Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 31.aug 2013, 22:47

Sælir já og þá það væri nú tilvalið að skella einum skrokk á milligírinn eða suðu róbotin og fara svo í róðaraferð á 54" þegar þeir eru komnir á felgur það geta allavega tveir setið á sama dekkinu og gondólað um siglufjörðinn kyrjandi, KK. kveðja guðni




grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá grimur » 01.sep 2013, 08:58

Dásamlegt verkefni alveg.
Frábært að fá myndir af þessu svona real-time og verklýsingu með :-)

D-18 millikassa já..kannski ekki í þennan ég veit það ekki, það ætti samt ekki að þurfa neinn ofur millikassa i þetta þar sem það er svo mikil niðurgírun í hásingunum.
Hvernig er það aftur, er gamli LandCruiser kassinn í þessum, fyrir afturkúluna til hægri?
Ef það er tilfellið, er ekki hægt að setja aukaniðurgírun á PTO úttakið á honum, svipað og gert var með glussadrifi á Land Rover fyrir nokkrum árum?
Kannski var búið að græja gírana í þessum bíl, ég man það ekki.

Allavega...geggjað verkefni og örugglega órtúlega skemmtilegt. Kíki í kaffi í desember, þá verður örugglega búið að taka nokkra prufurúnta og hrista fæðingargallana úr tækinu :-)

kv
Grímur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 01.sep 2013, 10:52

Sæll Grímur alltaf velkominn og þínar hugmyndir líka. Jú kúlan er til hægri í gamla Cruser en núna er milligír úr chevi Np-246 og tacoma aðalmillikassi. Baldur sem átti bílinn mælti með því að gíra hann meira niður og þess vegna datt mér í hug gírkassi með extra lágan fyrsta gír og einhvern vinstri lægan millkikassa. Ef einhver veit um svoleiðis dót væri glæsilegt að fá vitneskjum um það. Ég man eftir auglýsingu hér eða á Barnalandi þar sem auglýstur var dana 300 með mixaðri handbremsu á og mig minnir að hann hafi verið vinstri kassi get ómögulega fundið þetta aftur sirka 8 mánuðir síðan eða ár. Okkur vantar kassa með handbremsunni á og vinstri lægan. kveðja guðni

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 01.sep 2013, 12:18

Sæll Guðni.
Varðandi heildarniðurgírun held ég að þið séuð með alveg nóg með 2 millikassa. Mín reynsla af Lilla á 49" og með almáttlausan mótor er sú að um leið og maður kemur í snjó er það lága drifið og alltaf þegar maður þarf að hjakka þá er það milligírinn, en ég hef ekki fundið þörf fyrir því að fara hægar (allavega ekki oft). Annars er til hjá mér gamall T19 trukkakassi með dana 20 aftaná sem vantar að komast á gott heimili. Ég mæli samt með því að þú notir bara dræsuna eins og hún er hjá þér.

Baráttukveðjur Hörður


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 01.sep 2013, 14:16

Sæll Hörður og takk fyrir þetta er millikassinn til vinstri? Svo væri gaman ef Baldur mundi segja okkur sitt mat á þessu hann veit sínu viti karlinn sá. Hann er jú snillingurinn sem hannaði þetta í upphafi og fór í ferðir á þessum bíl. kveðja guðni

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hordursa » 01.sep 2013, 14:31

Sæll Guðni,
Framskaftið er hægra meginn, því miður.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 05.sep 2013, 17:27

Sælir félagar búið að ver smá stop var rekin suður í skoðun fyrir árið 2014.Þetta er svo kölluð ástandsskoðun eða breitingarskoðun vegna stækkaðra magavöðva og annarra lífæra eyrna nefs og ég veit ekki hvað. Allt stækað nema Tilli litli en hann horfin og neitaði hann að koma fram og varð að lokka hann fram með prolong brúsa og gúmíhanska. Tekið var á móti mér eins og ég væri ónýtur Unimog. Ég fékk samt fína skoðun að öllu leiti enda kostar svona skoðun 30.000 og maður verður að fá góða skoðun fyrir þetta verð. Vigtin kvartaði eitthvað hjá lækninum þar sem hún sýndi ekki nema 130 kg og stóð hún föst þar er ég steig af baki. Ég stóðst þrekprófið með príði en þrekhjólið er hálf ónýtt eftir átökin. Læknirinn vildi endilega kíkja upp í rassinn á mér og setti upp stóran svartan gúmívettling með extra löngum putta. Ekki leyst mér á það því dagur samkynhneigðra nýliðin hér í borginni og maður veit aldrei hvar menn eru staddir í lífinu eða hvort þeir séu búnir að átta sig á hvort þeir séu gei eða gæ. Ég lét þó undan en þetta er jú öryggisatriði að láta skoða sig að innan og utan á mínum aldri. En þegar læknirinn var kominn óþægilega nálægt mér, rak ég við hátt og snjallt alveg óvart og líklega af spenningi og læknirinn hrökk í kút og hentist út í vegg og lagði ekki í nánar skoðun og taldi allt vopnabúrið vera í fullkomu lagi. Þannig að það er ekkert að mér nema leti og gigt vindgangur og ofþyngd en ég er samt kominn úr 150kg og niður í 135kg frá áramótum og stefni í 100kg eftir 2 ár. Ekki var til reikniskali yfir mann sem er 179 cm á hæð og 135kg svo greiningin var "ofsalega akfeitur "tekið með googul transleit úr ensku en samt á góðri niðurleið og í furðu góðu lagi miðað við útlit. Hann sagði mér að koma aftur eftir nokkur ár og létta mig niður í 100kg og fara að æfa ballett þrisvar í viku. Hann hlítur að vera vinur borgastjórans hér í Reykjavík en borgastjórinn klæddist í upphlut á hátíð samkynhneigðra og dansaði vals fyrir framan alþjóð. kveðja guðni

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Steinmar » 05.sep 2013, 18:06

Sæll félagi

Það væri nú ekki ónýtt að sjá þig dansa Svanavatnið í svona ballettdansara-spandex-búningi...


Kveðja
Steinmar


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 05.sep 2013, 18:55

Ég held að ég mundi henda öllum spólum og diskum strax ef ég fengi upptöku af þér að dansa ballett.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 05.sep 2013, 21:31

Image

mér sýnist þú geta tekið að þér hlutverk svarta svansins í svanavatninu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Svenni30 » 05.sep 2013, 21:39

Hahahah þú er óborganlegur penni og oft hef ég skemmt mér konunglega yfir skrifum þínum en þetta er það besta.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá jeepson » 05.sep 2013, 22:04

Ég segi bara það sama og Svenni. Þú ert klárlega aðal skemtikrafturinn á jeppaspjallinu :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 05.sep 2013, 22:30

Sælir strákar það versta við þetta er að þetta er allt alveg satt. Ég er alltaf að lenda í svona leiðinda upp á komum. Það nýjasta er að ég sé ekki vel og er hálf blindur og á Labrador. Ég er búinn að vera að reyna að búa mér til blindrahund og kenna honum að labba með mig í taumi og hefur það gengið brösulega. En eins og menn vita eru blindrahundar rándýr--ir svo ég ætla að reyna að smíða mér einn fyrir innan við 10.000. Held þeir kosti 4 millur með ljósum í dag. Ég er kominn með efni í stutta jólasögu um það bras og hrakingar sem birt verður um jólinn. Annars Juddi minn flottur balett kjóll sem þú fannst á mig, erfitt að fá föt sem passa og takk fyrir hugmyndina. Ég þarf þá ekki að fara í risakonubúðina.kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 07.sep 2013, 12:06

Sælir nóg af fífla skap. Er búinn að vera skera allar gömlufestingarnar af framhásingunni og þar með talið þær sem voru fyrir broncostífurnar og er það búið að vera hellings vinna en því líkur í dag. Þá verður allt smíðað upp á nýtt og hönnun og hugmynd Harðar í Chevy Avalanche verkefninu notuð sem fyrirmynd. En sú stífu smíði fellur okkur vel í geð og er mjög flott vinna og hönnun á öllu hjá honum.kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
DSC03938.JPG
allt á fullu
DSC03938.JPG (570.31 KiB) Viewed 8761 time
DSC03937.JPG
mjög þykkt í klossunum sem eru undir Broncostíunum þar sem gúmýin falla á.
DSC03937.JPG (540.31 KiB) Viewed 8761 time


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.sep 2013, 16:04

Sælir jæja áfram með smíðina. Er búinn að gera uppkast af festingum fyrir framstífurnar. Þetta er hugmynd og ekki loka hönnun og eru öll ráð vel þegin. Ætla að hafa efri fóðringuna 10Cm fyrir ofan hásingarörið og þá neðri 10 cm fyrir neðan rörið þá er um 30 cm á milli efri og neðri fóðringa hásingarörið eru m 11 cm á þykkt. Hvað segja menn um það er það í lagi??. Síðan kemur stífa um 100cm löng aftur í grind í eina fóðringu og vasi á grindina. Hvað á ég að hafa stífufestinguna (vasan) síða að aftan á grindinni? kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
hugmynd af stífufestingu á framhásingunni 10 og 10 cm niður.JPG
hugmynd af stífufestingu á framhásingunni 10 og 10 cm niður.JPG (543.18 KiB) Viewed 8692 times


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá lecter » 08.sep 2013, 17:37

hæ min reynsla af unimog hásinga rörinu er að ég hefði slept að sjóða festingar i það þetta er ekki hreint jarn .þetta er eins og pottstál i velarblok allar festingar hjá mer brotnuðu og kom bara gat in i rörið ég held að betra sé að nota boltana i samskeitingu milli nafs og rörs,,, eða smiða sterka plötu á milli rörs og nafsins en þa dregst öxullin út um efnis val 8-10 mm


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 08.sep 2013, 20:02

Sæll Hannibal hvernig er þetta sett undir Ramana og Fordana í dag er þetta ekki soðið. Ég var að skera af þessu festingar sem eru búnar að vera á þessu í yfir 30 ÁR og voru engar sprungur eða veikleikar að sjá. Skar af eyru sem voru kengboginn eftir að hafa rekist í grjót og ekkert lát á suðunum. Svo ég ætla að láta reyna á þetta. En takk samt fyrir upplýsingarnar. kveðja guðni


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá lecter » 08.sep 2013, 20:20

ja kanski þetta hangi undir ef suðurnar eru nógu langar utan um rörið þetta voru hásingar undan 63 model unimog þegar festing brotnaði brotnaði gat á rörið og það glitrað eins og pottstál þá sauð ég stærri hringfestingu um rörið eingin smá eyru má sjóða i þetta rör þau virðast brotna svona ,,, þetta eru ja fyrir 1990 ansilangt siðan
það gæti verið annað stal i nýrri rörunum þau eru allt öðruvisi


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Wrangler Ultimate » 09.sep 2013, 17:49

Sælir,

Ertu með radíusarm í þessu, ef svo er :

hafðu stífuna í það minnsta 100cm fyrir svona stór dekk, ég myndi fara í 110cm, álagið þegar þú bremsar verður ansi lóðrétt á stífuendan við grindina ef þú hefur hana of stutta og þá lyftist bíllinn og hann verður stórhættulegur, stóru ramarnir eru að lenda í þessu, þó minna útaf þeir vikta svo rosalega. 46" sleppur en ekki 54". Þetta er meira vandamál á léttari bílum.

ef þú teiknar dekkið í hlutföllum við lengd stífunnar, og býrð síðan til línu frá bremsusnertipunkt að stífufestingunni, ef þetta horn vísar of mikið upp í loftið þá færðu þessa stórhættulegu hegðun í bílinn.

Ég er að smiða stífur undir minn sem verða milli 90 og 100cm langar og það er fyrir 46" dekk, þannig að ég myndi lengja þínar sem nemur stækkun barða.

Þetta tips fékk ég hjá Guðmundi, www.gjjarn.com

kv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 09.sep 2013, 18:45

Sæll Gunnar Ingi ég þakka fyrir þetta og ég er að hugsa um að fara í 115 cm. Það er spurning á síddinni á aftur endinn á framstífunni á hann að vera um mitt fram hjól kveðja guðni


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Wrangler Ultimate » 09.sep 2013, 19:32

sælir

já sem næst miðju eða lárétt við miðju er best. þannig að hreyfingin verði upp og aftur þegar hann lendir á òjöfnum. Það minnkar öll högg t.d á þvottabrettum

kv gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá biturk » 10.sep 2013, 00:20

Wrangler Ultimate wrote:Sælir,

Ertu með radíusarm í þessu, ef svo er :

hafðu stífuna í það minnsta 100cm fyrir svona stór dekk, ég myndi fara í 110cm, álagið þegar þú bremsar verður ansi lóðrétt á stífuendan við grindina ef þú hefur hana of stutta og þá lyftist bíllinn og hann verður stórhættulegur, stóru ramarnir eru að lenda í þessu, þó minna útaf þeir vikta svo rosalega. 46" sleppur en ekki 54". Þetta er meira vandamál á léttari bílum.

ef þú teiknar dekkið í hlutföllum við lengd stífunnar, og býrð síðan til línu frá bremsusnertipunkt að stífufestingunni, ef þetta horn vísar of mikið upp í loftið þá færðu þessa stórhættulegu hegðun í bílinn.

Ég er að smiða stífur undir minn sem verða milli 90 og 100cm langar og það er fyrir 46" dekk, þannig að ég myndi lengja þínar sem nemur stækkun barða.

Þetta tips fékk ég hjá Guðmundi, http://www.gjjarn.com

kv
Gunnar

Hvað meinaru með bremsusnertipunkt? Gætiru teiknað svona mynd
head over to IKEA and assemble a sense of humor


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá lecter » 10.sep 2013, 01:32

ekker hættur við djókið


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 10.sep 2013, 12:45

Sælir félagar nær og fjær. Þá er fyrsta felgan sem soðin var af Snúlla róbot kominn í hús og svo á dekkaverkstæði. Erum að stilla og gera Snúlla róbot góðan svo þetta verði almennilegt. Tókst að sjóða heilan hring án þess að stoppa í fjórgang í nótt. Snúlli lofar mjög góðu en þarf þó að hafa kippu af Becks við rofan. Við erum núna með Hanomac felgur 20". Munurinn á Unimog og Hanomac felgum liggur í miðjunni.Hanomac felgan er slétt í miðjunni og mikið þykkri. Þannig að Hanomac felgan sem er breitt á sama hátt og Unimog felgan er 6 kg þyngri eða 38 kg og er hún þá 18" breið. Byrjaði að stilla upp framhásingunni í morgun og verður unnið við hana næstu dagana ásamt því að setja 54" á felgur. Ég get ekki séð að 54" dekin séu stefnuvirk því ég finn enga aksturstefnu ör á þeim eins og alltaf er á þannig dekkum. Jæja áfram með smérið eins og kerlinginn sagði, maður á handlegg fyrir höndum, og er orðin hálf sjöviltur af öllum þessum pælingum. kveðja að norðan
Viðhengi
Fyrstu suðurnar með Snúlla suðu róbot.JPG
Fyrstu suðurnar með Snúlla suðu róbot.JPG (519.59 KiB) Viewed 8406 times
hanomac felga hún er 38 kg eftir breitingu.JPG
hanomac felga hún er 38 kg eftir breitingu.JPG (562.6 KiB) Viewed 8414 times
nú byrjar fram ballið.JPG
nú byrjar fram ballið.JPG (545.65 KiB) Viewed 8414 times
Grófstilling.JPG
Grófstilling.JPG (588 KiB) Viewed 8414 times

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Ýktur » 10.sep 2013, 14:58

sukkaturbo wrote:er orðin hálf sjöviltur af öllum þessum pælingum


Gott á meðan þú verður ekki hálf sex-villtur af þessu, Snúlli fengi trúlega að kenna á því þá ;)

Bjarni G.


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Wrangler Ultimate » 10.sep 2013, 15:35

bara svona svo allir séu með á nótunum.

þetta skýrir sig sjálft þegar maður pælir í því að þungir bílar glíma síður við þetta vandamál....
Viðhengi
bremsupunktur.JPG
bremsupunktur.JPG (54.89 KiB) Viewed 8380 times
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá villi58 » 10.sep 2013, 16:26

Ýktur wrote:
sukkaturbo wrote:er orðin hálf sjöviltur af öllum þessum pælingum


Gott á meðan þú verður ekki hálf sex-villtur af þessu, Snúlli fengi trúlega að kenna á því þá ;)

Bjarni G.

Það gæti verið að hann yrði full mikið stífur fyrir konuna, Snúlli er nefnilega suðuróbotinn. Það sést á Snilla þegar hann er hættur að geta sest ef eitthvað gerist hjá Tilla.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá juddi » 10.sep 2013, 22:06

Wrangler Ultimate wrote:bara svona svo allir séu með á nótunum.

þetta skýrir sig sjálft þegar maður pælir í því að þungir bílar glíma síður við þetta vandamál....


Á þetta ekki jafnt við þó notast sé við 4 link (5link) ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 11.sep 2013, 15:57

Sælir félagar nú er komið að því að ákveða spindihallan. Við settum hásinguna í þá stöðu að pinjónin er láréttur og þá er spindilhallinn um 6 gráður. Er það nóg að ykkar mati eða er það of lítið. Ef við förum yfir 6 gráður þá er pinjóninn farinn að halla niður.???? og ef við færum yfir segjum 7 gráður þá þarf að fara að losa liðhúsin sem er slatti vinna. kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
byrjað að stilla upp.JPG
byrjað að stilla upp.JPG (599.51 KiB) Viewed 8254 times

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Ýktur » 11.sep 2013, 16:21

Vél og skipting halla yfirleitt aftur í bílum. Ef þið látið vél halla 4 gráður aftur og látið pinjón vísa 4 gráður niður þá er sama brot á krossi á pinjón og millikassa og þið getið notað venjulegt drifskaft án tvöfalds liðs og fáið spindilhalla upp á 10 gráður.

Bjarni G.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Hjörturinn » 11.sep 2013, 16:22

Eru 6 gráður ekki full lítið?
ætti þetta ekki að vera nær 10 gráðum með svona dekk?
Dents are like tattoos but with better stories.


Bassi6
Innlegg: 36
Skráður: 11.mar 2010, 16:40
Fullt nafn: Bjarni Friðriksson
Bíltegund: Willys og Wrangler

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá Bassi6 » 11.sep 2013, 16:45

Ég held að það sé í lagi að pinioninn vísi niður ef millikassinn hallar á móti (ss. sama horn uppi og niðri á drifskaptinu)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 11.sep 2013, 20:10

Sælir félagar eftir gott símtal sem var fullt af fróðleik um spindihalla á Unimog en hann er um 0 orginal er ákveðið að hafa hann um 5 gráður á gamla Unimog cruser.Ég á Bronco stífur ef einhver er að leita eftir svo leiðis göngustöfum. kveðja


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 12.sep 2013, 12:16

Sælir og áfram með uppbygginguna kominn á dekk að aftan og búið að smíða smávegis af stífufestingum sem munu fara á framhásinguna. Svo mynd að gömlu broncostífunum þær eru 100cm langar
Viðhengi
gömlustífurnar.JPG
gömlustífurnar.JPG (546.66 KiB) Viewed 8107 times
hjóla jól.JPG
hjóla jól.JPG (575.33 KiB) Viewed 8107 times
framstífufestingar.JPG
framstífufestingar.JPG (561.24 KiB) Viewed 8107 times


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá stebbi1 » 12.sep 2013, 23:54

Dugnaður í ykkur, gamann að geta skoðað þennan þráð á hverju kvöldi og alltaf er eithvað að gerast, nýjar myndir eða skemmtileg umræða.
Áfram Snilli og Tilli!
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 13.sep 2013, 21:42

Sælir er á rafsuðu námskeiði


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 16.sep 2013, 08:18

Sælir jæja ekki tókst vel að læra að sjóða og er karlinn með rafsuðublindu og allur hinn rjóðasti í framan. Vonandi fer Snilli að mæta aftur. Ég verð aldrei góður að sjóða. kveðja Tilli
Viðhengi
rafsuðubrendur.jpg
rafsuðubrendur.jpg (31.08 KiB) Viewed 7871 time


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 19.sep 2013, 12:23

Jæja djöfull hefur nýja lúkkið mitt góð áhrif á kvennfólkið. Hef ekki séð konur í nokkra daga nema í mikill fjarlægð og er það algjör lúxus þarf ekki lengur að vera sífelt að raka mig og skipta um föt. En áfram með verkefnið það gengur hægt en örugglega. Var að grunna felgurnar og prufa væntanlegan ein lit af mörgum. Þetta er Benz Unimog herlitur frá því fyrir stríð og var notaður þegar Unimoginn var notaður til að taka upp kartöflur og nú er ég ekki að bulla. Þetta er staðreynd las það í Bændablaðinu. Til að fá sérskoðun á bifreið sem er á 54" dekkum er eitt skilyrðið af mörgum að bil á milli fram og aftur öxlus sé ekki minna en tæpir 312 cm . Tók eina snjómynd svona til kvatningar. kveðja Snilli og Tilli
Viðhengi
DSC03954.JPG
Þetta er tekið í morgun þann 19.09.13 og er þetta hvíta kvatningarefni fyrir jeppadellumenn
DSC03954.JPG (551.86 KiB) Viewed 7752 times
hugsanlegur litur Benz Hergrænn Unimog.JPG
hugsanlegur litur Benz Hergrænn Unimog.JPG (596.71 KiB) Viewed 7752 times
315 á milli hjóla.JPG
315 á milli hjóla.JPG (549.39 KiB) Viewed 7752 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá sukkaturbo » 20.sep 2013, 20:48

Sælir félagar þá eru það framstífurnar sem Snilli smíðaði í dag. Þær eru smíðaðar úr 8 mm efni og fóðringar frá ET. Stífan er 18 kg.og 115 cm löng og 23 cm á milli efri og neðri bolta á hásingu, vonandi er þetta nógu sterk (glott). Bronco stífan er 12 kg til samanburðar og styttri. Búið er að tilla nýjum gormaskálum að ofan og neðan. Nú er spurning er stífan nógu síð að aftan eins og hún er núna á myndinni. Þetta eru 20 cm niður úr grind vil helst ekki fara neðar nema það sé nauðsyn. kveðja Snilli og Tilli.
Viðhengi
DSC03959.JPG
DSC03959.JPG (611.8 KiB) Viewed 7640 times
DSC03960.JPG
DSC03960.JPG (557.07 KiB) Viewed 7640 times
DSC03958.JPG
DSC03958.JPG (541.78 KiB) Viewed 7640 times


nicko
Innlegg: 51
Skráður: 15.feb 2011, 23:19
Fullt nafn: Kristinn M Símonarson

Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu

Postfrá nicko » 20.sep 2013, 22:35

Erudi búnir ad hugsa útí thegar kemur ad vigtun? Lenti í vandrædum med cruiserinn hjá mér, thad máttu bara 3 ferdast ì honum. fáránlegt hvad their mega bera lítid


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 57 gestir