:53

Þetta er gargandi snild ósköp hnotalekt að heyra í honum hljóðið aftur til hamingju með þennan áfanga :0)
kv
Baldur

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Steinmar » 13.des 2013, 18:04

Allsérstakt ökutæki og með almennilegu vélarhljóði. Þetta verður glæsilegt...


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 13.des 2013, 18:09

Sælir strákar og mikið takk takk. Þegar við tókum á honum þá pressaðist hann niður allur og þó meira að framan. Áður lyftist hann upp að framan svo þetta hefur heppnast vel að stilla fjöðrunina eða ég held það. Svo annað beygjuradíusinn er mjög góður eða alveg ótrúlega mikill og dekk rekast hvergi í sama hvernig er látið hef aldrei átt bíl með svona mikinn og hreinan beygjuradíus bara eins og á benz fólksbíll.kveðja Snilli og Tilli


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 14.des 2013, 10:13

Sælir félagar er að hugsa um að henda rörastuðaranum og setja orginal 60 cruser stuðara í staðinn og breikka hann og fella aðalljós úr hilux í hann hvað finnst mönnum um það. Gæti það ekki lookað og orginal stuðara að aftan og reyna að halda gamla Cruser lookinu sem mest. kveðja Guðni

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá firebird400 » 14.des 2013, 10:22

Það fær mitt atkvæði.
Halda orginal lúkkinu þar sem það er hægt
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Doror » 14.des 2013, 12:30

Sammála, orginal lookið er alveg málið.
Davíð Örn

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá gislisveri » 14.des 2013, 12:35

Guðni, þetta er næstum því 9 mánaða meðganga, m.v. byrjunarinnlegg þráðarins.
Minnkaði ístran eitthvað við að hleypa honum út í fyrsta sinn?

Líst vel á stuðarapælinguna, þið gætuð þá verið með kastara í stað aðalljósa í grillinu til að halda í lúkkið.

Kv.
Gísli.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 14.des 2013, 12:54

Sæll Gísli já þetta er búið að vera 9 mánaða meðganga.Það passar eins og ég sagði um daginn. Ég var í sundi og var í sturtu þegar lítill gutti sagði pabbi maðurinn þarna er að fara að eiga barn hann er með stóra kúlu á maganum og fóturinn á barninu er kominn út.
Það varð hálfgert spennufall eftir að við vigtuðum bílinn og ókum honum og við sáum að hægt er að halda áfram með þetta verkefni sem 60 Cruser. En það má segja að verkið sé nú hálfnað mikil vinna er eftir eins og menn vita sem til þekkja. Ætli tíminn fram að jólum fari ekki í barnseignarfrí og efnissöfnun, kanta smíði og stigbretta hönnun, drullusokka og reyna að finna góð orginal sæti með túrbó merkinu í bakinu og tengja og sitthvað smálegt.kveðja guðni


siggisigþórs
Innlegg: 58
Skráður: 22.sep 2011, 18:40
Fullt nafn: sigurður már sigþórsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá siggisigþórs » 14.des 2013, 13:48

hann á líklega eftir að léttast toluvert ef þið takið þessi rör og setjið orginal stuðaran á


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá risinn » 16.des 2013, 22:59

Jæja félagar. Vissuð þið að Motul er eitt það elsta fyrirtæki sem að hefur búið til smurolíu ? Það vissi ég ekki fyrr en í gærkveldi. Og þeir voru þeir fyrstu til að búa til Synthetic oil þetta var eitthvað sem að ég vissi ekki. Og þegar að þeir sáu trukkinn sem að þið eruð að endurbyggja og sáu miðann í aftur rúðunni og dekkinn fengu allir bulland standara nema konunurnar þær runnu framm úr sætunum á 54" Ford F 350 á 54" sem að þau sátu í. Það verða mikill þryf framundan hjá mér.
Og auðvitað mæla þau með því að nota ALLTAF MOTUL OIL á hvað sem er.
Þau voru að tapa sér yfir ÖLLUM þessu stóru dekkjum undir jeppum á Íslandinu góða.

