Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Fetzer » 04.des 2013, 09:31

Er það bara ég eða tókuð þið motul límiðan og færðu hann um glugga? Það er að sjá á síðustu 2 myndum :) en annars rosaleg græja, flott hjá ykkur!


Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 04.des 2013, 09:34

StefánDal wrote:Þetta er góð mynd af þér Guðni. Þú ert með falleg augu.

Og svo fjandi sexý mundu konurnar segja :)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 04.des 2013, 11:56

Sælir félagar. Þessir miðar voru báðumegin ofarlega á hliðarrúðunum. Tók hliðarrúðuna úr vinstramegin til að gera við ryð undir glugganum og þéttilistanum.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 04.des 2013, 12:01

villi58 wrote:
StefánDal wrote:Þetta er góð mynd af þér Guðni. Þú ert með falleg augu.

Og svo fjandi sexý mundu konurnar segja :)

Sæll Villi sexý. Já þú segir ekki finnst konum á Sigló það. Fór í sund um daginn og var í sturtu þegar að ég heyrði lítinn strák segja við pabba sinn þegar hann var búinn að horfa á mig smá stund. Pabbi maðurinn þarna þessi með stóra magan er að fara að eiga barn ég sé fótinn á barninu koma út úr maganum á honum. USS sagði pabbin ekki segja svona. kveðja TILLi


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Tollinn » 04.des 2013, 12:48

Jæja, þurfið þið ekki að fara að drífa í að klára þennann?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... iglufirdi/

kv Tolli


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 04.des 2013, 14:06

Já sæll er þessi snjór á Siglufirði??Getur ekki verið ég sé að vísu illa og er hálfblindur og er með blindrahund en ég var á rúntinum áðan á óbreittum cherokee og sá engan snjó til þess að gera allt innan við meter og varla í kúlu á Cruser gamla. kveðja guðni


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá geirsi23 » 04.des 2013, 22:11

Fylgist vel með hér en skrifa þó sjaldan, hér verð ég samt að lýsa yfir ánægju minni með verkefnið og dugnaðinn í ykkur!! Þetta verður hrikalega gæjalegt!
Mbk. Geir


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 04.des 2013, 23:31

Sælir félagar og takk fyrir það Geir. Það gengur hægt undan okkur núna en alltaf verið að gera eitthvað. Er að fá afturhurðar vonandi um helgina og lengingu á hraðamælasnúruna. Snilli er að smíða drifssköftin og breita húddlokinu setja vatnskassan á nýjar festingar og ég hef verið að loka götum í gólfinu frá því bíllinn var beinskiptur og millikassinn var á sínum stað setja rúður í hurðar og fullt af dútli sem er svakalega tímafrekt og lélegt myndefni. En mun reyna að halda uppi dagbókinni fram á síðasta dag. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 07.des 2013, 18:19

Sælir félagar. Setti í gang í dag,bíllinn datt í gang í fyrsta starti en gat ekki drepið á með svizznum og varð að gera það handvirkt. Tók smá stund að finna út úr því og reyndist það vera straum skortur á vagum rofa sem er á soggreininni. Allt þétt og fínt og gott hljóð vélinni. kveðja að norðan

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Stebbi » 07.des 2013, 20:05

Hún hefur gengið svona vel afþví að hún sá hvað var loksins stórt undir henni. Var ekki smá hroki í hægagangnum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 07.des 2013, 20:38

Sæll Stebbi jú það var smá hroki í henni en það lagast þegar kemur að því að snúa hjólunum.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá firebird400 » 07.des 2013, 21:19

Hahaha þessi þráður er þvílík snilld út í gegn.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.des 2013, 18:15

