Síða 1 af 1
vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 26.mar 2013, 17:01
frá kolatogari
Sælir spjallfélagar. ég var að smyrja bílinn hjá mér, sem er ekki frásögufærandi nema hvað ég tek eftir því að frammhásinginn er skökk undir bílnum. það er eins og hún sé ca tommu of mikið vinstra meginn, þar sem efri stífan á hásingunni nuddast utan í grindinna.
Mér sýnist þetta ekki vera orginal hásing undir bílnum, því hún er ekki með þessum "loku" búnaði sem oft er á jeep, heldur snýst drifið alltaf með, þó þessi bíll sé orginal með 242 millikassanum.
Dettur helst í hug að einhverntíman hafi verið skipt um frammhásingu og vitlaust skástífa sett undir. vitið þið til þess að þær séu í mismunandi lengdum t.d á milli ZJ eða XJ bíla?
P.S veit einhver hvort það hafi verið hægt að fá annað lok á D35 afturhásinguna sem væri með snittuðum áfillingar tappa, en ekki þessu gúmmídrasli?
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 26.mar 2013, 18:08
frá Freyr
Grand kom ekki með vacumloku á öxlinum hm. og því snýst framdrifið alltaf með í grand.
Getur verið að fóðringar séu svo handónýtar sð stífan sé skökk?
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 26.mar 2013, 18:17
frá kolatogari
ok þá erum við búnir að útiloka þann möguleika að hásinginn sé einhvað mix. fóðringarnar eru gamlar, ca, 60þús búið að aka á þeim. ég finn ekkjert slag í þeim þegar ég tek á stönginni með spennujárni.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 26.mar 2013, 18:30
frá Kiddi
Er þetta óbreyttur bíll eða hækkaður?
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 26.mar 2013, 18:36
frá kolatogari
hann er alveg orginal.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 26.mar 2013, 18:55
frá Kiddi
Hefur ekki hlykkurinn í henni bara gengið til?
Varðandi lokið þá var í mínum jeppa Dana 35 hásing með skrúfuðum tappa þannig að þetta er sjálfsagt til í einhverjum haugnum.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 26.mar 2013, 20:06
frá kolatogari
líklegast er kominn skrúfaður tappi í nýrri bílana þá. þarf að redda mér einhverri samanburðar stöng til að útloka hana. Er alltaf sama lengd á þessum stöngum í þessum bílum?
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 26.mar 2013, 20:10
frá Kiddi
Þetta var í 87 árgerð hjá mér...
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 17:59
frá kolatogari
já ok þá ætti ég nú að eyga svona lok í partahaugnum hjá mér. En er enginn með á hreinu hvort það sé mismunandi stífulengdir í boði á þessum bílum?
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 18:31
frá arniph
varstu með hann á liftu þegar þú sást að hásingin var skökk undir?
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 18:56
frá kolatogari
arniph wrote:varstu með hann á liftu þegar þú sást að hásingin var skökk undir?
neibb, hef alveg komið nálægt bílum áður.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 20:23
frá HaffiTopp
Af hverju ertu þá að spyrja hvað geti verið að?
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 20:47
frá kolatogari
ég var að spyrja hvort það hefði komið margar lengdir af stöngum í þessum bílum, því ég er nokkuð viss um að þessi er ekki rétt. og miðað við Jeep grúskarana hérna þá gerði ég bara fastlega ráð fyrir því að einhver hefði hugmynd hérna, sem er greinilega ekki málið. biðst forláts.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 21:10
frá Freyr
Minnir að þverstífan í grand sé með umtalsvert sverari spindilkúlu en í xj svo það passar væntanlega ekki þar á milli. Er husanlegt að efri stífuturninn sé skakkur, jafnvel að losa frá grindinni vegna sprungna eða ryðs? Settu inn myndir af þessu, bæði þar sem stífan nuddar og einnig framaná framhásinguna þannig að skástífan sjáist öll vel ásamt festingum.
Kv. Freyr
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 21:12
frá arniph
kolatogari wrote:arniph wrote:varstu með hann á liftu þegar þú sást að hásingin var skökk undir?
neibb, hef alveg komið nálægt bílum áður.
veistu af minni reynslu þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því. en þá vitum við það :)
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 21:26
frá kolatogari
Freyr wrote:Minnir að þverstífan í grand sé með umtalsvert sverari spindilkúlu en í xj svo það passar væntanlega ekki þar á milli. Er husanlegt að efri stífuturninn sé skakkur, jafnvel að losa frá grindinni vegna sprungna eða ryðs? Settu inn myndir af þessu, bæði þar sem stífan nuddar og einnig framaná framhásinguna þannig að skástífan sjáist öll vel ásamt festingum.
Kv. Freyr
ég var nú að kíkja eftir sprungum, en það sérst kannski ekki svo vel, þar sem þetta er náttúrulega á kafi í drullu allt saman. ætla að reyna smella mynd af þessu á morgunn.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 27.mar 2013, 23:23
frá Forsetinn
Myndi skoða grindina vel...
Skoðaði einn sem var með svona svipað vandamál reyndar xj, þá var bitinn framan við stýrismaskínu brotin/sprungin við suðu...
Eigandinn sagði bílinn ansi leiðinlegan í stýrinu hehe.
kv. Halldór.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 28.mar 2013, 10:58
frá lecter
hættið að bulla i manninum ,, þetta er bara algeingt að hásingar eru ekkert réttar undir bilum ég átti grand 95árg aftur hásingin var svo vitlaust undir honum að ég gat ekki haft hann á breiðum felgum það munaði 5cm út fyrir en slett hinumeigin
þetta er bara framleitt svona gróft patrolarnir voru oft 2-3 cm vitlaust td sumir
það er ekkert annað að gera en að stilla billnum upp aftur og smiða stifuna rétta
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 28.mar 2013, 11:19
frá kolatogari
lecter wrote:hættið að bulla i manninum ,, þetta er bara algeingt að hásingar eru ekkert réttar undir bilum ég átti grand 95árg aftur hásingin var svo vitlaust undir honum að ég gat ekki haft hann á breiðum felgum það munaði 5cm út fyrir en slett hinumeigin
þetta er bara framleitt svona gróft patrolarnir voru oft 2-3 cm vitlaust td sumir
það er ekkert annað að gera en að stilla billnum upp aftur og smiða stifuna rétta
Já er það tilfellið? hann er góður í stýri og lætur ekkjert undanlega. Stýrið er meira segja beint.
minn er einmitt '95 líka. canada bíll.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 28.mar 2013, 13:14
frá Forsetinn
lecter wrote:hættið að bulla i manninum ,, þetta er bara algeingt að hásingar eru ekkert réttar undir bilum ég átti grand 95árg aftur hásingin var svo vitlaust undir honum að ég gat ekki haft hann á breiðum felgum það munaði 5cm út fyrir en slett hinumeigin
þetta er bara framleitt svona gróft patrolarnir voru oft 2-3 cm vitlaust td sumir
það er ekkert annað að gera en að stilla billnum upp aftur og smiða stifuna rétta
Getur verið að það sé strangara gæðaeftirlit í bílskúrum í Reykjavík en hjá vottuðum bílaframleiðendum sem framleiða milljónir bíla?
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 28.mar 2013, 13:50
frá lecter
ja þvi miður er það svo og við vorum oft hissa á suðum lika eins og að robotinn hefði bara ekki hitt alveg nákvæmlega á retta staðinn i undirvagninn en boddy hef eg ekki sé neitt slæmt við
þetta er bara ekki smiðað betur þvi miður og liklega skiptir þetta eingu máli en samt skárum við upp hliðarstifurnar i sumum bilum og stiltum upp aftur ,,,, allir bilar eftir breytingu voru mældir upp krosmældir og hásingamældir upp á millimeter en cm til eða frá er greinilega ekkert must frá sumum framleiðendum enda eru þetta bara bilar
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 28.mar 2013, 14:20
frá Forsetinn
Getur verið að bílaframleiðendur stilli upp hásingum þannig að afstaðan sé rétt þegar bíllinn er í akstri?
Bílar eru ekki hannaður til að standa kyrrstöðu...
Myndi frekar halda að þessu miklu skekkjur sem menn hafa verið að sjá í mælingum hjá sér. Séu frekar tilkomnar vegna mismunandi hæðar (efniseiginleikar og eða lestun) í gormum frekar en skekkjur uppá tugi millimetra í einfaldasta stykki bílsins.
Re: vitlaus skástífa undir cherokee ZJ??
Posted: 28.mar 2013, 14:39
frá lecter
ég get ekki svarað þessu en við sáum þetta mjög greinilega eg hafði nú lært réttingar hjá Armi hér áður , svo fór ég að vinna við breytinar á jeppum og maður var virkilega að vandasig með rosalegan metnað að gera allt best,, og vorum rosalegt team 5 menn
ég er að tala um óbreytta jeppa við vitum að ef jeppi er hækkaður upp án þess að færa niður hliðarstifuna tosar hun hásinguna til sin til hliðar