Ég læt ykkur vita hvað þau er til í að gera fyrir okkur á Íslandi með sérstakar olíur sem að henta okkur út af hita farsbreytingum, það er eitthvað sem að þau vilja skoða sérstaklega, með ALLAR OLÍUR.
Ferðin var Gllhringur með 3, tíma snjósleðaferð á Langjökli,Landmannalaugar og margt fl.

Motul olía virkar allstaðar, sleðar,fjórhjól jeppar og hvað sem ykkur dettur í hug sem að þarf á smurningu að halda.

Kv. Ragnar Páll og Motul


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 16.des 2013, 23:39

Sæll Raggi og ha ha þetta var gott bið að heilsa liðinu og gaman að heyra frá þér kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 23.des 2013, 18:29

Jólasagan í ár
Sælir félagar er við bíðum eftir hátíðum og vondu veðri þá rifjast upp fyrir mér ártalið 1994 og mars. Við Í sést heim til mömmu jeppavinafélaginu vorum í Skiptabakkaskála og höfðum haft ánægjulegt kvöld og etið mikið af lambakótelettum og nautainnanlæri með mikið af sveppasósu út á og sumir drukku rauðvín .
Hekkla hóf gos þennan dag man ég því aska lá yfir öllu.Við lögðum af stað heim kl 10 um morguninn og var för heitið niður í Varmahlíð. Við vorum á nokkrum jeppum og var ég þá að eignast Ofurfoxinn minn í fyrsta sinn af sex og var hann í frekar þreittu ástandi.
Veður versnaði skyndilega og í stuttu máli þá fraus allt sem gat frosið í Sukkunni bensín og miðstöð og eigandinn og þurkur og ekkert sást út fyrir öskublönduðum snjó.
Ákveðið var að skilja Sukkuna eftir og ég klöngraðist yfir í Wagoneer 1974 sem Jörgen vinur minn átti. Einn með leðri og alles sem sagt stóri bíllinn mjög flottur.
Með í för voru 2 st 80 Cruser bílar annar á 38 og hinn fyrverandi björgunasveitarbíll hér á Sigló á 44" með skriðgír.
Ansi öflugur bíll en lítil reynsla hjá ökumönnum. Nú veður versnar hratt og vinur minn sem býr í Krummahólum 4 Kópavogi á áttundu hæð hringir í NMT- síman minn og spyr hvernig veðrið sé hjá okkur því hjá honum ruggi blokkin til um minnst 1/2 meter í hviðunum og hviðurnar séu allt að 45 metrar á klukkustund og kvaðst hann vera hræddur um okkur. Hann var róaður niður og kvaddur með virktum og honum bent á vindhraðaskekkjuna þetta væru metrar á sekúndu en ekki klukkustund.
Hjá okkur var vindhraðinn ofboðslegur og sást ekki handaskil og var ákveðið að stoppa og halda snjó eða sjó. Menn skriðu í poka og lá ég í aftursætinu Jörgen frammí og Hjalti lá ofan á dótinu í skottinu í sínum poka.
En þá hefst ballið ég þarf að pissa og stekk út í veðrið í klæddur snjósleðagalla kanínu brók og venjulegri brók og gallabuxum vettlingum og húfu og skíðagleraugum með kaðal um mittið og vel þungur. Ég tekst bara á loft og hendist til og var ekki frítt við að jeppinn drægist á eftir mér því líkt veður var og ég gat ekki andað fyrir kófi. Ég setti undir mig hausinn og skreið í var við eitt dekkið og byrjaði að reyna að ná í tilla litla sem var skelfingulostinn og veðurhræddur. Ég reyndi að pissa á fjórum fótum eins og hundarnir gera og lyfti löppinni og miðaði á dekkið en ekkert gekk fannst mér. Svo þegar ég leit niður þá sá ég stóra gula snjókúlu sem dinglaði á milli fótana á mér eins og jólakúla og fattaði um leið að þetta var tillinn á mér orðinn að sleikjó.