Sælir félagar helvíts myndavélinn er eitthvað að stríða mér. Tölvan fór í fílu við myndavélina og þykist ekki þekkja hana bara endalaust bras við þetta tölvudót verst að það er ekki hægt að nota kúbein og gradda á þetta. En er núna búinn að renna einum brúsa af bremsuvökva í gegnum kerfið og út í öll hjól og safnaði því í 1/2 líters flösku og var ekki fallegur litur á þessu til að byrja með og vont var það á bragðið. En það hefði verið ódýrara að nota gott Koníak í þetta því ekki er hann gefins þessi bremsuvökvi. Setti olíu 80-90 á portalana en það er mælt með því hjá Benz og veit ég ekki afhverju hefði vilja nota Prolong eða eitthvað 75-90 dæmi??.Á hvern portal fer 1/4 líter. Svo reyndi ég að smíða vatnskassan í og setti hann á vinkla en það var ekki nógu gott og hallaði það allt út á hlið hjá mér og vinir mínir sem flestir eru orðnir um 80 ára gamlir og voru að koma í kaffi og spjall og voru að horfa á vatnskassan duttu allir á hliðina og hafði ég nóg að gera í því að reysa þá við . En ég gat lagað þetta með því að hleypa úr öðrumegin og þá hættu gamlingjarnir að detta og vonandi sér Snilli þetta ekki þegar hann kemur niður úr jólatréinu. Hann drepur mig ef hann sér fúskið hjá mér. En þetta varð að duga meðan ég setti í gang. Ég setti tvo rafsuðupunkta í þetta og teypaði svo vel við grindina líka því ég er ekki góður suðumaður í járni en helvíti góður ef það er í vatni og kjöt ofan í því. Náði þremur myndum úr vélinni og þar af er ein af glugganum sem datt úr bílnum þegar ég ætlaði að rífa límmiðan af honum. Það væri best að fá svona glugga skorinn úr öðrum bíl með gleri og öllu svo hægt væri að sjóða hann í okkar á vægum hita. kveðja Guðni
Viðhengi
DSC00022.JPG
Jólagluggin datt úr bílnum hvílík verðmæti í þessu dóti. Það mætti halda að gluggaskellir hafi verið á ferðinn eða rassskellir
DSC00022.JPG (109.45 KiB) Viewed 8429 times
DSC00023.JPG
Þarna sem hringurinn er á vírnum er Lockupið stillt. Bilið á að vera 0,55mm til 1,5mm
DSC00023.JPG (163.74 KiB) Viewed 8429 times
DSC00024.JPG
DSC00024.JPG (142.89 KiB) Viewed 8429 times


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 08.des 2013, 20:34

Sæll Guðni ef allt gull mundi glóa þá sægust verðmætinn strax.En það sagði mér eitt sinn Unimog sérfræðingur að eina sem virkaði á portalana væri sjálfskifti vökvi hann þoldi mestan hita en sniðugast væri að setja á þetta dælu og forðabúr með kælir,hefur verið notað á aukmillikassa í lc80.
kv
Baldur

sukkaturbo wrote:Sælir félagar helvíts myndavélinn er eitthvað að stríða mér. Tölvan fór í fílu við myndavélina og þykist ekki þekkja hana bara endalaust bras við þetta tölvudót verst að það er ekki hægt að nota kúbein og gradda á þetta. En er núna búinn að renna einum brúsa af bremsuvökva í gegnum kerfið og út í öll hjól og safnaði því í 1/2 líters flösku og var ekki fallegur litur á þessu til að byrja með og vont var það á bragðið. En það hefði verið ódýrara að nota gott Koníak í þetta því ekki er hann gefins þessi bremsuvökvi. Setti olíu 80-90 á portalana en það er mælt með því hjá Benz og veit ég ekki afhverju hefði vilja nota Prolong eða eitthvað 75-90 dæmi??.Á hvern portal fer 1/4 líter. Svo reyndi ég að smíða vatnskassan í og setti hann á vinkla en það var ekki nógu gott og hallaði það allt út á hlið hjá mér og vinir mínir sem flestir eru orðnir um 80 ára gamlir og voru að koma í kaffi og spjall og voru að horfa á vatnskassan duttu allir á hliðina og hafði ég nóg að gera í því að reysa þá við . En ég gat lagað þetta með því að hleypa úr öðrumegin og þá hættu gamlingjarnir að detta og vonandi sér Snilli þetta ekki þegar hann kemur niður úr jólatréinu. Hann drepur mig ef hann sér fúskið hjá mér. En þetta varð að duga meðan ég setti í gang. Ég setti tvo rafsuðupunkta í þetta og teypaði svo vel við grindina líka því ég er ekki góður suðumaður í járni en helvíti góður ef það er í vatni og kjöt ofan í því. Náði þremur myndum úr vélinni og þar af er ein af glugganum sem datt úr bílnum þegar ég ætlaði að rífa límmiðan af honum. Það væri best að fá svona glugga skorinn úr öðrum bíl með gleri og öllu svo hægt væri að sjóða hann í okkar á vægum hita. kveðja Guðni


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 08.des 2013, 20:42

Ég mundi hiklaust setja slettu af Prolong, getur ekki verið verra.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.des 2013, 21:22

Sælir strákar. Baldur ég ætla að tilkeyra portalana og hásingarnar á 80-90 og skoða svo málið var búinn að hugsa um 75-90 en það kemur líka til greina að nota Prolong dry.En hæðarbox og endurbætt öndun eru skilyrði í framtíðinni. En fyrst er að fá bílinn skoðaðann og þá fer maður að leggja eitthvað í þetta af viti kveðja guðni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Startarinn » 08.des 2013, 21:26

Ég persónulega myndi ekki hika við að setja 75W/90 olíu á portalana, bíllinn verður bara þungur í akstri með 80W/90 olíunni, sérstaklega í miklum kulda.

Ég held að ég sé ekki að ljúga því að olían verður bara þynnri í kulda, þegar hún er orðin heit þá á þykktin að vera sú sama á báðum gerðum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Dúddi » 08.des 2013, 21:30

Svo er til mögnuð gírolía frá Motul sem er 75-140, er blá á litin og við höfum verið að nota hana á lítil drif með lítilli olíu sem hitna mikið og þetta virkar ótrúlega vel, hun er yfirleitt alltaf eins og ný þegar maður skiptir a drifunum. En hun er ekki beint ódýr samt.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.des 2013, 21:38

Sæll Rúnar þetta er ekki mikið magn sem fer á portalana eða um 1 líter hvar fæst þessi olía og hvað kostar líterinn? kveðja guðni


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 08.des 2013, 21:46

sukkaturbo wrote:Sælir strákar. Baldur ég ætla að tilkeyra portalana og hásingarnar á 80-90 og skoða svo málið var búinn að hugsa um 75-90 en það kemur líka til greina að nota Prolong dry.En hæðarbox og endurbætt öndun eru skilyrði í framtíðinni. En fyrst er að fá bílinn skoðaðann og þá fer maður að leggja eitthvað í þetta af viti kveðja guðni

Gírolía 80w 90 er mun betri þar sem álagið er mikið og þar sem magnið er lítið þá verður olían fljót að hitna þannig að ég held að sé best að hafa hana þykka eins og 80w 90 og smá dass af Prolong.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá birgiring » 08.des 2013, 22:19

Ef þú kemur með krossvið eða plötu fyrir gluggagatið þá máttu skera eins og þú vilt af gluggum.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Dúddi » 08.des 2013, 22:27

Motul búðinni á akureyri, man ekki hvað literinn kostar, getur hringt og tékkað bara, segir þeim lika bara hvað þu ætlar að nota hana og þeir geta flett þessu upp.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.des 2013, 23:06

Sæll Birgir alltaf sami höfðinginn þakka boðið enda með því að ég kem með krossviðsboddí og skipti við þig og sjálfskiptirinn er kominn í og en mikið takk fyrir hann. Motulbúðin skoða það og takk Dúddi. kveðja guðni

User avatar

powerram
Innlegg: 46
Skráður: 27.nóv 2010, 10:12
Fullt nafn: Gunnar Þormar Þorsteinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá powerram » 09.des 2013, 10:41

Þetta verkefni hjá ykkur er til fyrirmyndar Guðni!
Dodge power ram 250 91' á 44"
cummins 5,9 TDI 518 skipting og NP205
Dana 60 og 70 með 4,56 og arb lásum
4link með púðum að aftan og hellingur
að flatjárnum að framan ;)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.des 2013, 12:15

Sæll Gunnar og takk fyrir það. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.des 2013, 19:39

Sælir félagar þá er það dagbókin og verk dagsins. Kláraði að setja olíu á portalana og notaði ég 80-90 svona í fyrstu atrennu. Snilli smíðaði togstöng af sterkustu gerð og notaði efni úr Unimog bæði enda og stöngina. Ég fékk bílinn til að hlaða með aðstoð skólabórður míns sem er bátarafvirki svo það er komið í lag eða þannig þarf að ganga betur frá lausum endum. Settum í gang og var sett í Drive en drifsköft eru enn ekki komin í og er enn verið að bíða eftir handbremsubarkanum úr patrol. Settum bílinn í 30 km hraða á hraðamæli inn á gólfi og var ekki frítt við að gustaði um skallan á manni á þessari mikklu ferð og ánægjulegt að sjá hraðamælanálina rísa eins og lim á stóðhesti í sauðburði.Fékk hurðar frá Samúel og það sem mig vantaði í hjólskálarnar og fær hann lof fyrir gott verð og lipruð. En þetta voru tvær afturhurðar og smá blikk með og varla þyngra en 30 kg í mesta lagi. Flutningskostnaður með vöruflutningabíl var 24.500 krónur og finnst mér það mikið og hlítur að kosta svipað og ferð til Amsterdam á Sagaklass. Ég hef að vísu aldrei farið þannig ferð enda gróinn Siglfirðingur.Lítið um nýjar myndir set því eitthvað af bílum sem ég hef smíðað síðastliðn tvö ár. Tölvan kannast ekkert við myndavélina mína þó þau séu búin að vera saman í 4 ár bara skil þetta ekki.kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
DSC03345.JPG
DSC03345.JPG (599.73 KiB) Viewed 9918 times
46 hilux.jpg
46 hilux.jpg (52.08 KiB) Viewed 9918 times
49 kominn undir.JPG
49 kominn undir.JPG (611.16 KiB) Viewed 9918 times
21012012470.jpg
21012012470.jpg (82.28 KiB) Viewed 9918 times

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Seacop » 09.des 2013, 22:03

Mér finnst að þið snillingarnir eigið skilið að fá Óskarsverðlaunin fyrir þennan þráð. Ef það gengur ekki þá alla vega íslensku Edduna. Ég var að vonast til að fá bókina hans Guðna Ágústssonar í jólagjöf því mér finnst hann svo findinn en þarf ekki lengur á því að halda því þið eruð engu skárri. Vonandi eruð þið líka Framsóknarmenn því þeir eru í útrýmingarhættu og því væri ágætt að vita af tveimur óhultum þarna á milli fjallanna. Ég held að ég bjóði sjálfum mér í heimsókn til ykkar ef ég lendi einhverntíma svona norðarlega... þið sparkið þá bara í óæðri endann á mér ef þið viljið ekki sjá mig en ekki það er ekki víst að það dugi. Keep up the good work.


303hjalli
Innlegg: 113
Skráður: 16.okt 2013, 19:33
Fullt nafn: Hjálmar Kristinn Hlöðversson
Bíltegund: 4x4

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá 303hjalli » 10.des 2013, 00:21

Þið fáið mitt atkvæði í Gullverðlaun ársins ,ekki síst fyrir góða brandara inni á milli breytinganna og ekki síst fyrir að draga fram allar skoðanir bæði margar fróðlegar og sumar ekki, og svo skotgengur þetta hjá ykkur .(ef 100 eru spurðir færðu 100 svör)ég er orðinn eins og fleiri hafa sagt bíð eftir næsta kafla...kv.Hjálmar.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 10.des 2013, 18:26

Sælir félagar og takk fyrir að nenna að lesa þráðinn okkar. En einn dagurinn sem lítið sést eftir mann og maður var í dundinu í allan dag. Ég las á MBL að frostið hafi farið í tæp 100 stig á suðurskautinu og þá komu upp heimspekilegar hugsanir hjá mér að mér fanst enda lítt greindur og með eitt stærsta Vatnshöfuð á landinu og er ég mikið að hugsa um að setja 2 lítra af frostlegi á heddstikkið í gegnum eyrun eftir að ég las um þetta mikkla frost til að passa að frostspringa ekki. Það kom upp í hugan hvernig það kæmi út að pissa í 100 stiga frosti og hvort að bunan mundi frjósa á leiðinni niður og maður mundi festast við snjóinn og ef maður færi að grenja af sársauka hvort tárin yrðu að hagli og maður mundi snjóa á kaf??.Ég hugsa að ég verði andvaka yfir öllum þessum pælingum því þetta er ekki mín sterka hlið að hugsa. kveðja guðni
Viðhengi
hlið aftan.jpg
hlið aftan.jpg (66.84 KiB) Viewed 9694 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá ellisnorra » 10.des 2013, 19:07

sukkaturbo wrote:Það kom upp í hugan hvernig það kæmi út að pissa í 100 stiga frosti og hvort að bunan mundi frjósa á leiðinni niður og maður mundi festast við snjóinn og ef maður færi að grenja af sársauka hvort tárin yrðu að hagli og maður mundi snjóa á kaf??


Í sögunni um Harry og Heimi (sem Karl Ágúst, Örn Árna og Siggi Sigurjóns túlkuðu svo ógeðslega skemmtilega á bylgjunni fyrir rúmum 20 árum síðan) var svo kalt að þegar þeir pissuðu þá fraus bunan, og Heimir var að safna bununum, mjög skemmtilegt :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Steinmar » 11.des 2013, 10:53

Inúítar (Frumbyggjar Grænlands) notuðu ansi góða aðferð við ákvarða hvenær væri orðið kalt. Þegar migið var utandyra og bunan fraus við lendingu var orðið kalt, þetta var þeirra mælikvarði á hvenær væri best að vera úndir feldi í snjóhúsinu.
Ég veit ekki við hvaða hitastig ofangreint gerist, en hef sjálfur prófað við -32°C og þá var greinlega ekki kalt...

Kv. Steinmar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 11.des 2013, 17:55

Sæir félagar var að hlusta á útvarpið áðan Reykjavík síðdegis og afsakið þessi skrif hjá mér eiga kanski ekki við hérna og má þá henda þeim út. Þetta bara greip mig einhvernvegin svo illa. Það hringdi inn ung móðir með tvo unglinga í námi og kvaðst vera með um 200.000 á mánuði. Hún var spurð um hvað hún mundi gera ef hún inni stóra lottóvinningin sem núna er í pottinum. Borga skuldir og eignast þak yfir höfuðið og kaupa í matinn var svarið. Hún bætti því svo við að hún ætti engan pening núna og engan mat til að borða hvorki handa sér né börnunum sínum og þannig væri staðan í dag 11 des og hún sæi fram á að svelta út mánuðinn. Hún kvaðst vera stollt og væri samt búinn að fá aðstoð frá td. fjölskylduhjálp sem hefur þurft að vísa yfir þúsund manns frá þar sem ekki var til nægur matur handa fólki í neyð.Hún sagði að það væri í lagi að sleppa jólagjöfum en að eiga ekki fyrir mat handa sér og þeim tveim unglingum sem nú eru í skóla og prófum væri sárt. Ég fékk kökk í hálsinn að heyra þetta en þessi unga móðir var ekki með neitt væl og bað ekki um neitt en vildi láta vita að svona væri ástandið hjá mörgum. Þannig að neyðin er við dyrnar hjá okkur líka sem og út í heimi. En ég segi, hjálpum okkar fólki fyrst því það er meira en nóg verk finnst mér. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 11.des 2013, 19:10

Sælir félagar áfram með jeppaþráðinn. Núna er ég að hugsa um slökkvitæki endilega lesið þetta og skoðið þenna link og gefið álit ef þið hafið tíma er þetta nothæft og er þetta bylting?
http://mv.is/slokkvitaeki/

guðni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Startarinn » 11.des 2013, 19:47

Þetta virðist stórsniðugt, en það er einn galli sem ég sé, þetta er bara eitt skot, þú getur ekki hætt fyrr en slökkvitækið er tómt og getur þessvegna ekki hætt eftir smá skot og byrjað aftur ef þörf krefur.

Annars er ég sársvekktur að fá ekki Halon lengur
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 11.des 2013, 19:53

Sæll jú það er alveg rétt kanski eini gallinn. En þetta virðist virka vel. kveðja guðni

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá arni87 » 11.des 2013, 20:17

Ég tæki kolsýru framm yfir þessi.
Stæðsti kosturinn sem kolsýran hefur umfram er að geta stoppað og byrjað þá aftur þegar þess þarf.

Halon er frábært efni og synd að við "misstum" þann slökkvigjafa.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 11.des 2013, 20:49

Ég fór að hugsa núna hvort kolsýra væri frostþolin, hlýtur að vera en er bara ekki viss, hvað segið þið og eins Halon er það frostþolið ???

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá arni87 » 11.des 2013, 21:06

Kolsýran hlýtur að vera frostþolin, allavega nyður að -57°C en það er suðupuntur kolsýru, (samkvæmt Wikipedia og fleiri síðum)
Svo er hún geimd undir talsverðum þrýsting á flöskunum (bæði dekkja og slökkvi) svo ég myndi ekki hafa mikklar áhyggjur af henni

Halonið verða svo fróðari menn en ég að svara.
Halonið sem var notað á slökkvitæki og kerfi var halon 1301 meira veit ég ekki um það.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá grimur » 11.des 2013, 21:15

Ég á ennþá Halon tæki sem ég er með klárt við "suðuhornið" í skúrnum....sé ekki alveg tilganginn með því að skila því í eitthvað eiturefna-móttöku-batterí bara til þess að hleypa af því út í loftið annars staðar en hér.
Ég verð að taka undir þennan pistil frá Guðna með svangt fólk á Íslandi.
Oft stendur þetta nær manni en mann grunar, fólk er svo stolt og biður ekki um hjálp.
Stundum er hægt að taka smá frumkvæði og hjálpa til, við erum mörg aflögufær.
Í Grágás, gamalli lögbók okkar Íslendinga, er útlistað hvernig þeir sem áttu meira undir sér voru skyldugir til að sjá fyrir lítilmagnanum. Merkilega vel gengið frá samfélagslegri ábyrgð á þeim tíma, allavega betur en t.d. í USA í dag....og víðar...
kv
G

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Startarinn » 11.des 2013, 22:16

Halon er náskylt freoni, svo það ætti að vera þokkalega frostþolið.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 40 gestir