Síða 1 af 1

Vandræði Patrol 2001

Posted: 29.mar 2013, 09:33
frá trooper
Sælir.
Þannig er að hann vælir helvíti ámátlega bíllinn og er það ekki frá reimum. Ef ég stend framan við húdd bílsins er hægra megin nálægt hvalbaknum grátt hringlaga stykki og neðan neðan úr því er pinni, ef ég toga lítillega í þennan pinna þá hættir vælið. Vona að patrolmenn skilji þetta. Veit ekki hvað stykkið gerir og vill ekki fikta þaraðleiðandi í því.
Lumar einhver á manual fyrir svona bíl svo ég gæti komist að sannleikanum í þessu, eða þekki einhver af þessari frábæru lýsingu hvað þetta er?
kv. Hjalti

Re: Vandræði Patrol 2001

Posted: 29.mar 2013, 09:46
frá trooper
Hér er mynd af stykkinu, (rauður hringur utan um það) mynd af netinu.
kv Hjalti

Re: Vandræði Patrol 2001

Posted: 29.mar 2013, 09:52
frá Stebbi
Ahhhh það syngur í taðventlinum hjá þér. Ef að vælið kemur frá öxlinum sem fer niður á túrbínu þá þarftu að skipta um hann, ef það kemur frá gúmmíslöngunum þá þarf að skipta um þær.

Re: Vandræði Patrol 2001

Posted: 29.mar 2013, 09:56
frá trooper
Sæll. þetta er öxullinn sem kemur niður úr þessu stykki. Er það að skaðlausu að keyra bílinn ??
Ég á ekkert í þessa viðgerð á Föstudeginum langa.. ;)
kv.

Re: Vandræði Patrol 2001

Posted: 29.mar 2013, 10:04
frá Stebbi
Ef að þetta er wastegateventill (taðventill á ísl.) þá ætti að vera í lagi að keyra hann á meðan hann verður ekki furðulega kraftmikill. Kemur ekkert ljós í mælaborðið.

Re: Vandræði Patrol 2001

Posted: 29.mar 2013, 10:09
frá trooper
Nei ekkert ljós... og hreinlega ekki neinn ofurkraftur heldur.
kv.

Re: Vandræði Patrol 2001

Posted: 29.mar 2013, 10:40
frá Izan
Enda væri eitthvað mikið að ef þú fyndir einhvern ofurkraft úr Patrol;-)