Ég barði kúlunni hraustlega í dekkið og skreið svo inn í bílinn aftur nær dauða en lífi.
Félagarnir skemmtu sér vel yfir óförum mínum í fyrstu en svo þurftu þeir líka að pissa og ekki komust þeir út. Þá voru góð ráð dýr ég fann 2lít gosflösku en ekki var hægt að skera ofan af henni. En með því að spreyja WD-40 í stútinn tókst þeim að skrúfa stútinn upp á Tillana á sér og pissa í flöskuna. Tappinn var settur á og flaskan í geymslu.
En þá fann ég mér til skelfingar að ég þurfti að kúka og það helst í gær. Ekki séns að fara út og ekki neitt wc í þessum gamla Wagoneer á þeim tíma eins og í 54" fordunum í dag.
Ég fann svartan ruslapoka nokkuð þéttan sem ég spurði Jörgen hvort ég mætti fá og játti hann því hálf sofandi. Ég snaraði mér þá úr snjósleðagallanum og buxunum og opnaði lúguna aftan á nærbuxunum mínum og skreið upp í framsætið og sat þar á hækjum mínum og klæddi pokan snyrtilega upp á afturendan sem snéri að mælaborðinu og lét vaða í pokan með mikklum látum.
Strákarnir vöknuðu með andfælum og héldu að það væri farið að gjósa við hliðina á bílnum því upp gaus mikill hverafnykur og bíllinn lék allur á reyðiskjálfi. Þessi læti stóðu yfir í um 1o mínótur og lét ég Jörgen rétta mér eldhúspappír og alltaf tvö blöð í einu. Hjalti var orðinn gráhvítur í framan og kaldsveittur og endað það með því að hann snérist við í svefnpokanum og sást bara í hælana á honum út úr pokanum. Jörgen var orðin rænu lítill af skítalykt en harkaði samt af sér og bað mig um að skíta ekki inn í hanskahólfið því það hafði oppnast í látunum. En annars gekk þetta bara helvíti vel. Bundið var fyrir pokan og var hann tæplega hálfur. Allavega fauk hannn ekki þegar hann var settur út til geymslu.Síðan sofnuðum við vel eða allavega ég en strákarnir misstu meðvitund vegna súrefniskorts þar sem þeir voru öfugir í pokunum. Daginn eftir var veðrið en brjálað og mikil skítalykt í bílnum og taldi Jörgen að bíllinn væri ónýtur og var bíllinn rifinn ekki löngu seinna og stendur hann núna út á túni og er notaður sem haughús fyrir kanínur. Ég var orðin alveg hroðalega svangur enda vel skitinn og greip til örþrifaráða. Ég spurði bílstjóran á björgunarsveitarbílnum hvort ég mætti prufa að aka bílnum áleiðis niður að Varmahlíð því ég væri svangur. Hann taldi það óðsmannsæði en lét þó undan eftir mikklar fortölur frá minni hendi og skreið sjálfur upp á þakið á Crusernum og lá þar til að segja mér til vegar sem sást ekki. Ég sá hann síðan aldrei á leiðinni fyrr en ég þurfti að bremsa snögglega og hann flaug fram fyrir bílinn og lenti á maganum á húddinu og svo niður á jörð. Hann skreið inn í bílinn nærri dauður úr kulda. Mér tókst einhvernvegin að þefa mig niður í Varmahlíð því ég var svangur og fann alla leiðina lykt af hamborgar og tel ég það hafa bjargað okkur hvað ég er lyktnæmur því ekki kann ég á gps. Jóla kveðja Skíthællinn á sigló
Síðast breytt af sukkaturbo þann 23.des 2013, 22:20, breytt 3 sinnum samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepson » 23.des 2013, 19:48

hahaha já svo þetta er svakalega jólasagan sem að þú varst að segja mér frá að væri að fara í prentun áðan. Ég hló svo mikið að ég misti af hálfum fréttatímanum..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Doror » 23.des 2013, 20:12

Hahaha, snilldarsaga.
Davíð Örn

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Seacop » 23.des 2013, 21:01

Hahaha ėg hló svo mikið að ėg gleypti næstum tunguna. Þú átt eftir að drepa okkur hjónin með þessu áframhaldi. Gleðileg jól.

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jon » 23.des 2013, 21:56

Hahahahaha Guðni, þú ert snillingur

Gleðileg jól

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Steinmar » 23.des 2013, 22:04

Takk fyrir þessa jólasögu Guðni. Konan taldi víst að ég væri annað hvort að ganga af göflunum eða þá að rauðvínið hefði hrokkið ofan í mig, svo hló ég....

Gleðileg jól allir
Kv. Steinmar


thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá thorjon » 23.des 2013, 23:56

Eins og blessuð börnin myndu segja " þú ert náttúrlega ekki hægt !" :) mikið svakalega var þetta hjartnæm og falleg jólasaga MUHAHAHA,, ég get ekki annað sagt en TAKK FYRIR AÐ VERA TIL ;) þetta var brjálæðislega góð og drepfyndin saga,, pls continue ;)
og gleðileg jól til þín og allra hinna vitleysingana sem eyða alltof miklum peningum og tíma í jeppana okkar,, jú og eiginkvennanna líka sem þola þetta, tja þeirra sem ennþá eru giftar svona illum eins og okkur :)


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Heiðar Brodda » 23.des 2013, 23:58

Takk fyrir jólasöguna Guðni kv Heiðar Brodda


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá einsik » 24.des 2013, 00:35

Snilldar saga og frásagnargleði.
Spurning hvort þú og Framsóknarsögumaðurinn Guðni séu einn og sami maðurinn.

Gleðileg Jól.
Einar Kristjánsson
R 4048

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá joisnaer » 24.des 2013, 03:03

skrifaðu bók.........eina sem ég hef að segja fyrir utan...

gleðileg jól
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Kalli » 24.des 2013, 12:20

Skemtileg saga :O)

Og Gleðileg jól.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 29.des 2013, 15:47

Sælir hef verið að vinna öll jólin og nú er búið að sparsla framkantana festa rafgeymana og byrjað að gera við afturgluggan skar úr í gær og nú hefst smíðin hvernig sem það gengur kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
DSC00022.JPG
DSC00022.JPG (109.45 KiB) Viewed 8169 times
DSC00039.JPG
DSC00039.JPG (126.8 KiB) Viewed 8169 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 30.des 2013, 17:26

Sælir félagar eitthvað var gert í dag að venju. Langt kominn með að gera við leiðinda ryð og klára að ryðbæta bílinn á morgun kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
DSC00071.JPG
Fékk stikki úr gömlum cruser og verður snikkað í kringum það. Það er erfitt að smíða svona stikki. Enda svo á að smíða hjólbogan á morgun eða hinn
DSC00071.JPG (131.59 KiB) Viewed 8024 times
DSC00073.JPG
Nú ætti glugginn að tolla í þó maður leysi vind set smá lím með til öryggis
DSC00073.JPG (135.98 KiB) Viewed 8024 times


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 30.des 2013, 19:06

sukkaturbo wrote:Sæll og bara takk fyrir það Ragnar. En eins og staðan er í dag er 80-90 gírolía á drifum hjá okkur og ætlum við að tilkeyra portalana og drifin sem eru ný upptekin á henni. En endilega að kynna bílinn fyrir sem flestum. Fyrri eigandi hann Baldur hefur líklega verið með þessar olíur á en þó er ég ekki viss og væri fínt ef hann setti smá komment um það og þá hvernig hún virkaði. Hann er búinn að prufa margt. kveðja Silli og tilli

Sæll guðni ég var með Gear 300 (frá Motul) á portulunum en venjulega 80/90 á drifunum.En eins og skrifaði hér einhver staðar fyrir í þessum þræði þá var einn Unimog sér fræðingur búinn að segja mér að eina sem virkaði á portalana væri sjálsskiftiolía þar sem hún þolir mestan hita, en ég var aldrei var við að þetta hittnaði hjá mér.
kv
Baldur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 30.des 2013, 20:31

Sæll Baldur og gleðilega hátíð. Ég er sammála þér ætla að tilkeyra á 80-90 og prufa svo hitt og þetta og líka Prolong. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2013, 13:59

Sælir félagar varð að hætta vinnu í dag og er að fara að elda kvöldmatinn. Sme verður Kalkún fylltur með kjúkkling og kjúkklingurinn fyltur meða fashana og nautahakk inn í Fashananum og kartöflurotta með.
En Byrjaði á afturköntunum áðan og vantar nú álit ykkar félagar. Eigum við að hafa kantinn á hurðinni eða taka úr fyrir hurðinni og hafa hann í hjólskálinni og fynnst ykkur þessi breidd vera nóg eða of mikil á köntunum. Endilega gefið okkur álit. Áramótakveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
DSC00085.JPG
Gluggin í á morgun þegar málingin er orðin þurr
DSC00085.JPG (148.35 KiB) Viewed 10379 times
DSC00089.JPG
er þetta of breitt eða of mjótt eða kanski passlegir kantar?
DSC00089.JPG (109.84 KiB) Viewed 10379 times
DSC00088.JPG
Hvað finnst ykkur á hurðina eða í hjólskálina?
DSC00088.JPG (135.07 KiB) Viewed 10379 times
DSC00087.JPG
rafgeyma geymslan löm á grillið gefur gott aðgengi
DSC00087.JPG (158.15 KiB) Viewed 10379 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2013, 16:56

Sælir félagar smá með rauðvíninu eitthvað gamalt.
Ég lagði land undir fót og flaug suður í haust frá Akueyri. Ég fékk sæti við gluggan og sat við hliðinni á konu sem var álíka stór og falleg og ég. Hún sat við gangvegin og þurfti ég að klofast yfir lærin á henni til að komast inn fyrir hana og að gluggasætinu. Ekki gekk það áfallalaust og voru mikil átök af minni hálfu við þetta brölt og endaði þetta með því ég leysti aðeins vind alveg óvart ég sver það,beint framan í konu greyið sem sat sem fastast. Það gaus upp mikil lykt en ekkert heyrðist samt í konunni og sá ég að hún beit á jaxlinn og ég skynjaði að hún var hálf flugveik og var bæði græn og blá í framan. Ég þóttist alsaklaus og gekk flugferðin vel suður.Það var boðið upp á kaffi á leiðinni suður af góðlegri flugfreyju, sem ég þáði með þökkum. Hún benti mér á að lítið borð væri í sætisbakinu fyrir framan mig til að setja kaffiglasið á. Ég setti borðið niður en þá stoppaði það á efrimaganum og engin leið á ná því niður í réttstöðu því það er alltof þröngt á milli sæta. Ekki leit ég vel út með borðið undir hökunni svo ég hætti við að reyna að nota það. Það á að banna það að setja tvo ofurþunga einstaklinga sömu megin í flugvél því vélinn hallaði undir flatt alla leið suður og lenti bara á tveimur hjólum í Reykjavík og skall svo niður.
Dagin eftir fór dóttir mín með mig í surprise ferð í eitthvað sem kallað er SPA en það er í World Class.
Svo leiðis hluti hef ég aldrei séð eða farið í áður enda villimaður að norðan. Þegar ég kom að afgreiðsluborðinu þurfti ég að horfa í einhverskonar augnskanna sem er lykillinn að dýrðinni og er einhverskonar öryggis aðgangur. Nú ég góndi inn í einhverja vél sem röflaði við mig og sagði mér að bakka aðeins og síðan að koma aðeins nær og halla undirflatt og reka út úr mér tunguna. En ekkert gekk fyrr en ég sagði afgreiðslukonunni reyðilega að ég væri bara með eitt auga og reif hitt úr hausnum og sýndi henni . Stúlku greyið rak upp vein því henn brá svo hræðilega og kúgaðist í leiðinni. Hún stillti þá græjuna upp á nýtt og gekk þá allt vel. Nú þegar inn var komið fór ég í sturtu og þreif mig vel og svo fékk ég hvítan náttslopp til að vera í. Eftir mikið bras komst ég í sloppinn sem var örugglega af barnastærð því hann náði ekki utanum mig og var ég eins og ný þvegin rúllupylsa í netsokkabuxum. Ekki tók betra við þegar inn í salinn var komið, því þar var svo dimmt að ég sá ekki handa skil enda engin furða sé varla neitt í björtu.Ég var ég búinn klappa og ræða við nokkrar konur sem ég hélt að væri dóttir mín áður en hún kom inn í salinn. Blessuðum konunum leist ekki á karlinn þar sem hann stóð með magan út í loftið í alltof litlum slopp og minnti frekar á Flassara heldur en bað gest.
En svo kom dóttir mín og sagði pabbi minn farðu þarna inn í hornið, og farðu í pottinn og slakaðu bara á meðan ég og mamma förum í nudd. Ég sá stóra trétunnu og einhvern kall ofan í henni helbláan í framan. Ég spurði hann hvort ekki væri í lagi með hann og hvort ég mætti setjast hjá honum. Hann svaraði engu en tók mikil andköf og skalf allur og hélt dauðahaldi í stigan. Ég vippaði mér þá ofan í pottin til hans og ætlaði að hjálpa honum því ég hélt að hann væri að deyja. Sem fyrrverandi sjúkraflutningamaður grunaði mig flog eða öndunarerfiðleika og ætlaði ég að blása í hann og bjarga honum.
Karlræfillinn sagði þá við mig farðu varlega ofan í pottinn því þetta er sjópottur og sjórinn aðeins 6 gráður. Ekki var það slæmt því Það finnst mér kjörhiti í heitum pottum og líður mér mjög vel við þannig hitasitg enda vanur að baða mig í áni sem er við bústaðinn. En ég kom karlinum lifandi upp úr pottinum og þar sem hann stóð skjálfandi og nötrandi á gólfinu fallega blár og rauð flekkóttur og með hor í nös tilkynnti hann mér að þetta væri nýtt met hjá sér og hann væri búinn að vera 30 sekundur í pottinum. Ég sat þarna um stund og var fólk að koma og stinga tánni í vatnið og reka upp einhverskonar stunur og vein eins og það væri að deyja, en engin vildi sitja hjá mér. Ég sat þarna í um hálftíma eða þar til dóttir mín náði í mig. Ég mæli með þessum stað en það mætti hafa ljósin í lagi þarna svo maður rati um og tali við rétta fólkið. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2013, 17:23

Fínt með kvöldmatnum.
Sælir félagar nú er að duga eða drepast ég verð að létta mig eftir jólin og skella mér í líkamsrækt.Ákvað að fara á líkamsræktarstöð og gera eitthvað í mínum málum og fara svo að keppa í Fattnes og fá pening eins og stúlkan sem var að vinna í útlöndum miss Mysti eða hvað hún hét.
Það kom fljótt í ljós að ég á engin föt til að vera í á svona stað. Svo farið var í fatagáminn á öskuhaugunum.
Fann fljótlega gamla prjónabrók og klippti af henni teygjuna og var þá komið flott svitaband.Síðan fann ég gúmískó þessa svörtu með hvítu sólunum alveg nýja frekar of stóra eða númer 47 ég nota 42. Fann gamla ullarsokka tvenn pör og fór í þá og þá pössuðu skórnir.Fann hvítan hlýrabol af einhverjum vannærðum skirfstofumanni sem náði niður undir naflan og var hann frekar stuttur en ég lét hann duga fæ mér stærri seinna, þegar ég verð ríkur. Svo fann ég gamlar sokkabuxur eða viðhaldsbuxur og tróð mér í þær.Skundaði svo á stöðina og bað um leiðbeinanda.Tekið var vel á móti mér af ungum manni og vildi hann endilega vigta mig og fitumæla svona í byrjun til að geta metið árangurinn seinna.
Fyrst var ég vigtaður og kom ég vel þar út vigtin fór straks í botn og sýndi hún 150kg max. Þannig að ég slapp vel hann setti 150kg í bókina síðan var ég fitumældur og var það ekki eins flott. Niðurstaðan var ekki til á kvarðanum en hann notaði orðið ofsalega akfeitur sem skilgreiningu. Síðan kom upp error og ignor á fitumælinn sem er eitthvað bull og var lausleg þýðing á enska orðinu á mælinum ofsalega akfeitur sem passar ekki.
Mittismál 185cm og hæð 180cm þannig ég er hærri þegar ég ligg á bakinu. Þá loksins fékk ég að fara á hlaupabrettið þjálfarinn sagði mér að ganga bara rólega og hann mundi svo auka hraðan og passa upp á mig.
Þetta gekk vel fyrstu sekúntunar og svo fór hann að auka hraðan.Allt í einu kom svartur reykur undan mér og hélt ég að kviknað væri í brókunum mínum. En súkk,þá var það hlaupabrettið sem brann yfir og ástæðan er að það þolir það ekki meira 120kg. Meiri viðvaningarnir þessir einkaþjálfarar hann var nýbúinn að vigta mig. Þessir menn þekkja ekki tækin sem þeir vinna með.
Ég varð dauð feginn enda hundleiðinlegt að leika hamstur maður með mína hæfileika.Þá vildi hann setja mig á stigvélina og átti ég að stíga hana. Hún var sett á stífasta og átti ég að halda mér á floti einhvernvegin en það endað með að önnur stífan brotnaði af og ég féll á gólfið en án skaða nema vélin var ónýt ásamt hlaupabrettinnu. Meira draslið ekki vildi ég fara á þessu dóti á fjöll í dag.
Ég sagði við einkaþjálfarann sem var stráklingur um 70 kg og allur í kúlum og hólum sem hann kallaði vöðva, að mér findist hann vera maður sem þjáðist af næringarskorti og hann væri líklegast með kílasótt. Ég spurði hann er ekki til einhver lyftingastöng og lóð því ég er duglegur að lyfta þungu þar sem ég pissa oft á dag. Hann sýndi mér stöng og lóð og sagði mér að bjarga mér og nota rauðu plöturnar því hann þyrfti að gera við hlaupabrettið og stigvélina.Ég setti allar rauðu plöturnar á stöngina einhver sex stikki og stóð 50kg á hverri plötu. Ég ákvað að fara varlega því líkamsræktarstöðin er á annari hæð og trégólf og byrjað ég að pumpa þetta ósköp varlega og átti þessi æfing vel við mig.
Allt í einu kom maður hlaupandi inn og sagði að ljósin væru farinn að detta úr loftinu niðri og hver djöfullinn gengi á og hvaða náttúruhamfarir væru eiginlega í gangi.Allir horfðu á mig eins og ég væri einhver furðufugl.Ég var ég þá látinn hætta æfingum og beðinn um að fara í heita pottinn.
Ég var auðvitað dauðfegin að fá að fara í heita pottinn og fór í bað og í sundskýluna og út í heita pottinn. Þar sá ég fullorðnar konur sem ég kannaðist við, sem voru að spjalla í rólegheitunum og hlæja og horfðu þær allar á mig ganga að pottinum.
Auðvitað varð ég allur hinn grobbnasti og ákvað að gera eins og Gilsenagger dró in magan og blés út brjóstkassan og virkaði ég alveg hrikalegur að mér fannst þar sem ég gekk í áttina að heitapottinum.
En þar sem brjóstkassinn var kominn upp á enni og ég sé ekki vel datt ég í tröppunni sem láu niður í pottinn og á milli kvennana með þeim afleiðingu að það myndaðist stór flóðalda og þær flutu allar upp á bakkan og sprikluðu þar eins og grásleppur á þurru landi og litu illilega á mig svo ég sá mig tilneiddan að hörfa og forðaði ég mér í sturtu og er algjörlega hættur að reyna að létta Cruserinn og hættur að æfa opniberlega kveðja Fattnes skrímslið á sigló

