Ég hef verið að velta fyrir mér hvað myndi kosta að smíða eitt stykki milligír fyrir jeppan hjá mér.
málin standa þannig að ég er með auka millikassa og langaði að græja milligír í jeppann hjá mér svo lengi sem það kostar ekki arm eða fót (smá bjartsýni).
þetta er úr gömlum LC 70 bíl. hefur einhver reynslu á svona aðgerðum..?
Varðandi milligír
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Varðandi milligír
Gunnar00 wrote:Ég hef verið að velta fyrir mér hvað myndi kosta að smíða eitt stykki milligír fyrir jeppan hjá mér.
málin standa þannig að ég er með auka millikassa og langaði að græja milligír í jeppann hjá mér svo lengi sem það kostar ekki arm eða fót (smá bjartsýni).
þetta er úr gömlum LC 70 bíl. hefur einhver reynslu á svona aðgerðum..?
Því miður verður þú limalaus ef þú ferð í þessa framkvæmd, helvíti dýrt allt hjá okkur.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Varðandi milligír
villi58 wrote:Gunnar00 wrote:Ég hef verið að velta fyrir mér hvað myndi kosta að smíða eitt stykki milligír fyrir jeppan hjá mér.
málin standa þannig að ég er með auka millikassa og langaði að græja milligír í jeppann hjá mér svo lengi sem það kostar ekki arm eða fót (smá bjartsýni).
þetta er úr gömlum LC 70 bíl. hefur einhver reynslu á svona aðgerðum..?
Því miður verður þú limalaus ef þú ferð í þessa framkvæmd, helvíti dýrt allt hjá okkur.
nú jæja, best bara að sleppa því.. það er nú verra að keyra útlimalaus... best að eiga millikassan í varahluti.
Re: Varðandi milligír
Það var ekki erfitt að snua þer :) en vittu hvort þu færð ekki fleiri komment þetta þarf ekki að vera svo dyrt þegar upp er staðið :) svo er lika spurning, hvað er dyrt dyrt ??
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Varðandi milligír
ertu búinn að fara i alla rennismiðina sem smiða svona
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Varðandi milligír
lecter wrote:ertu búinn að fara i alla rennismiðina sem smiða svona
Talaðu við Smára í Skerplu hann getur svarað þessu. Svo er ekki nóg að vera kominn með skriðgír það þarf að breyta sköftunum og ekki er það gefins, svo er líka hvað þú getur gert sjálfur t.d. ef þarf að færa gírkassabita, lengja hraðamælabarka (reikna með því) kanski að kaupa tvöfaldan hjörulið, breyta upphengju f/skafti, koma gírstöng fyrir og örugglega eitthvað fleira sem tínist til. Nú veit ég ekki hvernig bíllinn er hjá þér en ég er að standa í þessu núna, og svo veit ég ekki hvort þú þarft að breyta pústkerfinu.
Kveðja!
Re: Varðandi milligír
ég á tilbúinn skriðgír og millikassa, seljast saman á 110 þús með fylgir allt sem þarf, eina sem þú þarft að gera er að lengja og stytta sköftin, mér hefur fundist best að tala við stál og stansa eða skerpu, hafa báðir verið sanngjarnir á verð á sköftunum.
En að færa gírkassabitann er nú ekki stórmál og ætti nánast hver sem er að geta föndrað það...
ef þú hefur áhuga. Bæring S:8400952
En að færa gírkassabitann er nú ekki stórmál og ætti nánast hver sem er að geta föndrað það...
ef þú hefur áhuga. Bæring S:8400952
-
- Innlegg: 102
- Skráður: 28.maí 2010, 19:21
- Fullt nafn: Bragi Guðnason
- Bíltegund: LC 80, Hilux xc
Re: Varðandi milligír
Varðandi milligír í LC 70 stutta, þá er gírkassinn og millikassinn sem þú ert með mjög ólíkur 4 cyl hilux kössunum sem hafa hvað mest verið notaðir í smíði á milligír. En þú getur kanski boltað þannig driflínu aftan á vélina hjá þér samt. Man ekki eftir að hafa séð milligír í stuttum LC 70 en það er eflaust til. Það er mikið úrval af þessu dóti í ameríku: http://www.marlincrawler.com/transfer-case/line-ups
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Varðandi milligír
Hef nú ekki verið mikið að spá í þessu undanfarið en þetta eru bara vangaveltur. heyrði einhvern sem gerði þetta (reyndar hilux en svipað dæmi) og kostnaðurinn hjá honum var um 220þ. og þá gerði hann flest allt sjálfur nema smíða kassann. svo maður ætti kannski að fara safna svo maður gæti látið verða að þessu.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur