Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jon » 05.apr 2013, 10:32

Það er rétt að í einhverjum tilfellum hefur olía farið af portaldrifi í langkeyrslu erlendis þar sem eknir eru nokkur hundruð kilometrar í einum rikk.
Unimog hásingar eru til með a.mk. 3 drifhlutföllum út í hjól,
7,5:1 var algengt í gamla 404 bílnum með skálabremsum 1960 og eitthvað. Ekki úrhleypibúnaður.
6,5:1 kemur um 1980, með diskabremsum, en ekki úrhleypibúnað.
5,30:1 eru nýjastar með diskabremsum, stærri portal og úrhleypibúnaði.

Öndun fyrir drifkúlu og portal original er samtengt, og hægt að byggja upp yfirþrýsting til að aka í djúpu vatni.
Annars er svo hátt upp í þetta orginal sérstaklega á 54" að ólíklegt er að vatn komist í drifbúnað ef öndunarslöngur liggja upp í grind.

Hjá mér er öndun á portal og drifkúlu ekki samtengd og liggja öndunarslöngurnar aðskildar upp í grind.
Búinn að aka 6000 km. og hef ekki þurft að bæta olíu á portal.

Kv. Jon



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Kiddi » 05.apr 2013, 10:51

En hvað hefur brotnað? Og í hvaða "árgerð" af hásingu var það?

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jon » 05.apr 2013, 11:12

Held að Benedikt Magnússon hmm verði að skýra þetta nánar:
"Þessar múkka hásingar hafa nú verið að hrekkja töluvert á þessum bílum, bæði hjá Gulla og Bjarna o.fl."
og
"Þeir voru að brjóta þetta á malbiki í hringtorgum - held að það sé leyst"

Benni segðu okkur nákvæmlega hvað skeði


Guðninn
Innlegg: 41
Skráður: 01.nóv 2012, 13:48
Fullt nafn: Guðni F Pétursson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Guðninn » 05.apr 2013, 11:19

Freyr wrote:Benni: Hver eru þyngdarhlutföllin í þínum fram/aftur? Fórum eitt sinn á vikt með hvíta 49" hans Arnórs og hann var með allt klárt í bílnum, fulla tanka og bara einn kall. Hann var 2,800 framan / 2.500 aftan. Það er svipaður munur í kg talið eins og í mínum rúmlega 2 tonna jeppa (í ferð)....

Kv. Freyr


hvítur 49" Arnórs er þetta ford ? gaman að sjá tölurnar á þessum bílum líka á milli tegunda

dreifingin á Ram 3500 49" er ca hérna fyrir neðan

skruppum á páskasunnudag á langaskafl, vorum með fulla tanka 400lítrar. og þrír menn í bílnum

vigtin gaf upp 2000 að aftan og 2600 framan - þarna vantaði á pallinn þann búnað og farangur sem maður tekur með í lengri ferðin en einhverja skreppitúra

þannig þetta er ekki ósvipaður munur á fram og aftur í kg talið

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Bokabill » 05.apr 2013, 11:22

Hef séð 49" bíla fasta í förunum eftir 54" unimlog.


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá halendingurinn » 05.apr 2013, 11:55

Það er með unimog að hann kemur með þeim hlutföllum sem þú pantar hann. Okkar er td 1986 og er á 5.3 hlutföllum (fast axle).
Cti er líka option code central tire inflation A30 http://www.rockymountainmoggers.com/uni ... codes.html
http://www.benzworld.org/forums/unimog/ ... axles.html
http://www.benzworld.org/forums/unimog/ ... tions.html
Kveðja Trausti
Endalaust hægt að bæta við traktorinn

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Magni » 05.apr 2013, 12:01

Guðninn wrote:
hvítur 49" Arnórs er þetta ford ? gaman að sjá tölurnar á þessum bílum líka á milli tegunda

dreifingin á Ram 3500 49" er ca hérna fyrir neðan

skruppum á páskasunnudag á langaskafl, vorum með fulla tanka 400lítrar. og þrír menn í bílnum

vigtin gaf upp 2000 að aftan og 2600 framan - þarna vantaði á pallinn þann búnað og farangur sem maður tekur með í lengri ferðin en einhverja skreppitúra

þannig þetta er ekki ósvipaður munur á fram og aftur í kg talið



Smá forvitni, fer ford á 49" með 400 lítra í skreppitúra ? :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Stebbi » 05.apr 2013, 12:13

Magni81 wrote:
Guðninn wrote:
hvítur 49" Arnórs er þetta ford ? gaman að sjá tölurnar á þessum bílum líka á milli tegunda

dreifingin á Ram 3500 49" er ca hérna fyrir neðan

skruppum á páskasunnudag á langaskafl, vorum með fulla tanka 400lítrar. og þrír menn í bílnum

vigtin gaf upp 2000 að aftan og 2600 framan - þarna vantaði á pallinn þann búnað og farangur sem maður tekur með í lengri ferðin en einhverja skreppitúra

þannig þetta er ekki ósvipaður munur á fram og aftur í kg talið



Smá forvitni, fer ford á 49" með 400 lítra í skreppitúra ? :)


Þetta er ekki nema 33.400kr á haus fyrir skreppitúr, svona eins og skreppitúr til Köben. Kostar skid og ingeting. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Guðninn
Innlegg: 41
Skráður: 01.nóv 2012, 13:48
Fullt nafn: Guðni F Pétursson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Guðninn » 05.apr 2013, 12:28

Magni81 wrote:
Guðninn wrote:
hvítur 49" Arnórs er þetta ford ? gaman að sjá tölurnar á þessum bílum líka á milli tegunda

dreifingin á Ram 3500 49" er ca hérna fyrir neðan

skruppum á páskasunnudag á langaskafl, vorum með fulla tanka 400lítrar. og þrír menn í bílnum

vigtin gaf upp 2000 að aftan og 2600 framan - þarna vantaði á pallinn þann búnað og farangur sem maður tekur með í lengri ferðin en einhverja skreppitúra

þannig þetta er ekki ósvipaður munur á fram og aftur í kg talið



Smá forvitni, fer ford á 49" með 400 lítra í skreppitúra ? :)



haha Raminn þarf að hafa alla 400lítrana klára er það ekki ?

Nei það var nú engin sérstök ástæða á bakvið það að fara með aukatankinn fullan, en hentaði ágætlega til að sjá heildartöluna á vigtinni :)

User avatar

hmm
Innlegg: 14
Skráður: 29.nóv 2010, 13:00
Fullt nafn: Benedikt Magnússon
Bíltegund: Ford F350 49"

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá hmm » 11.apr 2013, 10:01

Sælir

Kem svo sjaldan hérna inn að ég var alveg búinn að gleyma að fylgjast með þessu..

Hvað var að brotna í hringtorgum - - veit ekki nákvæmlega hvað brotnaði, en þú getur spurt Gulla og Bjarna út í þetta, annar hvor eða báðir lentu í einhverju slíku veseni. Gulli var að tala um þetta og veit þá væntanlega líka hvernig málið var leyst.

Með olíuna af Portal - þessu voru þeir að lenda í á langkeyrslu - Reykjavík Akureyri dugði til að það væri vesen... Þetta hefur þó verið leyst á þeim öllum eftir því sem mér skilst.

En þetta múkkadót er örugglega æðislegt og lítið mál að leysa öll vandamál þar eins og í öðru - þó ég myndi ekki vilja setja þetta undir hjá mér að svo stöddu - ég þarf að sjá meiri mun á getu og gæðum til að réttlæta þessa hækkun á bílnum sem mér finnst skemma þá... Svo finnst mér verðmiðinn á þessari breytingu hár fyrir það sem maður virðist fá í staðinn...

Þyngdir...

Fulllestaður - með um 600 l af olíu, tvo menn og allan búnað til fimm daga ferðar er bíllinn að vikta um ca 4,8 - 5 T og eru þá 2,5 - 2,6 að framan og 2,3 - 2,4 að aftan... Hef viktað bílinn þyngstann 5,2 tonn - þá með þrjá menn, fullur af olíu og fullt af járnarusli á pallinum.. á leið í venjulega 3 daga ferð er hann oftast um 4,8 T

Eyðsla...

Ekki 400 lítrar í skreppitúr :-) En dagsferð í venjulegu færi t.d. á langjökul eða sambærilegt er oftast ca einn tankur eða 120 l... (ég fer mjög oft upp í landmannahelli og dreg þá á eftir mér sleðakerru á 44" hjólum með tveimur sleðum - fer undantekningarlítið með einn tank fram og til baka frá 101 Reykjavík í þetta) Reglan er að þetta eyðir um 100 - 150 l á dag eftir aðstæðum.. 12l á tímann í snjó er algeng tala... Í langkeyrslu á malbiki er 21/100 lang algengasta talan - en hef þó séð 17 og 24 líka... Aðstæður, loftþrýstingur, aksturslag o.s.frv. skiptir öllu þar eins og annarstaðar.

Benni
Ford F350 49" - með öllu og fleira sem ég man ekki eftir
Lynx Rave XT 800
Polaris Edge 800


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá juddi » 11.apr 2013, 12:47

Magnað að þarna er sama munstur og var til í 44" og þótti eitt vonlausasta dekk sem komið hefur til landsins en er svo allt í einu frábært í 54" hvað breyttist ?


AgnarBen wrote:Myndir af bílnum hans Snorra Ingimars

Image

Image
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá AgnarBen » 11.apr 2013, 13:20

Ég hélt að allir 54" bílarnir væru komnir á Mickey Thomson, væri gaman að vita af hverju Snorri valdi sér Super Swamperinn .....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jeepcj7 » 11.apr 2013, 13:28

Þetta er alveg stórfínt munstur það sem þarf er að geta snúið þessu ef þú hefur þann factor ertu í góðum málum á swampernum.
Heilagur Henry rúlar öllu.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá juddi » 11.apr 2013, 16:17

Var Booger undir Fordinum sem þú áttir með 460 big block ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jeepcj7 » 11.apr 2013, 16:42

Jeep gamli var á 39.5x18 bogger bara góður.
Viðhengi
Páskar 2009 061.JPG
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá gummij » 12.apr 2013, 22:08

Magnað að þarna er sama munstur og var til í 44" og þótti eitt vonlausasta dekk sem komið hefur til landsins en er svo allt í einu frábært í 54" hvað breyttist ?


þessi mynd var tekinn víð hesthúsið í Landmannhelli, sennileg ´91 eða ´92 , Cherokee-inn er á 44" Boggerum, hann virkað alveg þó það hafi stundum þurft að bíða eftir honum. Haraldur Mangnússon á Hellu smíðaði þennan bíl á sínum tíma (hann var með disel) . Björn Breiðfjör Kristþórson var líka með svona dekk undir Blaser og 6,2 dísel. Hann ferðaðist þó nokkuð á honum í kring um ´97-´98 og dreif alveg til að komast með, þó hann hafi verið fegin að losna við þau. ; )

Þeir eru að stór auka úrvaliða af þessu svo þetta virðist seljast í USA. Kannski er búið að laga þetta eitthvað ?
http://www.intercotire.com/tires.php?id=13&g=1
1

Image

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá LFS » 12.apr 2013, 22:14

Image

er að prófa mig afram á 44" bogger undir patrol sattur enn sem komið er !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


sing
Innlegg: 5
Skráður: 06.apr 2013, 09:28
Fullt nafn: Snorri Ingimarsson
Bíltegund: Ford F350

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sing » 14.apr 2013, 12:17

juddi wrote:Magnað að þarna er sama munstur og var til í 44" og þótti eitt vonlausasta dekk sem komið hefur til landsins en er svo allt í einu frábært í 54" hvað breyttist ?


AgnarBen wrote:Myndir af bílnum hans Snorra Ingimars

Image

Image



það er fleria en munstrið sem skitpir máli.
Boogerinn virðist vera talsvert mýkri heldur en Thompsoninn.
Ég er búinn að sjá Boggerana gera rosalega hluti í höndunum á Gunnlaugi og Bjarna, amk á meðan þau voru lítið slitin.

Ég valdi Boogerinn frekar en Thompsoninn þrátt fyrir að þau endast miklu styttra, hoppa miklu meira og eru mun hávaðasamari í akstri vegna þess að ég held að þau drífi aðeins meira.

Svo verður tíminn bara að leiða í ljós hvort það er rétt.

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá dazy crazy » 14.apr 2013, 17:32

Velkominn á spjallið, Snorri, áttu myndir af breytingaferlinu á þessum bíl? Hrikalega flottur

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Doror » 14.apr 2013, 20:12

Já ótrúlega flottur bíll, gaman að sjá hann svona án þess að vera með hús á pallinum.
Davíð Örn


sing
Innlegg: 5
Skráður: 06.apr 2013, 09:28
Fullt nafn: Snorri Ingimarsson
Bíltegund: Ford F350

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sing » 16.apr 2013, 23:51

hmm wrote:Hvað var að brotna í hringtorgum - - veit ekki nákvæmlega hvað brotnaði, en þú getur spurt Gulla og Bjarna út í þetta, annar hvor eða báðir lentu í einhverju slíku veseni.
Benni


Til að hafa þessar kjaftasögur nokkurn veginn réttar:

Eitthvað klikkaði í læsingunni í afturdrifinu hjá Bjarna þegar hann var búinn að reykspóla nokkra hringi á malbiki á 54 tommu Boggernum, eitthvað sem menn kalla "Donut". Líklega er það orðið að "hringtorgi" í sögunum. Annað hefur nú ekki brotnað svo ég viti til.

Þetta með að portölin geti átt það til að æla olíunni upp í öndunina er þekkt og leyst. Er reyndar meira vandamál á hraðbrautum Evrópu heldur en hér. Googlið bara smá.

Svo veit ég um eitt óhapp þar sem engin olía fór á afturdrif og það endaði að sjálfsögðu í tómu tjóni.


sing
Innlegg: 5
Skráður: 06.apr 2013, 09:28
Fullt nafn: Snorri Ingimarsson
Bíltegund: Ford F350

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sing » 16.apr 2013, 23:54

Hér er mynd af tveimur pinjóum.

Kannski þekkir einhver úr hvaða bílum þeir eru ?
IMG_4053 minnkud.jpg

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jongud » 17.apr 2013, 08:25

Afsakið að ég fer útfyrir efni þráðarins en ég er með spurningu til Snorra;

Var ekki einhverntíman unnin einhver skýrsla uppi á Iðntæknistofnun varðandi breikkanir á felgum?

Ég heyrði það eitthvert fimmtudagskvöldið niðri á Eirhöfða að þið bræðurnir hefðuð verið eitthvað inni í því.
Mér skildist að það hafi m.a. verið rannsakað hvaða efnisþykkt þyrfti að vera í tunnum á felgum.

User avatar

gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá gummij » 17.apr 2013, 09:24

Kannski þekkir einhver úr hvaða bílum þeir eru ?


Þessi minni er dana 60 sem er góð að aftan í 3 tonna picup

Með því að mæla botnmál tannanna á þessari mynd og nota hlutfalsreikning (1:4,3 fyrir Wt) þá er hægt að giska á að hinn komi úr 15 tonna picup.

Og ef við gefum okkur að þetta komi úr unimog með niðurgírun út við hjól sirka 1/2 tveimur þá má tvofalda vægið sem þetta þolir eða fara í 30 tonna picup.

Niðurstað:
Ef þessi stærri er úr bílnum þínum Snorri þá gætir þú létt heilmikið með því að láta smiða hlutföllin úr áli. : )

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jon » 17.apr 2013, 12:38

Svo eru drifsköftin og tvöföldu liðirnir í þeim miklu sverari en original. Benz vörubílasköft.
Tvöfaldi liðurinn er með 38mm krossa, sérsmíðað í þýskalandi.
Hjöruliður við afturhásingu er 42mm.
Original í F350 er 30mm.

DSC_4241.JPG
Tvöfaldur liður


DSC_4242.JPG
42mm liður afturskaft


DSC_4245.JPG
2 stk milligírar úr NP203 2:1


DSC_4246.JPG
Framskaft


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 17.apr 2013, 12:42

Þetta er bara alvöru dót. kveðja guðni

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jon » 17.apr 2013, 13:08

Benni (hmm) segir að það muni miklu á eyðslu á sínum bíl og 54" sérstaklega 2008 modelinu.
Sennilega eyðir 6.0L vélin hjá Benna ívið minna en 6.4L vélin í 2008, munurinn er ekki meira en 10%, en munur á hávaða er ansi mikill, eins og flestir þekkja.

Vitnað í Benna "En dagsferð í venjulegu færi t.d. á langjökul eða sambærilegt er oftast ca einn tankur eða 120 l..."

Fór í vetur dagferð á Langjökul og eyðsla 130L rvk langjökull rvk. Fyllt fyrir og eftir eftir túrinn.
Önnur dagferð rvk, sigalda, landmannalaugar,spólað aðeins inná fjallabaki, sigalda, rvk, eyðsla 140L
Í fyrravetur 4x4 ferð rvk, sprengisandur, mývatn, eyðsla 200L
Á langkeyrslu er eyðslan 21 til 25 fer eftir vindi.

Kv. jon


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 17.apr 2013, 13:58

Sæll Jón hvað telur þú heppilega breidd á 20" felgu fyrir 54" Bogger. kveðja guðni PS og svo vantar mig 2 st Unimog felgur ef einhver veit um á tvær

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jon » 17.apr 2013, 15:24

mæli með 19" breidd

kv. jon

User avatar

hmm
Innlegg: 14
Skráður: 29.nóv 2010, 13:00
Fullt nafn: Benedikt Magnússon
Bíltegund: Ford F350 49"

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá hmm » 19.apr 2013, 17:47

Gaman að þessu...

Snorri - "kjaftasögurnar" komu frá fyrstu hendi - en það þurfti að toga dálítið til að fá að vita því þá var fyrsta hendi að reyna mikið að selja nokkur pör af hásingum :-)

En eins og ég sagði þá er þetta örugglega allt leyst í dag...

Jón - alveg er magnað hvað er mikill munur á eyðslu á þessum bílum eftir eintökum... þ.e. 6,4 bílnum - Einn er með lítið meira en 6,0 á meðan sá næsti er með 100 % meira - allt áræðanlegir menn og bílar :-) --- fór ferð með einum svona á 49" fyrir 3 eða 4 árum... hann fór með 200 l meira en ég á helginni - var þó oftast í förum.

Eins var einn 54" sem ég hef ferðast aðeins með með 46 l/100 í malbiksakstri að sumri... Mælt og mælt bæði á eyðslumæli og dælu... Hann hlítur bara að hafa verið eitthvað bilaður... og er þá enn..

Svo er einn óbreyttur 6,4 innan fjölskyldunar - hann er með 17-18 í langkeyrslu...

En svo er líka einn 2011 með 6,7 - sá er með 10 - 11 í langkeyrslunni - alger snilldarvél þar á ferð - enda sú fyrsta sem Ford framleiðir sjálfur í þessa bíla... Ekki einhverjar international eða þaðan af verri millibilsrellur :-)

En svo er þessi eyðsla algert aukaatriði... Ég vill meina að skemmtunin sé í beinu hlutfalli við eyðslu :-9
Ford F350 49" - með öllu og fleira sem ég man ekki eftir
Lynx Rave XT 800
Polaris Edge 800


sing
Innlegg: 5
Skráður: 06.apr 2013, 09:28
Fullt nafn: Snorri Ingimarsson
Bíltegund: Ford F350

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sing » 12.maí 2013, 13:49

Já bara fjör.....

Mismunandi eyðsla á Fordum hefur líka verið mér umhugsunarefni.

Það er eins og ekkert megi vera að, þá rjúki eyðslan upp.
Og í svona flóknum stjórnkerfum á vélunum getur margt verið að.

Svo eru það aðstæðurnar:
Mótvindur eða meðvindur, virðist geta breytt 3 -4 lítrum /100km
Þegar ég var með gamla forritið, þá eyddi ég lægst 16 l /100km Rvk-Aku, gott veður, þurrt, 93 km/klst í lockup og cruise control, 50 psi í dekkjum, meðvindur frekar en mótvindur. Að vetri í hálku, ekki lockup, ekki cruisecontr, normal í dekkjum og breytilegan vind var þetta 24 l/100 km.
Cruiscontrol lækkaði eyðsluna um ca 2 l /100km
50 psi í dekkjum lækkaði um 1 - 2 l/100km

Með nýja forritinu (sem gefur alls um 500 hesta), þá fékk ég þessa tölu Rvk-Staðarskáli (á 37 dekkjum og hækkuðum bíl = meiri loftmótsaða):
Viðhengi
Eydsla Ford.jpg

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Stebbi » 12.maí 2013, 14:13

sing wrote:Með nýja forritinu (sem gefur alls um 500 hesta), þá fékk ég þessa tölu Rvk-Staðarskáli (á 37 dekkjum og hækkuðum bíl = meiri loftmótsaða):


Var það með leiðréttum hraðamæli fyrir 37"? Annars eru þessir fordar ekkert að eyða neinu, 25L á hundraðið á 5 tonna bíl í snjó og hálku og ekki í Lock-up er bara vel ásættanlegt ef maður miðar við það að þetta er eins straumlínulagað og meðal raðhús.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


sing
Innlegg: 5
Skráður: 06.apr 2013, 09:28
Fullt nafn: Snorri Ingimarsson
Bíltegund: Ford F350

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sing » 12.maí 2013, 16:15

Já það var búið að leiðrétta hraðamælinn.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá ivar » 12.maí 2013, 17:13

Mér finnst þessir stóru fordar ekki vera að eyða miklu m.v. stærð og vélarafl. Setti bílinn hjá mér á 41" fyrir sumarið núna um daginn, leiðrétti mælinn og fór að mæla. Sem stendur er hann í 21.7 L/100km og það er bara innanbæjar. Á 46" var hann að fara með 18L á langkeyrslu í logni og um daginn keyrði ég að norðan í miklum meðvindi og fékk 15L/100 á 46" :)
Ætla alltaf að tala um það sem langkeyrslueyðslu á bílnum.
Bíllinn er 6.0L með SCT tölvu og custom tune ~450hp


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir