Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 01.apr 2013, 13:31

Sælir félagar nú er ég búinn að skoða og aka Ford 54" bíl og án gríns og öfundar þá eru þetta alvöru tæki sem eru sko að drífa alveg ótrúlega mikið og fannst mér ég vera á beltatæki þegar ég prufaði bílinn hjá Jörgen.Þetta eru tæki sem kosta 10 til 15 millur eftir íburði og þægindum og árgerðum. Mér finnst persónlega vanta WC í þá alla því þeir geta td. klifrað upp ótrúlegan bratta og var ég nærri búinn að skíta á mig úr hræðslu í einni brekkunni sem Jörgen fór með mig í og það var enginn svartur ruslapoki með eins og forðum daga þegar ég þurfti að nota hann innan um félagana í litlum jeppa. En það er efni í aðra góða sögu. Jæja þetta var formálinn og inngangurinn. Sem sagt í stuttttu máli þegar okkur leiðist, reynum að hanna ódýran BÍL max 2 millur, sem hefur við 54" bílunum í drifgetu.kveðja guðni
Síðast breytt af sukkaturbo þann 01.apr 2013, 15:42, breytt 3 sinnum samtals.User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá -Hjalti- » 01.apr 2013, 13:34

þetta eru engin geimvísindi

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 01.apr 2013, 13:40

Sæll Hjalti þetta er of einföld lausn þetta þarf að vera bíll. Hiti og skjól. kveðja guðni

User avatar

dadikr
Innlegg: 143
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá dadikr » 01.apr 2013, 13:52

DSCN1771_2.jpg


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 01.apr 2013, 13:58

Þessi Chevi er flottur svo kanski ef hann væri með þessi dekk: http://www.youtube.com/watch?v=qZ0IpUaGzs0

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá -Hjalti- » 01.apr 2013, 14:03

sukkaturbo wrote:Þessi Chevi er flottur svo kanski ef hann væri með þessi dekk: http://www.youtube.com/watch?v=qZ0IpUaGzs0


Hann er bara fínn á 49 tommuni , Efast um að hann gefi fordunum mikið eftir þó það vanti auðvitað helling upp á aflið þá er hann líka eflaust 1.5 tonni léttari.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Ofsi » 01.apr 2013, 15:18

Verðum við ekki bara að hamra á þessu með litlu tippinn og halda því svo fram í rauðan dauðan að þeir drífi ekker meira, einsog 38" karlarnir gera. (ps þar til við erum búnir að spara fyrir alvöru dekkjum)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Stebbi » 01.apr 2013, 15:21

Það vantar bara súkkueiganda hingað til að segja okkur að hann hafi keyrt hringinn í kringum fastan 54" Ford á 33" tröllinu sínu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 01.apr 2013, 15:44

-Hjalti- wrote:
sukkaturbo wrote:Þessi Chevi er flottur svo kanski ef hann væri með þessi dekk: http://www.youtube.com/watch?v=qZ0IpUaGzs0


Hann er bara fínn á 49 tommuni , Efast um að hann gefi fordunum mikið eftir þó það vanti auðvitað helling upp á aflið þá er hann líka eflaust 1.5 tonni léttari.

Sæll Hjalti hefur þú séð þennan bíl í aksjón í þungu færi og er eitthvað til um hann vél kassar læsingar, kanski videó?

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá -Hjalti- » 01.apr 2013, 15:54

sukkaturbo wrote:
-Hjalti- wrote:
sukkaturbo wrote:Þessi Chevi er flottur svo kanski ef hann væri með þessi dekk: http://www.youtube.com/watch?v=qZ0IpUaGzs0


Hann er bara fínn á 49 tommuni , Efast um að hann gefi fordunum mikið eftir þó það vanti auðvitað helling upp á aflið þá er hann líka eflaust 1.5 tonni léttari.

Sæll Hjalti hefur þú séð þennan bíl í aksjón í þungu færi og er eitthvað til um hann vél kassar læsingar, kanski videó?


hef séð þennan bíl nokkrum sinnum á fjöllum en ekki í þungu færi en ég veit að hann er með 6.2 gm diesel vél (army útgáfuna) og 4 gíra GM Muncie SM465 með extra lágan 1 gír. og svona bíll strípaður eins og þessi er um 2.4 tonn
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 01.apr 2013, 16:15

Takk Hjalti ég man eftir landcruser á Akureyri 60 Cruser á Unimog og 54 hann væri góður grunnur ætli hann sé til ennþá? kveðja guðni

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Svenni30 » 01.apr 2013, 21:21

sukkaturbo wrote:Takk Hjalti ég man eftir landcruser á Akureyri 60 Cruser á Unimog og 54 hann væri góður grunnur ætli hann sé til ennþá? kveðja guðni


Var það ekki algjör haugur ? Sá hann fyrir nokkrum árum í frekar slæmu ástandi.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Stebbi » 01.apr 2013, 23:05

Ég mætti þessum ofur 54" trukk í norðurárdalnum í dag með kolamökkinn á eftir sér, það dró fyrir sólu í smá stund eftir að maður mætti honum og Avensisinn gekk truntulega af súrefnisleysi á meðan. Mæli með því að hann fái sér ullarsokk á pústið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Baldur Pálsson » 01.apr 2013, 23:34

158.JPG
Hann er svona í dag
sukkaturbo wrote:Takk Hjalti ég man eftir landcruser á Akureyri 60 Cruser á Unimog og 54 hann væri góður grunnur ætli hann sé til ennþá? kveðja guðni
Sæll Guðni ég bauð þér Crúserinn til sölu í vetur, ég hef séð marga verri crúsera en minn gamla.Enn það var mjög ódýrt dæmi og var hann að vikta rétt um 3 tonn.
kv
Baldur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 01.apr 2013, 23:56

Sæll BAldur þetta er bíllinn sem þarf í grunninn sendu mér símanúmerið þitt í gsm 8925426 á morgun kveðja guðni


Adam
Innlegg: 121
Skráður: 29.des 2011, 00:32
Fullt nafn: Adam örn þorvaldsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Adam » 02.apr 2013, 00:10

Stutt vitara á 44".... með góða niðurgíringu og 50hp wet nítro skot...og vissulega einhverjar styrkingar á milli dempara turna og styrkingar á framdrif svo það snúi sig nú ekki alltaf úr festingunum ;)

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Svenni30 » 02.apr 2013, 00:19

Var þessi cruser ekki sá fyrsti til að fara á 54" ?
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 02.apr 2013, 00:34

Sæll Svenni ég held að það sé nokkuð öruggt. Man eftir Unimog hér í denn á 54".Með Sukku stutta á 44 það hefur ekkert að gera í 54" trukkana er búinn að vera með léttan Fox á 46" hann hefði ekki haft roð í 54" trukkana. Ég er aðeins búinn að þefa af svona trukk og aka svona bíl og sitja smávegis í svona 54" Ford og ég held svei mér þá að það þurfi bara beltabíl til að hafa yfirburði á móti svona tæki. Það væri samt gaman að endurvekja gamla 60 Cruserinn hans Baldurs á 49" til 54" dekk. Spurning hvort svoleiðs smíði fengu skoðun. kveðja guðni

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá AgnarBen » 02.apr 2013, 00:49

Svenni30 wrote:Var þessi cruser ekki sá fyrsti til að fara á 54" ?


Nei, Gulli Sonax var fyrstur til að setja 54" undir silfurgráa Dodge-inn sinn.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Freyr
Innlegg: 1683
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Freyr » 02.apr 2013, 01:13

.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1683
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Freyr » 02.apr 2013, 01:14

-Hjalti- wrote:
hef séð þennan bíl nokkrum sinnum á fjöllum en ekki í þungu færi en ég veit að hann er með 6.2 gm diesel vél (army útgáfuna) og 4 gíra GM Muncie SM465 með extra lágan 1 gír. og svona bíll strípaður eins og þessi er um 2.4 tonn


Hann er með 400 skiptingu

User avatar

jongud
Innlegg: 2197
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jongud » 02.apr 2013, 08:38

Stebbi wrote:Það vantar bara súkkueiganda hingað til að segja okkur að hann hafi keyrt hringinn í kringum fastan 54" Ford á 33" tröllinu sínu.


Ég var reyndar ekki á súkku heldur á Ford Ranger og tók hring á 38-tommu í kringum RAM á 46-tommu.
Reyndar var færið svolítið furðulegt, tvístæð skel og ég flaut ofaná neðri skelinni en Ram-inn braut báðar og undir því var bara sykur.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá AgnarBen » 02.apr 2013, 08:43

jongud wrote:
Stebbi wrote:Það vantar bara súkkueiganda hingað til að segja okkur að hann hafi keyrt hringinn í kringum fastan 54" Ford á 33" tröllinu sínu.


Ég var reyndar ekki á súkku heldur á Ford Ranger og tók hring á 38-tommu í kringum RAM á 46-tommu.
Reyndar var færið svolítið furðulegt, tvístæð skel og ég flaut ofaná neðri skelinni en Ram-inn braut báðar og undir því var bara sykur.


það er stórkestlegur drifgetumunur á 54" og 46" Ram þannig að þetta dæmi er alls ekki nógu gott ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Guðninn
Innlegg: 41
Skráður: 01.nóv 2012, 13:48
Fullt nafn: Guðni F Pétursson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Guðninn » 02.apr 2013, 08:54

þekki ekki þessa forda nógu vel, en Raminn hjá Gulla er orðinn allsvaðalegur,

49" Raminn sem ég ferðast á með kallinum er með hrikalega virkni og skilar aflinu virkilega skemmtilega með 6 gíra allision skiptingu,

En drifgetan á þessum 54" bílum er bara kjánalega mikil

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Stebbi » 03.apr 2013, 01:38

Freyr wrote:
-Hjalti- wrote:
hef séð þennan bíl nokkrum sinnum á fjöllum en ekki í þungu færi en ég veit að hann er með 6.2 gm diesel vél (army útgáfuna) og 4 gíra GM Muncie SM465 með extra lágan 1 gír. og svona bíll strípaður eins og þessi er um 2.4 tonn


Hann er með 400 skiptingu


Úfffffff
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1118
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Kiddi » 03.apr 2013, 02:00

Stebbi wrote:
Freyr wrote:
-Hjalti- wrote:
hef séð þennan bíl nokkrum sinnum á fjöllum en ekki í þungu færi en ég veit að hann er með 6.2 gm diesel vél (army útgáfuna) og 4 gíra GM Muncie SM465 með extra lágan 1 gír. og svona bíll strípaður eins og þessi er um 2.4 tonn


Hann er með 400 skiptingu


Úfffffff


???


binni1
Innlegg: 107
Skráður: 05.okt 2011, 20:56
Fullt nafn: Brynjar gylfason
Bíltegund: BRONCO 1974

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá binni1 » 03.apr 2013, 22:02

mér sýnist að það þurfi bara að halda drifgetu keppni fyrir alla þessa með stóru og littlu tippin frá 33" uppí 54" léttir sem þungir hátt eða lágt uppí klof allir með, allir að leggjast á bæn og biðja umm meiri snjó.ÉG MÆTI MEÐ LITTLA TIPPIÐ EÐA STÓRA TIPPIÐ GET NEFNILEGA VALIÐ HEHE MEÐ TIPPA KVEÐJUR BRYNJAR .

User avatar

hmm
Innlegg: 14
Skráður: 29.nóv 2010, 13:00
Fullt nafn: Benedikt Magnússon
Bíltegund: Ford F350 49"

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá hmm » 03.apr 2013, 22:07

Ég hef nú ekki enþá séð 54" bíl gera neitt meira en ég er að gera á 49" Ford... ef frá er talinn einn krapapittur þar sem kloflengdin virkaði...

Þessar múkka hásingar hafa nú verið að hrekkja töluvert á þessum bílum, bæði hjá Gulla og Bjarna o.fl.

Síðan má ekki gleyma að 54" er mjórri en 49" og á stærri felgum - þannig er flöturinn svipaður eða ívið minni á 54" þegar búið er að hleypa vel úr.....

Svo fer þetta nú allt eftir ökumanninum á þessum trukkum eins og þeim minni :-)

En svarið við þessu eru klárlega fleiri hásingar !! a.m.k. 3 stykki - sá efnilegan hilux fyrir nokkru sem var að verða 6-hjóla... Veit ekki hvað varð um hann...

6-hjóla 49" bílarnir eru gjörsamlega að jarða alla samkeppni.... (Ég á 3 hásinguna klára - bíð bara eftir tíma og tækifæri :-)))

Benni
Ford F350 49" - með öllu og fleira sem ég man ekki eftir
Lynx Rave XT 800
Polaris Edge 800

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Stebbi » 03.apr 2013, 23:27

Kiddi wrote:
Stebbi wrote:
Freyr wrote:
Hann er með 400 skiptingu


Úfffffff


???


Svona 400 glussadæla tekur allt nema 2 af þessum fáu hestöflum sem 6.2 framleiðir og J-code 6.2 er ca 145 hestöfl.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Þorsteinn » 03.apr 2013, 23:31

hmm wrote:Ég hef nú ekki enþá séð 54" bíl gera neitt meira en ég er að gera á 49" Ford... ef frá er talinn einn krapapittur þar sem kloflengdin virkaði...

Þessar múkka hásingar hafa nú verið að hrekkja töluvert á þessum bílum, bæði hjá Gulla og Bjarna o.fl.

Síðan má ekki gleyma að 54" er mjórri en 49" og á stærri felgum - þannig er flöturinn svipaður eða ívið minni á 54" þegar búið er að hleypa vel úr.....

Svo fer þetta nú allt eftir ökumanninum á þessum trukkum eins og þeim minni :-)

En svarið við þessu eru klárlega fleiri hásingar !! a.m.k. 3 stykki - sá efnilegan hilux fyrir nokkru sem var að verða 6-hjóla... Veit ekki hvað varð um hann...

6-hjóla 49" bílarnir eru gjörsamlega að jarða alla samkeppni.... (Ég á 3 hásinguna klára - bíð bara eftir tíma og tækifæri :-)))

Benni


hvernig hafa múkka hásingarnar verið að koma út í viðhaldi á móts við það sem er undir hjá þér ?


Offari
Innlegg: 199
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Offari » 03.apr 2013, 23:58

Fáðu þér bara Gas 69 settu 38" undir bílinn þá kemstu einfaldlega lengra á hverri krónu.


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá ivar » 04.apr 2013, 08:14

Ég er sömuleiðis áhugasamur um viðhald og galla á unimog hásingum.
Sá fyrir mér að nota svona næst þegar ég breyti.

Síðan væri auðvita skoðandi ef legur eru nægilega sterkar að mjókka hásingarnar örlítið og hafa útvíðar felgur. Þannig ætti að vera hægt að komast upp með hvaða felgustærð sem er.

User avatar

hmm
Innlegg: 14
Skráður: 29.nóv 2010, 13:00
Fullt nafn: Benedikt Magnússon
Bíltegund: Ford F350 49"

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá hmm » 04.apr 2013, 16:34

Nú væru sjálfsagt þeir sem að eru með þessar hásingar betur fallnir til að svara um viðhaldið - en það virðist vera feimni með það eins og oft er.

En þeir sem ég þekki best til ferðast svo lítið að það er ekkert mark á því takandi - menn að aka 5 - 10þ km á ári á þessu.

En vandamál sem ég var að heyra um og hef staðfest voru að þeir voru að dæla olíunni af portölunum í langkeyrslu. Þannig þornaði allt draslið í niðusrfærslu gírnum og bilaði - einhver lausn var komin á þessu en veit ekki hvernig hún hefur komið út - held allt í lagi.

Þeir voru að brjóta þetta á malbiki í hringtorgum - held að það sé leyst

Síðan er væntanlega viðhald á þessu eins og undir múkkunum sjálfum þar sem það er haugur af hreyfanlegum hlutum sem eru ekki í hinum...

En stóru gallarnir í þessu og þessum 54" bílum sem ég þekki til finnst mér vera að þetta er 3 - 400 kg þyngra - það endar með því að þyngdin fari að skipta máli þó það sé ekki eins mikið atriði á þessum stóru hjólum eins og þeim litlu.

Síðan er það eyðslan - þetta er að taka óþarflega mikið til sín... Þessir bílar sem ég þekki til eru að fara með ansi miklu meira af olíu heldur en ég, það miklu meira að mér finnst það ekki þess virði..

Svo er þetta allt of hátt !! - ég hef keyrt nokkra af þessum bílum og mér finnst þetta bara asnalega hátt - það er nóg vandamál samt á þessum stóru framþungubílum í hliðarhalla að maður sé ekki að bæta á það með því að smíða þetta beint upp í loftið. Ég lagði mikla áherslu á að hafa bílinn minn eins lágan og hægt er - enda er hann sennilega lægsti 49" bíllinn sem er á götunni - gríðarlegur munur á honum hvað umgengni og getu í halla varðar --- samanborið við eins bíla...

Ég hef ekki séð nýja bílinn hjá Snorra Ingimars - mér skilst að það hafi verið reynt að hafa hann eins lágan og hægt er... Lagast kannski aðeins við það...

Orginal hásingarnar undir Ford eru fínar fyrir 46" en þarf að klappa þeim aðeins fyrir 49"... Allavega ef menn ætla að nota þetta eins og ég geri, s.s. taka allt út úr þessu... Þannig er ég búinn að henda ca 7 - 800 þ í endurbætur á mínum hásingum. Er kominn með alvöru legur að framan, öflugri legustúta og lengra á milli lega að aftan og RCV öxla úr M800 stáli að framan með sexkúluliðum. Engar lokur - bara kubba...
Með þessu er maður nánast með þetta vandamálafrítt... Nota síðan kamb og pinion frá Youkon sem endast bærilega (ca 20 - 30 þ km)... Þetta er allavega að svínvirka svona...

Svo er úrhleypibúnaðurinn kominn inn í öxla og þessi forljóti köngulóarbúnaður farinn og maður laus við að þurfa að vera alltaf að vefja ofanaf slöngudóti - en það að setja úrhleypibúnaðinn inn í hásingar er ekki nauðsynleg viðbót - bara þægilegra...

En ég er búinn að stúdera þetta mikið - enda búinn að vera á 49" frá því 2006 og á 46" í nokkra mánuði þar á undan.... Lengi vel var ég alveg að fara að setja múkka hásingar undir og 54" en svo eftir því sem að maður sér meira af þessum bílum á fjöllum og sér hvað þeir "geta" og á hvaða kostnað það er... Þá langar mig bara ekkert í svona :-) En ein hásing í viðbót - það er allt annað mál.... Það er alvöru !

Benni
Ford F350 49" - með öllu og fleira sem ég man ekki eftir
Lynx Rave XT 800
Polaris Edge 800


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá sukkaturbo » 04.apr 2013, 17:52

Sæll Benni hvað var að brotna í Unimog hásingunum í hringtorgum? kveðja guðni

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá AgnarBen » 04.apr 2013, 22:01

Myndir af bílnum hans Snorra Ingimars

Image

Image
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jon » 04.apr 2013, 23:51

FORD 54%22.jpg


Fordinn minn er á Unimog hásingum og 54". Get ekki annað sagt en að þetta virki allt saman mjög vel.

Unimog hásingar eru mikið sterkari en þær amerísku, portal drifin gefa jafnt átak á hjólin, ekkert hnökur.
Tvöfaldir hjöruliðir út í framhjól, original úrhleypibúnaðurinn er snilld.

Kv. Jon
Viðhengi
Tvöfaldur liður.jpg


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá halendingurinn » 05.apr 2013, 00:36

http://unimurr.de/tips/Entlueftung-Vorgelege-R1.3.pdf (þetta ætti að vera auðvelt að útbúa olíugildru)
Þetta leysir vandamálið sem veldur því að olía gubbar upp í framhjólum, sérstaklega bílstjórameginn og í hásingunum sem eru með 250ml olíu magn í portalgír en ekki eins mikil hætta í öðrum unimog hásingum sem hafa meira olíumagn. þessar hásingar sem komu úr dingo og eru með eina samsetningu í miðju er ég næstum því öruggur að hafi stærra forðabúr í niðurgír út í hjól.
Kv. Trausti

User avatar

Freyr
Innlegg: 1683
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá Freyr » 05.apr 2013, 01:06

Benni: Hver eru þyngdarhlutföllin í þínum fram/aftur? Fórum eitt sinn á vikt með hvíta 49" hans Arnórs og hann var með allt klárt í bílnum, fulla tanka og bara einn kall. Hann var 2,800 framan / 2.500 aftan. Það er svipaður munur í kg talið eins og í mínum rúmlega 2 tonna jeppa (í ferð)....

Kv. Freyr

User avatar

jongud
Innlegg: 2197
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá jongud » 05.apr 2013, 08:59

Hvernig væri að "fátæki maðurinn" svaraði þessu með því að nota Rockwell hásingar?
Þannig yrði trukkurinn ekki eins hár og þær eru svo til skotheldar "original"
Það er líka hægt að fá loftlæsingar í þær núna.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Svar fátæka jeppamannsins við 54"

Postfrá AgnarBen » 05.apr 2013, 09:34

Hérna er Wrangler með Rockwell hásingar og á 54" :-) ........ kostar reyndar örugglega jafn mikið og 54" Ford !

Fyrst eru ljósmyndir en svo er video sem sýna Rockwell hásingarnar vel.

[youtube]FwgmhPkr54c[/youtube]
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir