Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Baldur Pálsson » 20.sep 2013, 22:57

sukkaturbo wrote:Sælir félagar þá eru það framstífurnar sem Snilli smíðaði í dag. Þær eru smíðaðar úr 8 mm efni og fóðringar frá ET. Stífan er 18 kg.og 115 cm löng og 23 cm á milli efri og neðri bolta á hásingu, vonandi er þetta nógu sterk (glott). Bronco stífan er 12 kg til samanburðar og styttri. Búið er að tilla nýjum gormaskálum að ofan og neðan. Nú er spurning er stífan nógu síð að aftan eins og hún er núna á myndinni. Þetta eru 20 cm niður úr grind vil helst ekki fara neðar nema það sé nauðsyn. kveðja Snilli og Tilli.

Sælir T&S þurfið að passa hæðina á hásingunni að hún sé ekki of nálægt smurpönnunni pinjóns stúturinn er svo langur, eins og þetta var mátti ekki vera minna bil á milli vélar og hásingar,en mér sínist að framhásingin sé kominn aðeins framar en hún var.Það er best að stífan halli aðeins niður á við að aftan (upp við grind ).
kv
Baldur fyrverandi Crúser eigandi




Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 21.sep 2013, 01:07

Sælir félagar jú við erum búinir að hugsa mikið um þyngd í sérskoðun og verður það tæpt kanski tveggja manna bíll. Baldur við hækkuðum bílinn um 8 cm að framan og aftan frá því sem var og færðum hásingar fram og aftur um slatta. Hann er núna 316 cm á milli hjóla.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Startarinn » 21.sep 2013, 20:33

nicko wrote:Erudi búnir ad hugsa útí thegar kemur ad vigtun? Lenti í vandrædum med cruiserinn hjá mér, thad máttu bara 3 ferdast ì honum. fáránlegt hvad their mega bera lítid


Ég ætla ekki að fullyrða um þetta en ég HELD að það sé hægt að fá leyfða ásþyngd aukna uppí leyfða ásþyngd á bílnum sem hásingarnar koma upprunalega undan. Ég myndi allavega skoða það vel áður en þið lendið í einhverjum vandræðum með þetta.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá grimur » 21.sep 2013, 21:03

Nibb. Grindin ræður. Það má ekki einusinni auka burðarþol við að bæta auka hásingu undir, nema framleiðandi tiltaki það sérstaklega.
Þó er hægt að fara til einhverrar vottunarstofu (TÜV minnir mig), til að taka þetta út. Það kostar ferð til Evrópu með bílinn og svo þarf dótið auðvitað að standast þeirra viðmið. Það er sennilega pakki upp á milljón eða svo. Held að Arctic trucks séu að fara þá leið með 6hjóla Hiluxana.
Ræddi þetta við einhvern larf hjá Umferðarstofu, þessar reglur eru alveg út í hött enda apaðar beint upp eftir EES reglum og engu breytt.

Lausn:
Finna bara grindarnúmer af 350 pickup og steikja það á góðan stað, heimskulegum reglum skal bregðast við með heimskulegum lausnum.

kv
Grímur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Stebbi » 21.sep 2013, 22:12

grimur wrote:Lausn:
Finna bara grindarnúmer af 350 pickup og steikja það á góðan stað, heimskulegum reglum skal bregðast við með heimskulegum lausnum.


Ef að stjórnarskráin verður endurnýjuð þá krefst ég þess að þetta verði fyrsta grein í henni. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 21.sep 2013, 23:21

Sælir já ég hringdi í tæknideild Samgöngustofu út af þessu. Þar fékk ég það beint í smettið að grindin ræður en ekki hásingar. Þannig að við klárum bara bílinn og setjum hann svo á safn sem minnisvarða, fyrir feita bíla sem eru of þungir miðað við hæð eins og ég. kveðja guðni

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jongud » 22.sep 2013, 08:47

Auðvitað ræður grindin.
Það er jú hún sem ber allt draslið uppi og framleiðandinn gefur upp hvað hún er gerð fyrir mikla þyngd.
Það er að vísu þannig í jeppum að ef þeir eru settir á stærri hásingar þá er aukaþunginn undir grindinni.
En það verður líka að taka tillit til þess að léttar grindur voru ekki hannaðar til að hafa klettþungar hásingar og 60 kílóa hjólbarða dinglandi neðan í þeim.
Það eru nefnilega töluverð átök þegar dana 60+ hásing með 46+ dekkjum er nötrandi undir bíl á 80km hraða sem ekur yfir gróft þvottabretti. sérstaklega ef hásingin tengist í síða stífuturna sem auka átakið á grindina.


siggisigþórs
Innlegg: 58
Skráður: 22.sep 2011, 18:40
Fullt nafn: sigurður már sigþórsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá siggisigþórs » 22.sep 2013, 13:20

grimur wrote:Nibb. Grindin ræður. Það má ekki einusinni auka burðarþol við að bæta auka hásingu undir, nema framleiðandi tiltaki það sérstaklega.
Þó er hægt að fara til einhverrar vottunarstofu (TÜV minnir mig), til að taka þetta út. Það kostar ferð til Evrópu með bílinn og svo þarf dótið auðvitað að standast þeirra viðmið. Það er sennilega pakki upp á milljón eða svo. Held að Arctic trucks séu að fara þá leið með 6hjóla Hiluxana.
Ræddi þetta við einhvern larf hjá Umferðarstofu, þessar reglur eru alveg út í hött enda apaðar beint upp eftir EES reglum og engu breytt.

Lausn:
Finna bara grindarnúmer af 350 pickup og steikja það á góðan stað, heimskulegum reglum skal bregðast við með heimskulegum lausnum.

kv
Grímur

arctic trucks hefur ekkert að gera með skráninguna að gera á þessum 6 hjóla hilux bílum þeir eru framleiddir svona af verksmiðjum toyota

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Kiddi » 22.sep 2013, 13:45

siggisigþórs wrote:
grimur wrote:Nibb. Grindin ræður. Það má ekki einusinni auka burðarþol við að bæta auka hásingu undir, nema framleiðandi tiltaki það sérstaklega.
Þó er hægt að fara til einhverrar vottunarstofu (TÜV minnir mig), til að taka þetta út. Það kostar ferð til Evrópu með bílinn og svo þarf dótið auðvitað að standast þeirra viðmið. Það er sennilega pakki upp á milljón eða svo. Held að Arctic trucks séu að fara þá leið með 6hjóla Hiluxana.
Ræddi þetta við einhvern larf hjá Umferðarstofu, þessar reglur eru alveg út í hött enda apaðar beint upp eftir EES reglum og engu breytt.

Lausn:
Finna bara grindarnúmer af 350 pickup og steikja það á góðan stað, heimskulegum reglum skal bregðast við með heimskulegum lausnum.

kv
Grímur

arctic trucks hefur ekkert að gera með skráninguna að gera á þessum 6 hjóla hilux bílum þeir eru framleiddir svona af verksmiðjum toyota


Já OK er það þá gert í sömu verksmiðju og Yaris pallbílarnir?


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá grimur » 22.sep 2013, 15:19

Uuuuu eitthvað þykir mér nú hæpið að Toyota framleiði Hiluxa með Oberaigner hásingu og 4-link í báðar áttir eins og er undir hvíta luxanum sem var á F4x4 sýningunni. Jafnframt er grindin endursmíðuð langleiðina fram í hvalbak á þeim bíl.
Ég tel mig nú þekkja Arctic Trucks handbragðið ágætlega (Gísla Jóns legt alltsaman, sem er bara flott), sem og Toyota hönnun. Þessir 2 hlutir eru nú ekki eins þó þeir fari vel saman.
Hvaða heimildir eru fyrir því að Toyota framleiði 6 hjóla Hilux, og fyrir hvaða markhóp?

kv
Grímur

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Ýktur » 22.sep 2013, 17:08

siggisigþórs wrote:arctic trucks hefur ekkert að gera með skráninguna að gera á þessum 6 hjóla hilux bílum þeir eru framleiddir svona af verksmiðjum toyota


Ööö skoðaðu þetta:
https://www.facebook.com/media/set/?set ... 284&type=1

Bjarni G.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 22.sep 2013, 19:30

Hvernig á ég að vista myndirnar af 6x6 Toyotu, bara auðvelda leið ef einhver getur hjálpað mér.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Stebbi » 22.sep 2013, 19:52

siggisigþórs wrote:arctic trucks hefur ekkert að gera með skráninguna að gera á þessum 6 hjóla hilux bílum þeir eru framleiddir svona af verksmiðjum toyota




Hvaðan hefurðu þann fróðleik. Veit ekki betur en að þetta sé ALLT smíðað og hannað hérna heima.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá StefánDal » 22.sep 2013, 21:06

villi58 wrote:Hvernig á ég að vista myndirnar af 6x6 Toyotu, bara auðvelda leið ef einhver getur hjálpað mér.


Þú opnar myndina í facebook myndaskoðaranum, hægri smellir og velur "Save image as"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 24.sep 2013, 14:19

Sælir félagar allt á fullu hásingar komnar undir og dekkin á felgur og undir. Vélin og kassarnir komið á og næst er að fara í að smíða nýjan millikassabita og drifsköft aftan og framan og handbremsu á Tacoma kassan. Fengum Patrol millikassa og munum nota handbremsubúnaðinn af honum. Búnir að rífa gormana úr og láta hann liggja á stuðpúðunum og mæla og spegúlera og setja hann svo í mesta sundurslátt og mæla meira. Nú verður nóg að gera næstu dagana í þessu. Smíðað verður rústfrítt púst og gengið frá öllum lögnum áður en boddýið kemur ofaná. Núna er hæð upp í efribrún á grind að framan 120.cm. Á eftir að koma slatta niður við boddýið og er þá aftur endi á framstífum fyrir neðan mitt hjól og hallar aðeins niður í grindarfestingunni. kveðja Snilli og Tilli.
Viðhengi
ekkert að gera bara hangs.jpg
Verið að spá og spegúlera
ekkert að gera bara hangs.jpg (129.55 KiB) Viewed 6347 times
DSC03966.JPG
DSC03966.JPG (598.05 KiB) Viewed 6351 time
DSC03964.JPG
DSC03964.JPG (540.57 KiB) Viewed 6351 time
DSC03962.JPG
DSC03962.JPG (605.45 KiB) Viewed 6351 time
DSC03961.JPG
DSC03961.JPG (574.55 KiB) Viewed 6351 time

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Magni » 24.sep 2013, 18:31

Hún er svo lítil og krúttleg 4.0 vélin þarna sem á að knýja þetta áfram :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 24.sep 2013, 18:58

Magni81 wrote:Hún er svo lítil og krúttleg 4.0 vélin þarna sem á að knýja þetta áfram :)

Hún er eins og ég algjört krútti pútt en bara ansi þung kveðja Tilli


thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá thorjon » 24.sep 2013, 20:55

Djofull er gaman ad fylgjast med thessu hja ykkur, mikil meistarsmidi og svo synir madur frunni eina og eina mynd af thessu projecti og tha heldur hun um stundarsakir ad eg se edlilegur med minn Patrol thott eg vilji eyda adeins meira I Pattann.

Spennandi verkefni !!

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá ellisnorra » 24.sep 2013, 20:58

Vá þetta er geggjað. Verkhraðinn hjá ykkur er líka aðdáunarverður, er ekkert annað að gera á Sigló heldur en að breyta bílum? :)
Mér líst mjög vel á þetta hjá ykkur, nú er bara lokahnykkurinn eftir, öll restin! :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá hobo » 24.sep 2013, 21:00

Þetta er bara svakalegt!
En hvernig ætlarðu að komast upp í "bílinn"?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 24.sep 2013, 22:12

Sælir já upp í bílinn hm hm??? heyrðu bíddu nú við. Það dugar ekki að setja konuna á fjórar fætur lengur og stíga upp á bakið á henni eins í gamladaga þegar ég var með 44" bílana hún er það nett þessi elska í dag. Heyrðu fæ mér stórt konu viðhald annars. Nei það er of dýrt að vera með tvær konur (tröppur). En já nú veit ég. Ég fæ mér lítið strambolin og málið er leyst. kveðja Tilli


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá lecter » 25.sep 2013, 04:39

ég er með eina spurningu er ekki til stærri stifu gúmí til að nota i stifur finst ykkur hér ekki grannir boltarnir i gegnum stífurnar ,, þegar komin er svo þung dekk og hásingar ,, þetta er sama og menn nota i litlu jeppana er þetta ekki bara bens gúmíin það er kanski hægt að bora út stálið i miðjuni fyrir sverari bolta ,,, hvað fint ykkur , um það og hvaða gúmí eru til eða i boði ef menn vilja stærri fóðringar þarna ,, hvað með úr fordinum 350 ,,

annars meiri háttar þráður


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 25.sep 2013, 07:51

Sæll Lecter jú það eru til mikið stærri gúmí og mikið dýrari og ekki fyrir mann á mínum launum. Ég held að ford fóðringar kosti alveg helling eða yfir 100.000. þetta eru um 60mm fóðringar og 12 mm boltar hjá okkur. Þegar þetta fer sem ég vona ekki verður málið endurskoðað..


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 25.sep 2013, 08:04

elliofur wrote:Vá þetta er geggjað. Verkhraðinn hjá ykkur er líka aðdáunarverður, er ekkert annað að gera á Sigló heldur en að breyta bílum? :)
Mér líst mjög vel á þetta hjá ykkur, nú er bara lokahnykkurinn eftir, öll restin! :)

Sæll Elli og takk fyrir vinsamleg ummæli.
Ég get verið við þetta 7 daga vikunnar og skilað 2 til 4 tímum á dag. Svo er Snilli á fullu í öllum frítíma sem hann hefur að smíða og hanna og vinnur stundum til miðnættis um helgar. Ég lenti í vinnuslysi 1994 starfaði þá sem lögreglumaður en varð að hætta 2004 og þá orðin alveg handónýtur og er ég í dag eins og gamall 38" Mudder sem búið er að keyra á loftlausum í heila fjallferð fúinn og götóttur en lifandi svo ég er sáttur og þakka fyrir það. Margir verri en ég. Ég var á sýnum tíma ráðinn í lögguna út af handleggjastærð en ekki gáfnafari og þegar hendleggjana naut ekki lengur við og þurfti að fara ða nota gáfurnar, var ég umsvifalaust settur upp á hillu til geymslu. Er orðin algjör ræfill í dag en reyni þó að dunda eitthvað og vera með og rífa kjaft og þykjast hafa vit á öllu. Það bjargar geðheilsunni að geta mætt til einhvers að morgni þó það sé ekki mikið og á ég hjónunum og vinum mínum þeim Gunnari Júl og Sissu mikið að þakka að leyfa mér að vera í skúrnum hjá sér í einu horninu og er ég titlaður sem húsvörður þar. kveðja Guðni


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 25.sep 2013, 20:33

Þið eruð alveg magnaðir þarna fyrir norðan, en þetta með benz fóðringarnar þá hafa þær stundum verið boraðar út í 14 mm td i Econoline 4 link smíði
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.sep 2013, 15:41

Sælir félagar. Áfram með verkið. Sáum smurleka undir bílnum eftir að vélin var kominn á sinn stað og kom hann niður að sjá á milli vélar og sjálfskiptingar ekki mikið en samt. Þar sem ekkert var að gera og mér leiddist og rigning úti reif ég skiptinguna aftan af vélinni viss um að sveifaráspakkningin væri farinn að leka. Ekki get ég séð neinn leka með þessari pakkdós en smit er á milli blokkar og pönnu þarna vinstramegin að aftan miðað við að standa aftan við vélina tók myndirnar áður en ég þreif. Spurning á maður að skipta út sveifaráspakkningunni eða bara að hugsa um pönnupakkninguna og skipta henni út eða rífa og setja rautt silcon með gömlu pakkningunni og skoða legurnar í leiðinni?? Athugaði hvort pakkdósin væri til hjá Toyota sem að sjálfsögðu var og kostar hún um 8000. krónur veit ekki hvort það er til pönnupakkning ein og sér. Nú fyrst maður var búinn að rífa skiptinguna niður var tilvalið að skoða inn í hana kanski væri eitthvað ætilegt þarna. Tók síuna niður en finn nú ekki neina drullu í henni spurning hvort maður eigi að skipta um síu en hún kostar 15.000 hjá Toyota og er hugsanlega til? kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
smurolíleki með pönnu ekki pakkdós eins og ég hélt.JPG
smurolíleki með pönnu ekki pakkdós eins og ég hélt.JPG (571.98 KiB) Viewed 8484 times
síusætið.JPG
síusætið.JPG (556.14 KiB) Viewed 8484 times
sían viðist góð spurning hvort skipta eigi um kostar 16.000.JPG
sían viðist góð spurning hvort skipta eigi um kostar 16.000.JPG (538.18 KiB) Viewed 8484 times
sía í sjálfskiptingu.JPG
sía í sjálfskiptingu.JPG (530.5 KiB) Viewed 8484 times


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 26.sep 2013, 15:49

Hvað ætlarðu að smyrja þér piparkökusamloku með síu á milli
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá biturk » 26.sep 2013, 16:10

Augljóslega maður og setja hana svo í homatsu nestispokann þarna!

En ég myndi skipta um pakkdósina, pakkningarnar a vél og skiptingu og síu víst hún er komin úr
Leiðinlegt að þsurfa að gera þetta kannski rétt eftir að allt er komið saman
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.sep 2013, 17:33

juddi wrote:Hvað ætlarðu að smyrja þér piparkökusamloku með síu á milli

Góður Dagbjartur ég fatta þetta núna er ég horfi á myndina


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá olafur f johannsson » 26.sep 2013, 17:48

Það á bara að þrífa síuna í skiptinguni ekki skipa um hana nema hún sé skemd eða smekk full af svarfi því þetta er margnota sía
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 26.sep 2013, 17:53

Þú hefur sem sagt verið aðframm komin af sulti áður en ég bjargaði þér frá slæmu anorexíutilfelli
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.sep 2013, 18:20

olafur f johannsson wrote:Það á bara að þrífa síuna í skiptinguni ekki skipa um hana nema hún sé skemd eða smekk full af svarfi því þetta er margnota sía

Sæll Ólafur og takk fyrir upplýsingarnar. Þannig að hún er eins og ný og allt í skiptingunni svo ég nota hana áfram og hún verður ekki borðuð með piparkökum og smjöri að sinni. kveðja Tilli


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 26.sep 2013, 19:09

Þú tjakkar nú á legunum fyrst þú ert með vélina í gálganum.
Pannan er oft límd segja þeir í Stillingu, fékk bara túbu með síðasta setti sem ég pantaði.
Kveðja! VR.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá birgiring » 26.sep 2013, 19:45

Ég hel að pannan sé límd, og á milli pönnu og blokkar er plata (stiffening plate) sem þarf líka að taka niður,hreinsa og líma.
Kv. Birgir


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 26.sep 2013, 19:46

Sæll Villi ég var að vona að einhver mundi mynnast á það að skoða skemmtilegurnar. kveðja Tilli


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 29.sep 2013, 16:44

Sælir félagar þá er búið að opna og loka og setja saman aftur. Kíkt var inn í sjálfskiptinguna á síuna og fleira. Síðan var pannan tekin neðan af vélinni og hún skoðuð. Allt komið saman og tilbúið í notkunn.
Hér er reikningsdæmi handa ykkur félagar um gírunina í dótinu hjá okkur. 1 gír í sjálfskiptingunni sem heitir A440F er 2,95:1 milli gírinn sem er New Proces 246 32 rilli er með 2,72:1 í lágadrifinu og aftasti millikassanum sem er úr Toyota Tacoma er með lágadrif upp á 2,28:1 og drifhlutfallið í Unimog hásingunum sem heita 404 er 7,54:1 hver er þá heildar niðurgíruninn? kveðja Snilli og Tilli.

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jongud » 29.sep 2013, 17:02

138 ætti að duga þó að það séu risadekk undir.
Þar að auki er sjálfskipting sem þýðir að converterinn gírar niður aukalega.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 29.sep 2013, 17:36

Sælir takk fyrir þetta en er þetta nógu lágt spurning hvort gírkassi með lágan 1 gír T-19 eða T-18 með millikassa til vinstri bronco eða einhver ford væri heppilegri sem milligír?. Hvað var hiluxinn með hér í denn með 1 gír 1,4,5:1milligír 4,70:1 og 2,20:1 0g 5:70:1? var það ekki sirka 265:1


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá grimur » 30.sep 2013, 00:07

Á þessum bíl ætti ekki að þurfa svo mikla niðurgírun. Ef í hart fer þá er bara að leggja seinna af stað!!!


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 30.sep 2013, 07:58

Sæll Grímur fín hugmynd nota hana ef hann kemst einhvern tíman af stað. Er ekki enn búinn að leysa hvernig ég kemst upp í kvikindið.kveðja Tilli


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 39 gestir