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepson » 31.des 2013, 18:14

HAHAHAHAHAHAHAHA. Guðni þú átt eftir að drepa okkur úr hlátri með þessum sögum þínum. Konan er að glápa á Mr. Bean og horfir öðruhverju á mig íllum augum þar sem að ég ligg í hláturs kasti og truflar það hana við að glápa á imbann. Gleðilegt ár vinur og farsælt komandi ár.

P.s Mr. Bean nær ekki að vera jafn fyndinn og þú :)

Kær kveðja frá Trölla vini þínum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2013, 19:43

Smá með eftir réttinum
Baráttan við kóngulær

Sælir félagar ég var að fara yfir sögurnar mínar og hrakningarnar sem ég hef lent í.
Þegar ég keypti Valpinn fann ég hann út í skóg einhversstaðar við Elliðárvatnið. Ég druslaði honum norður á kerru og fór fljótlega að rífa hann og gera hann upp. Mikil kóngulóarvefur var á öllum bílnum og háþrýstiþvoði ég hann rækilega. En sigurinn var ekki unnin og voru sífelt að koma fleiri og fleiri kóngulær í ljós um allt verkstæðið. Snilli vinur er frekar óhress með þessi kvikyndi og vildi helst ekki koma nálægt bílnum nema þessari óværu væri útrýmt. Ég var kominn í stríð við kvikyndin og búinn að tæma nokkra brúsa af eitri yfir þær en þær döfnuðu held ég bara betur við eitrið og voru eins og hasshausar þegar ég spreyjaði á þær stungu hausnum út um holurnar gleyptu í sig eitrið og féllu svo í vímu. Svei mér þá að þetta er dagsatt. Ég sá eina alveg risastóra og voru gripkrókarnir eins og meðal visegrip töng. Ég rauk til og náði í að ég hélt spreybrúsa með eitri og úðaði á kvikindið og beið svo og horfði á hlussuna sem var eins og dvergskógarþröstur. Hún glansaði öll og hélt sínu striki og glotti framan í mig og sleikti útum og það var ekkert lát á henni.
Hvað nú ég leit á brúsan og sá þá að þetta var glans efni fyrir mælaborð með alkóhóli svo helvítið var orðið blindfullt.Ég hljóp og náði í annan brúsa og úðaði enn betur og nú skyldi helvítið drepast.Nei nei hún varð bara enn sprækari og prílaði um allt og hékk á einni löppinni sem var örugglega frá Össur og klóraði sér í rassgatinu með hinum 7 fótunum. Ég leit á brúsan og sá að þetta var startsprey. Þetta gekk ekki svo ég fór og náði í logsuðutækin og ætlaði að klára þetta með eldi og viti menn hún sprakk í tætlur eins og gamall mudder þegar hann er settur á með of miklum eter.Ef þessu heldur áfram verð ég búinn að kveikja í bílnum og verkstæðinu fyrir haustið. Verð líklega að nota gömlu haglabyssuna sem ég skaut Foxinn með kveðja guðni

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepson » 31.des 2013, 19:57

Úff. Ég held að ég fari bara og panti líkkistuna áður ég dey úr hlátri. Góðar sögur Guðni :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2013, 20:11

Sælir félagar vona að þið getið brosað út í annað og næsta ár verði ykkur gott og ánægjulegt og áramótin líka og að það verði mikill jeppasnjór. Kveðja til ykkar allra kæru vinir og félagar. Við félagar hér fyrir norðan þökkum stuðninginn við breitinguna á 54" Crusernum síðast liðna 9 mánuði. Við höfum fengið margar gagnlegar tillögur og aðstoð og höfum farið eftir þeim eins og hægt er.Þess má geta að við erum að nálgast 70.000 flettingar hér á síðunni sem er algjört met held ég er þó ekki vissi. Þessi síða er algjör snilld og Gísli og Co takk fyrir síðuna. kveðja Snilli og Tilli

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá joisnaer » 31.des 2013, 22:57

gleðilegt ár, þetta finnst mér nú alltaf langt um skemmtilegasti þráðurinn á þessari síðu. flottar jeppabreytingar og talandi ekki um þessi snilldar skrif frá þér
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá gislisveri » 01.jan 2014, 09:29

sukkaturbo wrote:Sælir félagar vona að þið getið brosað út í annað og næsta ár verði ykkur gott og ánægjulegt og áramótin líka og að það verði mikill jeppasnjór. Kveðja til ykkar allra kæru vinir og félagar. Við félagar hér fyrir norðan þökkum stuðninginn við breitinguna á 54" Crusernum síðast liðna 9 mánuði. Við höfum fengið margar gagnlegar tillögur og aðstoð og höfum farið eftir þeim eins og hægt er.Þess má geta að við erum að nálgast 70.000 flettingar hér á síðunni sem er algjört met held ég er þó ekki vissi. Þessi síða er algjör snilld og Gísli og Co takk fyrir síðuna. kveðja Snilli og Tilli


Þessi síða er góð, m.a. út af mönnum eins og þér.
Þakka þér fyrir og gleðilegt ár.

Gísli.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir