Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Kiddi » 22.nóv 2013, 19:55

Fullt rör í að lengja húddið! Verður sjálfsagt flottur þannig.



User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá gislisveri » 22.nóv 2013, 20:01

Hann verður flottur á hvern veginn sem er. Bara að benda á þennan möguleika fyrst það stefndi í hausverk með lenginguna.
Kv.
Gísli.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 22.nóv 2013, 20:20

Sælir eru byrjaðir á því og verður ekki aftur snúið.


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá kári þorleifss » 23.nóv 2013, 00:08

mér lýst vel á húddlengingu, hann á eftir að samsvara sér mun betur (ef það er hægt á þessum steratúttum). Finnst ljótt þegar bílar þurfa að færa/lækka niður aðalljós og orginal grillinu er hent/slátrað.

Annars gangi ykkur allt í haginn með skrímslið. Kveðja úr ölpunum
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá StefánDal » 24.nóv 2013, 01:19

Hér er Willys á 54" blöðrum. Hann hefur allavegana ekki haft fyrir því að lengja framendann ;)
http://www.youtube.com/watch?v=oXDk4DMhH40


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 24.nóv 2013, 07:51

Sælir og takk Kári við erum að nudda í þessu. Spurning hvernig okkur tekst til með ná línunum í frambrettunum. kveðja guðni


gráni
Innlegg: 143
Skráður: 14.okt 2013, 22:36
Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
Bíltegund: ford

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá gráni » 24.nóv 2013, 10:27

Þessi Willys gaur hafði ekki fyrir því að að lengja framendan þvílíkt ljótir bílar hjá þessum gæjum, en nóg virtust þeir þurfa að hafa fyrir því að komast áfram í snjónum, virka ekki neitt þessi tæki hjá þeim. Það er ekki allt fengið með einherjum risablöðrum.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Magni » 24.nóv 2013, 11:21

StefánDal wrote:Hér er Willys á 54" blöðrum. Hann hefur allavegana ekki haft fyrir því að lengja framendann ;)
http://www.youtube.com/watch?v=oXDk4DMhH40


Smá oftopic.

Í lok myndbandsins: þeir mættu alveg hleypa aðeins úr þarna, allir á harðpumpuðu :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 25.nóv 2013, 20:49

Sælir félagar þá er fyrra brettið að skapast og alveg frábært hvað Snilli nær brotinu og hallanum vel. Lengdin á brettinu er nú 175 cm. Svo er mynd af einni flísinni sem hann skar innan úr línunni til að halda brotinu. Liggur við að það þurfi varla að sparsla þegar búið verður að slípa. Ég fékk að halda á suðunni í smá stund en fyrst var hún tekin úr sambandi svo ég ruglaði ekki neinu.Búnir að færa framsykkið fram um 30 cm með ljósunum og lækka það aðeins. Skiljum vatnskassan eftir á sínum stað og festum hann með vinkli.Fyrir framan hann í grindinni koma tveir rafgeymar 95 amp tengdir í 24volt.Hef hugsað mér að geta opnað grillið og komist að rageymunum og fleira dóti sem verður á svæðinu fyrir framan vatnskassann. Sá fyrir mér pulsu pott þar. kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
20131125_200715.jpg
fékk að halda á suðunni smá stund og var það ekki leiðinlegt enda karlinn drjúgur í framan og gleymdi að draga inn magan
20131125_200715.jpg (127.12 KiB) Viewed 9871 time
20131125_201136.jpg
Fínlega skorið
20131125_201136.jpg (125.85 KiB) Viewed 9871 time


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.nóv 2013, 12:22

Jæja Snilli var til miðnættis að skera og sjóða og var öllu stillt upp núna í morgun. Línurnar eru hárréttar og það þarf varla að sparsla. Núna fara einhverjir dagar í kantasmíði og frágang.kveðja Tilli og Snilli
Viðhengi
húddið mátað.JPG
húddið mátað.JPG (546.23 KiB) Viewed 9742 times
uppstilling.JPG
uppstilling.JPG (590.69 KiB) Viewed 9742 times
DSC04220.JPG
DSC04220.JPG (578.55 KiB) Viewed 9742 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá ellisnorra » 26.nóv 2013, 12:43

Þetta er að verða svo groddalegt verkfæri!
http://www.jeppafelgur.is/


andrifsig
Innlegg: 8
Skráður: 11.jan 2013, 11:36
Fullt nafn: Andri Freyr Sigurðsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá andrifsig » 26.nóv 2013, 13:01

Það verður spennandi að sjá þennan á fjöllum....en einhvern veginn finnst mér eins og hurðin sé orðin afskaplega lítil ef þið ætlið að keyra hann fullbreyttan út....

kv,
Andri Freyr


Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Tollinn » 26.nóv 2013, 13:03

andrifsig wrote:Það verður spennandi að sjá þennan á fjöllum....en einhvern veginn finnst mér eins og hurðin sé orðin afskaplega lítil ef þið ætlið að keyra hann fullbreyttan út....

kv,
Andri Freyr



Haha, já snilld, ef bíllinn verður svo bara fastur inn í skúr því hann kemst ekki út, hehe, verðið að hugsa fyrir þessu

gaman að þessu verkefni

kv Tolli


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.nóv 2013, 13:19

Sælir strákar takk fyrir ábendinguna. Fattaði þetta ekki. Jæja það verður bara standa hann í gatið og vona það besta. kveðja Guðni

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Steinmar » 26.nóv 2013, 18:15

Sæll Guðni

Þetta er ein skemmtilegasta lesning í kringum bílsmíði sem ég man eftir í seinni tíð, enda gleyminn með afbrigðum...

Það er allt annað sjá framendann, bæði framan frá og á hlið, eftir að hann hefur verið lengdur, en albesta hugmyndin er þessi með pylsupottinn í grillinu, það er spurning að vera líka með grill á bak við grillið ?

Gaman að fá að fylgjast með

Kveðja að sunnan
Steinmar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 27.nóv 2013, 20:22

Sælir félagar langur dagur í frá 08.00 til 19.00 hvorki matur eða kaffi enda nóg næring í rykinu sem kom af brettaköntunum þegar þeir voru skornir og snikkaðir til fyrir lengingu og breikkun. Þetta lítur út eins og kona sem hefur farið í brjósta stækkun og fengið púða nr Ö-28 eða hvað það nú er sem þessir loftpúðar eru mældir í og þeir síðan teknir úr aftur vegna sýkingarhættu allt lafandi niður á gólf og engin reysn yfir þessu. Kanski að maður setji Viagra í púströrið á Cruser til að ná þessu upp. Vil mynna á að við Snilli eigum 20" felgur með nýju 8 gata deilingunni 18,5" breiðar og backspeis 18 cm.Nánar í auglýsingu undir dekk og felgur.kveðja guðni
Viðhengi
búið að skera.JPG
búið að skera.JPG (102.05 KiB) Viewed 11191 time
búið að lengja.JPG
búið að lengja.JPG (126.38 KiB) Viewed 11191 time
steypum á morgun í mótið.JPG
steypum á morgun í mótið.JPG (108.53 KiB) Viewed 11191 time
verið að breikka ógeðsleg vinna.JPG
verið að breikka ógeðsleg vinna.JPG (95.27 KiB) Viewed 11191 time
43 cm breitt eins og slöpp brjóstastækkun lafir niður á gólf.JPG
43 cm breitt eins og slöpp brjóstastækkun lafir niður á gólf.JPG (93.67 KiB) Viewed 11191 time


thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá thorjon » 27.nóv 2013, 23:32

Þetta er náttúrlega RUGL flott project hjá ykkur og gaman fyrir okkur litlu kallana að fá að fylgjast með,,, Manni finnst eins og Pattinn sinn sé óttalegur "low profile kerra" við hliðina á þessu monsteri :)
... Keep up the good work og póstunum :)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 28.nóv 2013, 15:52

Sælir félagar áfram með ruglið. Í dag var steypt í mótin og kantarnir breikkaðir og eru nú orðnir 43 cm eða eins og hálsmálið á spariskyrtunni minni sem ég er settur í á jólunum. Þessi skyrta sér til þess að ég gat varla andað og alls ekki kyngt neinu. Ég kem þó niður, malti blönduðu í Ísíó olíu því það rennur mun betur niður svona olíu blautt. Þarf að fara að láta þessa skyrtu hverfa. Ég er nefnilega 55 cm um hálsinn þegar allt er opið og undirhakan er kominn niður á bringu. Maður er orðin eins og Kalkún sem er verið að fóðra með háþrýstidælu svo hann nái kjörþyngd fyrir aðfangadag. Ég verða að fara að gera eitthvað í þessu þar sem þetta útlit er bara ekki í tísku lengur. En ég var alltaf að vona að þetta útlit kæmi kanski aftur tísku. En þetta stendur nú samt allt til bóta og maður sér fram á betri tið og erfiðari, þegar maður fer að klifra upp í cruserinn og ýta honum þegar hann festist og skipta um dekk og mæla olíuna. kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
verið að breikka.JPG
Allur hvítur eins og dauður Zombi. Konan varð svo hrædd þegar hún sá mig er ég kom heim seint að kveldi að hún hljóp út bakdyramegin og hefur ekki sést síðan og ekki hundurinn heldur
verið að breikka.JPG (112.13 KiB) Viewed 11026 times
orðnir 43 cm á breidd.JPG
Ef ég setti hjámiðju á trissunu og stöng út í kantan og löm á kantan gæti ég öruglega flogið með mikklum vængja slætti yfir skaflana
orðnir 43 cm á breidd.JPG (121.13 KiB) Viewed 11026 times
kanski hægt að nota þennan.JPG
Þetta eru kantar af 38" cherokee kanski hægt að fiffa þá til. Gæti gengið gott að hafa ekki alla kantan eins
kanski hægt að nota þennan.JPG (126.79 KiB) Viewed 11026 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá StefánDal » 28.nóv 2013, 16:28

Rífandi gangur í þessu!
Lengingin kemur betur út en ég bjóst við. Á að lengja húddið líka?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 28.nóv 2013, 17:44

Sæll já og 5,4" í 10,4" og svo að finna stærri dekk þetta eru eins og hjólböru dekk undir bílnum. Ég mældi að ganni og það er hægt að setja allt að 68" dekk undir bílinn án vandræða og frekari breitinga nema kanski vélar aflslega séð enda er hún þegar of lítil .kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 29.nóv 2013, 18:47

Sælir félagar, fari það í hurðarlaust helvíti sagði presturinn þegar hann fór í hóruhúsið eru bara konur að vinna hérna hvar eru drengirnir. En við félagar héldum áfram að venju að vinna við bremsur og hurðar grill og lamir og setja í bílbelti, þræða úr allt rafmagn sem lá í hurðar bæði rafrúður og central læsingar og taka úr sambandi plöggin fyrir það undir mælaborðinu allt gróið og fast en hafðist samt óskemmt.Það verður ekkert bruðl í kílóum í bílnum nema á mér. Ætla í ristilskolun eftir áramótin og nota úrganginn í lífrænt heimaræktað grænmeti sem ég ét svo á næsta ári. Settum Toyota Dobulcab grill á kvikindið og passaði það furðu vel á breiddina. En ég auglýsi hér með eftir krómgrilli í Cruserinn úr 88 og 89 bílnum þessi með köntuðu fjórum ljósunum ef einhver á eða veit um svoleiðis til sölu endilega hafið samband vantar líka orginal 86 krómgrill með kringlóttu ljósunum. Fékk upplýsingar hjá Samgöngustofu á staðsetningu aðalljósa og stefnuljós og breiddarljósa. Hæð upp í efribrún á aðalljósum má vera mest 135 cm. Aðalljós mega ekki vera fjær ystubrún en 40cm. Ef ég nota breiddarljós þá þarf það að vera sem efst á bílnum svo sem á toppgrind eða hliðinni ofarlega og má vera mest í 40 cm frá ystu brún bílsins. Gult fram og rautt aftur getur verið í sama ljósinu. Við ætlum að hafa brettakanta það breiða að bíllin mælist 250cm en þeir eru núna á mynd 255 cm. Það er heimilt að vera 250 cm og hægt er að fá undanþágu í 255 en þá þarf breiddarljósin. Við mælingu hjá okkur á bílnum er hann 245cm í ytribrún á sóla dekkanna eða í ystu kubba í sólanum en svo eru kubbar á belgnum utar. En nóg af skrifum í bili ég er orðin svangur. kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
sukkuskyggni.JPG
til sölu sukku skyggni var á gömlu lögguhúfunni minn.En Þaðan kemur máltækið skyggni gott á lögregluhúfum. Ég var víst með eitt stærsta höfuð mál sem mælst hefur í lögguhúfum eða 65cm hringurinn. Því var oft sagt við mig heimskur er oftast höfuð stór. En ég svaraði um hæl oft er vit í vænum kolli eða vatnshöfði. Ég set 500.000 á þetta gamla og notað skyggni vegna sögu þess. Upplýst mörg morðmál með því.
sukkuskyggni.JPG (107.76 KiB) Viewed 10853 times
hægrihlið hurð.JPG
hægrihlið hurð.JPG (113.02 KiB) Viewed 10853 times
DSC04245.JPG
DSC04245.JPG (115.18 KiB) Viewed 10853 times
hurð.JPG
hurð.JPG (122.79 KiB) Viewed 10853 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 29.nóv 2013, 19:55, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepson » 29.nóv 2013, 19:14

Maður hlær endalaust af þessum skrifum þínum. Ég held að þú ættir að hætta þessum jeppabreytingum og fara í uppistand. Ef að þér stendur þá ekki ágætlega fyrir. Hafið þið íhugað að setja breiddar ljós á bretta kantana? Þessi lenging á framendanum kemur hrikalega vel út.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Óskar - Einfari » 29.nóv 2013, 19:27

Guðni mér lýst mjög vel á þetta hjá ykkur félögum. Ég er mjög sáttur við lenginguna á frammendanum og breyttingarnar á frammkönntunum :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 29.nóv 2013, 19:50

Sæll Gísli minn þakka hlý orð,en það þarf stundum að setja eitthvað bull með svo menn fái ekki leið að öllu þessu jappa tali. Við ætlum að mjókka kantana þannig að bílinn verði 250 cm á breidd út á ystu brún kantana og þá þarf ekki breiddar ljós skilast mér en maðurinn hjá Samgöngustofu var ekki alveg viss svo ég skoða þetta betur. En breiddar ljós eru sett eins ofarlega og hægt er á bíla ef þeir eru komir yfir 250 cm skilst mér, en skoðum málið og fáum álit annara. Ég hef séð þetta aftan við öftustu hliðargluggana á Patrol eins og þínum og rétt fyrir neðan þakrennur. Þetta var Gúmístautur og var gulaljósið fram og rauða aftur ef þú skilur mig kveðja guðni


hrollur
Innlegg: 33
Skráður: 24.maí 2010, 15:00
Fullt nafn: Þórir Gíslason

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá hrollur » 29.nóv 2013, 22:20

Legg til að þið notið Unimoggdeilinguna þar eru 20" felgur og hún er örugglega nógu sterk það sparar líka hellings vinnu diskana er hægt að festa aftaná plötuna tel ég ( hef samt ekki skoðað þetta ) Enn hvað með diskabremsur af Unimogg ?
Breiddarljós eru bara til bóta ( Það er vikið betur í mirkri ;=)) )
Þetta er magnað hjá ikkur, Þvílikur dugnaður.

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Steinmar » 29.nóv 2013, 22:43

Sæll Guðni

Ef breidd ökutækis fer yfir 235 cm, þarf að setja breiddarljós.

Mér sýnist þráðurinn getað orðið hryggjarstykkið í albestu jólabók aldarinnar.

Kv. Steinmar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 29.nóv 2013, 23:27

hrollur wrote:Legg til að þið notið Unimoggdeilinguna þar eru 20" felgur og hún er örugglega nógu sterk það sparar líka hellings vinnu diskana er hægt að festa aftaná plötuna tel ég ( hef samt ekki skoðað þetta ) Enn hvað með diskabremsur af Unimogg ?
Breiddarljós eru bara til bóta ( Það er vikið betur í mirkri ;=)) )
Þetta er magnað hjá ikkur, Þvílikur dugnaður.

Sæll Gísli minn (Hrollur) ertu búinn að skoða og lesa allar 10 blaðsíðurnar um bílinn frá því í apríl í vor. Erum búnir að setja diskabremsur úr Ram með 8 gata deilingunni og eitthvað smá meira. Eða er ég kanski að miskilja þig eitthvað? kveðja Guðni
Viðhengi
Grófstilling.JPG
Grófstilling.JPG (588 KiB) Viewed 10677 times


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Grímur Gísla » 30.nóv 2013, 14:35

Er ekki málið að snikka þetta DCgrill inn í rörastuðarann?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 30.nóv 2013, 15:39

Smá pæling félagar þarf undirakstursvörn framan og aftan?????? kveðja guðni

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 30.nóv 2013, 16:09

Sæll Guðni,

sukkaturbo wrote:Smá pæling félagar þarf undirakstursvörn framan og aftan?????? kveðja guðni

Stutta svarið er já, en hér er hluti úr reglugerð um gerð og búnað ökutækja
http://ww2.us.is/files/Regluger%C3%B0%2 ... 130430.pdf

23.03 Árekstrarvörn.
(1) Árekstrarvörn má vera gerð úr sjálfstæðum þverbita sem er tryggilega festur við burðarvirki bifreiðar, föstum hlutum bifreiðar eða úr hvoru tveggja.
Efnisstyrkur árekstrarvarnar skal vera sambærilegur við styrk 80 mm  40 mm holprófíls úr stáli (St 37) með 3 mm veggþykkt.
Ef árekstrarvörn er gerð úr sjálfstæðum þverbita skal hann vera a.m.k. 80 mm hár.
(2) Hæð frá akbraut að neðri brún árekstrarvarnar má mest vera 800 mm.
(3) Fjarlægð þverbita árekstrarvarnar frá fremstu eða öftustu brún bifreiðar má mest vera 400 mm.
(4) Breidd árekstrarvarnar skal vera a.m.k. jöfn breidd utanverðrar grindar eða sambærilegs burðarvirkis bifreiðar.
(5) Ákvæði liðar 23.01 (6) gilda eftir því sem við á einnig um árekstrarvörn.

23.205 Torfærubifreið.
(1) Breytt torfærubifreið skal búin árekstrarvörn að framan- og aftanverðu. Ekki er þó krafist árekstrarvarnar að aftanverðu á breyttri bifreið sem skal búin afturvörn skv. liðum 23.11, 23.12 og 23.14.


kv Hörður


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 30.nóv 2013, 16:45

Sælir félagar. Takk fyrir þetta Hörður. Ja hérna ekki líst mér á svona búnað þetta er ljótt. En ég og Snilli vorum við vinnu í dag eins og aðra daga. Settum afturhlerana á og fleira smálegt. Fórum að skoða afturkantana og er ljóst að við þurfum nýjar afturhurðar og gera við hurðarfölsin í bílnum áður en við förum í kanta smíðina að aftan þar sem búið var að skera bæði úr hurðunum og fölsunum.
Viðhengi
20131130_145724.jpg
Búið að ryðbæta og grunna hlerana og laga festinguna fyrir þéttikantinn í falsinu.
20131130_145724.jpg (137.46 KiB) Viewed 10571 time
20131130_131917.jpg
20"Unimog felgur nýja 8 gata deilingin 8x170 passa í Ford árgerð 2000 og yngri og vigta 35 kg stikkið 18,5" breiðar backspeis 18 cm
20131130_131917.jpg (123.45 KiB) Viewed 10571 time
20131130_131853.jpg
Þetta var mikil vinna við þessar felgur
20131130_131853.jpg (122.67 KiB) Viewed 10571 time

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá firebird400 » 01.des 2013, 01:34

Þið réðust sko ekki á garðinn þar sem hann var lægstur.

Það verður gaman að sjá þennan þegar hann verður tilbúinn.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 01.des 2013, 08:00

Sæll félagi Agnar.Þegar við fengum hann var hann búinn að vara út á túni svo best ég veit inn í Bárðardal og var orðinn háfgert illgresi þar. En hann gæti líka endað sem kartöflugarður ef allt fer á versta veg. En vonandi tekst okkur Snilla að bjarga honum. kveðja Guðni


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá kári þorleifss » 01.des 2013, 09:49

er ekki réttast að lengja rassgatið á honum líka? Þið getið þá sett rennihurðar afturí svo það sé pláss fyrir meiri mat á pulsugrillið
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast


olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá olistef » 01.des 2013, 14:18

Ég vil lýsa velþóknun minni á þessari framkvæmd. Og frásögnin skemtileg.
Hreinasta afbragð!
Kveðja Óli


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 01.des 2013, 15:50

Sælir félagar og takk fyrir Óli. En í dag vorum við félagar mættir eldsnemma og var ýmislegt smálegt gert. Samstæðan að framan stillt af og fest. Ég setti afturhurðarnar í svona til að átta mig á hvernig afturkantarnir færu sem best á bílnum. Það er ljóst að sú vinna verður töluverð og snúinn og ekki gott að framkvæma hana nema að fá fyrst afturhurðar og hjólskálina að hluta eða þann hluta sem er á móti hurðinni, og taka í sundur rétt fyrir ofan læsingajárnið og niður að þröskuld.
Viðhengi
hægrihlið hurð.JPG
nota brotið í bílnum sem hæðarlínu á afturkantinum. Þarna þarf að loka og breita hjólboganum svo dekkið verði miðlægt í gatinu eins og að framan
hægrihlið hurð.JPG (113.02 KiB) Viewed 10297 times
sést hér hveð mig vantar í hjólbogan.jpg
sést hér hveð mig vantar í hjólbogan.jpg (137.46 KiB) Viewed 10299 times
DSC03821.JPG
DSC03821.JPG (583.99 KiB) Viewed 10301 time

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá StefánDal » 01.des 2013, 17:44

Smá hugmynd. Hvernig væri að loka bara fyrir afturhurðina og hafa bílinn bara tveggja manna? Getið þið þá ekki notast við skráninguna uppá leyfða heildarþyngd að gera?


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 01.des 2013, 18:03

StefánDal wrote:Smá hugmynd. Hvernig væri að loka bara fyrir afturhurðina og hafa bílinn bara tveggja manna? Getið þið þá ekki notast við skráninguna uppá leyfða heildarþyngd að gera?

Það er kostur að skrá hann tveggja manna, en veist þú hvað Guðni er þungur, spurning að skrá hann fyrir einn.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 01.des 2013, 18:06

Sæll Stefán nú kann ég við þig. Þú ert farinn hugsa eins og ég sem er erfitt. Ertu með stóran haus eins og ég sirka 65 cm hringurinn. Búinn að vera að hugsa um þetta lengi setja bara álspjald í gatið tvo laysiboy fram í og vatnsrúm aftur í og fylla það af olíu og þegar rassinn fer að lemja gólfið er kominn tími til að snúa við og fara heim til mömmu. Enginn olíumælir bara manual rassmælir. Alveg snilldar hugmynd og takk fyrir það. kveðja Karlinn með Vatnshausinn á Sigó
Viðhengi
Vatnshausinn á Sigló.jpg
Vatnshausinn á Sigló.jpg (31.08 KiB) Viewed 10234 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá StefánDal » 01.des 2013, 18:13

Þetta er góð mynd af þér Guðni. Þú ert með falleg augu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir